Nafn:

Sæunn og Halldór Lágafelli

Farsími:

8918091

Tölvupóstfang:

lagafelli@gmail.com

Afmælisdagur:

06.06.2001

Heimilisfang:

Lágafelli 861 Hvolsvöllur Iceland

Önnur vefsíða:

www.lagafelli.is

Um:

Landbúnaður, sala heimaafurða og íbúðarleiga / ferðaþjónusta

Uppáhalds manneskjur:

mamma og pabbi

Uppáhalds matur:

steikt lifur

Eftirminnilegast:

þegar við tókum við Lágafelli

19.11.2006 00:41

Nú er frost á frónni frýs í æðum blóð!/There is frost in our country!

Nú er frost á frónni - ég sver ég held mér hafi aldrei verið svona kalt!

Það voru -13°C í morgun og svo er kominn vindur núna og á að fara að snjóa! Það þýðir bara eitt - undir sæng og vera þar þar til yfir líkur!

Now it is frost in Iceland - I swear I think I have never been so cold!

It was -13°C this morning and now it is also windy and is suppose to snow! That means only one thing - stay in bed and stay there till this is over!

Ég stal myndum af netinu frá einhverjum gæja og ég ætla að setja þær inn hér til að sýna ykkur hvernig komið er fyrir mér!

I stole some pictures off the internet by some guy and I am going to put them in this bogg so that you can see what I am talking about!

Góða nótt/good night!

(you will find new pictures under öðruvísi myndir/ þið finnið myndirnar undir öðruvísi myndir!)

 
 

16.11.2006 11:01

Um hross fyrir hestafólk/about horses; for riders

Að gefnu tilefni vil ég að það komi fram að þó að ég sé eins og ég er og lífið á Lágafelli líka - þá er ég alla daga að reyna að gera mitt besta og enn betur en deginum/árinu þar áður - því að ég er að byggja upp það sem ég hef í höndunum og mottó mitt er að góðir hlutir gerist hægt - og því bið ég þá aðila sem þykjast þekkja sig í þessum skrifum um að veita mér rými til að stunda mína hrossarækt og auglýsingar í kringum hana eins og mér hentar - og lofa mér að koma mínum hrossum á framfæri eins og mér þykir best koma fyrir mína ræktunarstefnu og mitt sjónarmið - ég verð þó að taka það fram hér að Íslendingar eiga ekki í hlut en síðan er gerð bæði fyrir Íslendinga og útlendinga og því verð ég að skrifa þessar línur á íslensku líka - ég tel mig á mínum íslenska markaði vera í nokkuð góðum málum - en þrýstingur er á mig erlendis frá sem mér ekki líkar og bið um olnbogarými til að fá að vinna mína vinnu eins og hingað til hefur verið gert - Takk fyrir Sæunn

Becouse there is a reason I have to write this to all off you that know my horses and the breeding polasy I stand for - I am all days trying to do my best and at least better then the day/years before - becouse I am building up what I have in my hands for my mottó is that good things happen slowly - I have to ask the ones that know themselfs in my writeing to give me space to do my breeding and poblissing around it like I want it to be and allow me to introduce my horses in the way I think is best for me and my vision on live - I have to say this writeing is only done becouse off pressior from over seas - Icelandic market is on my opinion in good care at the moment - but there are some over seas wich think my work is not quick enough or to slow or not working - but I ask off you to give me time - I am trying my best as I have done so far - Thanks Sæunn

13.11.2006 18:34

Vinnukonulaus/with out a worker!

Halló allir Helló everyone

Það gerðust undarlegir hlutir á Lágafelli í dag - Strange things happened in Lágafelli today

Hér er enginn "hjálparmaður" - There is now one here to "help" us anymore

Katha frá Þýskalandi fór heim með Iceland Express í dag til FRANFURT(H HAAAA NNNNNN ) og þar með erum við fjölskyldan orðin ein í heimili - en þetta hefur ekki gerst síðan janúar 2002 - maður kann bara ekki að haga sér inn á manns eigins heimili -  Ég bara verð að prófa það að hlaupa um á "tippinu" með karlinum í kvöld (sagt vegna þess að ÖLL börnin mín tala um að hlaupa um á tippinu eftir að þau koma upp úr baði - EINNING PRINSESSAN sem svo sannarlega hefur ekki slíkt "tól")

Katha from Germany went home with Iceland Express today through FRANKFURT(H HAAAA NNNN ) (Katha this is for you) and therefor we are suddenly alone in our house only the FAMILY - and this has not happened since janúar 2002 - we just do not know how to be inside our own house now -  I just have to try to run around on the "dingaling" with my husband tonight (said for when ALL our children have been bathing they say "we are running around on our dingaling (when they are naket)" but ofcourse our PRINSESS Bergrún doesn´t have a "dingaling" -)

Þegar við keyptum Lágafell árið 2001 var ég ófrísk - af henni Bergrúnu, og þá var Svandís bróðurdóttir hans Halldórs hér hjá okkur; og Hafliði Þór sonur Bínu systur mömmu, Magni bróðir og Dögg frænka - allir í einhvern tíma en Svandís okkar mest - og svo vorum við bara ein þegar skólinn byrjaði en þá veiktist Bergrún (hún er fædd 24 júlí) og varð veikari og veikari þar til 3 jan 2002 að hún var lögð inn á spítala - með Kíghósta og var þá svo illa haldin að það var verulega farið að draga af henni! Þá tókum við ákvörðun um að taka til okkar vinnumann/konu - og hófum leitina að ísl vinnumanni - og sú leit var ALGJÖR ÞRAUTAGANGA!

When we bought Lágafelli year 2001 - I was pregnant with Bergrún, that summer Svandís dotter of Bjössi Halldórs brother was here with us; also son of my mums sister called Hafliði Þór and my brother Magni and my cousin Dögg came from time to time - but Svandís was our worker that summer - and after the school started in august that year - it was just us; with our children but then Bergrún got sick (she is born 24 júlí) and then she only got worse untill she was so sick that she was really in danger - and was put to hospital - with KÍGHÓSTI (wich is called Pertussis in latin). THen we desided to get a worker and started our search for an icelandic one - but the serch became a desaster!

MEIRA SEINNA/MORE LATER - mjaltir/have to start milking!

Það var ekki fyrr en til okkar kom ung kona að nafni Kerstin Langenberger að hlutirnir fóru að gerast það var um miðjan Febrúar 2002 - og hún dvaldi hjá okkur fram á haust 2002 - eða þar til hún þurfti að fara heim til að ákveða hvað hún ætlaði sér að læra í framtíðinni -

It was not till we got Kerstin Langenberger a young German girl to work for us that things started happening - that was mid Feb 2002 - and she stayed at Lágafelli untill autom 2002 - or untill she had to go home to deside what she wanted to learn in future -

Um sumarið dvaldi hjá okkur ung stúlka úr RVK - Bergþóra - við að passa krakkana meðan við vorum í önnum - dásamleg stúlka sem krakkarnir eru enn að spyrja um -

Over the summer a young girl from Rvk - stayd with us taking care off the kids whyle we did our work - she is a wonderfull girl wich the kids still ask about -

Við fengum líka heimssókn að utan þetta árið - þýska stúlku - Karólu - sem vildi vinna í hestum og hún kom og hóf tamningar á nokkrum trippum fyrir okkur - með ágætum árangri -

We also had a visit this year from Germany - Karólu a young German girl - wich wanted to work with horses - she come and started some youngsters for us - and did a good work!

Um haustið réðum við til okkar Úkraínumann - Sergiy - hann dvaldi hjá okkur yfir allan veturinn og fram að 6. júní 2003 en ætlaði bara heim í frí - hinsvegar skiljum við það mjög vel að hann kom ekki til baka eftir að hafa farið heim í frí - úti beið hans eiginkona og 18 mánaða gamall sonur - og hann leið vítiskvalir að geta ekki látið klóna sig - vildi bæði vera hér hjá okkur í vinnu og fara heim - og auðvitað valdi hann að fara heim - annað hefði verið útilokað af manni eins og Sergiy - sem er 100% mannvinnur og fjölskylduvinur!

That autom we hired a young man from Ukraína to work for us - Sergiy - he stayed over the hole winter (from august to 6th of june 2003) - then he planed to take a little summerholiday and come back but did n´t and who is to blaim him - at home he had a young wife and an 18 mounth son - and he was in hell over not getting to have himself "doubled" for he both liked it here but wanted to go home to his family - and off course he did - if it would have been different we would not know our Sergiy as good as we thought we did - he is 100% friend off the family and the sweetest man we know!

Um sumarið 2003 - voru Kerstin Langabjarg - sem kom seint í Mars og reið út með mér og vann við kindurnar - draumastelpa þessi stelpa skal ég segja ykkur; og Bergþóra hér hjá okkur aftur; Og þetta sumar kom líka til okkar ísl stelpa; Þurí - sem vann við tamningar og passaði börnin - Bergþóra hafði farið út til Danmerkur að kíkja á strákana! hahahaha  Um haustið kom svo rauðhærður þjóðverji til okkar, frábær stelpa sem heitir Malín og var hjá okkur allan veturinn - fram í Maí 2004 - hún var aðallega fengin í vinnu við allrahanda búskap á Lágafelli en reið líka út - síðustu vikur hennar hér í vinnu var kærastinn hennar hér líka hjá okkur - sem voru góð skipti fyrir okkur því þá vann hann vor-vélavinnu með Halldóri - :-)

Over the summer 2003 - we had Kerstin with us again comming in late Marsh and we trained horses and worked the sheep and she is a dream that girl I tell you - og Bergþóra was again with us; - and late this summer we also got here an icelandic girl; Þurí - to ride and take care off the children; Bergþóra was then in Danmark looking at some boys! hahahaha That autom we got an red haired German to work for us; a great girl called Malín and she stayed with us the hole winter - till Maí 2004 - she was mostly here for working in all off our stables but got to ride to as hobby! -  Last weeks she stayed her her boyfriend stayed with us too - a very good deal for us - for he could work with Halldór to make the mashine work over the spring!

Um sumarið 2004 var aftur kallað í Þurí; hún kom og vann hjá okkur við að passa krakkana; og reið út líka; og þarna var líka ísl strákur sem heitir Atli, sem vann með Halldóri - því þetta sumar þurfti að vinna "KARLMANNSVINNU" - eins og að brjóta niður hlöðu sem stóð hér á hlaðinu og var að brottna í sundur - og setti börnin okkar í stórhættu!út ; - þarna má nefna til sögu Leniku okkar - danska vinnukonu sem var hjá okkur allt sumarið í heimssókn - og er enn í miklu uppáhaldi þrátt fyrir að vera svona hæversk og yndislega hljóð - hún vann við að passa börnin og þau dýrka hana - reið út og gerði mikið af því - og MÁLAÐI - án þess að lasta aðrar vinnukonur og vinnumenn - þá er Lenika okkar - meira en bara fyrrverandi vinnukona - engin kemst með tærnar þar sem hún hefur hælana - svo einfalt er það!  Seint þetta haust komu Austurískar systur hingað - Júlía og Birgit - og dvöldu yfir veturinn -

This summer 2004 we called Þurí to work for us again and she came to work for us; baby sitting and riding; and then an icelandic boy named Atli was working with Halldór - for we needed to do much "men work" this summer - like breaking down the barn wich was falling down next to the house putting our children to risk  ;  - and this summer we met Lenika - the danish worker for the first time - and she stayd the hole summer - and today she is still in favorit - probably becouse she has very quiet and calm personality  something we do not have here in Lágafelli - she brought peace in this house; babysitting the children and they adore her - she went riding and painted  - and without taking any credit of other workers - you all have been super good - then our Lenika is something more then a worker - no one can fit in her shue! Late that autum two sisters from Austria came to stay with us - Júlía og Birgit - to stay over the winter -

Um miðjan April 2005 kom hingað stúlka frá Svíþjóð - sem bjargaði lífi mínu - Jessica - hún hjálpaði okkur ótrúlega mikið og ENGINN er elskaður eins mikið af einni fjölsk. og hún - hún var vön sveitakona; hafði starfað á býli í Svíþjóð og við gátum treyst henni fyrir búinu okkar eins og það væri hennar - við nýttum okkur hana mjög mikið og fórum í verðskuldað frí enda höfðum við ekki mikið getað tekið okkur frí frá því að við byrjuðum að búa á Lágafelli -

Mid Apríl 2005 a girl from Sweeden came to work for us - she saved my live - Jessica - she helped incret. much building up the live in Lágafelli - and NO ONE IS LOVED MORE BY ANY FAMILY LIKE SHE IS - she was use to working in the country side; had worked on a farm before in Sweeden and we could trust her completely for our farm - and we used her knowledge very much - for exsample we went on a holiday the HOLE FAMILY but that we had not been able to do since we bought Lágafelli -

Seinna um sumarið bættust svo tvær þýskar stelpur í hópinn - Denise og Carmen; til að vinna við hross - þær voru vinkonur og komu gagngert til að fá að vera á hestum en önnur - Carmen - vildi þó ath hvernig henni líkaði til að meta það hvort hún vildi dvelja lengur á Íslandi og þá á Lágafelli - sem og hún gerði og enginn nema hún hefur dvalið jafn lengi á Íslandi - eða 13/14 mánuði - og við sökunum hennar mikið enda ein af fjölskyldunni - planið var að tjóðra hana á bás úti til að hún kæmist ekki út á flugvöll - en...hún slapp - því miður!

Late summer 2005 two german girls came here - Denise and Carmen; to work around horses - they were friends and came ONLY to work with horses - but Carmen - wanted to know how she liked it here - to see if she would not like to stay longer in ICeland and then Lágafelli - wich she did and no one has stayed as long as she has - or 13/14 mounths and we miss her very much for we look at her like one off our family member - the plan was to fasten her on a spot in our stable to she would n´t reach the airport intime but ... she got away - infortunatly!

Í vetur var líka fengin stúlka til að ríða út með Carmen; Christina - og þær tömdu og riðu út og sáu um féð og hjálpuðu til á bænum en Christina fékk svo vinnu í RVK borg - þó að við vildum gjarnan hafa hana hér áfram - og að ég best veit er hún enn á Íslandi;  - Í sumar 2006 hafa verið extra margir hér; Magni bróðir vann fyrir okkur í sauðburði; ísl stelpa sem heitir Guðný kom; Birgitta sem líka er íslensk - og svo þýskar vinkonur - Melany og Anke, og það heimsótti okkur gullfalleg stúlka sem heitir Júlíana og hjálpaði hellig til við útreiðarnar og búskapinn;  -      svo Katha sem líka er þýsk; þær voru allar mikið á hestum og hér er búið að temja um 30 hross, mismikið en flest flugreiðfær; og vinnan súpergóð - og í sumar var líka ráðinn "karlmaður" - Stephan -  fyrir "karlmannsvinnu" á bænum - ALLT ÞETTA FÓLK STÓÐ VAKTINA EINS OG UM VAR BEÐIÐ og var bara gaman að upplifa svona mikið fjör á einu sumri enda er búið að afreka ótrúlega mikið og margt og þetta sumar er besta sumar sem Lágafell hefur haft síðan við tókum við - þ.e.a.s. vinnulega séð!

After new year we also got a girl working riding the horses with Carmen; Christina - and they trained horses together and were riding; looked after the sheep and helped with what ever needed on the farm; but then Christina got a job in RVK sity and as far as I know she is still in RVK; This summer 2006 we have had many here; Magni my brother came to work for us in sheepseason; Guðný wich is icelandic - and Birgitta wich is also Icelandic - and then german friends Melany and Anke and Katha wich is also german - and german friends - Melany and Anke - then there was also a charming girl from germany called Julíana wich came for a visit and helped alot; then ofcourse our Katha wich is also german - they all worked on horses and Lágafelli has now over 30 rideble horses; most off them trained alot - and their work is supergood - this summer we also hired a "man" - Stephan - for working "men-work" on the farm - ALL THIS PEOPLE WORKED BETTER THEN WE HOPED FOR - and it is nice to experiance such fun as this summer - we have managed to do so incretable much - and I have to say that this summer is the best one Lágafell has had since we took over farming - that is if we compair the work!

Núna er svo vinnumannsfrí - við vonumst til að næsta ár verði eins fjörugt og það síðasta - en næsti vinnumaður kemur til Lágafells um miðjan Febrúar! Gagngert til að vinna við hesta og hjálpa til við umhirðu dýranna á Lágafelli.

Now we have holiday from workers - we hope that next year will be as nice as the last one - but our next worker is comming to Lágafell - mid Febrúar! For working with horses and helping feeding the animals of Lágafelli

Þessi listi verður sennilega aldrei tæmdur því auk allra þessara sem hér hafa verið nefdir er hægt að segja frá því að Gunnar Jakobsson ömmubróðir er búinn að svitna helling fyrir okkur - og hefur þrælað hér ómældar vinnustundirnar fyrir ekki neitt; hans hlutur í okkar búskap er svo mikill að hann á hálfan heiðurinn af miklu og þó við höfum nú ekki alltaf látið okkur lynda þá má ekki taka það af honum að hann er GULL AF MANNI og við vildum að hann hefði getað klónað sig - þarna daginn sem hann yfirgaf landið til að búa með Baununum!

This list will probably never be emptyed - becouse all these wich already have been on the list - come after Gunnar Jakobsson my grandmothersbrother wich has been our slave nr one since we started our farmin - he has put in hours wich have never been counted - day and nights - and always for nothing - his part of our farming is so much that he takes half the kredit off much of it - and though we didn´t always get along - then he is a GOLDEN CREACHER - and we would have liked for him to get doubled "klóned" when he desided to go to live at the BAUNALANDI (we the icelandic people always call Danish people BAUNAR - baun is a bean! Their country is so small it can not be called differently! hahahahaha Lenika this was for you!

Það má ekki gleyma mömmu og pabba, Val bróðir og Sjöfn sistir; magna var búið að telja upp; Kristbjörg kom og hjálpaði til þegar ég var ólétt; gat ekki hreift mig vegna svima og hélt fyrir mig heimilið fyrsta sumarið og aftur eftir að Bergrún veiktist um haustið TAKK! - Bjössi bróðir Halldórs hefur verið á vaktinni með okkur; og Óli bróðir hans og Tobba kona Óla - þau hafa verið við bakið á okku allan okkar "búskapardrauma" -

Also my mum and dad have been here; Valur my brother; Sjöfn my sister; Kristbjörg who helped me cleen up the house and put everything to order when we moved in this house; and the year after for I was pregnant by Bergrún couldn´t stand up straight for I was so dissy and then Bergrún got sick so she was here endless hours trying to help and we thank her! - Bjössi Halldórs brother has been here; and Óli; Halldórs brother and his wife Tobba have been like rocks behind us in every step! - This people is all helping to make our dream of being farmers come true

Núna er þetta komið nóg - þið sem ég gleymduð eru ekki gleymd og ég þakka mikið vel fyrir okkur - það er ómetanlegt að eiga góða vini og gott fólk bak við sig - TAKK -

Now I say this is enough - you wich I forgot - you are not gone out of my mind - I thank you very much for your effort - it is priseless to have a good friend and good people behind you - THANKS!!!

Bestu Kveðjur Sæunn

 

 

 

11.11.2006 21:07

Nöfn okkar eigin hestar!/Names on our own horses!

Ég verð einhverja daga að týna inn nöfn og ættir þeirra hrossa sem við eigum en þau eru ennþá alltof mörg að mínu mati; þrátt fyrir stífa aðhaldssemi í ásetn. síðan við tókum við á Lágafelli -

It will take me few days to write down all the names off our horses in to this blogg - spot; I admit the horses are still much to many - even though I have not had many for myself the years since I came to Lágafelli!

Hér hafið þið það samt; the list is here;

  1. Angatýra - = angan = eftirlæti/Duft/delight and týra = dauft ljós/Schwaches Licht/dim light
  2. Árný - = konunafn/womans name
  3. Fála - = flenna/öxi, Leichtes Mädchen/Axt, Promiscuous woman/axe
  4. Folda - = Fold/land/jörð - fold/land/Erde - Fold/land or earth
  5. Stráka - Lýsa - =; Magnús á tvíbura-afastráka og þeir eignuðu sér þessa meri Lýsa = Ljómi/skin/fiskheiti, Magnús has twin-boys as grandchilds and they clamed this mare; Boys - Lýsa = Schein/Schimmer/Fisch Brightness/shining/Whiting (fish)
  6. Fána - = kvk afbrigði af Fáni/Flag, Fahne - og það sennilega kemur af Skínandi/hell?/shining?
  7. Ör -= píla, skeyti/Pfeil/Arrow,dart
  8. Sylgja -= næla/Nadel, Brosche/Brooch, buckle
  9. Spurning - = spurning/Frage/question
  10. Harpa - = mánaðarheiti/hljóðfæri, Harfe/Frühligsmonat, Name of a month/harp
  11. Vör - = ásynja í norrænni heiðni, Asin der nordischen Mythologie, Goddess in Norse mythology
  12. Fluga -= Skordýraheiti; Fleige; Fly
  13. Brúnstjarna -= heiti á brúnstjörnóttri meri; Rappstute mit sternförmigem Abzeinchen; Name for a white-starred black mare
  14. Þverstjarna = Merin er með ílanga stjörnu sem liggur þvert á ennið; the mare has a star wich is pointing from eye to eye; across her forhead. -
  15. Þóra = heiti á konu - woman´s name -
  16. Svala = fuglsheiti; Schwalbe; Swallow
  17. Smygla = fékk nafnið af því hún "smyglaði sér" yfir girðingu til gradda þegar hún var 2ja vetra (í tíð Magga); got the name when she "went overt a fence" to a stallion when she was 2 years old (when Maggi lived here) SMYGLA - smugle!
  18. Fregn = frétt/tíðindi; Neuigkeit/Nachricht; News/tidings
  19. Laufa = Laufi prýdd; mit Laub geschmückt; Adorned with leaves
  20. Brodda = Broddur er sama og ör; sverðsoddur; spjót; Broddur ist Schwertspitze, Pfeil, speer; Broddur is Sword point, arrow, speer - Brodda er kvk? Brodda ist mädchen? Brodda is woman???
  21. Bjáma = ENGINN VEIT SPYRJA MAGNÚS FINNBOGASON! - NO ONE KNOWS ASK MAGNÚS!
  22. Öðuskel = skeltegund "AÐA"; Muschelart; type of Sea shell "Modiolus"
  23. Sandra = stytting á Alexandra kvenn nafn; Ausl. wn. Kurzform von Alexandra; Short form of Alexandra!
  24. Aska = duft; brunnar leifar eftir eld; Asche, Staub; Ash (from fire) REIÐHROSS/RIDING HORSE
  25. Yrja = regnúði, hret; Nieselregn, Schnesschauer; Drizzle
  26. Bóla = nabbi Ein af dætrum Grýlu; Knubbel, Eine der Töchter von Grýla; Pimple, one of Grýla´s daughters
  27. Stygg = Skjörr, fælin; Schey; shy, jumpy, nervous - SEM HÚN ER/AND SHE IS!
  28. Hríma = hélu slungin hryssa; Reiffarbene, stichelhaarige Stute, Mare with white frost colouring
  29. Pandra = nafn á hryssu; Stuenname; Name for a mare -
  30. Druna = gnýr; Donner, Dröhnen - Loud noise, roaring. Reiðhross/ridinghorse!
  31. Frussa = sama þýðing og að ofan?/same meening as before?
  32. Snugg = Það er til SNugga = fjúk, dræm snjókoma. There is Snugga = Snow drift - Schneefall?
  33. Rut = úr Biblíunni - Ruth, bibl. Fn; Ruth, a name from the Bible REIÐHROSS/RIDING HORSE
  34. Dagsbrún = dögun, Morgenröte, Daybreak/dawn REIÐHROSS/RIDINGHORSE
  35. Mósa = heiti á mósóttri hryssu; Graubraune Stute; Name for a blue dun mare. REIÐHROSS/riding horse
  36. Reim = skóreim?; band to fasten the shue on your food?
  37. Glóð = glæður; Glut; Red hot embers
  38. Hrund = valkyrjuheiti; Bezeichnung für Walküre, Valkyrie
  39. Ólga = öldugangur, æsing; Wellengang, Getöse, Aufregung; Motion of the waves, excitement.
  40. Blásól = blá=mýri/flói; blá=Sumpf, sumpfiger Boden; blá=Marshland - Sól = sunna, stjarna; sól=sonnen; sun
  41. Björk = birkitré, Birke, Birch tree
  42. Þrenna = þrennd, þrennt af e-u; Dreier, drei zusammen; Trio, three of something Reiðrhross/riding horse
  43. Þerna = fuglseheiti "kría"; Vogel, Küstenseeschwalbe, Arctic tern Reiðhross/riding horse
  44. Líf = goðsöguleg vera; Mythologisches Wesen; Divine being. Reiðhross/riding horse
  45. Klóra = scraching -
  46. Aurboða = Móðir Gerðar úr Jötunheimum; Mutter won Gerdur aus Jötunheimar; The mother of Gerður in the realm of the giants -
  47. Ísafold = Ísland; Poetische Bezeichnung für Iseland, Iceland
  48. Hít = Tröll kona; Trollfrau; Troll-woman lítilega tamin/Trained a little
  49. Mánadís; á latínu heitir gyðjan Lúna; Mondgöttin, vergl. lat. Luna; The moon goddess, Luna in Latin Reiðhross/riding mare
  50. Fiðla = hljóðfæri; Geige, Fiddle, violin -
  51. Iðunn = Ásynja í norrænni heiðni; Eine der Asinnen; Norse goddess,
  52. Stefanía = womans name - royal name
  53. Rea = the royal wife of one of the Arab king -
  54. Viktoría = womans name - royal name

More names comming soon - fleiri nöfn koma síðar - klukkan er orðin 00.19 - time is 19 mín over 24!

Kveðja Sæunn

 

 

10.11.2006 21:33

Lágafell bærinn/the farm

Sæl verið þið datt í hug að skrifa niður í bloggið helstu uppl sem Landeyjabók gefur upp um bæinn Lágafell -

Helló you all - there is a book about Landeyjar wich I thought to write down from, informations about our farm -

Elsta heimild um Lágafell er í sölubréfi sem skráð er á Reyðarvatni á Rangárvöllum 12. júní 1475

The oldest report of Lágafell was found in a "sale-note" written in Reyðarvatn at Rangárvellir 12. of june 1475

Í jarðarbók Árna og Páls stendur; "Fóðrast á parti Ófeigs 6 kúa þungi, á parti Eyjólfs 4 kýr, 1 hestur. Slægjulandið hrjóstrast upp svo grasvöxtur minnkar mjög. Hætt er peningi fyrir foruðum og flóðum. Landþröng er jörðin, svo kúpening verður inn að setja um heyannir, jafnvel áður"

In the "jarðarbók Árna and Páls" is written (Jarðabók Árna and Páls is the oldest written knowledge of Icelanders since very early days - how they lived, where and what their place was in their comuna!) "On the part where Ófeigur has 6 cows can be feeded, on the part Eyjólfur has 4 cows and 1 horse.  The land to do hay is so naket off gras it is not good for use. The animals are in much danger becouse off mud and water. The land is so small, the animals have to be inside during hayseason."

Við jarðamat 1849 er Lágafelli lýst þannig; "Tún mikil og þýfð, engjar litlar og rittulegar. Land til hagbeitar sæmilegt og í betra lagi. Gripagagn gott" 

In year 1849 Lágafell is descriped like this; "Hay fields are big but uneven, outland is small and without gras. Land for the animals to eat on is in good shape. Animals are thrifing"

Bréfhirðing var starfrækt á Lágafelli frá ársbyrjun 1946 til ársloka 1959.  A posthouse was operaited in Lágafelli from beginning of year 1946 to end of year 1959. (Gamli flokkunarskápurinn er úti í vélageymslu en við fyrsta tækifæri ætlum við að koma honum inn í bæ og nota hann í bókhaldið til þess að hann skemmist ekki meira en orðið er!/the old box to sort out the letters is still here in Lágafelli; and we want to use it to sort out our "window letters" and therefor save it from getting more damaged by sitting outside in the barn where the tractor is kept)

Landamerkjum Lágafells er lýst þannig árið 1825; ......fyrst úr þúfunni í Harðhaus þaðan stefnu eftir garðlegg vestur í Markhól, þaðan stefnu í garðbrot fyrir austan og norðan Skíðbakkavatn, þaðan stefnu í þúfuna á austur garðleggsendanum fyrir austan Krókatjörn, þaðan stefnu í Árnaþúfu, þaðan stefnu í áðurnefndan Harðhaus." (jarðaskjöl Rangárvallasýslu)

(last info are to descripe how the land is marked to owners in Lágafelli, by wich land sign we can clame our land - to call it Lágafell)

Fleiri upptalningar eru á hvernig lesa megi Lágafellsland úr landslagi hér í Landeyjum sem ég læt vera að hafa eftir en margir hafa átt Lágafell frá fyrstu byggð; og aldrei á árhundruðunum 1800/1900 hefur nokkrum tekist að eiga allt landi alla sína veru sem bóndi á Lágafelli; en Magnús Finnbogason forrveri okkar sameinaði það allt undir einu nafni árið 1988 og við keyptum svo árið 2001 - og höldum því öllu saman í einu bréfi í dag!

More is said about how you can know where Lágafellland is standing in the land of Landeyjar - but I will not write down more info. about this here; and never in years 1800/1900 has any farmer managed to keep this land all in one peace as a farmer in Lágafelli - but the farmer who sold the land to us bought all the parts and put them on one document in year 1988; and in year 2001 we bought that document saying that all the land off Lágafelli now belongs to us and so it is still today!

Þessir bændur eru þekktir á Lágafelli; These farmers are known to be farmers in Lágfelli;

Bjarni, Vigdís Skeggjadóttir -1600 -

Steinn Jónsson -1672-

Halldór Ásgeirsson 1703-1712, Helga Jónsdóttir -1703 -

Sveinn Sigurðsson, Sigríður Bjarnadóttir -1703 -

Andrés Jónsson - 1912 -

Guðlaugur Jónsson - 1729-1762 -, Þrúður Loftsdóttir - 1729 -

Jón Einarsson, Guðrún Jónsdóttir - 1729 -

Bergþór Jónsson, Þuríður Guðlaugsdóttir - 1756 -

Steinn Jónsson - 1762 -

Jón Guðbrandsson, Ingibjörg Pálssdóttir; - 1764-1768 -

Magnús og Ingiríður (sennilega Sigurðardóttir) - 1771 - 1772 -

Árni Magnússon, Jódís Sigurðardóttir - 1772 - 1782 -

Jón Ögmundsson, Rannveig Jónsdóttir - 1776 og 1783 -

Guðbrandur Eiríksson - 1785 - 1786 -

Einar Erasmusson -1786 - 1788 -

Magnús Jónsson - 1789 - 1804 -

Kristín Árnadóttir  - 1789 -

Elín Þorsteinsdóttir - 1797 - 1804 -

Höskuldur Jónsson - 1807 - 1820 -

Símon Þorsteinsson, Sigríður Ólafsdóttir - 1820 - 1840 -

Sæmundur Símonarson, Margrét Þorsteinsdóttir - 1826 - 1827 -

Þorsteinn Símonarson, - 1840 - 1872 - Sigríður Jónsdóttir - 1840 - 1871 -

Brynjólfur Jónsson - 1853 - 1855 -

Jón Árnason  - 1855 - 1886 -, Margrét Jónsdóttir - 1855 - 1882 -

Sigurður Guðmundsson, Þórunn Sigurðardóttir,  - 1873 - 1885 -

Árni Jónsson  - 1886 - 1893 -, Kristín Þórðardóttir - 1887 - 1897 -

Markús Þórðarson - 1897 - 1898 -, Guðrún Magnúsdóttir - 1987 - 1900 -

Ólafur Ögmundsson, Vilborg Þorbjarnardóttir - 1900 - 1901 -

Sæmundur Ólafsson, Guðrún Sveinsdóttir - 1901 - 1930 -

Finnbogi Magnússon - 1930 - 1959 -, Vilborg Sæmundsdóttir - 1930 - 1972 -

Magnús Finnbogason - 1959 - 2001 -, Auður Hermannsdóttir - 1961 - 2001 -

Og svo við -

Halldór Áki Óskarsson; Sæunn Þóra Þórarinsdóttir - 2001 - meðan heilsan leyfir og áhuginn er fyrir hendi!

Eins og þið sjáið hefur ætt Magnúsar forvera okkar verið á Lágafelli manna lengst eða síðan um 1900 - og Lágafell verið í eigu hans ættar í  5 ættliði -

Like you can read in this text the family off Magnús the former farmer on Lágafelli (the one wich sold the land to us) - has been here for 5 generaitions -

 

 

 

 

 

 

10.11.2006 20:22

Seld folöld 2006/sold foals 2006

  1. Árný frá Lágafelli/Spegill frá Lágafelli = Jarpblesóttur, sokkóttur, blá augu - Kallaður Trítill - seldur til Austurríkis eig. Sabine Patterman; Bay with blaze - and socks; Brauner mit Blesse, hellen Beinen - Skemmtilegt folald, spaklátt og stórt - nice foal, calm and big!
  2. Harpa frá Lágafelli/Sólfari frá Lágafelli = Rauður hestur; Chestnut hestfoal, Fuchs - sold to Germany ??? By Heike OR??? - Stórt og mikið folald með góða möguleika á því að nýtast sem stóðhestur - tall and great foal in building with good change off being a future Stallion - fallegar hreyfingar/nice movements!
  3. Vör frá Lágafelli/Prins frá Miðdal = Rauðblesóttur hestur/Chestnut bles. hestfoal, Fuchs mit blesse; svolítið sterklega byggður, en fallegur í hreyfingum og sýnir allan gang - styggur - Little bit strong in his building, has nice movements, has good footlift - is little shy!
  4. Bjáma frá Lágafelli/Prins frá Miðdal = hvítur, fæddur hvítur og verður hvítur; white was born so will be so - though not albino = colourless = er stóðhestefni/sterkur Karakter mjög montinn og miklar hreyfingar - material for stallion, very elegant in moves and has hugh steps when he moves around!
  5. Blásól frá Gíslholti/Dynjandi frá Feti = móvindóttur hestur; Silver dappel hestfoal; Windfarbener - Kallaður Fetari frá Lágafelli; skemmtilegur karakter, flottur á gangi, mikið fax og tagl og fagur litur - nice character, nice gaits, much main and tail hairs and the colour is beautyfull!

 

10.11.2006 19:24

Söluhross á Lágafelli/salehorses at Lágafelli

Trippi á Lágafelli fædd vor 2006 -

Youngstairs born on Lágafelli spring 2006                                                              

  1. Angatýra frá Lágafelli/Sesar frá Reykjavík = Rauðblesóttur hestur/hestfoal chestnut white blaze/Fuchs mit Blesse - 5 gang./mjög spakur/glæsileg bygging -    5gaited/very calm  Called Skrúður frá Lágafelli - Kallaður Skrúður frá Lágafelli
  2. Folda frá Lágafelli/Sesar frá Reykjavík = dökkjarpur hestur/Dark bay hestfoal/Dunkelbraun. Folda frá Lágafelli átti 4 fallegasta folald folaldasýningar Austur-Landeyja í hestaflokknum 2005- og þetta árið er hún sennilega með betrung, því þetta hestfolald er fallega byggt, með frábærar 5 gangtegundir og alltaf til í sýninguna - leikur sér mikið!/Folda from Lágafelli had the 4 best hestfoal on foal show in Austur Landeyjar year 2005, this year her foal is on my opinion better - it has great building, magnif. 5 gaits and is always showing off - plays alot! Gelding called Janus frá Lágafelli - Kallaður Janus frá Lágafelli

 

 

 

 

 

09.11.2006 14:13

Söluhross á Lágafelli/salehorses at Lágafelli

Söluhestar af árgangi 2001 árið sem við tókum við reksri á Lágafelli

Salehorses off year 2001 the year we bought Lágafelli -

 

1.     Atlas frá Lágafelli = undan Fálu frá Lágafelli og Díl frá Dísarstöðum - for sale/ til sölu - tilboð/best offer! IS2001184357 - bleikálótturskjóttur (degur nafn af hvítum bletti þar sem greina má Afríku!), var taminn þetta sumar - er vel reiðfær, opinn fyrir leiðsögn og skýr í kollinum, ákveðinn og óhræddur - 4 hreinar gangtegundir en þarf meiri reið til frekari tamningar

 

Atlas - was trained this summer - has been used as riding-horse but is not thought to be fully trained - open for lessons, clear in mind, wants to go and is not afraid, 4 good gaits, needs more riding to be fully trained!!!

 

ATLAS HAS BEEN SOLD TO SWEEDEN - (SOLD YEAR 2008)

Söluhestar af árgangi 2002 -

  1. Aurboða frá Lágafelli = undan Stellu frá Lágafelli og Feng frá Lágafelli - til sölu/for sale - með fyli/pregn./after Gjafar frá Grenstanga wich is a son of Geisli frá Sælukoti/ - IS2002284362 - grá (fædd sótrauðstórstjörnótt) vagl í auga!        Aurboða is a calm mare  pregn with foal of Gjafar frá Grenstanga wich son of Geisli frá Sælukoti, - she is gray, tall, and has little white spot in her eye! SELD/SOLD!


SÖLU hestar af 2003 árgangi á Lágafelli -

1.    Harrý frá Lágafelli - undan Anganóru frá Lágafelli og Feng frá Lágafelli - for sale/ til sölu 4 gangteg. - IS2003184360 - svolítið gerður fyrir tamningu/has had little training - en er mjög viðkvæmur/but is very sensitive,   4gangtegundir/has 4 gaits - mjög skemmtilegur karacter sem þarf leiðsögn/very good character but needs to be guided to sence!

2008 - Knows now saddle, brislet, rider up; down in saddle, and walk in hand - roundpen work - Þekkir núna hnakkinn, beislið, reiðmanninn - í hnakk og úr, vinnu á jörð og vinnu í hringgerði - Hefur róast - has calmed down -

For sale at 150.000 isl/kr (updated sept.2008)

Sölulisti fyrir 2004 árgang/For sale out off year 2004!

1  Dys frá Lágafelli = undan Hrímu frá Lágafelli og Feng frá Lágafelli - selst fyrir rétt verð/ for sale!  IS2004284357 - Grá (fædd rauðblesótt) blesan sést enn! kostar 150.000 isl/kr - með fyli undan Fróða frá Fróðholti


2.    Rúbín frá Lágafelli = undan Glóð frá Baugsstöðum og Feng frá Lágafelli - selst fyrir rétt verð/for sale! IS2004180357 - dumbrauður/dökkrauður - þó ekki sótrauður!

SOLD/SELDUR

3.    Sjanni frá Lágafelli = undan Rauð frá Lágafelli og Feng frá Lágafelli - selst fyrir rétt verð/for sale! IS2004184365 - fagurrauður, leistóttur, breiðblesóttur, bláeygur og glófextur! Ekta ljóska - real blondy!

SOLD/SELDUR

4.    Árvakur frá Lágafelli = undan Foldu frá Lágafelli og Pétri Indíána frá Ásgarði - KEPPNISTÝPA - IS2004180356 - brúnn tvístjörnóttur - material for compatition horse - very elegant! SELDUR/SOLD

Til Sölu úr árgangi 2005 - for sale from youngst. born 2005


1.    Skær frá Lágafelli = undan Svölu og Prins frá Miðdal - til sölu fyrir rétt verð/for sale for right offer - IS2005180356 - fæddur alveg hvítur - er hvítur en líklega Leirljós/hvítur (húðin er dökk) - 5 good gaits! Prise as he stands now; 150.000 isl/kr

Ready for work

2.    Baldur frá Lágafelli = undan Reim frá Lágafelli og Sesar frá Reykjavík - til sölu fyrir rétt verð/ for sale - IS2005180363 - dökkjarpur - fallegur í hreyfingum (4 gangtegundir/4 gaited

    good beat in his gaits!)






09.11.2006 14:11

Seld hross frá Lágafelli/Sold horses from Lágafelli -

1.10.2006

Seld hross frá Lágafelli! List of sold horses from Lágafelli!

Þessi hross eiga nýja eigendur erlendis, - hafa verið seld frá Lágafelli síðan ég (Sæunn) kom hingað en

nokkur þó seld í tíð Magnúsar frá Lágafelli!

These horses have found new owners -

If you have more horses to ad to this list pleace fill me in!

 

Glói frá Lágafelli

IS1988184363

Rauður glófext / Fuchs mit heller Mähne

 

Amor frá Lágafelli

IS1988184365

Rauðstjörnóttur, glófextur / Fuchs mit Stern und

heller Mähne

 

Nasi frá Lágafelli

IS1988184359

Jarpnösóttur / Brauner mit Schnippe

 

Rák frá Lágafelli

IS1989284357

Jarpblesótt / Braune mit Blesse und zwei

blauen Augen

 

Nökkvi frá Lágafelli

IS1989184357

Jarpur / Brauner

 

Melkorka frá Lágafelli

IS1989284361

Rauð / Fuchs

 

Kolka frá Lágafelli

IS1996284359

Dreyrrauð / Rotfuchs

 

Bangsi frá Lágafelli

IS1997184358

Dreyrrauður glófext / Fuchs mit

heller Mähne

 

Loki frá Lágafelli

 

Rauðblesóttur / Fuchs mit Blesse

 

Imba frá Lágafelli

IS1998284361

Dökk-steingrá fædd rauð / Rappschimmel mit

Schnippe, Fuchs geb.

 

Héla frá Lágafelli

IS1998284357

Grá / Schimmel

 

Bragi frá Lágafelli

IS1998184358

Jarptvístjörnóttur / Brauner mit Stern

und Schnippe

 

Bassi frá Lágafelli

IS1999184358

Jarpur / Brauner

 

Snillingur frá Lágafelli

IS1999184359

Móálóttur / Mausfalbe

 

Fagur frá Lágafelli

IS1999184357

Bleikálóttur / Braunfalbe

 

Nóri frá Lágafelli

IS2000184358

Jarpvindóttur / Braunwindfarbener

 

Baga frá Lágafelli

IS2000284356

Bleikvindóttstjörnótt / Falbwindfarbene

mit Stern

 

Sælingur frá Lágafelli

IS2000184357

Jarpvindóttur / Braunwindfarbener

 

Verðandi frá Lágafelli

IS2001184356

Bleikálóttskjóttur, sokkóttur, leistóttur,

toppóttur / Braunfalbschecke

 

Tígla frá Lágafelli

IS2001284356

 

 

Sleipnir frá Lágafelli

IS2002184367

Steingrár / Apfelschimmel

 

Félagi frá Lágafelli

IS2002184358

Móálóttskjottur blesóttur / Mausfalbschecke

mit Blesse

 

Mundilfari frá Lágafelli

IS2002184356

Bleikálóttskjottur blesóttur / Braunfalbschecke

mit Blesse

 

Mósu-Gráni frá Lágafelli

IS2002184364

Grár fæddur brúntvístjörnóttur / Schimmel,

Rappe geboren

 

Glámur frá Lágafelli

IS2002184277

Grár fæddur rauður / Schimmel mit einem

blauen Auge, Fuchs geboren

 

Svaðilfari frá Lágafelli

IS2002184362

Rauðskjottur / Fuchsschecke

 

Áma frá Lágafelli

IS2002284277

Brún / Rappe

 

Greifi frá Lágafelli

IS2002184279

Móálóttskjottur / Mausfalbschecke

 

Eldur frá Lágafelli

IS2002184359

Rauðblesóttur / Fuchs mit Blesse

 

Jaki frá Lágafelli

IS2002184360

Grár fæddur rauður / Schimmel, Fuchs

geboren

 

Fengur frá Lágafelli

 

Grár fæddur brúnn / Schimmel, Rappe

geboren

 

Farandi frá Lágafelli

IS2002184361

Bleikálóttskjottur / Braunfalbschecke

 

Rán frá Lágafelli

IS2002284360

Rauðblesótt glófext / Fuchs mit Blesse und

heller Mähne

 

Flækja frá Lágafelli

IS2002280330

Bleikálótt sokkótt / Braunfalbe mit Socken

 

Bjarki frá Lágafelli

IS2003184359

Brúnntvístjörnóttur / Rappe mit geteilter Blesse

 

Silfri frá Lágafelli

IS2003184358

Ljósmoldóttblesóttur / Hellerdfarbener m. Blesse

+ einem bl. Auge

 

Branda frá Lágafelli

IS2003284357

Rauðbreiðblesótt / Fuchs mit Blesse

 

Skekkja frá Lágafelli

IS2003284356

Rauðblesótt / Fuchs mit Blesse

 

Skinfaxi frá Lágafelli

IS2003184361

Jarpvindóttur / Braunwindfarbener

 

Alexandra frá Lágafelli

IS2003284364

Jarpvindótt / Braunwindfarbene

 

Rúbín frá Lágafelli

 

Sótrauður / Dunkelfuchs

 

Snæfaxi frá Lágafelli

IS2004184282

Leirljós / Isabelle

 

Lenni frá Lágafelli

IS2004184361

Rauðblesóttur / Fuchs mit Blesse

 

Kóngur frá Lágafelli

IS2004184283

Grár fæddur rauðblesóttur / Schimmel,

Fuchs mit Blesse geboren

 

Tappi frá Lágafelli

IS2004184285

Grár fæddur rauðblesóttur / Schimmel,

Fuchs mit Blesse geboren

 

Stígandi frá Lágafelli

IS2004184358

Jarpur / Brauner

 

Jotti frá Lágafelli

 

Bleikálóttblesóttur / Heller Braunfalbe m.

Blesse und blauen Augen

 

Alvara frá Lágafelli

IS2004284364

Móálóttstjörnótt / Mausfalbe mit Stern

 

Máni frá Lágafelli

IS2004184362

Móálóttblesóttur / Mausfalbe mit Blesse

und blauen Augen

 

Erill frá Lágafelli

IS2004184356

Bleikblesóttur / Rotfalbe mit Blesse und

blauen Augen

 

Skór frá Lágafelli

IS2004184281

Bleikálóttblesottur / Braunfalbe mit blauen

Augen

 

Hagall frá Lágafelli

IS2004184357

Rauðbreiðblesóttur / Fuchs mit breiter

Blesse


Contact: Sæunn Þóra Þórarinsdóttir, Lágafelli, IS - 861 Hvolsvöllur,
Telephone: +354-4878090 or 8918091, netfang:
hao@emax.is

 

If you have a horse to ad on the list pleace contact us and we will put them in the group

on the list!

Also in case you have email adress to your where about then we can alsways contact you if there

is anything

speciall going on at Lágafelli - off all our heart we hope your horses are healty and fine - we know they

are in good care!

 

09.11.2006 00:58

Myndir í myndaalbúmi Kýr/pictures in photoalbum cows!

Halló halló!

Ég vaknaði 7 í morgun - ég er orðin þreytt og internetið er að bögga mig - svo að ef þið finnið myndirnar af okkur og dýralækninum með kýrina áður en ég næ að setja allar myndirnar inn í myndaalbúmið - þá er þarna saga - þið verðið bara að bíða eftir henni!

Góða nótt - klukkan er 00.58

Hey hey!

I woke up at 7 this morning - I am tried - now the internet is bugging me - so if you find the photos off us and the vet with the cow before I manage to put them all into the photoalbum - then it is a storie - you just have to wait for it!

Sleep thingt! the clock says 00.58

 

Sæunn Lágafelli

08.11.2006 23:09

Jæja - það tókst!/well - it worked!

Jæja já! Well then!

Ég er búin að sitja í allt gærkvöldi og svolítið í dag og aftur í allt kvöld - við tölvuna til að reyna að koma á nýrri hausmynd fyrir heimasíðuna því sú gamla fór í vaskinn þegar það gerði vírus í henni um daginn! Og núna fyrir nokkrum mínútum síðan var "öllu lokið" - það bara gerðist! Eins og ég sagði í blogg færslunni ÞEKKING OG FÆRNI hún sameinast á Lágafelli í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur!

I have now been at the comput. all yesterday evening, little bit today and again tonight trying to get new headphoto on my homepage, for the old one just was gone when the vírus came to visit me and my computure the other day!  And just few minutes ago it was "all over" - it just happened! Like I said in the blogg about Knowledge and Ability - wich always comb. at Lágafelli - in everything we do!

Ég ætla líka að reyna að setja inn myndir frá undanförnum dögum/mánuðum - svo haldið ykkur það rignir yfir ykkur uppl. um lífið á Lágafelli - næstu klukkutímana!

I am also going to try to put in photos from last days/mounths - so hold your horses - it is raining info. about live in Lágafelli - in next few hours!

Kossar og knús! Sæunn

06.11.2006 18:44

Tölvan komin heim!

Halló allir saman!

Helló you all!

Loksins loksins komin á skrið aftur!

Finally I am back to bussness again!

Tölvan bilaði - 39.000 vírusar eða eitthvað svo - og spyware HELVÍTIS DRASL LÍKA!

The computure broke down - 39.000 vírussomething - and spyware SHIT TOO!!!

En nú er ég komin til baka og það er alveg hellingur búinn að gerast og ég er búin að fá margar ábendingar um að síðan mín sé ekki nógu greinagóð svo ég verð að bæta úr því á næstu dögum og vikum!

But now I am back and I have had plenty to do, - I have had many requests about the homepage wich indecate it is not good enough for you the users - so my plan is to try to fix it over next comming days and weeks!

Ég lofa þó engu - það er verið að lagfæra íbúðarhúsið á Lágafelli og við þurfum að smala fénu heim og koma því í hús; það er að koma hrútatími í sveitinni. Kvígurnar þurfa líka að komast inn til að fá þjónustu frá frjótækni - eftir 9 mán þurfta þær að byrja að bera og það er víst í ág/sept ef við byrjum núna - KJÖR BURÐUR FYRIR ALLAR KVÍGUR ER Í ÁG/SEPT!

I can not promiss anything though - we are trying to fix the house at Lágafelli, and we need to get the sheep home - and close it inside - it is almost "daddy´s time" for the sheep - so malesheep have to start working soon. The young female cattles also need to come inside to get service from the "love-doctor" - for 9 mounths from here they should start getting their calfs and the ideal time for young cattles to start being a cow is in beginning of ÁG/SEPT!

Hummmm - ég fór í bíó með börnunum, karlinum og vinnukonunni á sunnudag - að sjá myndina BARNYARD - eða búgarðurinn; og það var svakalega gaman að gera eitthvað annað en að sitja heima og basla; en NAUTIN VORU MEÐ TENNUR UPPI/NIÐRI OG HÖFÐU JÚGUR - dýrin á búgarðinum gengu öll upprétt (á tveimur) og þau héldu ærsafull partý langt fram á nætur þannig að nágrannakonan gat ekki sofið og bjórfíkillinn karlinn hennar varð afskiptalausari með hverri nóttinni vegna þess að hún var svo taugaveikluð yfir ástandinu!  Þvílíkur boðskapur til barna okkar ekki furða að börn þjóðfélagsins séu eins og þau eru í dag ef þetta er fróðleikurinn sem þau fá um dýrin, náttúruna og fjölskyldulífið - brandararnir í myndinni voru svo sem ágætir og söguþráðurinn en boy ó boy - ég bara...bara.....?

Humm - I went to the movies with my children, my husband and Katha the worker on sunday - to see the movie BARNYARD - or Búgarðurinn in Icelandic - and it was so nice to do something else than sit at home or sweat at work; but the BULL IN THE MOVIE HAD TEATHS UP AND DOWN and HAD TITTS like THE COWS - the animals at the barnyard all walked on two feeds like humans, and they had a partý running all evenings so that the naigbour woman couldnot sleep and the addicted to bear husband of her´s got more and more without listening to her by every night wich passed for he thought she was to nervous over the situation!  What a message our children get from this movie! - No wonder the children of the world are getting like they are today if the KNOWLEDGE they get about the animals, nature and familylive is like this! The joke in the movie was ok and the storie itself - but boy oh boy - I just...just...???

Ég er að fara að syngja á tónleikum 10 desember - ásamt kirkjukórsfélögum í öllu Rangárþingi eystra - á jólatónleikum þar sem kórarnir syngja undir með Páli Óskari Hjálmtýrssyni - það er æfing í kvöld - þannig að ég verð að hætta núna - börnin eru í baði - ég á eftir að hafa mig til og hjálpa Freysteini svolítið með reikninginn í skólabókunum!

I am going to sing 10 of desember - with other churchsingers in Rangárþingi eystra (east Rangárþing) - on a christmasconsert were the choirs are singing under with lead singer Páll Óskar Hjálmtýrsson - there is a pract. to night - so I have to quit now - the children are bathing - I have got to get going - and Freysteinn is calling for help with his schoolbooks!

Bestu kveðjur frá Lágafellingum / Greetings from Lágafelli

Sæunn

 

01.11.2006 20:17

Þekking og Færni! Knowledge and ability!

Sæl - tölvan mín er ennþá biluð en hún er komin heim - þó að hún virki illa og þó að póstforritið á henni og word pakkinn í henni hafi verið STRAUJAÐUR ÚT!  Verð að vera voðalega reið við hann Kolla T karl á morgun - eins gott að hann sé ekki búinn að týna vinnunni minni!

Helló - my computure is back - but still broken though it is at home - it doesn´t work - and the post doesn´t work - URRRR - it is "in black out"!!!  

Þekking er;                                             Knowledge is;

Þegar þú veist allt en ekkert virkar.       When you know everything but nothing works.

Færni er;                                                Ability is;

Þegar allt virkar -                                   When all works

en enginn veit hvers vegna?                 but no - one knows why?     

Á Lágafelli höfum við -                            At Lágafelli we have twined together -

sameinað Þekkingu og Færni.              both the knowledge and the ability.

Ekkert virkar og                                    Nothing works and

Enginn veit hvers vegna!                      No-one knows why!                     

 

25.10.2006 17:23

BILUN BROKEN

Hæhæ Ég er biluð kemst í laga síðar í vikunni - fékk leyfi hjá pabba og mömmu til að komast hér inn í dag! Hæhæ I am broken down - will be fixed later this week - got this perm. to go to the internet AT MY MUM AND DAD! Bless - Sæunn

14.10.2006 22:13

Til þeirra sem eru að spá í sófanum mínum!

Sæl verið þið!

Ég er nú búin að sitja við tölvuna í ca 2 klst við það að reyna að setja inn myndirnar sem ég hélt að ég hefði sett inn í gær og EKKERT GENGUR!

Ég er sennilega engin tölvukerling eftir allt saman!?

setti þær því bara inn í myndaalbúm sem heitir vinir og fjölskylda - hann er jú búinn að þjóna fjölsk. mjög mikið þessi gæska og sjá - ef ykkur líkar hann - þá er hann enn ekki festur!

Verð að hætta í kvöld þetta hefur verið svo erfiður dagur - fór á folaldasýningu eftir að hafa mjólkað, smalað stóðinu og rekið kálfana frá heyrúllunum - fór svo aftur í fjósið í kvöld eftir að hafa keyrt börnin í pössun til mömmu og Kötu í Hvolsvöll svo hún geti farið á ball Í RVK - og núna er ég hér að bjarga heiminum í tölvunni þegar ég á að vera mætt í partý á Skíðbakka!!  

 

Kveð því í bili og lofa að standa mig í myndasýningunni í fyrramálið - ALLT ER ÞEGAR 3 er - var það ekki?

Kveðja SÆUNN

clockhere
Flettingar í dag: 427
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 244
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 384427
Samtals gestir: 44819
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:29:37