Name:

Sæunn og Halldór Lágafelli

Cell phone:

8918091

Email:

lagafelli@gmail.com

Birthday:

06.06.2001

Address:

Lágafelli 861 Hvolsvöllur Iceland

Alternative website:

www.lagafelli.is

About:

Landbúnaður, sala heimaafurða og íbúðarleiga / ferðaþjónusta

Favorite people:

mamma og pabbi

Favorite food:

steikt lifur

Most rememberable moment:

þegar við tókum við Lágafelli

Category: Lágafell, us and farming

13.08.2008 07:28

Síðustu vikur í búskapnum!

2 kýr eru nú bornar af "haustbærunum" - Dögg og Baula og VIÐ EIGUM TVÖ NÝ NAUT!
2 new born cows - Dögg and Baula - and two new BULL CALFS!

Hér kom ráðunautur vegna þess að okkur langaði að heyra stöðuna á sauðfjármarkaði og ráðfæra okkur um það hvað best væri að gera í stöðunni með sauðféð - því OKKUR LANGAR AÐ HALDA Í ÞAÐ - Tekjurnar sem við fáum af því - týnum við ekki upp af götunni og við eigum húsin til að halda í þær EN við erum viss um að VIÐ VILJUM LÁTA FÉÐ bara vegna þess að OKKUR FINNST ÖMURLEGT AÐ ALA UPP AUSTURSVEITUNGA og ENGA LÁGFELLINGA - því að allar leita þær annað en heim til sín eftir beitinni!
NIÐURSTAÐA FUNDARINS VAR AÐ VIÐ REYNDUM AÐ SKILA INN BÓKHALDI SUMARSINS Á NETINU og HÉLDUM Í KINDUR Í 2 ár í viðbót!  Ráðunautarnir "segja" að fyrst eftir að netskil hafi verið tekin upp - megi maður búast  við réttum gögnum í hendurnar! En það er líka enn eitt umkvörtunarefnið í þessum efasemdum um féð!

We asked a consultant off the farmers union to come here and give us advise about the sheep we own for the booking about them is so strange and the law in their marking so stright that we are almost giving up on doing their books + knowing wich one is wich for their earmark is always out off the ear and our thought was just to give them away to sloughter in this fall - but ... the income they give to the farm is that much we rather keep them if there is any way...so...after the meeting we have desided to give our sheep 2 more year off live...if everything is going fine in those two years then...ok...but otherwise SLOGHTER!

Annars skilst mér á sögunum í sveitinni að bændur eigi víða í vanda með FJÁRLÖG!
Það hafi orðið einhver NEI-kvæð EIGINFJÁRSTAÐA milli tveggja aðila í
VILLTA VESTRINU - sem varð til þess að einn neitaði að halda  FJÁRREIÐUR á EIGIN FÉ og hinn hótaði þá að breyta öllu hans FÉ í HLUTAFÉ og vegna þessarra deilna allra hafi ákveðinn aðili fengið svokallaðan FJÁRSTYRK af stressi og lokaði á aðra sveitunga þar sem þeir voru komnir í ákveðna FJÁRÞRÖNG - sem varð til þess að fleiri sveitunar hafa nú sitthvað að segja um FJÁRMAGN þetta og þá sem búa í vestri.

Sheep and farmers regulary fight over where they are to be in their summer fields and becouse sheep are like they are they normally try to stay at the naigbour farmers fields making everyone crazy over it!

En verandi bóndi í þetta mörg ár - hef ég komist að því að  "ÞRÁTT FYRIR GIRÐINGAR" - leita þessar skjátur "ALLTAF Í HUMÁTT" og  vilja ekkert láta segja sér hvert þær eru að fara - og því segi ég;  SKRÝTIÐ MEÐ ÞESSA NÁGRANNA Á BÆJUNUM - um leið og þeir láta kindurnar - láta þeir eins og þeir viti ekki að KINDUR fara á milli bæja, undir og yfir girðingar EINS OG ÞÆR FÁI BORGAÐ FYRIR ÞAÐ!  Bestu girðingar sem bændur geta beðið um  í þessum efnum er FÉ Á  MÓTI FÉ! 
Þess vegna eru FJÁRMÁLIN okkar Halldórs eins og þau eru!
(við erum búin að girða næstum allan hringinn í mýrinni okkar - ef það ættu kindur að bregða sér af bæ á mínum bæ vegna griðinarleysis... ættu þær að vera í VILLTA VESTRINU en þær fara alltaf í AUSTURÁTT enda ekki nema von...ÞAR SEM ÞAÐ RENNUR "RAUTT BLÓÐ" um æðar HÖFUÐSTÓLSINS á bænum!)
ÞAÐ HAFA ALLIR GAMAN AF FJÁRDRÆTTI og því ekki að halda í kindurnar ef aðstaðan er til staðar!???

So we have made fences around Lágafell - all those years since we came here but NO LUCK on keeping them in...THEY ARE ALWAYS SOMEWHERE WE CHOOSE NOT TO HAVE THEM and...making us crazy...

Okkur gengur "sérstaklega vel í blóði í ár" -
Mamma og pabbi voru með 23 merar í blóð í þessari viku af 45
og við með 27 af 50 -
OG ÞAÐ í 3 viku söfnunar! 
Held að allur hópurinn hafi ekki tekið svona vel upp síðan mamma og pabbi fóru að stunda þennan buissness!
Það er sem sagt vitað um 50 folöld í merarhópnum og við erum að vona að okkur takist að slá met í söfnun þetta árið og draumurinn er að komast EITT SKIPTI í 80 merar með allan hópinn - ... En það er sennilega bara ÓSKHYGGJA!??? -
We are doing extreemly good with bloodcollection this year -
Mum and dad have 23 mares in blood off 45 and I have 27 off 50 and it is ONLY 3rd week off collection... - We are dreaming off scoreing one week around 80 but it is for sure only a DREAM!???

Sótti Frussu og Yrju undir Markús um síðustu helgi - og á von á 2 MARKÍSUM þar!
Það er hinsvegar verra að FRUSSA er draghölt eftir veruna hjá hestinum - svo mikið að hún tyllir varla í löpp og því fékk ég Charlottu á DLM til að koma og kíkja á hana - því ég hélt að etv  væri NAGLI í hóf eða eitthvað ... en... svo fannst ekkert sem skýrir  heltina og hún var því bara sett á stera til að eyða bólgunni og síðan vonum við að hún lagist!

Frussa  and Yrja came home from Markús - last weekend - and we have got 2markisa comming there - But Frussa´s left front leg is very stiff and hurting so I called Charlotta our VET. to come and check if there was a NAIL in her hoof ..but she found nothing - so she only gave her painkiller´s, and something to take away the swallow - and then we will hope she get´s better!

Eftir kvöldmjaltir í gær - löggðum við vinnukonurnar á þessum bæ, Baugsstöðum og vinnukonan á "ÖRNUSTÖÐUM" upp í árlega hestaferð - (sem reyndar er farin svolítið seint þetta árið) með 11 hross - Ferðinni var heitið upp í Brú til hans Guðgeirs og þaðan ætlum við að fara yfir gömlu brú inn í Stóra Dal og næstu dagar verða teknir í að ríða út undir Eyjafjallajökli - Arna var trúsari en jeppinn okkar Halldórs PÆJA - er sennilega DÁINN í augnablikinu og við verðum að treysta á að Mazdan lifi áfram!
ÞAÐ ER SVO STEFNT Á AÐ KOMA RÍÐANDI á AUSTUR-LANDEYJALEIKANA í HESTAÍÞRÓTTUM - á laugardaginn og GRILL í GLAPRÆÐI um kvöldið!

After dinner yesterday evening - the workers on this farm and I, Baugsstaðir worker and Guðnastaðaworker went riding to our yearly ridingtour on horses - (we are rather late riding this tour this year but...off we went!) and we had all together 11 horses -
We have now gone about 15 km to Brú - to the north off here - on our way to StóriDalur - wich is a farm near Eyjafjallajökull -and there we will go today...and that will be our RIDE this year...EYJAFJALLAJÖKULL or the hills to it!
Our "arrival" home is planed on Saturday!

Heyskapur gengur með ágætum - ...háarsláttur er að mjakast - Við erum með mikið meira af heyjum en venjulega - og verðum sennilega að slá 3ja slátt af bestu túnunum til að á þeim sé ekki of mikil sina næsta vetur!  Annars sagði afi alltaf að það væri best að hlífa túnum með sinu - til að skemma ekki grasrótina - Sinan mundi hvort sem er sölna og deyja og verða að náttúrulegum áburði fyrir jarðveginn í túnunum ... en hvort hann hafi átt við svona MIKLA SINU veit ég ekki!
Hayseason is almost over - it is getting there -WE HAVE ONLY GOOD HAY THIS YEAR - (exsept once there didn´t come this good weather the weatherman talked about)
and perhaps we have to do 3rd time on our youngest fields - (it is bad to leave them covered with TO MUCH "SINA"/growth over the wintertime!)

Ég er að peppa mig upp í það að fara að mála yfir herbergið hans Valbergs á neðri hæðinni - og koma honum í "hús" áður en skólinn byrjar en...MÉR FINNST SVO LEIÐINLEGT AÐ VINNA INNI að ég  lýð fyrir það. ... NÆST ÆTLA ÉG AÐ VERA KARLMAÐUR ... og vinna bara það sem er skemmtilegast! :-(((

Right now I am planing to stand up from my blogg to paint over Valbergs room - wich is downstairs - to get him "inside" before the school starts -... but I HATE BEING THE ONE WORKING INSIDE - ...it is my most HORRORR - ... NEXT LIVE I WILL LIKE TO BE A MALE ... and only do what is most fun to do on a farm!!! ;-(((

Það eru svo bráðum vinnukonuskipti á Lágafelli - því að Kristín okkar er að fara og Lara kemur í staðinn...Og þá verða hjónin á Lágafelli að fara að hysja upp um sig buxurnar á morgnanna... Því að það verður enginn MJALTAKONA á Lágafelli lengur! ;-(((

Soon there is to be a total change off staff in Lágafelli - for our Kristin is going home and there will be a Lara - ... and when this change has been made ... the farmers in Lágafelli have to start working ...for there will not be anyone for the COWS anymore!!! :-(((

Meira hef ég ekki að segja í bili en það er stutt í næsta blogg -
Er að týna til uppl. um söluhross á Lágafelli, svo fylgist með!

I am picking up info. about salehorses at Lágafelli - FOLLOW UP in my next blogg!

Kveðja
Sæunn






13.07.2008 22:09

Er í tölvunni hans pabba og verð stuttorð!

Useing my fathers computure - be brief

Héðan er allt gott að frétta - Hrossaheyin eru komin í rúllur og við meira en hálfnuð að afla heyja fyrir næsta vetur -
We have only good news - The hay for the horses are now in roundbellys and therefore we are more then half the way to make sure there will be enough hay for next winter -

Ég er rosalega stressuð vegna þess að mér finnst að miðað við mannskap við vinnu heima á Lágafelli - GENGUR EKKERT UNDAN OKKUR ÞESSA DAGANA - Skipulagið og verkskipting á bænum er þannig þessa stundina að mér finnst ég ALLTAF VERA AÐ SKAMMA LIÐIÐ - þó að ég sé í raun etv sú sem stýri ekki nógu staðfastlega til betri afraksturs vinnuframlagsins - og í raun sé vandinn minn en ekki vinnufólksins -
I am offully stressed at the moment becouse we feel like the staff management is not going as good as we wanted it to be - I FEEL LIKE THERE ARE NO IMPROFEMENTs at LÁGAFELLI - THINGS ARE DEVELOPING TO SLOWLY - I feel like I am always telling my people what they SHOULD NOT BE DOING - when I know they can do much better if I would just tell them what there is to be done - so I know the real problem is most likely mine - but ... the staff is there alread to blame for what is going wronge! ;-(((

ÞAÐ ER EINMITT ÞETTA SEM STENDUR Í STARFSMANNAHANDBÓKINNI BLAÐSÍÐU 2 - BOSSINN ER ALDREI ALVÖRU EF HANN SKÝRIR EKKI -
ÞAÐ ERU NEFNILEGA ÓENDANLEGA MARGIR KLUKKUTÍMAR SEM FARA Í ÞAÐ ÞESSA STUNDINA AÐ STYÐJA SKÓFLUNA Á MÍNUM VINNUSTAÐ!
THIS IS EXSACTLY WHAT IS ON PAGE 2 IN THE STAFFMANAGEMENT BOOK - TO BE A GOOD BOSS - IS REALLY A HARD JOB - THE HARDEST ONE IN THE WORLD - AND I HAVE ALWAYS SAID; "I HATE THIS JOB MOST OFF ALL" -
FOR OFCOURSE IT WOULD BE MUCH EACYER TO JUST PLAY WITH THE OTHERS AND SIT AROUND WAITING FOR THE JOB TO FALL IN HAND! :-(((

En þetta er líka vandinn við að ráða fólk til sín sem segist vera vant til verka en kann svo ekki betur eða er ekki vant okkar verklagi og telur sig ekki geta breytt út af vananum;  Og stundum er vandinn hreinlega að ráða til sín vant fólk - því að besta starfsfólkið sem komið hefur til starfa á Lágafelli er fólkið sem hefur komið ALVEG ÓVANT og hefur þurft að læra alla hluti frá byrjun!!!                                                         But this is also the problem when you hire people to work for you - for "like said to me few weeks back - there is always a cultural differances in the way off work
 - that makes people irretaited on each other way off working -
BUT I SAY; "If you can not learn to work in more then one way - you have a huge problem!"  We are not all the same and the best staff that I have had are people that are totally UNUSED TO BE ON THE COUNTRYSIDE - people that come for only the plessure off being in Iceland - There is no way that you can know it all when you know a little and when you come to work for someone then there should be some questions - and some differences - but always a will to learn - in a new way!

Ég er ekki að  segja að starfsfólkið mitt sé ómögulegt - en ég er að segja að ég á ekki að þurfa að endurtaka mig mörgum sinnum yfir sama hlutnum - og þó að ég segi eitt í dag - þá gildir það ekki alla aðra daga líka - og ÞESSIR HLUTIR GETA GERT MIG BRJÁLAÐA SEM YFIRMANN og STARFSMANNASTJÓRA - I am not saying my staff is horrible and useless - IT IS GREAT - but I am telling you that I HATE HAVING TO TELL PEOPLE MANY TIMES WHAT TO DO AND HOW TO DO - ...exspecially when it comes to dailyjob´s like; cleaning the stables, feeding the young animals, getting the  younghorses - work done - and so on.... If I say one thing about something - it is to be done all day´s - as many time´s there is to get the job done so that everyone know it like the back off their hand - (also the animals)  - I DO NOT EVER GET USE TO THE FACT  THAT I NEED TO FOLLOW PEOPLE AROUND TO WATCH OVER WHAT IS DONE - I HATE BEING A BOSS - and I HATE THE FACT THAT WHEN YOU ARE NOT WATCHING - you  get the feeling NOTHING IS HAPPENING off the things you hoped were happening!
Hummmmm - Núna held ég að etv verði einhver misskilningur yfir þessum skrifum mínu - ... en ég ákvað að eyða þessu hér inn á bloggið - því að þá sjá ALLIR það sem ég er að hugsa þessa dagana - .... mér finnst ÉG EKKI VERA AÐ STANDA MIG NÓGU VEL Í ÞVÍ AÐ STÝRA STARFAFÓLKINU - OG MÉR FINNST HUNDLEIÐINLEGT AÐ VERA LEIÐINLEGA VIÐ ÞAÐ!!!
Humm - Now I think perhaps we might get some kind off misunderstanding over these words .... but I desided better keep it in here - for ALL TO SEE - for I FEEL LIKE I AM NOT DOING A GOOD JOB THESE DAYS - and I FEEL LIKE I AM AN OFFULL BOSS - TO ALWAYS BEING FOLLOWING EVERYONE - ASKING FOR THINGS THAT I HOPE ARE DONE BUT.... .... I do hope you understand -.... I DO NOT PLAN TO BE MEAN TO ANYONE - but.... I have to make sure in this little time that I have your help - ... the job is done 100000000% for we only have you for such a short time!
(and I know you always try your best - .... but still You have to understand my worries - the summer is almost over and ... I am affraid nothing is going to be done if I do not puss you on....)

Þess vegna er ég að hugsa um að fara í frí eftir næstu helgi - til að eyða tíma með ömmu minni og safna kröftum til að geta skipulagt næstu vikur í verkefnum á Lágafelli -
Therefor I have desided to have a little trip to my grandmum after next weekend is over - to spend time with my grandmum and to plan next steps in the workplan off Lágafellifarm ...

Ég vona að næst þegar ég hitti ykkur hér verði tölvan mín komin heim og ég geti þá sett inn allar fínu folalda myndirnar sem ég er búin að vera að taka síðastliðina viku  og endilega verið í bandi við okkur ef ykkur líst á eitthvað -
I hope that when I do my blogg next time - the Lágafelli computure will be back home - I can then send in the new foal pictures´I have been making over last weeks - Pleace do contact us if you like something .... - we are selling 20 foals this year - that is the goal - ..

Verð að hætta núna - lýður mikið betur eftir að hafa bloggað þetta - enda er það tilgangurinn með því að blogga - (fyrir þá sem skilja ekki tilganginn!!!) Etv ættu fleiri að gera slíkt hið sama -... svo þeir þurfi ekki að eyða áhyggjum yfir því að nafn þeirra birtist á þessari bloggsíðu! ,-)))) hahahahahhaha
Have to go now -... feel much better from having said all this on my blogg - but that is the main reason for doing the blogg - (for those that do not understand why..) - PERHAPS other people should also learn how to blogg like this - then they do not have to spend hours worring about the fact that their name could pop upp on this blogg one day!!! hahahahaha

Kveðja SÆUNN HEX


23.04.2008 12:20

Hörku hasar - við með vorverki!

A lot to do and we having our yearly spring-stress!

Hæ hæ -
Héðan er allt gott að frétta - það gengur allt vel - og við erum komin með FLÓ -
það er að segja - Hingað var hringt eitt kvöld um daginn og við beðin um að taka að okkur vinnukonu - sem var í hallæri á norðurlandi - og við stukkum á hana Florine - eða FLÓ eins og hún vill láta kalla - sig og þvílíkur munur að hafa svona duglegan kvennmann í vinnu hjá sér - þegar mikið er að gera eins og nú er!
Hey Hey and HÓ HÓ - everything is fine - and we also have our FLÓ now -
It happened this way - that one evening last week we got a phonecall - saying there was a worker in need for a secound home - (Fló was already working in the north off Iceland) - and for we where in much need for help - WE EXSEPTED this help and were so lucky that Florine is endlessly helpfull and nice - wich is very important for us - at the moment! 

Hér eru fæddir 5 kálfar - síðan fyrir helgi - 4 naut og ein kvíga - (alltaf jafn heppin!?)
Þetta eru 3 og 4 kálfar - kúnna sem eru að bera - og vinnan í kringum þannig kýr - er alltaf svolítið meiri en þegar fyrsta kálfskvígur bera - því gömlum kúm er meiri hætta á júgurbólgu, alls konar sleni og doða - en 7-9-13 - það hefur ekkert borið á því hér -
OG VONANDI SLEPPUM VIÐ ALVEG VIÐ -  Hinsvegar fór ein kýrin rosalega illa fyrir geldstöðuna; því að einn speninn á henni varð rosalega stífur og mjólkaðist illa - sennilega eftir spenastig og svo varð henni á að stíga á annan spena rétt fyrir burð - þannig að sá speni er ALVEG ÓNÝTUR og það kom hér dýralæknir til að klippa hann af henni (þannig að hann tæmir sig núna sjálfur - til að minnka hættuna á júgurbólgu!) -
We have got 5 new calfs since before last weekend - one female calf and 4 bulls (always so lucky!???) These calfs are the 3-4 calfs off their mother´s wich means that the work around each cow is more then usually for when a cow has her first calf - then the work is only to train her to be milked - but now we also have to make sure these old cow´s do not get calsium shock - or bad milk in their teat´s or lactosa (wich make´s them stop eating their food and eventually could kill them! = all this is a problem almost only old cow´s get - for after first calf they do not milk as much and then their shock off having a calf is not that much as after 3-4 calf when they are often in their high season off production!) - ... Hopfully we will get over these first days hassard off having a problem with our new mother´s - but ... till now we have been lucky - ...7-9-13 -
How ever one off these cow´s step´d on her one off her teat´s before she went on her holiday between milkingseason - and did it so badly that teat was almost off - and just before she gave birth to her calf over the weekend she step´d on a secound teat and that one we had to have a VET come to cut off - so that she would n´t get infection in it ... - and now we are hoping she will get over all this damage - but it is still not sure!

Við seldum hana Tröllu - upp í skuldir í síðustu viku - En hún var að gera okkur gráhærð því að hún var alltaf að stíga yfir kýrnar sem voguðu sér að leggjast á "hennar bás" (í lausagöngufjósinu!) - og þar með voru nokkrar kýr í fjósinu okkar ástignar og etv var það líka þess vegna sem þurfti að klippa spena af nýbærunni sem sagt er frá hér að framan í textanum - Trölla var að mjólka 25 lítra af mjólk á 3 spenum og komst á fyrsta kálfi í 7000 L mjólk - en samt tókum við þá ákv. að láta hana fara frá okkur því það er ömurlegt að hafa svona hættulega kýr í fjósi - og hefði endað með miklum skaða - ef hún hefði troðist yfir nýbornar hámjólka kýr! :-(((
We sold the cow Trölla over the weekend - She was making us crazy for she was always steping over the cow´s that where in "her bed" (we have all our cow´s free in the stable so they can pick a spot to lay down but she had this one best spot to sleep in and if there was already a cow on it - she rather steped her down then sleeping on another bed!:o((((( Crazy cow!)  And she was milking almost 25 líter´s and made on her first calf about 7000 l/milk - but .... she would have made a lot off damage if she would have steped off more teat´s! (we perhaps think she steped off this one that was cut off the cow that I told you about earlyer in this  text!)

Það gengur hægt að fá úr kindum á bænum! -
Hér eru komin 2 flekkótt lömb úr sitt hvorri ánni - og það eru alls bornar 7 ær - þar af einn tvílemdur gemlingur - Allar ærnar eru að mjólka þokkalega vel fyrir lömbin sín og eru duglegar mömmur en HELV. rollan sem er búin að búa í garðanum í vetur -
Bar einu lambi - eftir allt átið og nú hefur endalega verin tekin ákvörðun um að drepa hana þegar kemur haust! DRUSLA!!! -  Hinar eru allar 2 lembdar! Og hafa allar borið sjálfar nema ein - en við Halldór vorum í ca klst á mánudagskvöldið að reyna að ná tvílembingum úr einni ánni - og héldum orðið bæði að lömbin væru steindauð - en svo fyrir einhverja guðslukku - komu þau bæði lifandi og móður og afkv. heilsast vel!
The lambingseason goes very slowly! -
We have had 2 two colourd lamb´s - and all together we have had lambs from 7 sheep - one off them having her first 2 lambs - All are taking good care off their lambs but that boring bitch off a sheep that has been jumping in the hayarea all winter - has now had ONLY ONE LAMB - wich mean´s that she will for sure be a steak - in next winter -  THAT BORING BITCH! - All other sheep have had 2 lambs each! -
All have had their lambs without help but one wich made us (me and Halldór) work for one hour on monday eve - trying to get her lambs out - and both off us - thought - FOCK THEY ARE DEAD NOW - but then we got them suddenly both alive - wich is GREAT - ... and both they and their mum are with good health now!

Dráttavélin á bænum er biluð og komin út á Hellu í viðgerð - Eða Halldór er úti á Hellu að gera við hann sjálfur - í portinu hjá honum Sævari - (hann á verkstæði og öll tæki og tól - en engan tíma - svo Halldór ætlar að gera við sjálfur!) - Var þar í 3 tíma á  mánudaginn, tvo í gær og svo er hann farinn núna - Það lítur út fyrir það að hann sé mun minna bilaður en við héldum - og svo er komið kauptilboð í hann líka - þannig að við erum á GRÆNNI GREIN! Bæði með viðgerðarkostnað og með mögulega sölu! :-)
Our tractor is broken - and is now at Hella to get repaired - ... or Halldór will be working at Hella to get it fixed - (outside the garage at Sævar (remember!???) He has all the tools and the tecknic so Halldór will have everything there to work at the tractor!)
It though looks like it is much less broken then we thought it was - so that is a plus and  a secound plus is that we have had an offer in it - wich we are thinking off exsepting - and then we can think about buying another one instead! :-))))

Ég er farin að telja dagana þar til það verður hægt að "sjá PÍ börnin" - En í dag eru nákvæmlega og akkúrat dagafjöldi fyrir fyrsta folald EF hann hefur sett í fyrsta daginn sem hann sinnti um merar í fyrrasumar! - Heiður var sótt heim á tún í morgun - því að ég ætla ekki að missa af því þegar hennar afkvæmi kemur í heiminn - og svo var Líf hans afa haldið við honum, Lokkadís hans pabba og Freyju - En Líf og Heiður voru báðar í látum daginn þann - er við settum hestinn í - síðastliðið vor! :-)))
I am already counting the day´s till I can see my "PÍ" offspring´s - But if you count out 336 days off pregnantcy - by normal mare´s - then these days are all over - TODAY - and we might get to see the first Lágafell foals in these comming day´s -...
Heiður is already here on our fields next to the house - I went to get her home this morning - and then Líf, Lokkadís and Freyja - will get their foals in next week too! - :-))

Af Pí er það að frétta að það er kominn á hann 3ja mán tamning í næstu viku - en þá hefur hann verið einn mánuð yfir jól hjá Óla í Miðkoti og tvo á EfraSeli hjá Magga og ég ætla að sækja hann heim í næstu viku - til að gefa honum smá frí - áður en hann fær að hitta nokkrar merar og svo verður hann sennilega bara geltur greyið! -
The new´s about Pí are those that he will in next week have gone through 3 mounths off training one at Óli Miðkoti before christmas and then two at EfraSel by Maggi - now in spring and I will go get him from there - to let him have a little brake from work - before he get´s to see few mar´s and after that he will be casteraited with those other young stallion´s at Lágafelli that are to be casteraited in this spring!

Við erum búin að fá okkur kettling - og erum að leita okkur að kanínuunga líka - (ef þið vitið um einn ???) - We have got a kitten at Lágafelli now - and we are in search for a young rabit too - (if you know off one!???) - Það eru að koma ungar í hænsnakofanum og svo ætla ég ekki að láta sprauta Karó við hvolpaveikinni núna - heldur bíða og sjá hvort hún verður ekki lóða og lofa henni þá að eignast sína fystu hvolpa í sumar! -
Vona að ég nái nú að stýra því svolítið hver verður pabbinn! (Bjössi - hvar er hann Kópur núna!???)  There are young chicken comming from eggs in the chickenstable and then I will hope Karó gets puppie´s - this summer - at least I will not have her with antipuppy injection.

Og af því ég er svona fyndin þá verð ég að segja ykkur "brandara úr sveitinni okkar" en þannig er mál með vexti að þegar Halldór er að sinna um Búnaðarfélagstækin þá heyrir maður ýmislegt og meðal annars það að hér er einn ágætur maður í sveitinni svo aftarlega á merinni að hann næst næstum aldrei í síma af því að hann á ekki farsíma - og næst næstum aldrei inni  - því hann er svo duglegur sá kappi að það verður næstum að miðla til hans með reykjarmekki ef það á að láta hann vita af tækjum og tólum - þegar hann biður um þau - En um daginn hringdi kappinn sjálfur "úr farsíma" og  Halldór varð þvílíkt kátur og óskaði viðkomandi til lukku með nýju tæknina og þessa miklu framför til nútímans en vinurinn varð bara hálf urrandi við og dæsti í símann;
"NEI - farsíma á ég ekki - ÞAÐ ER BARA FYRIR HOMMA OG KELLINGAR AÐ EIGA SVOLEIÐIS!!!" :-))) 
Og nú erum við að velta því fyrir okkur hvort hann sé; HOMMI eða KELLING -
hann Siggi á Krossi - því hann hringdi jú úr farsíma - kallinn - svo....???

(gaf reyndar þá skýringu að Ester ætti símann - en ....maður má nú velta þessu fyrir sér!! ???  Finnst ykkur að þetta gæti verið möguleiki! ???)  hahahahahahahaa

Það er ball hér í kvöld - sem mig langar rosalega að fara á - en Halldór nennir ekki - ... það er of mikið að gera segir hann - svo ég ætla að sitja heima líka en... - ég vona að sveitungarnir skemmti sér vel ... - Veit þetta verður svaka fjör!!! :-)))

Og hér með óska ég öllum Gleðilegs sumars og þakka fyrir veturinn! -
I wish you all a chearfull summer - and thank you for the winter!
(in Iceland we selebrait first off summer tomorrow!)

Kveðja frá Lágafelli

Sæunn Þórarinsdóttir



04.08.2007 15:20

Það hefur heldur betur ræst úr veðri!/Hot breze and sun!

Ég er í þessu góða veðri að TAKA TIL og er að verða búin að skrúbba eldhúsið frá gólfi upp í loft! -

Héðan er allt gott að frétta - ég er reyndar svolítið pirruð yfir því að málningin er búin - og þetta góða veður nýtist því ekki til að mála - en...við eigum eftir að þvo helling með þvottadælunni góðu svo kannski er þetta tíminn til þess að vinna heimavinnuna sína? 

Ég sótti tvær merar að S-Langholti í gær í stressi, (var að skila af mér vinnukonu út á Bsí - flytja hross til mömmu og pabba og kaupa varahluti - (mjólkuðum en ég lagði svo af stað kl 11.30 til RVK og var komin í S-Langholt kl.17.20 - þá búin að öllu nema versla í Bónus!!!) - Önnur merin er komin ca 40-50 daga, en hin er tóm! :-( (sú sem ekki mátti vera það!!!) Næ ekki í Tomma til að klaga þetta klúður, það er honum að kenna að merarnar eru þarna - hann átti þessi pláss tóm og ætlaði ekki að nota - því tók ég þau - enda dauðlangaði mig að halda undir þennan ákveðna góðhest - en....svo fæ ég ekki draumagripinn; því betri merin var eins og fyrr segir TÓM!!! :-( 

Halldór er búinn að vera við tölvuna í tvo daga; að skrifa niður notkunina á Búnaðarfél. tækjunum - og lauk því núna seinnipartinn - ROSALEGA ÁNÆGÐUR - Bölvað púl þetta dæmi allt saman og ég sver það að ég væri búin að reita þessa karla alla hárlausa ef ég ætti að sjá um þetta - í það minnsta taka þá á taugum (eins og ég geri svo sem reglulega - greyin ALLIR HRÆDDIR VIÐ HELV. KERLINGUNA Á Lágafelli! :-) hahahaha -

Bergrún og Kristín Sóldís týndust í dag - horfnar með öllu - og hvergi að finna - samt voru bara ca. 30 mín síðan ég heyrði þær vera ofan í kjallara í Barbí, allir fóru að leita, - ég var orðin þvílíkt stressuð og komin með kökk í hálsinn en svo fundust þær úti í fjárhúsi; "voru að binda hnúta" eins og þær sögðu og "heyrðu okkur alveg kalla - þær gátu bara ekki svarað!!!" - Ég sá þær fyrir mér farnar ofan í vatn, eða skurð eða eitthvað hræðilegt en allt er gott sem endar vel og nú er bara að fylgjast með börnunum sínum í sveitinni (hættulegasti aldur í sveit er 5-6 ára - börnin sem kunna allt og vita allt - og hlýða engu!!! (Bergrún!!! þessa dagana allavega!)) -

Verð að hætta - er að fara að hjálpa Óla á Gularási - Halldór að fara í fjósið að mjólka með vinnukonunum og littlu stelpunum - Alltaf nóg að gera!
Kveðja Sæunn

16.05.2007 11:30

Landbúnaður/agriculture

Sæl verið þið!
Ok - núna er búið að vera dágóð törn á okkur -
Hér bar síðasta kýrin NAUTKÁLFI (okkur telst hún vera síðust í röðinni því núna gerist ekkert fyrr en í haust!) - Þannig að staðreyndin er að þessi vetur er ekki kvíguvænn á Lágafelli eins og mörg undan farin ár! - En að sjálfsögðu er bolinn helvíti flottur - það verður ekki skafið af því þegar um er að ræða nautkálfa að þeir eru mjög þykkir og miklir þegar þeir fæðast og YFIRLEITT fallegir á litinn líka (allavega oftar litfagrir en kvígurnar hér á bæ - sem flestar fæðast rauðar; verða svo kolóttar eða bröndóttar! :-( )
This has been a long shift at Lágafelli -
The last cow we can say that gets a calf over this milking season; had her calf this week - a BULLCALF - (now we do not exspect a calf till next milking season - that mean´s NO calfs during the summer!)  But this bull calf is really colourfull - thick and good at drinking milk - (normally they are such fool´s that they do not learn it!) -
It seams that the bullcalfs at Lágafelli always get more colour on their skin then female calfs - they normally are born chestnut - turning to dark brown or stripes! ;-(

Það átti að vera rigning í dag - en þegar ég fór út í nótt - sá ég það á morgunskímunni að þetta er ekki rigningardagur - ALLS EKKI - þetta er frekar svona - EKKERT VEÐUR DAGUR; gæti gert sólarglætu, það er næstum enginn vindur og það eru mjög miklar líkur á skúrum - En grösin spretta því miðað við árstíma er frekar hlýtt - og það liggur við að maður heyri grösin spretta -
It was to rain this day - but when I was out - I saw it at the morning light it was not a rainy day - NOT AT ALL - it is rather a - NOTHING WEATHER; could get little sunny, it is no wind but it is very likely there will come little drops from the sky -  Best weather for the fields to grow - it is rather warm compair to the yearstatus and you can almost hear the gras growing -

Ég hef það fyrir reglu þegar ég fer upp á nóttunni að kíkja fyrst til kinda (en þar var ekkert að gerast í nótt) svo ég fór upp í stóð að venju og þar var hún Sylgja mín að kasta - og þess vegna stöðvaði ég bílinn og laggði þannig að ég fengi sem best útsýni yfir þennan atburð - (það er ekki svo oft að maður kemst í það að fylgjast með þegar folald fæðist?) - en já - kl. 6.13/16.mai 2007 fæddist rautt folald - sem enn hefur ekki verið kyngreint og ég skyldi við Sylgju þar sem hún var nýstaðin upp til að kara folaldið og það sjálft var í óða önn að koma undir sig fótunum í þessari skrítnu veröld sem virðist vera endalaust hátt uppi þegar maður er búinn að koma sér á fætur!
Og svo er svo merkilegt hvað fæturnir á manni vilja ekki hlýða þegar maður er nýfæddur og blautur í kaldri sumarnótt á Íslandi - allavega var þetta afkvæmi Sylgju - hér um bil visst um að það hefði í það minnsta alltof mörg liðamót! (??? hahahaha!!!)
I have a rule to go up at night and look over the sheep stable (but nothing was happening last night) so I did like I always do I went to look after the mares - and there Sylgja was having a foal - so I parked the car to watch it - and at hour o6.13 there came a chestnut foal - wich then has a birthday at 16mai2007 - it has not gender yet becouse I left Sylgja where she was just up to take care off her foal and it was trying to stand on these endlessly high legs wich seam to have endlessly many possibility to bend and bow - and didn´t exsactly do like the foal wanted to! (hahahaha)

Það eru komin hátt yfir 90 lömb - allir gemsar eru bornir - við erum í augnablikinu með 3 heimalinga en...ég er nú þegar búin að losa okkur undan 3 svo ég er enn ekki viss um að þessi tala sé komin til með að standa út sumarið! -  Missti tvílembinga eina nóttina - og vandi einn heimaling undir 1 lembda á og kom einum í fóstur annað -
Ef ykkur vantar lömb til að venja undir þá er ég alveg guðslifandi fegin að losna undan því að jarma eftir lömbum í allt sumar! hahahaha -
(EN ÞIÐ FÁIÐ EKKI HANA "GÚLLAS" Henni náði ég svona snilldarlega úr dauðri móður og Halldór nuddaði í hana líf - svo Hún er ekki föl - STRAX! hahaha -
Kannski verður hún (ef hún heldur áfram að éta sumarblómin mín) sett á grillið á 17.júní - allavega veit hún upp á sig sökina bölvuð þegar hún er skömmuð og hendist niður fyrir fjós - því hún vill ekki fá grilltein upp í rassinn - eins og ég hóta henni þegar ég finna hana í blómabeðunum -
There are now over 90 lamb - all lamb from last year have had their first lamb - and we have at the moment 3 lambs at home to take care off - but 3 are already with new mum´s so I am not sure that we will have in the end 3 lambs - there are always lambs that die and you can then try to get the mum to have the lamb you do not have mother too - (special way to do that and has to be done the moment a secound lamb is there -(if first one is dead)) Sometimes such arrangement works and sometimes not!
But "Gúllas" wich is the lamb I cut out off her dead mum, - she is here for the kid´s and US to yell at - (hahahaha) She is now always eating my gardenflour´s and it seams that she just like the game off bing followed and yelled at - for she seam´s to do it on purpose to stand in middle off the flour garden and cry MEEEE MEEEE -
I have already promissed her if she keeps this up she will be a grillstake in 17.june - when Icelandic people have a national day! - URRRR

Vorverkin eru svo til búin - þ.e.a.s sá korni og bera á skít og áburð, hins vegar erum við að fara að girða; milli okkar og Miðeyjar - (sjáum til hvernig kindurnar okkar fara þá að því að fara yfir í mýrina til Gísla - hahaha - föttuðu það bölvaðar að fara upp fyrir nýju markagirðinguna milli Lágafells og Gísla í fyrra og ég þurfti samt að smala 4 aukastykki (heimalönd á Álftarhól, í Lækjarhvammi og á Búðarhóli og svo voru einhverja hluta vegna kindur frá okkur innan við hliðið á Svanavatni (næsta stykki við Álftarhól og þangað fórum við eftir fé sem aldrei hefur farið annað en í Lækjarhvamm)
En núna ætlum við sem sagt að loka norður fyrir - Þær eiga þá ekki að komast til Gísla nema undir girðingarnar eða með hliðunum/undir þau!
En kindur eru ótrúlegar skepnur og ég trúi þeim til alls! hahahaa
The work we call spring work is almost finished - that is to do corn, shit bussness on the fields, furth.liser and so on...we are going to make the fences next - to make sure our sheep stay home - hahahaha - they fooled us last year when they found out the could just walk endlessly to the north and then little bit to the east and then they were back in this Lækjarhvamms mýri where our sheep have been spending there summer like Lágafell has any claim to send sheep into the land off the naigbour!
Sheep are increadable animals - and I belive even though we ad more fences then we will get them to Lækjarhvammur at the end off this summer - as always! hahahaha

Við erum búin að ráða graðhesta í öll hólfin í sumar - það eru allt í allt 85 merar hér heima á bæ - og þær fá aðgang að fimm hestum; hólfin þarf að yfirfara og gera ráðstafanir til að Graddarnir séu ekki á endalausum hlaupum hver á eftir öðrum upp og niður mýrarnar! - Pabbi og Skúli ætla að koma hér í næstu pásu hjá pabba og þá skal þetta allt yfirfarið! -
We already have all stallions for the summer - there are now 85 mares here - belonging to me, my father and mum, Skúli and son, and then my mum and dad have mares for lown - and they are here too...-
They will soon be split up to 5 groups off horses, and a Stallion in each group so...the fences need to be good -  it has to be that way so the stallion´s will not be endlessly running and not paying attention to their mare´s!  My father and Skúli will be here in few days to help us make it happening that there is electric on every thing!

Graddarnir sem á að nota eru; Spyrill frá Reykjavík undan Gustsdóttur frá Hólum og Sveini-Hervari; Albróðir Sæ´s frá Bakkakoti, Pí frá Lágafelli undan Ölfu Safírsdóttur og Geysi frá Sigtúni, ónefndur sonur Sjafnar frá Hala og Krumma frá Blesastöðum og annar hvor Töfrasonurinn hans Tomma - sennilega sá yngri - Sá er undan meri sem Tommi á sem eru undan Sjöfn og Sprota frá Hæli - og Töfra;
En .... Sólfari minn heillar nú samt líka - hinsvegar hefur hann verið hér í 3 sumur samfleitt og kannski er kominn tími á pásu!???
The sallions we will use this summer are;
1. Spyrill frá Reykjavík - from mare after Gustur frá Hóli and Sveinn-Hervar
2. The full brother off Sær frá Bakkakoti
3. Pí frá Lágafelli - from Alfa Safírdotter frá Viðvík and Geysir Sigtúni
4. NN frá Reykjavík - from Sjöfn frá Hala and Krummi frá Blesastöðum
5. Eather Sólfari frá Reykjavík - from Sjöfn frá Hala or his brother by father Töfri - wich is now 3 year´s old - from a mare after Sproti frá Hæli -

pása núna..../brake now....

08.05.2007 12:22

Börn eru frábær/children are great!

Halló - ég með endalausa munnræpu í dag!
Helló I could tell you my thinking endlessly today!

Mamman og pabbinn voru að ala upp drenginn sinn -
The mum and the dad were trying to teach their boy a lesson -

Þannig var að hann borðaði bara kökur og kex, og mikið af því þannig að aðrir heimilismenn fengu næstum aldrei neitt "gott" með kaffinu - því það var aldrei til annað en brauð - (ekki það að það er svo sem enginn skaði en....áfram með söguna!)
The storie is that he only ate kakes or cookies - and a lot - so that other members off the home did hardly ever get anything "sweet" with their coffee -

Þau ákváðu því að setjast niður með drengnum sínum og útskýra fyrir honum orðið græðgi - og að gráðugir teljast þeir sem taka bara það sem þeim þykir best og gleyma að hugsa um alla hina sem langar kannski líka!
They desided to sit down with their baby boy and explain the word greedy - and that two be greedy is to only take what you like best - and forget that others also like to have something too!

Aumingja litli drengurinn þeirra snarbreytti hegðun sinni og fór að hegða sér betur -
The poor little boy changed his behaviour and started being a better boy -

Svo var mamman send á spítala því hún átti von á sér -  Og eignaðist loks tvíbura -
Then later the mum was sent to an hospital having children "twince" -

Og nú varð drengurinn "stóri bróðir" og hann mátti fara að sjá mömmu á spítalanum - og allir voru að hrósa honum fyrir að vera orðinn stóri bróðir og spurðu hann hvort honum finndist mamma ekki vera dugleg að eignast tvö börn á sama tíma?-
Now the boy was the "big brother" - and he could go and see his mum on the hospital - and everyone there were telling him that now he was the big brother - and asked him if he didn´t think his mum was a hero giving birth to two children at the same time?

Nei - sagði hann þá fýlulega - hún er bara gráðug!
No - he replaid very unhappy - I just think she is greedy!

Kveðja Sæunn

11.03.2007 15:17

Hæ hæ!
I dag er frábært íslenskt veður - eitthvað sem við höfum verið að bíða eftir TIL AÐ GETA HVÍLST hahaha - ROK OG RIGNING - SÓLIN KEMUR STUNDUM FRAM ÚR SKÝJUNUM - allt er hrátt og blautt og við erum innan dyra að njóta þess að það er sunnudagur - veðrið er fúlt og við getum bara hangið með börnunum að horfa á Bansímon og fríllinn!

Today it is fantastic icelandic weather - something we have been waiting for - TO BE ABLE TO REST hahaha - STORMY AND RAINING - THE SUN SOMETIMES SHOWES HER FACE IN THE SKY BEHIND THE CLOWED's - everything is wet and cold and we are just inside the house enjoying it that it is sunday - how bad the weather is and that we can just hang around with the children to watch Bangsímon and fríllinn (chilren´s cartoon!)

Ég sá fýl í gær - þannig að sennilega er fuglinn sestur upp í fjöllin - hef ekki farið undir fjöll eða heyrt í Eyjamönnum; - en þegar fyrsti fuglinn er kominn er sennilegast að þeir séu margir komnir!!! ;-)
I saw a "fulmar"/"Eissturmvogel" yesterday - so probably the birds are sitting in the cliffs already - have not gone to Eyjafjöll nor have I heard from people in Vestmannaeyjar to tell you but when the first bird is there then normally they are all there! ;-) 

Og Affallið var fullt af öndum síðast þegar ég keyrði þar framhjá en það er svo sem búið að vera svoleiðis undanfarin ár og segir því svo sem ekkert um það hvort vorið sé að koma eður ei!
- VEGNA HLÝNANDI LOFTSLAGS ERU SVANIR, GÆSIR OG ENDUR orðnir að staðarfuglum á Íslandi - og Affallið virðist vera vinsæll staður að vera á ef þú hefur sundfit!

And Affall (small fishing river in AusturLandeyjar VERY GOOD FOR FISHING!) - was full off duck´s last time I passed there - but it has also been so for the past years - and does therefor not tell anything about the spring being here! - Becouse off glopal heat changing the SWAN´S, GOOSES AND DUCK´S are like a lockal bird´s in Iceland - and this AFFALL is a popular place to be when you have feather´s and

Á Íslandi eru um 30 tegundir villtra anda og gæsa - ár, vötn og tjarnir eru kjörsvæði - Affallið er einmitt tilvalið svæði; og er gróf sendið sem einmitt er ein aðal ástæðan fyrir því að þangað sækja svona margir syndir fuglar! (nota sand til að hreinsa meltingarkerfið! :-)

At Iceland there are over 30 kind´s off wild duck´s and gooses - river´s, lakes and pool´s are exstreemly likebalbe to them; Affall is exsactly what they like best - there is sand wich is the main reason for why the bird´s love to spend time there - (they have to use sand to clear out their stomage system!)

Annars er ég ekki viss um að þeir sem eru að reyna að stunda fiskeldi í Affallinu séu ánægðir með allt þetta fuglager sem í því þrífst -  þó mér sem áhugamanni (konu) um fugla finnst þetta frábær staður þarna sér maður bæði kafendur og buslendur; og mikið  af annars konar fuglum líka - heilan vetur var hægt að finna þarna Gráhegra;  - ) (sumir þessara fugla eru mjög duglegir við fiskveiðar!)

How ever I am not sure that the people living on farm´s next to Affall are happy  about all these bird´s wich survive there - but I as natural lover and bird watcher think it is a marvalous place to be at when you get to see both fishduck´s and swimming duck´s - and many other kind´s off bird´s too - and for a hole winter I found a "Gráhegri" (this bird you think is normal but has not lived out here - BIG AND GRAY WITH LONG PEAK and LEG´S AND LOVES TO EAT FROG'S!) - ( some off thouse birds are great in fishing!)

24.12.2006 13:08

Gleðileg Jól/Merry Christmas!

Sæl Þið öll!

Jólakortin og pakkarnir eru vonandi öll að skila sér þó seint hafi farið frá Lágafelli - en ég sver að þetta er búinn að vera versta Jólavertíð sem ég hef skipulagt síðan ég fór að halda jólin sjálf með minni fjölskyldu!

The christamscards and the packages are hopefully getting there - even though they went away from Lágafelli very late; - I swear I think this Chrismas planing has been the worste I have planed since I started planing christmas myself for my family -

Það er að segja - ég hef verið með hugan við svo margt annað að jólaundirbúningurinn hefur allur farið fyrir ofan garð og neðan og gerður með "hangandi hendi" - en einhvernvegin eru nú samt komin jól og jólabragur öllu - allt hvítþvegið og skreytt eins og venjuleg - eina sem vantar er jólastressið -  - Hvert það fór veit ég ekki en ég er feigin því að öllum lýður miklu betur - mér og öllum hinum og Jólin eru bara komin - sem er  frábært því þá geta börnin líka farið að slaka á - því ef einhver hefur verið stressaður yfir þessu jólahaldi þá eru það helst þau - greyin - og meira að segja svo mikið að Bergrún bara varð að setjast niður til að hvíla sig í búðinni um daginn - vegna þess að ég vildi ekki kaupa fyrir hana dót!

That is - I have been so bussy thinking about other things - that the christmas plan has all gone over the edge - and everything has been done with "one hand hanging down" - but still somehow the christmas are here - and there is a sence of chrismas everywere you look - everything has been cleened extra good; and there is decoraitons everywhere like normally - only the Chrismas stress is missing -  - Where it went to - I do not know - but  I am glad for everyone seem to feel much better without it - both me and the others at this home and Christmas are here already without it - wich is great for then the children can finally start relaxing - for ift there is someone wich has been stressed over christmas in this home - it is them - poor soals - and even so much that poor Bergrún just hand to sit down to rest in the store few days ago - for I didn´t want to buy her a toy she wanted!

Annars eru jólin sennilega aldrei eins spennandi tími hjá nokkru lifandi lífi en hjá hrútunum - því nú hafa þeir loksins frjálsan aðgang að KYNLÍFI - heilan mánuð; allan daginn - mörgum sinnum á dag - frá 15. desember - og nú er virkilega hægt að segja að það sé hátíð hjá þeim greyjunum!

How ever I think no living being has as great time now as our male sheep - for now they have free access to SEX - for one mounth; all day - many times a day - from 15.des - and there is really a festival at their home these days we call christmas!

Eins og þið hafið sjálfssagt öll orðið vör við er allur snjór á bak og burt - hér er búið að rigna stöðugt í einhverja daga - í dag eru + 7-8 °C á mæli - og allt er að verða grænt aftur - þannig að það er alls ekki hægt að tala um jólaleg jól ef maður lítur út um gluggan - Fyrir viku síðan var - 15°C frost og snjór yfir öllu - svo það er sannarlega hægt að útskýra þessi flóð sem hafa verið í ám á suðurlandi - Snjórinn sem var yfir öllu er núna vatn á hraðferð út í sjó!

Like you have noticed (if you saw my last blogg) - then all the snow around here is gone - it has been raining endlessly last days - today we have + 7-8°C and everything is green again outside - so if you are outside you do not feel like it is almost christmas. Week ago it was - 15°C and frost and snow over everywhere - so problably that is the reason why there is fload in all rivers in Iceland - The snow all over is now a running water on it ´s way to the sea!

2 kýr hafa þegar borið kálfunum sínum - svo það er aftur að koma mjólk í fjósið - við erum búin að hafa það afskaplega notalegt undanfarinn mánuð - hvað varðar mjaltir - en nú fer að verða fjör - því héðan í frá að 10. Febrúar; eiga 13 kýr að bera kálfum; og mjólkurmagnið eykst vonandi samfara því - og vinnan í fjósinu!

Two cows have already had their calfs - so there is milk comming to our cowstable again - we have had an eazy time there for the past mounth - but now it is getting heavy work in there again - for from now to 10. of Feb; 13 cows are to have their calfs; and hopefully the amound of milk will get double or more - and I know the work in the cow stable will get much more too!

Hestarnir eru ennþá í frí-i en 16.Febrúar kemur ný vinnukona til að ríða út og temja - þá eiga að koma inn 12. hestar - en 3 merar fara til hans Óla í Miðkoti núna strax í Janúar - Merar sem stendur til að reyna að sýna í vor í kynbótadómi EF - þær verða í lagi!?

The horses are still on a holiday but 16 of FEB - a new worker starts to ride and train our horses - then there will be 12 horses in the horsestable - but 3 mares are to go to Óli at Miðkot right after christmas - (JAN) - Mares wich I hope will be on a breeding show in spring if they will be ok!?

Við erum búin með hjálp vinkvenna okkar að selja 11 folöld þetta árið - (árgangur 2006) - sem er miklu betri útkoma en ég þorði að vona - á milli jóla og ný-árs á að skila hrossabókhaldi inn á búnaðarskrifstofu - þannig að þá er hægt að byrja nýtt hrossa ár!

We have with help of our friends been able to sell 11 foals of 2006 - wich is much better outcome then I hoped would be - and between christmas and new year I am to give in my horse-papers to the breeding-board - so then I will start a new horse-year!  To those who are waiting for papers - IT IS ALL COMMING YOUR WAY IN THE WEEK BETWEEN CHRISTMAS AND NEW YEAR!

Við erum að fara að undirbúa jólatré-ið og pakkana núna næstu mínúturnar - krakkarnir eru orðin rugluð af stressi - enda snúast jól í hugum nútíma barna bara um PAKKA - en já sennilega vegna þess að fullorðna fólkið er ekkert betra í jólaboðskapnum!?

We are now on our way to prepair the christmastree and put the chrismaspackages under it - the kids are now getting very "stressed" over the packages - for this selebration is in the minds of the kids only about PACKAGE´s but it is prob. becouse the grown up´s are not good at bringing the christmas - message´s out!?

Bestu óskir um Gleðileg jól!

Our best wishes for a happy holiday!

Sæunn

 

 

28.11.2006 10:13

Landbúnaður/agriculture

Hæhæ

Það er ekkert markvert... bara...ég kom heim frá því að keyra Bergrúnu á Leiksskólann og það kraumaði í mér vegna þess að mér finnst sú mynd sem FJÖLMIÐLAR OG PÓLÍTÍKUSAR gefa af bændum alltaf svo röng að mér er nærri að bjóða ÞINGHEIM ÖLLUM - ásamt þessum SNÁPUM ÖLLUM - að koma í heimssókn! Og ég skal búa til svona ekta DALALÍF fyrir þá - ef þeir þá vilja þyggja boð mitt! urrrr

There is nothing new - .... just... when I was driving home from getting Bergrún to the kindergarden - I was listening to the radio and I got sooooo ANGRY becouse I think the picture the media and the politic in Iceland are making of us the farmers in the country is so "drawn by their own belives" that I am really thinking to inwide the hole PALAMENT OF ICELAND and everyone wich says they want  to work in politic and also ALL THESE PAPPARAT. media - people wich talk about something on the media without having a clue what they are talking about - I promiss you - I would make them a real "DALALÍF" (Icelandic movie made in the ´80 about two men who come to work in the country side; and for they lie about their experiance about their knowledge this buissness - everything goes wronge!) But I am shure this doesn´t work out - I know these people would never exsept my offer! urrrrr

Það er ekki furða þó þeir sem ekki vita betur haldi því fram að BÆNDUR séu einhverjir "furðufuglar" sem sitja á rassinum úti á þúfu og éta RABBABARA - þetta = ásamt því að moka endalaust skít og líta út fyrir að eiga eina safnið af ´80 fatnaði sem enn er í notkun í dag! urrrr Og hafi þar af leiðandi enga þörf fyrir þá peninga sem búskapurinn færir þeim! - Þeir séu ekkert nema ofverndaðir "peningaplokkarar" sem ríkið heldur uppi!

It is no wonder that people wich do not know anything about the country side and farmers - belive we live in a cave - sitting down waiting for live to go on; eating GRAS - a long with cleeing shit after our animals all day long - and dress up like the people in the ´80 only becouse we do not know the fashion has changed!  Becouse of all this farmers have no need for the money the farming brings to them!  And their covermental support is only to "protect" them!

Lýsingin á íslensku bændasamfélagi í augum fjölmiðlamanna og pólitíkusa finnst mér einatt vera þannig að bændur eru taldir vera stórfurðulegir; manneskjur sem lifa af landinu; hugsa bara um beljurassa og vita ekkert um verð eða verðlagningu; þeir séu gerilsneiddir nokkrum hugsunum og viti alls ekki hvað gengur á í hinum vitræna heimi, þess vegna sé svo auðvelt að spila með þá!  Þeir séu alltaf heima; með fjósalykt og þurfi ekkert að nota peningana sem MOKAST INN vegna þess að uppgangurinn á sveitinni er svo mikill!

The talk on the media and between the politicus is so that the picture given of us the farmers of Iceland - is almost like this; Farmers are always at home; smelling like shit and they have no need for the money they earn - and they earn a lot for there is this UP SWING in the economic-system for farmers right now!

Ég get orðið brjáluð út í þetta pakk!  I COULD STRANGLE THESE PEOPLE!

Ég er viss um að þau þarna í höfuðborginni; þessar heilalausu eftirhermur (stereótýpur) myndu líka fara heljarstökk aftur á bak og ganga um nakin - bara af því að það er í tísku!

I am sure that the people in the sity would also go - jumping naked through the down-town of Reykjavík - if they thought it was fashion!

Ímynd sveitakonunnar á lýðnum í höfuðborginni!

This is the imagination the country-girl has on the "stereó-models" in the capital!

Málið er að á leiðinni heim hlustaði ég á "ÚTVARPIÐ" (eins og annað fólk sem vill vera vel upplýst) - og komst að því að það var verið að ræða Landbúnað - svo ég opnaði extra vel fyrir hljóð-mótakarann á hausnum á mér (sem er búinn að vera fullur af hori síðustu daga, eins og aðrar holur á hausnum á mér!) - en eftir því sem ég hlustaði lengur þeim mun svekktari varð ég!

The thing is that when I was on my way home "the RADIO" said something wich made me go so mad I desided to use my ears for the first time since I got sick last week (since then my ears have been full off....and I can not hear anything - but now I needed to listen carefully!)

ÞAÐ VAR VERIÐ AÐ TALA UM NÝ INNFLUTTA JÓLASTEIK AF NÝSJÁLENSKUM NAUTUM - sem er víst eðlileg samkeppni við búskap okkar Íslendinga og sjálfsagt að flytja þessa vöru inn á íslenskan neytenda markað - enda bara gaman af hafa fjölbreytta flóru!

The "RADIO" was talking about imported christmas steak from NEW-SEALAND - wich is thought to be resonable compatition to our farming here up in Iceland - and therefor it only comes as a nice surprise to the icelandic costumers flora - wich is so small it is like a half a rabit would fyll upp for a hole turky - in a normal family!

Ok - ég get samþykkt þetta með flóruna - en ég trúi því ekki að þið sem þetta lesið leggist svo lágt að trúa því að NAUT frá NÝJA-SJÁLANDI - og NAUT FRÁ ÍSLANDI - séu sama varan??? 

And ok - I can exsept the fact that the food flora needs to be opened a bit more; but I can not belive that you readers of this angry text can belive that a BULL FROM NEW-SEALAND ; is compairable to a BULL WICH GROWS UP IN ICELAND???

Naut á Nýja-Sjálandi er alið upp á smásnepplum í svokallaðri skiptibeit; fleiri tugir saman á skika sem er álíka stór og fjósið sem ég el gripina mína upp í; (el reyndar ekki naut en veit um nokkra sem gera það með ágætum árangri) - Nautin fá sennilega einhverjar bólusetningar og mjög líklega fúkkalyfjakúra sem fyrirbyggja bakslag í vextinum!

Bulls in New-Sealand grow up in huge heards outside in a field box wich is so small that they have to have anti-biolin (written like this?) to servive; just for their protection; they have to have sterois; and they get vax-nations - so that they do not get any strange "deseeses" we do not know of! 

Verð að leiðrétta mig hér og segja ég áætla að Nýsjálendingar bólusetji við hinum ýmsustu sjúkdómum sem við Íslendingar ekki þekkjum! - (því hvergi í heiminum er eins lítið af búfjársjúkdómum og á Íslandi)

Have to say - I would think the New-sealand people use such medisin to grow up their animals for most country´s in the world are not so lucky as Iceland is - wich doesn´t have any strange deseeses in the country!

Við eigum meira að segja sér lög sem segja að við séum að verja dýrin okkar gegn dýrasjúkdómum annarsstaðar frá í heiminum - "sem þýðir að okkar framleiðsla er með þeirri hreinustu sem þekkist í heiminum ef við getum haldið henni hreinni frá skítnum sem þrífst í hinum stóra heimi!"

We even have a special law against people from other country´s bringing in clothes wich have been used around animals before; and then comming to work in an Icelandic farm - (or to stay there for some time) wearing the same clothes - IT IS NOT ALLOWED TO WEAR USED  CLOTHES WHEN YOU COME UP TO ICELAND TO WORK ON A FARM - everything has to be new! (this is done for the protection of the animals up here wich have been isolated from the flora of animals everywhere in the world - and do not know any sickdom´s wich have been known through out histroy in Europe and other places of the world!)  These laws also tell you that you can not expect to have clearer product then "made in ICELAND" when you talk about food!

Þess vegna finnst mér synd að heyra þá sem tala fyrir okkar hönd í útvarpi - svara með útúrdúrum  og útúrsnúningum - án þess að svara raunverulega fyrir það "hvers vegna okkar vörur eru með svona háa verðlagningu" - ÞAÐ ER VEGNA NÁTTÚRULEGRA VÖRUGÆÐA!  Það er enginn spurning um það!

Therefor I think it is stubit act of the people speeking on the radio for the farmers up here - wich have to answere with half an answere or not answere - without giving a clear picture - when they have to answere the question why our products cost so much - "IT IS FOR THE CLEAR NATURAL PRODUCT WE MAKE UP HERE!"  THERE IS NO QUESTION ABOUT IT!

Ég get líka sannfært ykkur um það að Ný-Sjálenskir bændur og íslenskir - sitja ekki við sama borð hvað varðar landbúnaðarreglugerðir; skattaskyldur; launa-taxta; jarðakaup; innkaupaverð með álagningu t.d kjarnfóður og áburður og bankafyrirgreiðslur; vextir, vaxtavextir og verðtryggingar!!!

I can also promiss you that farmers from New-Sealand and the icelandic one´s - do not sit at the same table regarding agricultural-regulations; taxations; employments-salery ; landsvalue; Trade economic; like supplys - for ex craftfoodimport to the country and so on; bank-lown deals with the "trust protecting the banks from ever loosing when they lown money to people wich get lown at a bank" -

Ég lofa ykkur því að ÉG þori á frjálsan og óháðan markað - án fyrirgreiðslna frá ríkinu - það er ekki spurning - ég er viss um að íslenskur landbúnaður mundi standa betur að vígi án ríkisins - en ég veit það fyrir víst að þessar fáránlegu reglur í kringum íslenskan landbúnað og launamenn á Íslandi  - er og verður aldrei sambærilegur við það sem gerist erlendis - og þar með sit ég hvorki nú né þá við sama borð og þeir ytra - sem veldur því að mínar landbúnaðarvörur GETA EKKI LÆKKAÐ MEIRA Í VERÐI EN ORÐIÐ ER!

I promiss you I can stand being a farmer on a free market; without governmental help - there is no question about it - I am even sure that the Icelandic market of agri would be better off without the government - but I also know that the redigilous rules around Icelandic agriculture and Employment-system in Iceland - is and will never be compairable with rules in other country´s - and therefor I do not sit at the same table as other farmers in the world - wich makes my agricultural-market for trades more expensive then everywhere else in the world - OUR PRISE CAN NOT BE LOWER - it is already to low!

Ég skil ekki hvers vegna þetta er nefnt þegar talað er um landbúnað;

 - ég get ekki ráðið til mín vinnumann á ÞRÆLALAUNUM - því það er ólöglegt - mér ber að greiða LAUN sem ríkið ákveður að sé sæmandi íslenskum vinnumarkaði - en þetta tíðkast hinsvegar víðsvegar annarsstaðar um heiminn - og þykir jafnvel ekkert svo mikið tiltökumál -

I do not understand why no one talks about this fact in the media;

- I can not hire a person to work for me on "low-salery" - for there are no low salery´s in Iceland - everyone sits at the same table; and the goverment desides how much I HAVE TO PAY IF I HAVE A WORKER - wich is the same as a normal "worker on the workingmarket gets all around our country!" - this how ever is a much smaller amount of the farmers income every where else in the world!

Ég verð líka að borga fyrir að mega vera bóndi; fyrir mjólkursöluleyfi; búnaðargjald; dýralæknaeftirlit; forðagæslumann; mjólkureftirlitsmann; slátrun; markaðssetningu; mjólkurfluttninga og fleira og fleira og fleira -

I also have to pay being a farmer; for the lisence to be a farmer; fee for the agriculture office; for VET - supervision; for a man wich comes every year checking if our animals are in good care; for a man wich checks out our milking area and our cow stable; for marketing our product; for the milkcar getting our milk to the milkfabric for every thing from here to the sun - we pay!

Olíuverð hefur hækkað - skildu þið ekki fylgjast með - það hækkar okkar framleiðsluverð - Áburður verður dýrari í innkaupum, plast verður dýrara í innkaupum; heyskapurinn dýrari -

Oil prise has gone up - if you didn´t notice - this makes our product more expensive; Furthtuliser has gone up in prise; also plastic and that makes haying more expensive for us -

Ég gæti farið út í það að telja upp allt það sem ég greiði umfram Nýja-Sjálendinga sem veldur því að mín steik er dýrari en sú erlenda - en ég bara nenni því ekki - því ég hef trú á íslenskum neytendum; og ég veit það innst inni að íslenskir neytendur hafa trú á mér sem bónda -

VERSLUM ÍSLENSKT UM JÓLINN - NAUTASTEIK ÚR LANDEYJUM ER MIKIÐ BETRI VARA EN NAUTASTEIK FRÁ NÝJASJÁLANDI; ÞVÍ LOFA ÉG YKKUR - ÞRÁTT FYRIR HÆRRA VERÐ!

I could count so many different reason for the fact that our Icelandic product is more expensive then the one from New -Sealand - but I will not for I know - Icelandic people are not so naive to think our prise is so high for our own benefit;

PLEACE BUY ICELANDIC BULL STEAK (FROM LANDEYJAR) WHEN YOU SHOP IN FOR CHRISTMAS - I AM SURE IT IS BETTER PRODUCT THEN THE NEWSEALAND ONE - EVEN THOUGH THE PRISE IS HIGHER!

Kveðja Sæunn

 

 

 

 

 

10.11.2006 21:33

Lágafell bærinn/the farm

Sæl verið þið datt í hug að skrifa niður í bloggið helstu uppl sem Landeyjabók gefur upp um bæinn Lágafell -

Helló you all - there is a book about Landeyjar wich I thought to write down from, informations about our farm -

Elsta heimild um Lágafell er í sölubréfi sem skráð er á Reyðarvatni á Rangárvöllum 12. júní 1475

The oldest report of Lágafell was found in a "sale-note" written in Reyðarvatn at Rangárvellir 12. of june 1475

Í jarðarbók Árna og Páls stendur; "Fóðrast á parti Ófeigs 6 kúa þungi, á parti Eyjólfs 4 kýr, 1 hestur. Slægjulandið hrjóstrast upp svo grasvöxtur minnkar mjög. Hætt er peningi fyrir foruðum og flóðum. Landþröng er jörðin, svo kúpening verður inn að setja um heyannir, jafnvel áður"

In the "jarðarbók Árna and Páls" is written (Jarðabók Árna and Páls is the oldest written knowledge of Icelanders since very early days - how they lived, where and what their place was in their comuna!) "On the part where Ófeigur has 6 cows can be feeded, on the part Eyjólfur has 4 cows and 1 horse.  The land to do hay is so naket off gras it is not good for use. The animals are in much danger becouse off mud and water. The land is so small, the animals have to be inside during hayseason."

Við jarðamat 1849 er Lágafelli lýst þannig; "Tún mikil og þýfð, engjar litlar og rittulegar. Land til hagbeitar sæmilegt og í betra lagi. Gripagagn gott" 

In year 1849 Lágafell is descriped like this; "Hay fields are big but uneven, outland is small and without gras. Land for the animals to eat on is in good shape. Animals are thrifing"

Bréfhirðing var starfrækt á Lágafelli frá ársbyrjun 1946 til ársloka 1959.  A posthouse was operaited in Lágafelli from beginning of year 1946 to end of year 1959. (Gamli flokkunarskápurinn er úti í vélageymslu en við fyrsta tækifæri ætlum við að koma honum inn í bæ og nota hann í bókhaldið til þess að hann skemmist ekki meira en orðið er!/the old box to sort out the letters is still here in Lágafelli; and we want to use it to sort out our "window letters" and therefor save it from getting more damaged by sitting outside in the barn where the tractor is kept)

Landamerkjum Lágafells er lýst þannig árið 1825; ......fyrst úr þúfunni í Harðhaus þaðan stefnu eftir garðlegg vestur í Markhól, þaðan stefnu í garðbrot fyrir austan og norðan Skíðbakkavatn, þaðan stefnu í þúfuna á austur garðleggsendanum fyrir austan Krókatjörn, þaðan stefnu í Árnaþúfu, þaðan stefnu í áðurnefndan Harðhaus." (jarðaskjöl Rangárvallasýslu)

(last info are to descripe how the land is marked to owners in Lágafelli, by wich land sign we can clame our land - to call it Lágafell)

Fleiri upptalningar eru á hvernig lesa megi Lágafellsland úr landslagi hér í Landeyjum sem ég læt vera að hafa eftir en margir hafa átt Lágafell frá fyrstu byggð; og aldrei á árhundruðunum 1800/1900 hefur nokkrum tekist að eiga allt landi alla sína veru sem bóndi á Lágafelli; en Magnús Finnbogason forrveri okkar sameinaði það allt undir einu nafni árið 1988 og við keyptum svo árið 2001 - og höldum því öllu saman í einu bréfi í dag!

More is said about how you can know where Lágafellland is standing in the land of Landeyjar - but I will not write down more info. about this here; and never in years 1800/1900 has any farmer managed to keep this land all in one peace as a farmer in Lágafelli - but the farmer who sold the land to us bought all the parts and put them on one document in year 1988; and in year 2001 we bought that document saying that all the land off Lágafelli now belongs to us and so it is still today!

Þessir bændur eru þekktir á Lágafelli; These farmers are known to be farmers in Lágfelli;

Bjarni, Vigdís Skeggjadóttir -1600 -

Steinn Jónsson -1672-

Halldór Ásgeirsson 1703-1712, Helga Jónsdóttir -1703 -

Sveinn Sigurðsson, Sigríður Bjarnadóttir -1703 -

Andrés Jónsson - 1912 -

Guðlaugur Jónsson - 1729-1762 -, Þrúður Loftsdóttir - 1729 -

Jón Einarsson, Guðrún Jónsdóttir - 1729 -

Bergþór Jónsson, Þuríður Guðlaugsdóttir - 1756 -

Steinn Jónsson - 1762 -

Jón Guðbrandsson, Ingibjörg Pálssdóttir; - 1764-1768 -

Magnús og Ingiríður (sennilega Sigurðardóttir) - 1771 - 1772 -

Árni Magnússon, Jódís Sigurðardóttir - 1772 - 1782 -

Jón Ögmundsson, Rannveig Jónsdóttir - 1776 og 1783 -

Guðbrandur Eiríksson - 1785 - 1786 -

Einar Erasmusson -1786 - 1788 -

Magnús Jónsson - 1789 - 1804 -

Kristín Árnadóttir  - 1789 -

Elín Þorsteinsdóttir - 1797 - 1804 -

Höskuldur Jónsson - 1807 - 1820 -

Símon Þorsteinsson, Sigríður Ólafsdóttir - 1820 - 1840 -

Sæmundur Símonarson, Margrét Þorsteinsdóttir - 1826 - 1827 -

Þorsteinn Símonarson, - 1840 - 1872 - Sigríður Jónsdóttir - 1840 - 1871 -

Brynjólfur Jónsson - 1853 - 1855 -

Jón Árnason  - 1855 - 1886 -, Margrét Jónsdóttir - 1855 - 1882 -

Sigurður Guðmundsson, Þórunn Sigurðardóttir,  - 1873 - 1885 -

Árni Jónsson  - 1886 - 1893 -, Kristín Þórðardóttir - 1887 - 1897 -

Markús Þórðarson - 1897 - 1898 -, Guðrún Magnúsdóttir - 1987 - 1900 -

Ólafur Ögmundsson, Vilborg Þorbjarnardóttir - 1900 - 1901 -

Sæmundur Ólafsson, Guðrún Sveinsdóttir - 1901 - 1930 -

Finnbogi Magnússon - 1930 - 1959 -, Vilborg Sæmundsdóttir - 1930 - 1972 -

Magnús Finnbogason - 1959 - 2001 -, Auður Hermannsdóttir - 1961 - 2001 -

Og svo við -

Halldór Áki Óskarsson; Sæunn Þóra Þórarinsdóttir - 2001 - meðan heilsan leyfir og áhuginn er fyrir hendi!

Eins og þið sjáið hefur ætt Magnúsar forvera okkar verið á Lágafelli manna lengst eða síðan um 1900 - og Lágafell verið í eigu hans ættar í  5 ættliði -

Like you can read in this text the family off Magnús the former farmer on Lágafelli (the one wich sold the land to us) - has been here for 5 generaitions -

 

 

 

 

 

 

01.10.2006 13:34

Kynning á búskapnum á Lágafelli!

Lágafell er búgardur í Austur-Landeyjum -

Þar er rekið blandað bú með um 170 þús/L greiðslumarki (ca 30 kýr), nokkrar uppeldiskvígur, 90 kindum, 100 hrossum sem bæði eru í eigu Lágafells og annarra og svo erum við með nokkur gæludýr - bara svona fyrir börnin; 3 kanínur; 2 ketti, eina tík og páfagauk!

 

Lágafell is a farm in Austur-Landeyjar, south Iceland. We run a mixed farm with 170 þús/L milkrights in kvóta (ca 30 milking cows), few young female cattles, 90 sheep, 100 horses wich both belong to Lágafell and others and then we have few pets - just for the kids; 3 rabits, 2 cats, one female dog and Coco the bird!

 

Við erum fimm manna fjölskylda -

Halldór Áki Óskarsson, Sæunn Þóra Þórarinsdóttir - bæði búfræðingar frá LBHÍ 1996 og börnin heita Freysteinn Halldórsson, Valberg Halldórsson og Bergrún Halldórsdóttir -

 

We are family of five -

Halldór, Sæunn - wich have both grat. from agricult. school of LBHÍ in 1996 and our children are Freysteinn, Valberg and Bergrún.

 

Áhugamálið okkar er vinnan okkar - við verðum að teljast heppin með það að vinna nákvæmlega við það sem hugur okkar stóð til frá barnsaldri - landið, náttúran og dýrin eru okkar ástríða - auk barnanna okkar og heimilisins - hefur líf okkar verið fullkomnað á þessum stað - þrátt fyrir að búskapur sé á köflum basl - er lífið bara ánægja!

 

Our hobby is also our job - we consider us lucky with having a job we have been dreaming off doing since we were kids - the land, nature and animals are our passion - and with our children and home here our live is forfilled exactly here at Lágafelli - even though people consider farming trouble most of the time - live is perfect for us!

 

 

  • 1
clockhere
Today's page views: 1402
Today's unique visitors: 234
Yesterday's page views: 244
Yesterday's unique visitors: 29
Total page views: 385402
Total unique visitors: 45004
Updated numbers: 21.11.2024 18:09:15