Nafn:

Sæunn og Halldór Lágafelli

Farsími:

8918091

Tölvupóstfang:

lagafelli@gmail.com

Afmælisdagur:

06.06.2001

Heimilisfang:

Lágafelli 861 Hvolsvöllur Iceland

Önnur vefsíða:

www.lagafelli.is

Um:

Landbúnaður, sala heimaafurða og íbúðarleiga / ferðaþjónusta

Uppáhalds manneskjur:

mamma og pabbi

Uppáhalds matur:

steikt lifur

Eftirminnilegast:

þegar við tókum við Lágafelli

06.04.2009 23:58

Ofsalega stressuð!

Never ever been as stressed out as now!

Helló / Hæ hæ

Héðan er allt gott að frétta -

Búskapurinn gengur - en Nína lagðist í doða og gat sig hvergi hreyft fyrir 3 kvöldum síðan og bar svo um morguninn dauðum nautkálfi - ... Seinnipartinn í gær var hún búin að liggja í heilan sólarhring samfleytt og gat sig hvergi hreyft þrátt fyrir að Doktor Dýri væri búinn að vera hér og gefa henni góðan skammt úr töskunni sinni - - til að koma henni á lappir aftur! En í dag - er hún hress - og vill éta og drekka og það er hellings mjólk í henni - svo vonandi nær hún sér af þessu - ... Hún er hinsvegar svona "súrdoða kú" og væntanlega fer hún í súrdoða líka núna - Hún er svo rosalega feit alltaf!
The farming is doing fine - though Nína has gotten sick from her birth 3 days ago - ... (calsium shock and then a dead calf!) - The Vet was here to give her almost everything from his box - but she still was only laying down and didn´t have energy to stand up again... - but today she is up - lets hope she will be healty in future - .. though it might be so that she gets this lack off calsium again -

Frumutalan mætti vera lægri en hún er búin að rokka svolítið undanfarin 3 skipti - frá 100  og upp í 200 - sem er rosalega hættulegt - sérstaklega þar sem við vitum ekkert hvaða kýr eru að stríða núna en... það er verið að vinna í því að lagfæra þetta ástand!  Við erum líka að þrífa fjósið og lagfæra það -
The zells are getting little bit to high now - but last 3 times it has gone from 100 to 200 in huge steps - wich is very dangerous - expecially for we do not know what is cousing this - .. but we are trying to fix this problem with all possilbe ways!   We need to have the cowstable cleaned and fix broken parts!

Kvígurnar eru núna búnar að vera um tvö skeið hjá bola - svo þær fara að fara út! -
The young cattles are now almost finished to be two "horny" periouds with their Bull - so soon we will be able to put them out again!

Tappi er farinn út í mýri - þar sem það er komið svona mikið vor í loftið -
Tappi is gone outside again - it is again that much spring for him to be outside without worries!

Ég fékk mígreni kast í gær - Það fyrsta í áraraðir - ... sennilega af því að ég var svo gáfuð að fara upp í Skálholt í skólabúðir með Örnu á Guðnastöðum og taka ekki sólgleraugun úr mínum bíl - með í ferðina -....En það var sól og blíða á okkur á ferðalaginu frá Skálholti og það er nóg til þess að ég fái í hausinn! -  Got migreni - attac yesterday - ... The first one for some year - ...
and I think I know what coused it - for I went to Skálholt with Arna on our school program and ... on our way back to here from there - we had bright sun outside and I didn´t have any sunglasses in her car  - wich probably coused my head-stamage - tireness and scareness off the ligth!

Við Arna fórum eins og áður sagði í Skálholt í Skólabúðir á Föstudagseftirmiðdaginn og sváfum eina nótt - og komum heim á Laugardagseftirmiðdegi -... Rosalega gaman að vera með öllu fólkinu á námsskeiðinu í svona lokahátið á góðum stað - og fá gott að borða - Syngja og segja sögur fram á nótt og vakna fyrir allar aldir við morgun-söng og frábærar lokaóskir um gleðilega framtíð í  félagsskapnum VINIR Í BATA! - Við eigum okkur öll óskir um framtíð og á þessu námsskeiði fékk maður svo sannarlega að heyra það hver framtíðin verður ef við erum dugleg við að vera í Bata!

Halldór fór í gær í fermingu hjá Eyþóri Pálssyni - yngsta barni Palla bróðurs síns - með alla krakkana okkar - og gat vel ferðast án mín í Reykjavíkurtrafíkinni - ... :-)  Það er bara að byrja að keyra og treysta sér í það! -... Halldór went yesterday to his brothers youngest child - wich had a confermaiton and ... took all our kids with him - This showes he can well drive in Reykjavík trafic - it is just to start driving and build up your nerves and trust in the road system!

Vinnukonurnar eru að fara frá okkur bráðum - Our workers are soon off again - time is up!
Ég verð að segja að það verður breyting á - I have to say it will be a change on the house!
Ég er búin að geta einbeitt mér að náminu og verið inni en nú verð ég að fara út og vinna!
I have mostly been able to be inside to study but now I have to get outside to help on the farm - it is going to be a change!

Fló er að koma - ... hún mun sennilega taka til hendinni með mér og gera það sem gera þarf í fjárhúsunum fyrir sauðburð og týna upp ruslið af hlaðinu - en gámarnir eiga að koma einhvern tíma eftir páska - Fló will arrive soon - she will be here to help me set up the sheepstalbe for the "lambingseason" and the we will pick up the things that need to be done for the summer!

Það kemur rafvirki í vinnu til mín á morgun - TIL AÐ LEGGJA RAFMAGN Í NÝJU FORSTOFUNA!
Og þá verður hægt að fara að múra en múrararnir bíða eftir að rafm. verði komið á sinn stað áður en þeir birtast! - svo.... Það verður fjör hér næstu vikur í "lagfæringum og viðgerðum!
Tommi kemur svo og parketleggur stigann og undir honum og þá er ég sennilega komin með hús - ... ef frá er talin þessi blessaða eldhúsinnrétting sem verður að bíða enn um sinn! -
KAUPI HANA EKKI NEMA ÉG VITI AÐ ÞAÐ GANGI UPP!
Tomorrow there will be a man here for the electric - to get lights working in the livingroom!
Then the people for the floor and the walls can arrive to fix our broken walls and fix the holes in the floor too... - so there are going to be some changes here!

Tommi will then arrive to put the parket on and then finally I can call my house a house -... - exsept the kitchen is going to be left out for now - I WILL NOT BUY ANYTHING NEW IN THERE TILL I KNOW I HAVE THE MONEY FOR IT!

Bestu kveðjur
Sæunn

Greetings
Sæunn

clockhere
Flettingar í dag: 851
Gestir í dag: 286
Flettingar í gær: 99
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 224611
Samtals gestir: 30098
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 23:22:36