19.11.2023 21:55
Dúna, Héla og Litli Kall komin í bæinn
fór í gegnum WF í dag - enn sitthvað að laga en...
þessir hestar hafa verið notaðir í gegnum árin -
Hazar frá Lágafelli - 27 afkvæmi
SnærE-Fróðholti - 9
Meistari Hafnarfirði - 7
Hæringur Baugsstöðum - 6
Hvinur Hvítanesi - 6
Sólfari Reykjavík - 5
Glóinn - 4
LJúflingur Lágafelli - 4
Smjörvi Lágafelli - 4
Kraftur frá Reykjavík - 3
Feldur Gíslholti - 3
Fróði - Fróðholti - 3
Vindur Baugsstöðum - 3
Kolskeggur Oddhóli - 3
Kiljan Bólsstað - 2
Ómi Úlfljótsvatni -2
Móri Baugsstöðum - 2
Bóas frá Húsavík - 2
Toppur Lágafelli - 2
Þjarkur Lágafelli - 2
Rómur Gíslholti - 2
Almáttugur Skíðbakka - 2
Glymur frá Skeiðháholti - 2
Kveldúlfur Lágafelli - 2
og svo allir með 1 -
Forseti Hárlaugsstöðum, Seifur EfraApavatni, Spyrill Reykjavík, Díll Dísarstöðum, Loftur Lágafelli, Fengur Lágafelli, Riddari Hjarðartúni, Rómur Gíslholti, Kobbi Lágafelli,
Lúxus Eyrarbakka, Glitnir Lágafelli, Gjafar Grenstanga, Sigur Gíslholti, Lykill Reykjavík, SveinnHervar Þúfu, Kinskær Miðkoti Þykkvabæ, Korgur/Gjafar Lágafelli, Feykir Gíslholti, Jarl Árbæjarhjáleigu, Bósi Húsavík, Ýrir Lágafelli, Hersir Lágafelli, Skröggur Hólmum, Þröstur Holtsmúla, Glóbus / Glói Lágafelli, Blesi Baugsstöðum 5, Stefnir Sölvholti,
Haddur Bár, Gauti Reykjavík, Geysir Sigtún, Prins Miðdal, Þytur Enni.
S.S alls verða í vetur hér á bæ 126 hross - og 11 á Baugsstöðum úr stofnunum okkar mömmu - samtals 140 hross og af því milli 40 og 50 tamin og frá okkur... - 50 undir 4 v. - geri aðrir betur!!!
19.11.2023 09:50
Stundum þegar ég er að gramsa í dótinu mínu
Lóan mín t.d var ein þeirra sem að reglulega hafði á mér og mínu lífi skoðun
þetta sagði hún um mig og okkur og búskapinn á upphafsárunum og orti að snilld -
Þetta er dauði og djöfuls nauð
ekkert um að vera
enginn vindur og ekkert gnauð
og engin kind (kýr) að bera
og þar hafið þið það -
Kona með vit á framtíðinni í búskapnum ;)
Ein af persónunum í mínu lífi sem gaf mér margt og var merkileg fyrir þær sakir að hún var óhrædd við að tjá sig og segja satt -
takk Lóan mín - þú ert alltaf í huga og hjarta -
18.11.2023 20:37
Jörðuðum merarnar með viðhöfn í dag og sóttum ónýtan tjaldvagninn
Felldum Tíbrá og Snerru í gær en komumst ekki til að jarða þær en það var svo gert í dag og með viðhöfn - báðar fengu þær gröf austur í skógi á góðum stað og viðstödd var gráa línan í hrossastóðinu - stóðu þarna yfir þrjú grá og rautt folald og kvöddu - það eru ómældir lítrar í tárum farin með og ég bara verð að segja að upplifun mín af endi búskapar hefur ekki verið sterkari en nú ... óþolandi ástand - en svona eru tímarnir... - Það verður ekki bæði haldið og sleppt - ... ;(
Slepptum Myrkri og Pí í Bótina til hinna hrossana og með þeim fór litla >SvartaPerla og er með montnari tryppum á bænum - fór hér um á yfirferð á öllum gangtegundum og sýndi sig - því ekki ætlaði hún endilega neitt að fara það sem við vildum að hún myndi fara - :) HAHAHA - Óþekktin hún - en svona ungviði setur líka í kollinn á manni ögn von -
Í skóginum held ég - ég hafi í náttskilum, séð aftur þennan fugl sem ég er búin að sjá nokkrum sinnum núna undanfarna daga - KRÁKU - alveg viss - en hún var á grein og flaug upp í skóginum - og sat á milli litlu Hildiseyjar og Hildiseyjabæjanna um daginn þegar ég skaust með HÁÓ út í Hólm að sækja Olíutankinn - og þá héldum við að kannski væri fuglinn svört Dúfa en hann er búinn að sjást við Gunnarshólma og líka við Réttina og er að því er virðst að elta hrafnagerið sem er hér í sveit og ég er búin að sjá hér þennan ljósa hrafn sem er vinsælt myndefni hjá áhugaljósmyndurum landsins - leirljós að lit eða hvítur/grár og - sat með hrossunum neðan við Bólsstað þegar ég fór til verka í Hvolsvelli - í síðustu viku.
Hér er komin bleik jólarós í hús og situr á eldhúsborðinu og sömuleiðis í kertavasa - ljós f fallegar hugsanir og minningar og ja - það er komin í mig svona ... jæja, þetta ár skal nú enda á jákvæðum nótum, þó ekkert sé hér eðlilegt eða búið að vera auðvelt og einfalt. -
Mamma sagði mér eftir Magna bróður að ég eigi Fésbók og nei vinir mínir - hér er ég og ætla ekki að eiga fésbók, svo sá eða sú sem á fésbók í mínu nafni er hakkari og þetta er ekki ég - ætla ekki á fésbók aftur - upplifi þvílíkt frelsi af því að vera bara ég og er að vona að ég þurfi ekkert á hvorki messenger eða feisi að halda - á mail - lagafelli@gmail.com og á hér þessa síðu og þið getið ef þið kærið ykkur um verið í samskiptum við mig hér eða bara í gamla góða 8918091 - og annars heimsókn og kaffi/með því - en ég bara hef öðlast frelsi og vit til að hafa ekki alla ofan i mér og ég ekki ofan í fólki - svo takk f árin á fésbók en þau eru búin frá minni hálfu - ég er frelsuð!!!
Varið ykkur á eftirlíkingunum!!!
Þetta lag Angels hljóðar alla daga í hausnum á mér - og ég er búin að sjá Netflix myndina um Robbie og aðdáun mín á manninum er bara meiri - þvílíkur listamaður - TAKK
I sit and wait / Sit hér og bíð
Does an angel contemplate my fate / ráða englar örlögunum mínum And do they know / og vita þeir The places where we go / leiðirnar okkar allar When we're grey and old / þar til við verðum gömul og grá 'Cause I have been told / mér hefur það verið sagt (HAHAHAHA) That salvation lets their wings unfold / að hjálpræði breiði út vængi þeirraSo when I'm lying in my bed / þar sem ég ligg í rúmi mínu
Thoughts running through my head / minningarnar renna í huga mér And I feel that love is dead / og ég finn ástina þverra I'm loving angels instead / Nú elska ég englana allaAnd through it all she offers me protection / Í gegnum allt, þar er til vörn
A lot of love and affection / styrk ást og athygli Whether I'm right or wrong / hvort sem ég hef gert rétt eða rangt And down the waterfall / í öllu þessu mótlæti Wherever it may take me / hvert sem það mun leiða mig I know that life won't break me / veit ég að lífið mun ekki buga mig When I come to call / þegar ég þarf á að halda She won't forsake me / mun enginn dæma I'm loving angels instead / því ég trúi á máttarvöldin öllWhen I'm feeling weak / þegar ég er veik
And my pain walks down a one way street / og verkirnir eru allir á eina vegu I look above / hugsa ég til himnana And I know I'll always be blessed with love / og ég veit ég verð blessuðAnd as the feeling grows / og þegar trúin vex
She brings flesh to my bones / þá styrkist ég And when love is dead / og þó ástin fölni I'm loving angels instead / þá munu englarnir elska migAnd through it all she offers me protection
A lot of love and affection Whether I'm right or wrong And down the waterfall Wherever it may take me I know that life won't break me When I come to call She won't forsake me I'm loving angels insteadAnd through it all she offers me protection
A lot of love and affection Whether I'm right or wrong And down the waterfall Wherever it may take me I know that life won't break me When I come to call She won't forsake me I'm loving angels instead17.11.2023 18:00
Sandra kom og svæfði Tíbrá og Snerru
letia að meri nr 6744 - ... skil ekki ef að hún á að vera hér afhverju hún kemur hvergi fram í pappírum? -
en svona er það ... - margur á meira? :P
Tíbra og Snerra voru felldar í dag og Snerra bara féll strax - ekkert vesen en Tíbráin mín sofnaði og var svo lengi að slokkna á henni - eins og hún triði ekki frekar en ég að þessi dagur væri kominn - ekki það að hún svaf og virtist ekki líða neitt fyrir þetta en hún bara sló í hjartanu eins og ég fyrir henni - í lengri tíma en gert er ráð fyrir með svona lyfjafellingu - elsku besta hún - hún bara var svona sterk og frábær - fram á síðasta slag. TAKK fyrir sporin þín mín kæra í hjarta mér, undir mér og undir öllum mínum og - um hagana hér - það verður missir af þér og gott að vita að hún dóttir þín ætlar að taka við - strax orðin svo að hún heillar heilan her. og LJúflingur er kominn á tamningaraldur - Geggjað TAKK fyrir afkvæmin þín - þau verða okkur ómetanleg - eins og þú. -
Náðum heim kvígunum úr Austurlandinu og þurfum nú að sækja kvígurnar í suðurlandinu - ... kálið á að étast upp áður en verður vetur - spáir ekkert byrlega í næstu viku -
Ætla á Sunnudaginn með Litla Kall. Dúnu og Hélu til höfuðborgarinnar - ... það er komið að því - Ísabella bíður. -
Jæja - fleira var það ekki núna - reikna með að hafa bara allavega í kvöldmatinn - ... nenni ekki meiru í dag - Grét í næstum allan gærdag yfir öllu og - ástandingu og mér og búskapnum og það að þurfa að kveðja svona merar og - svaf illa í nótt - ... en núna finn ég að orkan er uppurin og ég verð að hvíla - ..
og muna að sprauta mig með .þessu rándýra hátæknilyfi sem ég er í áskrift að taka - ... það er föstudagur og þýðir að ég átti að sprauta mig í dag -... :P
það er enn dagur núna kl. 19.28 - er það ekki?
17.11.2023 09:06
Að venju 17 nóv eru Landeyjar í allri fegurð
Held ég hafi ekki upplifað kyrrð sem nú -
Get ekki gert það upp við mig hvort ég eigi að bruna í bæinn í dag - eða geyma það fram á sunnudag -
en það stendur til að senda frá okkur fleiri hross -
Kannski væri klárt að drífa þau bara meðan að það er gott veður til þess -
Helga Sif og Björn eru á leiðinni og Palli frændi - svo það væri ráð
velti f mér stöðuna á kerrum -
hux
16.11.2023 18:37
17nóv23 á morgun og minningarnar hlaðast upp
MAN ÞAÐ nýkomin í þessa sveit ástfangin og vitlaus að við Halldór fengum Bíl og kerru hjá Magnusi Finnbogasyni til að fara með Heiði í húsnotkun undir Hrafn frá Holtsmúla en hann var á þessum tíma í hárri elli í Heiði , Gnupverjahreppi og við höfðum ekki hungsvit hvar það var og viltumst og viltumst fram á nótt og alltaf hvatti bóndinn okkur samt í gamla skífu heimilissímanum að keyra lengra of koma þó seint væri og Úr varð Tíbrá! , Draumahrossið mitt en frá unga aldri var óskin að eignast einn daginn afkvæmi Hrafns og helst hryssu. HÚN fæddist í Grenstanga og var sólarhringsgömul flutt með okkur þaðan og niður í stk vestan við Gunnarshólma en þar leigðum við hrossabeitarhókf af Pétri meðan bjuggum á Brúnavöllum og hingað fluttum við hryssuna á 4 vetri og var hún tamin hér , af mér og fleiri hafa komið að notkun hennar og haft sem reiðhest Bóndinn sjálfur og einkadóttirin og margir komist í sæluvímu enda alla tíð verið vinnusöm , góð og einstaklega falleg. Undan henni eru til nokkrar hryssur og Ljúflingur minn og hann langar mig að reyna að eiga við sjálfri ef get í vetur og kikja í pakkann. TÍBRÁ er frá árinu 1996 og fædd um hvítasunnu en Albert frá Skíðbakka vil èg meina að hafi bjargað henni frá vísum dauða strax á fyrstu vikum lífs hennar en hún hafði fengið heiftarlega folaldahormonaskitu og varð að kalla á dyralæknir til að bjarga málum. Á MORGUN hefur verið kallað á annan til að fella hana. Ég fór í dag og tók af henni myndir , grét í hálsakot hennar og þurrkaði úr augnhvörmum hár og skít og kemdi.lètt yfir og gaf henni bæ köggla og knús. Veit ég mun ekki sofa í nótt og er þakklát að þær fara saman hún og Snerra Gustdottir, hans Tomma Því mér finnst betra að vita þær fari saman. Þær þáðu báðar köggla og klapp og snerra smakkaði bílinn minn!!! =/ en já ... dagurinn á morgun verður erfiður!!
16.11.2023 11:25
er að affrysta ískapinn/frystirinn í ehldhúsinu og allt í bleytu
lasagne í matinn af því það kom út úr frostinu - a la Bergrún
og pizza / hvítlauks
mamma sendi fiskibollur - NAMM - Fiskrétturinn sem ég gerði í gær - eða ekki réttur - fiskur í raspi og settur i ofninn - ... namm fullkominn
gólfin út um allt í ís og vatni og bíð eftir aðstoð við að þrífa aðeins upp og yfir gólfin - ég er búin að gera það sem ég get - held ég ...
15.11.2023 21:30
Námskeið í jákvæðri sálfræði og notalegur dagur í hvíld
Í kvöld tók ég persónuleikapróf í jákvæðri sálfræði og komst að því að ég er með þá styrkleika að ég á auðvelt með að sýna Góðvild, ber vísir af Andlegri vitund, hef sköpunargáfu og er með mikla lærdómsást og sýni sanngirni í daglegu amstri en ... veikleikar mínir eru að sýna auðmýkt (alltof hörð greinilega) og lífsorka mín er eitthvað döpur og sjálfsstjórnin þar með og varfærin er ég víst alls ekki ;) - þar hafið þið það -
í þessari viku er verkefni mitt að gera Góðverk og óafvitandi gerði ég það fyrsta núna í kvöld rétt fyrir fréttir og upphaf námsskeiðsins - en það var hringt í Kristínu mína - kúnna sem hefur undanfarin ár - ef ekki áratug alltaf keypt af okkur folald á haustinn og er núna ein af þeim sem kemst ekki heim til Grindavíkur - og ég er búin að vera með hugann hjá þeim hjónum síðan að umbrot hófust á Reykjanesi - ... en í næstkomandi viku eigum við svo að vinna með seigluna okkar og viðhorf til lífisins og ja - það verður fróðlegt - ... enda er stutt á milli skins og skúra þessa dagana -
Vantar aðstoð á morgun að sækja Tíbrá... hennar lokastund áætluð þann 17 nóv og mig vantar hjálp að gera hennar síðustu stundir bærilegar - myndana og annað - :(
HJÁLP
>SÆUNN
15.11.2023 20:15
þið verðið að sjá þetta
https://www.youtube.com/watch?v=ELpfYCZa87g
https://www.youtube.com/watch?v=-ibYW3s0GNs
https://www.youtube.com/watch?v=hJXXt4s_K9M
https://www.guitarparty.com/songs/eg-skal-syngja-fyrir-thig/
góða nótt kæru vinir
14.11.2023 18:00
yfir mig þreytt eitthvað og allt skeð í vikunni
Tíbrá mín sem enn er til, verður kvödd 17nóvember og ég komin með í magan yfir því en - það má ekki í annan vetur hanga á henni bara af því að ég er með tilfinningasemi - og með henni mun Snerra hans Tomma kveðja, en hún er að ég best veit eina hrossið sem hefur sannarlega axlarbrotnað, (leggur) og fór í aðgerð og var spengd og hefur lifað við að fæða honum folöld (okkur) og er núna komin á árin eins og Tíbrá önnur Hrafnsdóttir og hin Gustsdóttir og fá sömu viðhöfn og greftrun enda er ekki hægt að svona hross séu færð í sláturhús, - þau fá bara að hvíla heima. -
Ætlaði að snara heim þessum snarvitlausu kvígum með Halldóri núna í myrkrinu og nei, þær eru snarvitlausar - ... náðum þeim ekki. En dagurinn hófst á smalamennskum á hrossum sem að eru orðin svo vön því að við erum alltaf með vesen að þau bara komu þó að enginn væri að sækja þau ... ;) LOL Tók til 4 folöld og keyrði þau á SS - og setti merarnar hans Palla og hennar Ásu, í Leynir - allar nema 2 - ... hann / þau bara hjálpa mér að sækja þær í vesturlandið - ...
Næst á dagskrá er að koma ormalyfi í allt gengið og örmerkjum og ... þá bara má koma vetur!
Held að HÁÓ eigi von á Hálmi á morgun og ég er að leit að heyi, í hrossin ... "vantar hey" /látið okkur vita 8978091 og eða 8918091 ... TAKK lagafelli@gmail.com
Gerði mat í gærkvöldi sem étinn var upp í hádeginu og í eftirrétt fengu menn sér ábrestur en 2 kýr eru bornar á innan við sólarhring - og miklar mjaltir - ... það er því engin löngun að elda - en spurning hvort það sé hægt að henda í eggja núðlur - svona til að friða samviskuna? - Af því við erum með vinnumann :P (langar að fá mér auka vinnumann, en þarf ekki að vera heimilisfastur, frekar svona sem kemur á álagstíma - veit einhver um eitthvað (einhvern?)? - ...
Allavega, þessar eru sögurnar -
SÆUNN
11.11.2023 20:59
þakka fyrir mig - lol - ... eða hvað ...
ég er búin að gera þetta ...
https://ljufmeti.com/2012/08/09/bananabraud/ og þetta
http://www.minitalia.is/matur/fullkomi-pizzadeig og þetta fyrst ég var að hinu ...
http://www.minitalia.is/matur/dsamleg-pizzassa-einfaldleika-snum og svo þetta líka
https://eldhussogur.com/2013/08/29/sukkuladiterta-med-bananakremi/
og setja í uppþvottavél og þvo í þvottavélinni og setja í hana aftur - ... týndi til ruslið sem býður brennuvargs ;)
og ja - nóg að starfa ...
reyni að tækla á jákvæðninni en er bara ehv fúl og pirruð - ... :P viðurkennist alveg - :P og ætla held ég að bæta við kaffikremi á kökuna og rjóma -
kannski berjum? :P sjáum til hvað ég verð ánægð með mig í fyrramálið -
Stefni á að bjóða vinnumanninum í fríi í rúnt á Gullfoss og Geysir fyrst að verið er að fara þangað með hross - ...
Langar einhverjum í ferð?
11.11.2023 18:02
Brjál að gera í dag ... lol - bjó mér til verkefni í bakstri -
Í viku þakklætis - og jákvæðni þá langar mig að þakka fyrir að eiga þak yfir höfuð mér og geta verið örugg heima - og að geta leyft mér að sofa bara þegar ég þarf og brasa í mat af því mig langar það og - eiga stund með sjálfri mér - en það hef ég verið að gera í dag - svona af því það veitir ekki af stundum - ...
Í viku langar mig að þakka fyrir að sjá heiminn í öðru ljósi í dag, og að það sé líklegt að hér sé og verði e.t.v. friður með mér - eitthvað inn í heiminn - en ég er eins og Steinunn Ólína lýsti í þættinum sem ég "horfi ekki á" - að reyna að venja mig á að vera skoðanalaus kona ;) - ... Gengur allavega ;) -
Í vikunni minni hér og nú - hef ég brasað sitthvað ...
nú fór þetta ekki - sendi þetta bara líka - ... takk f ykkur!!!
11.11.2023 08:34
Já Sæll - Víðir - hvað er að ske ...
Shit hvað það er barnalegt að "ráðandi Almannavarnarteymi" ákveði að hunsa boðorð eins virtasta jarðeðlisfræðings þjóðarinnar og gefa skít í allt gærkvöld í orð hans um að Grindavík og fólkið þar og fleiri daga hefur hann talað um að það sé bráð nauðsynlegt að vinna hratt við að koma fólki frá svæðinu suður með sjó, þar sem jarðhræringarnar eru því það sé háalvarleg staða þar í gangi, ef gýs verður hraunrennsli með þeim mætti að það verður ekki framhjá því komist og engar varnir byggðar - en nei - ALMANNAVARNIR segja manninn með ýkjur frekar en að fara að huga að því að rýma og koma fólki í alvöru skjól og svo bara ákveðið á síðustu stundu að koma öldruðum og veikum frá hjúkrunarheimilinu - sem nú er klofið í tvennt ef marka má fréttir svo einhver eru öflin og stærsta fréttin að húsnæði Þorbjarnar, í Grindavík - neyðarþjónustuliða og Almannavarna - er klofið - og þá er loks orðið alvara - já það séu meiri öfl á ferð en svo að það geti allir sofið heima hjá sér í nótt - ... nei Víðir nú ertu ekki með öllum mjalla - maður segir ekki svona, vitandi ekki neitt - með yfir 1000 skjálfta stærri en þrír komma fimm - og hluti að velta úr hillum og fleira heima hjá fólki -... Hvað á þessum stað halda Almannavarnir að sé að gerast? Eitt öflugasta háhitasvæði þjóðarinnar, og mestu hraun sem um heim allan hafa runnið - ja - svei - það má bara segja það ... drífa sig!!!
I feel i have to say this and I am not a geothermical specialist in any way but the area where there are now all those movements on earth and eartquackes every minute - there is this need of understanding between the resqueteam and the Almannavarnir ríkisins - the ALL PEOPLE NATIONAL INFORMATION STATION SPOKESMEN OFFICE - do not know what to call them else - but it is full of specialist - better then I AM - and well - the one person knowing and advising mostly about all those events has been questioned and put to silent - because there was not an real reason to scare anyone about the situation in those swarm of earthquakes in Reykjanes penisula but now this morning the news say, houses in town Grindavík are in two peases and the head office of resqueteam and the Almannavarnir too - ... so has the magma under surfise found its way under mid town of Grindavík and - hopefully, none of the people in town are there - at least the Resque team has been told to clear out of town and the coast guard boat and the "life aid - boat for fishermen" was told to move away, as there is likely an euroption under sea level just a step away from harbor in Grindavík area - and now no one knows what is happening - but ... there are still earthquakes - ... i would tell everyone on the area to HURRY THE HELL OUT OF TOWN!!!
10.11.2023 12:09
FÖSTUDAGUR TIL FRAMA, TÉKK
....fer að.fara að dæla út myndum af hrossummm....
Hvað annað!?
... World fengur morning ,
World fengur ... cleared , ... and corrected.
... will soon be putting in lots of photos of horsez for sale! FOLLOW UP
10.11.2023 08:37
GÓÐAN DAG
Its great weather still , though it is autom and vulcano has not been activated on Reykjanes.
Það er ennþá frábært haustveður og horfir í að kannski verði ekkert úr gosi á Reykjanesi.