Nafn:

Sæunn og Halldór Lágafelli

Farsími:

8918091

Tölvupóstfang:

lagafelli@gmail.com

Afmælisdagur:

06.06.2001

Heimilisfang:

Lágafelli 861 Hvolsvöllur Iceland

Önnur vefsíða:

www.lagafelli.is

Um:

Landbúnaður, sala heimaafurða og íbúðarleiga / ferðaþjónusta

Uppáhalds manneskjur:

mamma og pabbi

Uppáhalds matur:

steikt lifur

Eftirminnilegast:

þegar við tókum við Lágafelli

15.01.2009 19:12

Ótrúleg þessi börn!

Kids are increatable!

Tölvan hefur ekki haldist í gangi nema nokkrar sek. í margar vikur - á nýju ári fór hún varla í gang en svo fór Freysteinn að fikta og hún VIRKAR!
The computure has not been able to stay focust without turning itself down for many weeks - and then on our new year it was only going on by LUCK - but now Freysteinn has been - working on it and it WORKS!

Jæja - en ég hef hafið nám - búin að borga skólagjöldin og lesa í gegnum fyrstu pappírana sem mér  hafa borist þarf að kaupa mér bók sem heitir SMALL BUISSNESS - svo að ef þið eigið hana í hillu heima og viljið lána mér þá vil ég gjarnan kaupa en ... Náttúra Íslands kúrsinn er eins og allir hinir NÁTTÚRU - kúrsarnir; fjalla um eldgos - lífríki - og uppbyggingu landsins -...
Well I am at school - have finished to pay for my schooling and read from our first curse papers and then I am to buy a book called SMALL BUISSNESS - so if you have it at home I like to have it as RENT ... but - the curse Nature in Iceland is all like the studys I have done before - about vulcano´s, eruptions and live in Iceland from settlement ...

Hendin á mér er bara nokkuð góð og mikið minna bólgin en hin hendin var nokkurn tíma og hreyfigeta fingra mikið betri -... en ég er með GUMMA FRÆNDA  í þrælavinnu svo að ég ætti ekki að þurfa að fara út eða nota hendina ... en heimilisverkin eru bara unnin ef ég tel mig geta það og svo garga ég GUMMI eða HALLDÓR - eftir því hver er mér næstur ... skera ost, smyrja brauð, hella mjólk í könnu ex.... og það virkar ótrúlega að fá þá til að heyra í mér! hahahaa
My arm is supergood - much better then the other one was after the operaition - but the hand is much more flexible and the fingers too -  I have had Gummi here to help me - and Halldór and ... therefor I do not have to go out... - and I only do the house when I can handle it -
I can´t cut cheese, put butter on bread, poor milk and so on... and still everyone can hear me when I cry out for help! :-)))

Snjórinn sem kom í vikunni er núna á hröðu undanhaldi undan rigningunni - og það er hálf leiðinlegt fyrir karlana að vera úti í vinnu - ... en það er svo sem ekki mikið sem hægt er að gera nema mjólka kvölds og morgna og gefa hrossum og kindum - því að dagurinn er svo stuttur - ... hinsvegar finnur maður alveg hvað birtuna lengir fram eftir degi og bráðum kemur uppáhaldsmánuðurinn minn Febrúar með allri sinni birtu og breytingum dag frá degi!
The snow wich fell here last week - is now running way with the rain - and the men are dead borad off having to be outside working - ... but there is not much to do outside - for the day is still so short - .,,,How ever you can almost feel how much more light we get every day -
My favorit mounth Feb. is almost here ... and then light is getting so much longer that every day matters for the future! ;-)))

Freysteinn vaknaði í nótt með gubbupest - og ældi hér allt út - en... svo er hann bara nokkuð hress í dag - en mér virðist Bergrún ekkert sérstaklega hress - svo ætli það sé ekki alveg að koma að henni - ...
Freysteinn got very sick by throughing up last night and didn´t go to school this day - but he is ok now - How ever it looks like Bergrún is getting sick she is so white and tired ...

Það er komið að kveðjustund
Vona að þið hafið það sem best og séuð heil heilsu og hamingjusöm...
Now is time to say Goodbye
Hope you are doing fine and that you have good health

Kisses/kossar
Sæunn

13.01.2009 17:58

Ekki AÐGERÐARLAUS

Not without my other half

Er með bilaða tölvu - en hef núna lagt í sjóferð - og er komin í skóla - norður á Hólum -
Skráði mig í tvö fög á vorönn; Rekstur smáfyrirtækja og Náttúra Íslands
En svo verð ég bara að setja fingur í kross og vona að tölvumálin leysist -

Var skorin í gær á HINNI HENDINNI - og nú má með sanni segja að ég hafi  ekki verið AÐGERÐARLAUS í vetur -  Eftir aðgerð þarf ég að vara mig á "HÆGRI" reglunni - því ég er óttalega HÆGRI SINNUР núna en ætti ekkert að gera nema gæta mín á Hægri vængnum!
hahahahaha - Rosalega er ég eitthvað RÉTTSÝN! hahahaha -

En ja - héðan er allt gott að frétta - met mjólk; gæðamjólk; yfir 1300 L eftir 2 daga - og það er frábært - á þessum síðustu og verstu tímum! :-( Seldum eina kú á Búland í dag - vegna plássleysis en það er að koma burður aftur og við verðum að fara að taka til!

Ég er ekki ánægð með sjálfa mig - eins og þið lásuð í síðasta meili en ... mér tekst vonandi að ná mér upp úr depurðinni - þegar ég hef náð áttum í lífinu - en já ... það er stundum leitt að vera ég!

Krakkarnir eru breyttu prógrammi í skólanum - koma heim kl 17 Mán, Mið og Fimmtudaga en Þriðjdaga kl 15 og Föstudaga kl 13 - áður voru þau 4 daga til kl 17 og einn til 13.
Freysteinn hefur verið hækkaður um bekk - i; í Ensku - er með 9 bekkjar námsefni - en ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir vonbrigðum með haustprófin hans - svo hann verður að taka sig á fram á vorið til að gera betur í öðrum fögum! -

Bergrún nennir ekki að stunda neinar íþróttir eða tómstundir og því var henni beint á braut lista - ... en auðvitað fer hún í skóla-leikfimi - það gera öll börn og er bara hollt!

Gummi frændi minn er hér á meðan ég er með "HANDS UP" - og er þrælað út frá dagsbirtu til sólarlags - enda höfum við aldrei haft svona "FRÆNDA" sem getur allt í vinnu!
hahahahaha -

Vona að þið hafið það sem best -
Ég er hætt ... enda leyfir hendin á mér ekki meiri vinnu og ... tölvan fer að frjósa -
Hún er búin að vera OF GÓÐ í þetta sinnið!

My operaition went fine - I am back home -with hands up and am supposed to do nothing - and becouse off my boring computure I do - but it is so boring so... I have spent this hole day trying get an result off how to enter Hólar - school for students off Travel-industry and well I have result - from today I am a student off Hólar and start with learning Economic and Natual environment in Iceland - so... HANDS UP FOR THIS!

Our kids are doing fine in their school -Freysteinn has been exsepted into an higher class for English - and is now  2 year faster then his class mates! FANTASTIC -
How ever he has made a terrible scoure off exs. in winter-test so his spring tests have to have better result if he wants to be called a superstudent like it has always been! :-(

We have my cousin Gummi here to help us and ofcourse we have took out the WIP - just like all other workers have got to known whyle they work for us! And he is only allowed inside the house after sunset - even though he wakes up by first crack off dawn! :-)))
SLAVERY AT LÁGAFELLI AS ALWAYS!!!

We have never had so much milk - it is over 1300 L - per two days - and we already sold one cow - for there is not enough space in our cowstable for all off them! KATA WENT OFF NOW -
Well - I have to go...
My computuer is dead half the day by turning itself off just like that and no matter what we do it doesn´t go on again... so this time it has been just to good!
But my arm is also killing me ... after eating 6 VERY STRONG PAINKILLERS from 8.00 in the morning - and I am only allowed to eat 8 during each 24 hours - so... :-(((((
Have to go cry somewhere ...

Till I´ll be back!
SÆunn

12.01.2009 18:32

Að fyrirgefa eða fyrirgeyma

To forgive or forkeep!

Að undanförnu hef ég átt í heilmiklu stríði við sjálfa mig! Ég er búin að orga af reiði og grenja af óhamingju og klífa tilfinningaskalan frá dýpsta botni til hæstu hæða og ég er enn að berja mig í sekt sem hefur valdið því að ég er alvarlega búin að vera að spá í því að leita mér faglegrar ráðgjafar og reyna þar í frá að byggja veröldina upp á nýtt. 
En ég hef þó þegar rætt vanda minn við vinkonur mínar og leitað ráða og huggunnar. 
Auk þess sem skrif inn á bloggið hafa aðstoðað mig við að sjá hlutina í víðara samhengi en það að blogga hófst fyrir hvatningu geðhjúkrunarfræðingsins míns Bergþóru - fyrir all mörgum árum og hefur hjálpað mér að henda reiður á það hver ég er; hvernig ég upplifi dagana og hvernig við hér á heimilinu og fjölsk. og vinir tvinnum saman dagana. 
Í yfirferð minni yfir vefsíðu mína hef ég komist að því að björtu tímarnir í kringum okkur eru umtalsvert fleiri en þeir dökku og margt af því á ég að þakka fólkinu mínu - öllum þeim sem mér finnst vænt um og hafa fært mér lífið og gert tilveru mína bjartari.  Hinsvegar þegar þú ert eins og ég - búin að sannfæra sjálfa þig um það mörgum sinnum á lífsleiðinni að þú ert vonlaus, eigir ekki uppreisn æru skilið, eigir enga ást til að gefa öðrum -
hvað þá heimtingu á ást annarra - þá er erfitt að breyta lífsstílnum og lífsstandarnum -
þú bara siglir með og reynir að fljóta með - þrátt fyrir að vera að drukkna flesta daga!
Þið megið ekki skilja mig sem svo að ég sé á leið að kála mér eða ganga frá einhverjum en ég er yfirleitt alla daga í svokölluðu "uppklappara" hlutverki gagnvart mér sjálfri; fagna því að vakna, koma krökkunum í bílinn, mjólka - vera húsmóðir - eiginkona - móðir -
Ég er búin að mála mig út í horn í flestum vinasamböndum - er ömurleg dóttir -
Svo ég tali nú ekki um systurhlutverkið!
En ég er alla daga að reyna mitt besta og reyna að gera gott úr þeirri brotnu sjálfsmynd sem ég er að burðast með alla daga.  Og mér finnst ég oft verða að verja mig og mitt! 
Þess vegna er ég oft fljót að stökkva upp á nefið á mér eða fara - bakka frá og verja mig alls ekkert þó orð og athafnir særi og því miður er ég grátgjörn og nota reiði mína á óréttlætinu gagnvart mínum nánustu - þegar aðrir ættu í raun að taka við útrás minni. 
Ég er vön að vera álitin klikkuð, brjáluð, geðveik - og já OK ég er þá allavega eitthvað! 
En flesta daga reyni ég að vera bara ég; Sæunn - sem í gegnum tíðina hef reynt að vera manni mínum stoð og stytta, börnum mínum leiðbeinandi og umönnunaraðili af óskilyrtri ást og fjölsk. og vinum - hef ég reynt að sinna eins vel og mér framast er kostur.
Góð vinkona mín sagði við mig um daginn; Sæunn; það er munur á því að FYRIRGEFA og FYRIRGEYMA - þegar fólk á í deilum...  Síðan þá hef ég eytt miklum tíma í það að  sópa út lónni sem fylgt hefur í skúmaskotin í huga mér og valdið því að þegar ég fer svona langt niður í geðlægð - þá get ég endalaust grafið upp atvik og orð sem hafa nagað mig og valdið mér hugarangri - Orð og athafnir sem eru þungar byrgðar en verða ekki fyrirgefnar nema sópa og taka til í baklandinu!  Ég hef aldrei ætlast til að nokkur fyrirgefi mér orðna hluti en ég er að vinna í því að fyrirgefa sjálfri mér að hanga á hlutum sem engu skipta fyrir framtíð mína ef ég aðeins læri að FYRIRGEFA - Fyrirgeymdir  hlutir og orð eru mannskemmandi og þjóna litlum tilgangi - sér í lagi ef þeir eru ófyrirleitnir og leiða til vanlíðunar.
Vona að þið séuð ekki að burðast með fyrirgeymda hluti  - Fyrirgefning er ekkert erfið en garðurinn heima þarf að sjálfssögðu að vera plægður til að sáning betri frjóa geti hafist!
Standið ávalt með ykkur sjálfum - enginn getur ætlast til annars af ykkur!
Þið eruð mikilvægustu manneskjur í eigin lífi!
Gætið fyrst að ykkur áður en þið farið að hafa áhyggjur af öðrum.
Þið ein getið skapað YKKAR hamingju!
Virkið hana!
Sæunn

 
 

03.01.2009 19:24

Hrossunum smalað í dag!

We got the horses collected today!

Sæl -
Gleðilegt nýtt ár 2009 -
Vona að þið hafið haft það gott á Gamlársdag og Nýársdag og brennt marga seðla í tilefni áramótana - ...Við eyddum alltof miklu í skotelda en ... það er líka svo gaman að skjóta þessu upp - sérstaklega þegar maður er sí-ungur eins og ég! :-)
Happy new year 2000 -
Hope you have spent Silvester-night and new years day - in a happy way? And that those who are allowed - have spent money on fire-crackers to blow away the old year and welcome the new one at 12 - ... I love this time off the year and I admit - me and my family spent way to much money on firecrackers this year!

Halldór er í fjósinu - ég er á leiðinni út til hans - Það urðu leiðyndi milli mín og mömmu - vegna Ingu systur hér í gærkvöldi sem varð til þess að hún var send heim í illsku af minni hálfu og því verð ég að fara að standa mig sem vinnukona á bænum! :-( Halldór is milking the cows - I got angry with my  mum yesterday - becouse off Inga and then I desided it would be best that Inga was sent home - and becouse off this I have to start acting like I am a worker on this farm! :-(

Hér var unnið í hrossum í dag - Tommi kom og tók 2 hross í bæin - Kráksoninn og Illing-soninn - og ég ætla að fara með Ýrir í smá tamningu til hennar Söru vinkonu - vegna þess að hann er að verða svo stór  - þó að hann sé bara á 2 vetri -... til að gera hann bandvanann og lyfta löppum og hófsnyrta (ef Elli samþykkir það?) og til að hann þekki muninn á JÁ og NEI -
Þetta er þvílíkur hestur - hahhahaaha - vona að hann standi undir áliti! - :-)))
Bara svo þið vitið það - þá er Ýrir - BARDAGI - og það ber að fylgjast með honum til framtíðar
We took the horses home today - in the bloodfence - Tommi took 2 with him to Reykjavík - the young Krákur stallion and the Illing-gelding - and then I have desided to have Sara do Ýrir a little lesson - in halfter and in hand - that he knows people and the meaning off YES/NO - and that he can learn to lift his legs and perhaps Elli agrees to cut his hoofs for me! ???
This will be a HELL OFF A HORSE - I am telling you! -
In case you are wondering - Ýrir means Bardagi - ... so be aware off this name in the future!

5 hross eru að fara norður í sláturhús á morgun - ... og þá hefur frúin á Lágafelli - heldur betur tekið til í stóðinu fyrir veturinn - 17 fyrir jól og 5 eftir jól - og mætti alveg gera betur!
Við ætlum að vakna snemma í fyrramálið og henda þessum hrossum á kerru og keyra þau í Hólm til Axels - og þaðan fara þau á sláturbílin norður!
5 horses are going to sloughterhouse tomorrow - and that means Miss Lágafell - has done a lot off cleaning off the heard this winter - 17 went before christmas and now ... 5 are going too!
And I tell you we could do a lot more!

Humm - ég ætti að fara að fara út -... það er 30 tími síðan ég sá það á ljósunum inni að Halldór kveikti á mjaltavélinni og ég ætti að getað þvegið fyrir hann kýrnar - þó ég setji ekki á mjaltartæki með hendurnar á mér eins og þær eru ... - (uppskurður á óviðgerðu hendinni 12 jan. klukkan 08.00 - VEIIIIII - en hin er svona upp og ofan - tókst það í dag að meiða mig í þumalinn og er alveg búin að vera frá vegna þessa  - en... samt eru hinir fingurnir mikið betri eftir uppskurð en fyrir  - ég get þó hreyft þá og beygt!)
Hummm- have to get going - it is about 30 mín since I saw the lights in the house go dark for a short while wich means the milkmachine is on - ... and I can at least clean the cows for Halldór while he is milking - ....(I can not put the milkmashine on anymore - for my hand that hasn´t been fixed anymore has gone so bad that my fingers do not work anymore - and ... now I am just waiting for 12.jan.2009 - when my sergery will be done at 08.00 o´Clock!)

Kær kveðja
Sæunn

29.12.2008 19:06

Kláraði hrossabókhald í dag!

Finished my horse books today!

Nýjar færslur í WF - ættu að detta inn á vefinn næstu daga
New info about our horses should be in WF - in next few days!

Bestu kveðjur
Sæunn
Best wishes
Sæunn

27.12.2008 19:12

Gleðilega hátíð!

Sæl verið þið!
Loks er tími til að sitja við tölvuna og blogga um heima og geima!
Helló you all!
Finally I have found my time to blogg!

Árið í  ár hefur verið frábært ævintýri - og mig langar að fara yfir það í grófum dtráttum - þó svo að sennilega verði helstu atriðin útundan og margir gleymdir - ... hahahaha
This year has been like adventure and I would like to try to go over it on my blogg - though I know I will probl. forget the most important things - and forget the rest!... hahahaha

Í upphafi árs - vorum við Halldór bara ein með krakkana - Stunduðum okkar bústörf og ég fór á reiðnámsskeið hjá Svanhildi á Neðra-Seli ; mér til skemmtunar -
In beginning of this year we were alone at Lágafelli - with our farming and I learned how to ride every week - by Svanný at Neðra-Sel - for I liked to get new focus on my ridingstyle -

En svo kom vorið og við vorum farin að horfa í kringum okkur eftir vinnufólki - Vinnukonan sem átti að byrja í vinnu á Lágafelli 1.mars - hætti við að koma og nú voru góð ráð dýr - því að upp úr mán. mótum Apríl - áttu fyrstu kindurnar að bera - ... Og við vissum ekki okkar rjúkandi ráð :-)
En stundum þegar úr vöndu er að ráða - þá atvikast hlutirnir þannig að upp í hendurnar á manni detta gersemar sem ávallt verður manni ráðgáta og í okkar hendur duttu tveir sannkallaðir englar -
Fló - frá Sviss; sem hafði gefist upp á vist sinni sem vinnukona norður í landi en langaði ekki heim strax - vildi upplifa vorið á Íslandi og ákvað að eyða síðustu 3 vikunum af Íslands tíma sínum hér í vinnu hjá okkur hér á Lágafelli - og svo hinn engillinn - Kristján Örn frændi minn;
sem var að leita að nýjum tækifærum í lífinu og kom til að vera RÁÐSKONA hjá okkur -
Mér til mikillar gleði - því eins og flestir vita; Þá ÞOLI ÉG EKKI HEIMILISSTÖRFIN og vil helst hvergi vera en úti að sinna um dýrin og göslast á traktor og í búskapnum!
But then there was spring and we started looking for workers - Our hired worker that was to start working for us 1.mars - suddenly desided NOT TO COME and we had some serious problems - ... for starting from first weeks off April - our lambing season was to take place and we didn´t know if we could manage it - without help!
But then something unexspected happened -... two angles fell in our arms;
Fló - from Swiss, that had been as a worker in the North but gave up on her farm - asked if she could come spend the last 3 weeks off her Iceland-stay - at Lágafelli as a worker - and then my ungle Kristján Örn - that was looking for new change in his live and come to be our housekeeper - ... Witch made me very happy for as you all must know by now - I HATE BEING LOCKED UP all day - doing house-hold; ... and LOVE TO BE OUSIDE working on tractor and with the animals!

Svo að sauðburðurinn og vorverkin - gengu ótrúlega vel - með 3 útivinnandi Halldór og mig og Fló og Kristján Ráðskonu sem sinnti um heimilið og kokkeríið - ... Halldór talaði um það að hann hafi sennilega aldrei verið búinn eins snemma með sín vor-verkefni eins og nú í vor -... og við ákv. að skella okkur í utanlandsferð með Tengdamömmu, og nokkrum systkinum Halldórs - á "uppeldisstöðvarnar" - Í norður-Þýskalandi -... sem eru nærri Neustadt í Sl-Holstein!  En við tókum krakkana með okkur í ferðina og ákv. að fyrst við værum að fara út - þá skyldum við vera svolítið GRAND á því og hentumst frá Kaupmannahöfn, til Neustadt, Hamborgar; Boppard with Rhein-á; og niður til Altenstadt í Svartaskógi - og flugum svo heim frá Fridrikshaven... - eftir 14 daga ferð!
That ment that our lambingseason and our spring-harvesting - finished increadable fast and without any problems - for we had 3 people working outside; Halldór, me and Fló and then Kristján was the housekeeper - taking care off the home and the cooking - ... Halldór was very happy with being able to conserntraid on his "harvesting" and the fieldwork - and becouse everything finished in such a good time this spring - We desided to go with Halldórs mum and his brothers and sisters to Halldórs-mum´s - hometown in SL-Holstein, Neustadt in Germany - ... to see her childhoodhome and since we were bringing all off our kids to Germany - we desided to be GRAND on our trip and see as much as we could; so we traveled; - from
Köbenhagen in Danmark; to Sl-Holstein - Neustadt, to Boppard near Rhein-river; to Altenstadt in Black-forest and from there to Fridrikshaven - and this trip only took 14 days!

En förum aftur til Íslands - ...
Á meðan við dvöldum í Evrópureisunni; dvöldu á Lágafelli - Kristín; sem var Ný vinnukona sem ráðin var í sumar til að sjá um fjósið fyrir Halldór - því að honum langaði að geta verið aðeins lausari við í vinnunni sinni - (fjósverkum) - til að geta sinnt verkefnum sem aldrei hefur komist í verk að sinna - síðan við komum að Lágafelli - því að honum hefur alltaf þótt hann svo bundin yfir kúnum... og sú stúlka var bændaskólagengin í Bæjaralandi í Þýskalandi; menntuð í landbúnaðarfræðum og kunni að mjólka -... Carmen; OKKAR - sem hefur verið okkur til halds og traust - síðan hún dvaldi hér veturinn 2005-2006 - sem vinnukona og er orðin eins og fjölskyldumeðlimur; Kristján Örn - en hann var að sjálfssögðu áfram Ráðskona og svo var Fló hér áfram þar til hún átti flug heim ... en hún hafði af óviðráðanlegum ástæðum - ekki fengið flugmiða í flugvél sem átti að flytja hana heim og dvöl hennar hafði lengst úr umsömdum 3 vikum í 6 vikur - okkur til mikillar gleði - því hún var hér öllum hnútum kunnug! -
Þegar hún yfirgaf okkur - ... komu Inga systir og Birgitta einnig við sögu í búskapnum og hér með vil ég nota tækifærið og þakka öllu þessu fólki fyrir SUMARFRÍIÐ MITT - sem var óendanlega skemmtilegt og spenndandi! -
But let´s go back to Iceland....
For when we stayed in Europe - there were people working for us at Lágafelli and first I like to mention Kristín - wich came as a worker to Lágafelli to milk this summer - for Halldór dreamt off having more free time from being the milk-man always - so we looked everywhere for a skilled person to milk - and Kristín had been working on a farm with cows - been in agriculture school and wanted to come to Iceland to work at a farm -... Our; Carmen, was here also - but she has been our helper nr. 1 - since she came to work for us - for a hole year in 2005-2006; but now we can not call her HELPER anymore - for she is more like a familymember - ... then Kristján was here still - as the housekeeper and cook and Fló - who - didn´t get a plain to go home in week 3 as we first planed and then she had to stay - 3 weeks more for her next plain - so ... Her date off departure was when we were in Germany - ... and when she had left - Inga my sister and Birgitta our dearest one - came here as helpers - making our summer holiday - the best one so far! ... Very exsiding!

Þegar við komum heim frá Þýskalandi - var kominn heyskapur og við fórum í það að brytja niður hey í turninn - og þegar hann var orðinn fullur - var heyjað í rúllur og fyrri sláttur var því búinn fyrir Landsmót hestamanna - sem var fyrstu helgina í Júlí -... en þangað stormaði ég með krakkana, og vinnufólkið Kristínu fjósakonu og Andy sem kom til að ríða út fyrir okkur
og 2 danskar vinkonur mínar Maju og mömmu hennar Gittu!
When we came back from Germany - we had to cut our hay - for the hayseason had started and we first started to fill the tower and then we finished our hayseason by having a contracter making roundbellys for us -... and all hay was cut off the fields before Landsmót wich was helt in Hella - in first days off Julí! - But there I took my kids and the workers; Kristín and Andy (a boy that we took help riding the horses for us) - And during Landsmót - we also had two danish friends staying at Lágafelli - wich came to Iceland to see our wonderfull horses in their best from! - Those two were Maja from Danmark - wich worked here in summer 2007 and her mum Gitte.

Eftir Landsmót - var ákveðið að fara í fegrunaraðgerðir á bæjarhlaðinu á Lágafelli - (vinna sem enn er ólokið) - Og þá kom líka til okkar vinnukona; Solveig og með henni allt hennar fólk - því þau langaði að upplifa Ísland saman -... og flesta daga í Júlí var verið að leika sér ... girða í kringum bæinn; henda drasli af bæjarhlaðinu og frá fjárhúsunum - og bragginn var látinn fjúka -
When Landsmót was finished we desided to make the looks off our farm more need - (we are actually still thinking off this work) - And this was also the time when Solveig arrived and all her people with her -  for they liked to exsperiance Iceland again - ... and most days in Júlí - we used for clean up - and other need things like making fences ; cutting njóli; cleaning up inside the stables and riding -

Við Halldór - drifum okkur í það að heimssækja ömmu mína vestur í dali í byrjun Júlí og dvöldum þar í nokkra daga - og komumst í það að fara í sund að Laugum í Dalasýslu og fórum líka niður í fjöru með krakkana okkar - en ég hafði þá ekki komist þarna niður eftir í nokkuð mörg ár - og ... þvílík upplifun! :-))) Uppáhaldsstaðurinn minn í heiminum!
Halldor and I went to visist my grandmother - wich I grew up with in my childhood time - for few days in Júlí - and I even got to go for a swim in Laugar - wich is a hotspring area near Búðardalur and then I got to see my favorit place in the world - the shell beatch off my grandparents - and I LOVED IT!   Finally I was home!

Í enda Júlí var hafist handa við að slá tún - hrossaheyið var tekið en það er alltaf slegið einu sinni og svo voru slegnar kúanögur og rýgresi - ... Fyrstu Kýrnar byrjuðu að bera á þessu kvótaári og við fórum í árlega hestaferð með Örnu - og allar vinnukonurnar á báðum bæjum fengu að vera með! - Alls riðu; Arna og Berglind frá Guðnastöðum; Ég, Anja - sem var vinnukona mömmu í sumar úti á Baugsstöðum en endaði tíma sinn sem vinnukona hjá mér; Solveig; Kristín en hún var að enda veru sína sem vinnukona - Lara sem kom til vinnu þegar Kristín var að fara - og í hrossahópnum voru 16 hross! -
In end off Júlí - we started to cut hay again - the hay for the horses was made and then the kraftfood was made - Our first cows on this milkingseason (starts every year on 1.sept) - started to have their calfs - and our riding-tour - this year was made -... with all the workers off Lágafell and Guðnastaðir -...  and the horses we needed for the trip were 16!

Í enda júlí fóru allar vinnukonur á Lágafelli í sumarfrí á Norðurland - og enduðu í hringferð!
Blóðtímabilið byrjaði og við smöluðum fyrstu lömbunum okkar til slátrunar!
Blóðárið í ár var skelfilega lélegt - þrátt fyrir að við hefðum gætt þess að setja hestana íá réttum tíma og tekið þá úr á réttum tíma; gætt þess að hafa nógu marga hesta fyrir allar þessar hryssur en frá báðum bæjum Lágafelli og Baugsstöðum - voru 95 hryssur reknar í gegnum blóðbásinn - en ... frá mínum bæ má búast við að 19 hryssur séu geldar eftir tímabilið og frá mömmu bæ eru 13 geldar - sem er allt of stórt hlutfall af merum - og því var ákveðið að taka vel til í stóðinu nú í haust og 17 hross voru sett á sláturbíl núna rétt fyrir jólin - og enn er verið að hugsa um að slátra!
In very last days off júlí - all off our workers got their holiday - to go to the North - and becouse they went North - they also desided - it was a good plan to drive the ring-road!
So...this years workers got to see much more off Iceland then any other workers before!:-)
This was also the time when the blood season started and we got our first lambs to sloughter!
Our bloodyear was horrible - we tried to have our stallions ready for work in beginning off the season as Isteka asked - and took them off the heard in exsact time as planed - but still off 95 mares in total for Lágafell and Baugsstaðir - there were 19 mares off Lágafelli and 13 from Baugsstaðir that we belive are empty and  not having foal next year - and ... that made us deside to cut down our mares - by cleaning out mares that we think will never be good enough to make this hormón - ...Isteka is collecting; - and now just before Christmas - 17 horses were sent off to SS - the slougtherhouse in Selfoss - ... and we are still thinking off sloughering some mares! -

Our kids started their school  in middle off August - and then there also began to rain! -
And ... it has been raining and raining - like it has never done before - since then!
Horrible Iceland!
Um miðjan Ágúst byrjaði skólinn aftur og þá byrjaði  líka að rigna! og ... það er búið að rigna og rigna,,,, eins og það hafi aldrei ringt áður - síðan þá!
Ísland er stundum svo ömurlegt!

Við náðum í allar kindur heim um miðjan september - og settum síðustu lömbin okkar í sláturhús - ... en kindurnar hafa þar til núna í byrjun des - verið í túninu ... að naga sinuna sem komin var á ómyndarskákirnar - ... We got all of our sheep home around middle off Sept - and our last lambs went to slougtherhouse - ... then we desided to use our sheep to cut down the gras that had grown on the fields where we cut the hay for the horses -... and till first week off Des - they were outside - ... cutting the gras for us! -

Folöldin voru send í sláturhús í byrjun okt.. ... og ég verð að segja að sumra folaldanna sakna ég mikið en... það verður að passa sig ... - það er auðveldara að eignast hross en losna við þau! - Hinsvegar var ég heppin í sumar - að ég náði að selja 10 folöld og hefði ef ég hefði beðið aðeins með að senda þau - getað selt fleiri en... þá vissi ég ekki að það var að koma kreppa ... - og verðfall á krónuna okkar!
Our foals went off to sloughter in begin off okt. ... and I have to tell you - I miss some off the foals -... but when you breed horses you have to take care - it is more eacy to HAVE them then to sell them -... but I got lucky this year - I managed to sell 10 foals - and if I would have waited a little - I would have sold some more - but then I also didn´t know - our ice.krón. was about to fall and making the EURO so stronge -

Það fæddist okkur bara eitt spari folald í ár - undan Markúsi frá Langholtsparti - en því miður fórst það núna um jólin - svo það það er lítil gleði yfir húsmóðirinni á bænum þessa stundina!
This year we only got one extra-good-breeding-foal = marefoal off Markús frá Langholtsparti - but ... it got killed in an accident just before christmas - so I can not say I am very happy about having horses at the moment! :-(

Á haustmánuðum - ákv. við Halldór að við ættum rétt á því að fara í svona "okkar" reisu - án barnanna og bara til að eyða tíma í okkur sjálf og til að vera við sjálf - ... en hvað við ætluðum að gera var ekki á hreinu fyrr en ég sá augl. í Búkollu .. sem er sjónv.bæklingur sem gefinn er út í Rangárvallasýslu... - Fjárræktarferð til Færeyja -... og við skelltum okkur -...
Frábær tími í 3 nætur/4 daga og ég verð að lýsa því yfir að á eftir Danmörku eru Færeyjar núna í næsta sæti yfir besta landið sem ég hef komið til ... enda var tíminn þarna í Þórshöfn þessa daga bara yndislegur og fólkið í ferðinni sérlega skemmtilegir ferðafélagar!
This fall - me and Halldór desided to find something to do for just OURSELFS - ...as partners in live -... but what do do we didn´t know - till I was a ad. in a paper that comes out every week with the TV.program and news for what´s on in Rangárvallasýsla - nearest naigbourhood off Hella and Hvolsvöllur -... and this ad. said... The union off farmers with sheep - were going on a trip to see Sheep in Færeyjar and hear from the farmers in Færeyjar -...so we just jumped on board... - and NOW I HAVE TO SAY - after Danmark - Færeyjar - is my favorit - place to be as a traveller ... - What a wonderfull place and Thórshavn is very wonderfull capital city - and our fellows on the travel were soooooo nice! - I would go there tomorrow - if
I got the change too!

Þar til núna höfum við ekkert endilega orðið vör við neina peningalegakreppu en... upp úr Nóv urðum við vinnumannslaus og ég fór í uppskurð sem hefur gert vinnu Halldórs - endalausa -... enda má segja að við séum búin að yfirfylla fjósið - og við höfum aldrei búið stærra!
Sem gerir það að verkum að þörfin fyrir aðstoð er nú áþreifanlegri en áður -... en næsti vinnumaður á Lágafelli er ekki væntanlegur fyrr en í byrjun Mars 2009.
Till now we have not been aware off the money-crises; but from Nóv. we have been witout a worker and since I had to go for an hand sergery -... Halldór has been alone working on the farm - wich has never been so big as now - and the crises we have has been more off that kind then money-vise! -... We will be so happy when we finally have someone here to help us again ... - Wich will be in March!

Hér verð ég þó að segja að það er hálfgerð kreppa í mér vegna aðstæðna mömmu og pabba - en 16.okt.2008 brann ofan af þeim húskofinn - á Baugsstöðum - sem hefur gert líf þeirra að hálfgerðri martröð og mér finnst ég verða að reyna að verða bjartsýn fyrir þeirra hönd - vegna þess að þau eru að reyna að verða bjartsýn en mér lýst samt þannig á blikuna að uppbygging á bænum þeirra verði helv. erfið og vondur tími akkúrat núna að standa í þessu en að sjálfssögðu vonar maður það besta ... - og reynir eftir fremasta megni að hjálpa til ... - Mamma og pabbi - ég vona að nýja árið færi ykkur bjartari tíma og blóm í haga -
Við elskum ykkur og reynum okkar besta til að aðstoða ykkur í ykkar raunum! Þið eruð hetjur!
I now have to tell you where my crisis is - for I fear about my mum and dad and their situaition ... for 16.okt 2008 their house got burned down from bottom to top - and what they have is NOTHING TO BUILD ON ... - wich has made their live to a living nightmare... - but they have such optimistic in their way off being - they almost convince you to belive everything is going to be fine -... but I fear their live is going to be harder then they make you belive ... - it is such time in the world - that money is hard to get and it will take much time to rebuild their home!  -
Dear mum and dad. We love you and we will try our best to help! You mean the workl to us!

Haustið í fjósi hefur verið stórmerkilegt - 7.9 og 13 - það hefur allt gengið eins og í lygasögu - ástand frumutölu og gerlatölu hefur verið með afbrigðum gott - en við þökkum það góðum heyjum og heilbrigði kúnna - Hér hafa líka ringt yfir okkur kvígukálfar - en í dag fæddist okkur 7 kvígukálfurinn í röð ... undan allra mest uppáhalds-kvígunni okkar - Júlíönnu ... og hefur sá fengið nafnið Grýla - til að byrja með ... því að það eru jú JÓL!
The work in the cowstable this autom has been increatable good; - 7.9 and 13 - and everything around the cow-farming - ... for the sells and the germs are very low and we thank this to extreamly good hay- and very healty cows ... -AND WHAT IS MORE GREAT IS; THAT FROM TODAY WE HAVE HAD 7 - FEMALE CALFS IN A ROW... - from our very favorit - Júlíanna -
and becouse it is christmas - we have for fun been calling her Grýla - ... since it is this time off year and time off Grýla-stories!

Í Des. hefur verið unnið að lagfæringum á íbúðarhúsinu og fjárhúsinu  - Vinna sem mun standa yfir í allan vetur ... en núna eru komin jól og við erum bara að slappa af og reyna að sinna um okkur sjálf; börnin okkar og heimilið okkar ...
This des - we have worked on  our house - and our sheepstalbe too - This is a work we think will go on this hole winter - but now we have christmas - and we are just trying our best to relax and enjoy being a family ... -

Við vonum að þið hafið haft það gott um hátíðina - og að þið séuð vel mett og hafið fengið fullt af pökkum og jólakortum ... - Hugið að ættingjum og vinum og reynið að láta áramótin næstu líða hjá án þess að slasa ykkur eða aðra! :-)
We do hope you have had a great Christmas - season - and that your belly is full off goods - and that you have resived many packets and cards.   Think off our familymembers and our friends and try to have Silvesternight run by without hurting yourselfs or others! :-)

Gleðilega hátíð og farsælt nýtt ár!
We wish you a nice Silvesternight and hope year 2009 - will bring you great luck!

Kveðja frá Lágafelli
Sæunn, Halldór og co


24.12.2008 12:10

Kæru vinir, Dearest friends!

Við sendum okkar bestu óskir um gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár - og þökkum kærlega fyrir allt gamalt og gott - Við þökkum fyrir allan þann velvilja og alla þá aðstoð sem okkur hefur veist á árinu og þökkum fyrir móttökurnar þar sem við komum - sérstaklega á ferðalögum okkar erlendis í vor og í haust - það voru sannarlega upplífgandi og spennandi tímar!

We send you from the bottom of our heart wishes for MERRY CHRISTMAS and HAPPY NEW YEAR - and then we have to thank you all for the old things that we have had together and for the help and the kindness we have been shown in past year - For all the welcome we got to have in our travel through Europe last spring and again in Færeyjar last október - thouse trips have kept us dreaming about our days since we got back to Lágafell again!

Hér á Lágafelli er allt að taka á sig helga mynd - það er búið að taka svo mikið og vel til að húsið er eins og það hafi aldrei búið hér fólk áður - hahaha - TRÚIÐ ÞIÐ ÞVÍ!???
Mamma og pabbi eru á leiðinni með allt sitt fólk og MATINN! - En mér finnst hálf hallærislegt að "bíða bara" eftir að setja eitthvað í pottana - því ég hef séð um mín eigin jól með minni fjölskyldu í 12ár og það bara vantar alla lykt í húsið núna og klukkan er komin langt yfir 12 á aðfangadag!

Right now the situaition at Lágafelli is this - everything has been cleaned and tighty up so much you can hardly find yourself in the house anymore -... hahahah - can you belive me???
My mum and dad are right now on their way with all their people - and THE FOOD!
But I think it is rather funny to sit here and "wait" for something to be in the pot - ... for Last 12 years I have made christmas- for my own little family; the food and all - and right now there is no SMELL in the air - ... and the time is already far past 12 on the day before christmas!

Sauð hangikjötið í gærkvöldi að venju og fór í Þorláksmessuskötu í Gunnarshólma með fólkið mitt - Núna er Halldór einn úti núna - með lasna kú og 2 nýbærur - "trúið þið því að hér eru fæddar 6 kvígur í röð ???" - Hrossin á Lágafelli eru á sínum stað og eftir augnablik ætla ég að setjast inn í bíl og færa henni Birgittu gjöfina sína þessi jólin og koma svo við hjá Söru og Ella og kíkja á hvort allt er í góðum málum þar á bæ - (er bóndi á Skíðbakka "með hliðarverkjum"  meðan þau eru úti hahha!) -

I only got to boil the HANGIKJÖT - yesterday evening - and then me and my people went to Gunnarshólmi - comunityhouse to have "skata!" - wich is always on our table in Þorláksmessa
Now Halldór is alone outside - with a sick cow and two cows that just gave birth to their calfs - (can you belive we have had 6 female calfs in a row!???   Our horses have been fet, and in their place at the moment - soon I will get into my car and bring Birgitta her christmasgift and then check on the horses at Elli and Sara place at Skíðbakki - for I am a farmer for them while they spend their christmas in Germany - I AM ALWAYS THE BOSS  EVERYWHERE!!! hahahahaha

Jæja best að halda áfram - ætla að skúra fyrir forstofuna og setja í enn eina þvottavél - og brjóta saman þvott - ... annað hef ég ekki að gera fyrr en mamma kemur með matinn í húsið!
Gleðileg jól elskurnar -... á morgun ætla ég að reyna að sitja við í einhvern tíma og draga upp
mynd af árinu sem senn fer að líða - ... í máli og myndum...
Bestu jólakveðjur
VERIÐ GÓÐ HVERT VIÐ ANNAÐ - það hefst ekkert með stressi -
það færir manni ekkert nema vanlíðan!

Well I better keep on with my work - I will now go and soapwash my floor in the enterance area -, put dirty clothes in the lundry mashine and then foult down some too. -... for till my mum arrives here - then I have nothing to do...-
Merry christmas dearest friends ... tomorrow the plan is to do like many years back - ... spend time at the computure to put up a text with photos of our year that is passing us so quickly these days... -

Again...Our best wishes for a Happy season...
Be good to each other - stress does not help  in this time ...-
it only makes you feel unhappy!


Sæunn og co Lágafelli


19.12.2008 13:44

Fyndni / Humor

Pabbi sendi mér þennan link af netinu og þið verðið að leggja það á ykkur að skoða hann!

http://webmail.emax.is/src/download.php?startMessage=1&passed_id=1499&mailbox=INBOX&ent_id=2.1&passed_ent_id=2

My father sent this link to me on my mailbox and I dear you to copy/Paste and have a look!

http://webmail.emax.is/src/download.php?startMessage=1&passed_id=1499&mailbox=INBOX&ent_id=2.1&passed_ent_id=2

HAHAHAHAHAHA


And then also we have this one!/Svo er líka þessi nokkuð góður!

Börn geta nefnilega verið alveg frábær - For children can sometimes be very cute!

http://webmail.emax.is/src/read_body.php?mailbox=INBOX&passed_id=1349&startMessage=106

16.12.2008 10:40

Ég er viss um að þið eruð að velta fyrir ykkur....

I bet you are wondering .....


Halló halló!
Hi - hi!

Hvað er að frétta hjá ykkur????
Það rigna yfir mig tölvupóstar frá fyrrverandi starfsliði og vinum - og ég hef ekkert komist í að svara þessu kæra fólki öllu saman - vegna þess að við vorum að breyta í húsinu mínu (breytingarnar eru þó aðeins hálfa leið breytingar í bili - það er ekki til peningur til að framkvæma stórt núna en ég ætla að grípa fyrsta tækifæri til að ljúka framkvæmdum þegar allt verður sett á útsölur eftir áramótin!) -
Gummi frændi vill ekki sjá að vinna fyrir mig framar; en hann vann að breytingunum hér innan dyra og gerði svona ljómandi vel við okkur en svo er hann bara farinn - EFTIR AÐ HAFA HENT SÉR NIÐUR AF STÓL - og snúið sig á HÆL!
Og núna liggur hann bara uppi í rúmi - með mjög bólginn öklann í vafningum - og neitar að koma til baka - segir að hann GETI EKKI GERT MEIRA Í BILI! hahahaha -
ÞAÐ VITA ALLIR AÐ HANN ER BARA HRÆDDUR VIÐ MIG!
Þess vegna fékk  ég Tomma - félaga minn og vin - til að aðstoða mig við að berja og brjóta í eldhúsinu og þar er komin bráðabirgða aðstaða - sem á að henda frá þegar útsölurnar byrja - til að við getum sett upp alveg nýtt eldhús - ... fékk tilboð í 6 neðriskápa og 2 háa um daginn - frá IKEA og það kostaði bara einar litlar 313.000 islkr - án skatts! ;-((( Og þá átti ég eftir að kaupa mér háf yfir eldhúseyjuna mína upp á 178.000 kr - hahahah - (hann verður sennilega úr GULLI þegar hann berst mér í hendur!???) og allar borðplöturnar og höldurnar! ;-(((
ÉG ER HÆTT VIÐ ÞESSAR FRAMKVÆMDIR Í BILI - en það samt er búið að koma því svo fyrir að það er ekkert mál að breyta um þegar verðin lækka!

En burt frá þessum ósköpum öllum þá vorum við heppin í búskapnum um daginn þegar sæðingarnar á ánum voru (síðasta vika) - því að við náðum að klára framhliðina á fjárhúsinu; þrátt fyrir að vera sökuð um pólverjahatur (Sá pólski er hættur - og farinn á sama degi; sennilega vegna þess að ég fór til að segja honum til - eftir að allir aðrir voru búnir að reyna og ekkert gekk; en ég tek það fram að það var allt í góðu og heilan dag unnum við saman að breytingunum á húsinu en svo um kvöldið - bara rauk hann af stað; HÆTTUR og konan var komin í hlaðið að sækja hann - og allir urðu alveg rasandi hissa - hahahaha - Enda var allt í góðu - en við létum hann bara fara - það er ekki hægt að halda í fólk sem ekki vill vera!)
Við kláruðum bara framhliðina á sólarhringnum eftir að hann hvarf  -
Og svo náðum við ánum inn fyrir rigningu og þegar þær voru komnar inn - þá voru bara nokkuð margar úr hópnum að blesma - og við náðum í 20 ær af 60 - ... sem er dágóð prósenta af hópnum -... og við notuðum 5stk hrúta af hrútaskrá - ... Ég hafði þó bara ætlað mér að notast við einn; GARP - en hann fékkst bara ekki nema í 4 ær af þessum 20 - svo að ég fiktaði mig bara áfram og notaði meira að segja FORYSTUHRÚT á Hólmahjálegu og 2 aðrar litaðar ær  - Geri heitir hann; og svo var notaður Máni; og Ás og Undri -
þannig að hópurinn var mikið breiðari en ég gerði ráð fyrir í fyrstu!
Núna hefur heimahrútunum verið sleppt í féið okkar og við væntum þess að sauðburður hefjist að venju í lok Apríl á næsta ári - NONE STOPP! :-)))

Mamma og Sjöfn systir komu hér um daginn með pabba sem bílsstjóra vegna þess að þær voru með hestakerru og sóttu 4 stk folöld og 3 merar út á Baugsstöðum - og þau eru farin að hýsa!
ÉG DAUÐ ÖFUNDA ÞAU! -
Sjöfn er líka komin á reiðnámsskeið á Hestheimum - ... og ég er bara að hugsa um að skella mér með líka - ahhahahahaah - (ég sem er hræðilega aum með honum EINARI núna!
Held satt best að segja að ég sé búin að eyðileggja þetta allt saman á viðgerðu hendinni og hin er óttalegt drasl ennþá! :-(((
Við erum aðeins farin að gauka að hrossum - svona til að venja þau við en þau fara á fulla gjöf einhverja næstu dagana - ... etv bara í dag - þar sem það snjóar svona mikið!???

Krakkarnir okkar eru búin að vera með hvert eitt STAND UPP-IР á fætur öðru í vikunni -
Freysteinn spilaði í skólahljómsveitinni; Valberg á Fiðlu 3 sinnum og Bergrún á blokkflautuna - og svo var líka farið með yngsta stigi í árshátíðarbröllt í skólanum og þar léku bæði Bergrún og Valberg hlutverk - og svo dönsuðu allir í kringum jólatré - Ég og mamma fórum saman um morguninn og svo ég og Halldór um kvöldið - Enda varð að sjá skottin í þessari sýningu!
Hún var svo feykilega vel heppnuð! :-)))

Við fórum öll til HAFNARFJARÐAR - á sunnudaginn - EFTIR AÐ Lúna (1st. kálfs kvíga)
var búin að bera 6.kvígunni í röð í fjósinu okkar - (fædd er SUNNA) - og dvöldum með mömmu og pabba á Hótel Hafnarfirði - Við fórum saman út að borða og slöppuðum af - og sváfum og skildum Ingu systir og Örnu eftir með allt messið; Óskar Ólafur og frú voru hér líka á Sunnudagskvöldið en það varð einhver misskilningur í gangi - v/þess að beljan var að bera og ekkert náðist í þau skötuhjú - ...svo neyðarkalli var beitt á Örnu - sem kom eins og ÁLFADÍS og bjargaði deginum - sem hafði dregist heldur betur fram á dag vegna þessa! :-(((

Í gær vorum við fjölsk. svo bara að dunda í búðum´i Reykjavíkurborg - og skoða jólin og redda fatnaði á börnin og skóm - ... en komum heim seint í gærkvöldi!

Jæja...
Það er bara komið stopp núna á rithöndina!

Þetta var einna helst síðustu daga! :-)))

Kær kveðja frá Lágafelli
Sæunn

p.s
Á heimasíðu Baggalúts má finna - jólalög í þeirra útsetningu - ... og hlusta á þegar maður er að vinna svona í tölvunni -...
Endilega kíkið við hjá þeim
http://baggalutur.is/  -.... mitt uppáhalds lag er...

Af plötunni þeirra JÓL og BLÍÐA
Lag;    Kósiheit par exelense
http://baggalutur.is/jol/2008.php

Endilega hlustið á þessa Snillinga - þeir færa manni bara JÓLAGLEÐI!
KveðjaSæunn



Þarna er líka lagalisti með nýja laginu þeirra og gömlum
Eins og;+))))

GEFÐU MÉR SMAKK
Gleðileg jól
Jólajólasveinm
Föndurstund
og svo
Sagan af Jesúsi

EXSELANS!!!!




09.12.2008 12:12

Jólagjafir Christmasgifts

Fór að velta því fyrir mér AFHVERJU gefur fólk gjafir um jólin?
Er það vegna þess að "það er að gefa gjafirnar - afþví að því langar að gefa" - eða vegna þess að það "ætlast til að aðrir gjaldi gjafirnar með gjöfum???" -
Af hverju ætti ég að setjast niður og ákveða það hverjum ég á að senda jólakort og gjafir?
Þegar ég sé ekki alveg tilganginn í því að mér séu gefnar gjafir á móti - ÉG Á ALLT!??
(ef hugsunin er sú að gefa til að fá!?) -
Vissuð þið að fyrir ekki svo mörgum árum voru ekki gefnar gjafir á jólum?
Það tíðkaðist varla - Fólk bara kom saman í fínum fötum sem voru heimagerð og borðaði góðan mat sem var heimagerður og það naut þess að hlusta á jólaguðspjallið og hlusta á tónana sem fylgja jólasöngvunum og jólasálmunum.
Í mörg ár hafa jólin verið fyrir mér - tími fjölskyldunnar - tími þegar mér finnst gott að liggja afvelta í sófanum eða á eldhússtólunum vegna ofáts og segja skemmtisögur af mér og öðrum sem dvelja í minningum mínum - frá barnæsku og unglingsárum - frá mínum börnum og hlusta á sögur mannsins míns af hans jólahaldi frá barnæsku til vorra daga - og þarna spila engir pakkar inní ágætan tíma jólanna!

Ég er jólabarn - mér finnst ekkert skemmtilegra en að syngja jólasöngva og sálma - og fara á jólaskemmtanir - Klæða mig upp á og í mörg ár var það hluti af jólahaldinu að fara til messu um jólin - en ég verð að viðurkenna að eftir að krakkarnir mínir fæddust - þá sit ég frekar heima en að eyðileggja stemmninguna í kirkjunni - fyrir þeim sem eru að hlíða á jólamessuna - því að börnin mín eru frekar líflegir krakkar og sitja sjaldan kyrr - Og þar sem ég hef mjög litla þolinmæði fyrir óþolinmæði þeirra sem ekki skilja BÖRN og ÞEIRRA HREYFIÞÖRF - þá nenni ég ekki að pirra mig á því að mæta á staði þar sem fólk sendir krökkunum illsku auga bara vegna þess að þau gefa frá sér hljóð eða hreyfa sig! - Svo kirkjuferðir um jólin verða að bíða þar til krakkarnir hafa betri stjórn á sjálfum sér og getu til að sitja svona lengi kyrr -
En við spilum um jólin og litum og teiknum og perlum og bökum og hönnum ýmislegt sem er nýtilegt til jólahaldsins - ... og eigum yndislegar stundir!
(p.s af því að ég nefni börn og messur hér að ofan - þá ÞOLI ÉG EKKI FÓLK sem mætir í messu með stöðug hóstaköst og snítur - þannig að ... ég veit ekki hvort er betra - börnin eða fullorðna fólkið sem veit að það á ekki úr húsi að fara þegar svona er ástatt með heilsu þess!)

Ég vona að þeir sem þetta lesi skilji mig ekki sem svo að VIÐ gefum ekki pakka um jólin - en það er svo í nútímanum að ALLIR á heimilinu gefa gjafir og flestir helst til of margar!
Og of dýrar - og flestir vilja MIKLU FLEIRI OG DÝRARI PAKKA ! hahahaha
Hins vegar er núna í kreppunni - etv kominn tími til að kenna krökkunum aðra hugsun - og kenna þeim að meta það dýrmæta í lífinu sem er Jólaandinn og fjölsk.samveran -
Þó að pakkarnir séu ekki endalaust stórir og innihaldið endalaust dýrt - þá eru líka jól!

Margir í þessu landi hafa varla í sig og á - og margir geta ekkert leyft sér aukalega til jóla-tilbreytingar - það  er bara skrimmt og gert það besta úr því sem til er -
ALVEG EINS OG FLESTIR ÆTTU AÐ GERA UM JÓLIN - því jól eru ekkert annað en fögnuður

Fögnuður yfir því að við erum saman, á lífi og heilsuhraust -
Fögnuður yfir því að eiga húsaskjól og mat til að neyta -

Ég vona að þið farið ekki YFIR JÓLIN á KRÍTARKORINU!
Og verðið þakklát fyrir það að komast í gegnum komandi tíma - bara með því að
SMÆLA FRAMAN Í HEIMINN - ÞVÍ ÞÁ SMÆLAR HEIMURINN FRAMAN Í YKKUR!

Gleðilega aðkomu jóla!
Kveðja Sæunn

08.12.2008 15:03

Norðan-Stjarni

Helló M
Can not find your email - adress -
Guess you come in here or hear off this
Norðan Stjarni is doing fine in the training -
will be there till christmas -
Then what do you plan to do with him?
(training costs 45.000 isl kr per mounth - it will be that when christmas come)
Have to go...
I am in an offull hurry - for there is to be a snowstorm over Iceland later today and over this night
Greetings to you all -
S

05.12.2008 11:44

Sæl verið þið Helló to you all

Héðan er allt gott að frétta -
búskapur gengur sinn vanagang -
mjólkin er enn á niðurleið en það eru líka nokkrar kýr að fara að bera - svo það verður jafnað hlutfallið mjólkandi kýr í tankinn og geldkýr innan skamms - það ætti að hækka yfirborðið í tankinum og auka innlagða mjólkurlítra -
Hér er fæddur nærri hvítur KVÍGUKÁLFUR - undan bola og Þyrnirós (tvíbura) undan Öskubusku frá Guðnastöðum - fyrsti KVÍGUKÁLFURINN - sem fæddur er í Bola ætt - og Langhöluætt - í endalaust mörg ár - ÆTTIN VAR AÐ DEYJA  ÚT -

We have only good news -
our farming is doing fine -
the milk in our tank is going down at the moment but it is becouse some cows are going on their holidays - how ever there are cows that are getting ready for calfing now and will have calfs before christmas - so the level off milk in the tank should get higher soon...
We got alive female calf from Boli - and a great new cow in our stable twin-dotter off Öskubuska, wich we call Þyrnirós - ... This female calf is the first female calf off Boli wich is alive and also first female calf off the breed off Langhala - wich was our favorit cow for many years - and the breed was going to die out after Langhala was sent to the
WHITE HOUSE - for she only gave birth to Bull calfs all her live (6pies.) -

Við tókum all svakalega til í stóðinu í gær - og enn eru eftir hross sem hefði mátt senda -
17 merar og geldingar fóru á sláturbílinn í þetta sinn -
Angantýra, Árný,  Fála, Folda, Sylgja, Sandra, Pandra, Máni, Stjarni frá Melum =Tomma, - Dys, Ör frá Fossi, Ör frá Strönd, nr.9 frá Strönd,nr.21 frá Strönd, nr.28 frá Strönd, Svar-skjótta merin hans Skúla og Steins-Snör!
We cleared out mares from our mares heard for sloughtering - last two days - and these 17 - went on the car; Angantýra, Árný,  Fála, Folda, Sylgja, Sandra, Pandra, Máni, Stjarni frá Melum =Tomma, - Dys, Ör frá Fossi, Ör frá Strönd, nr.9 frá Strönd,nr.21 frá Strönd, nr.28 frá Strönd, Svar-skjótta merin hans Skúla og Steins-Snör!  In total 15 mares and two geldings!

Við erum ekki búin að klára breytingarnar í fjárhúsinu og Gummi frændi er ennþá að drasla allt út innan dyra hjá mér - hahahahaa -
Kindurnar eru því ennþá úti á beit - í snjókomunni og allt á hvolfi innan dyra - ...
We have not yet finished the changes in our  sheepstable - and my cousin Gummi is still mooving walls for me inside the upperfloor off our house - so.... the house is all upside down in the christmas - season!

Hendurnar á mér eru ógeðslega aumar í dag - vegna þess að ég er svo dugleg við að vera óþekk - sérstaklega sú óviðgerða - ... verkjar í fingurnar, olnbogan og öxlina - ...
Svaf illa í nótt og illa fram til klukkan 10 - en núna er ég bara búin að bíta það í mig að hætta þessu helv. væli og halda mínu striki - ... nenni ekki að vera AUMINGI LENGUR  - ....
MY hands are offull today - becouse I do not know how to "wait" and "sit and be good!" when there is so much to do... - My arm wich is unrepaired is falling off today - ... my fingers are gone, my elmbow is hurting and also the sholder - ... I didn´t sleep during the night - and though I tried to sleep till 10 this morning - I bearly am feeling like human - ... and becouse off my temper I have desided right now to ... stop crying over foolish things and just shut up about this and ... keep on working ... - I DO NOT WANT TO WAIT ANYMORE FOR BETTER HEALTH -...though I wait - it is not comming¨! :-(((

Halldór greyið er orðin alveg útkeyrður af vinnu - þó að við höfum hjálparmann - en hann er bara ekkert hraustari en ég til vinnu - með ónýtt bak af öllu þessu líkamlega erfiði - því hef ég eytt öllum stundum mínum í þessu frí við að hana betri vinnuaðstöðu fyrir okkur - og ætla mér að láta það takast að breyta öllu þannig að maður á ekki að þurfa að vinna með "HANDABÖKUNUM" ... eins og sumir  segja og ég leyfi mér að nota -...
ÉG ER BARA ORÐIN OF GÖMUL FYRIR ALLT ERFIÐI og ÉG TRÚI ÞVÍ AÐ ÞAÐ SÉ TIL BETRA LÍF EN LÍF MEÐ VERKJUM ALLSSTAÐAR!
Halldór is also getting very tired off all his work - though we have help all over the farm - but the is just like I am - bad in his body ... feeling hurt everywhere - exspecially his backspine -
so ... I have spent all hours off my "holidays" now - prepairing a plan how to make the work around this farm - eacyer -... and I will make this plan work before we have high season off working around our animals - I have desided to stop working like a "bastared" for I AM TOO OLD FOR THIS MUCH WORK - ... PAIN AWAY - I SAY!

Love to you all!
Ástarkveðjur til ykkar allra!
Sæunn






30.11.2008 13:01

Tiltekt í stóðinu á Lágafelli/Clean up in the mares heard

Listi yfir merar sem eru að fara í sláturhús -
List off mares that are going for slougher this winter -

Angatýra
Árný
Fála
Folda
Sylgja
Sandra
Dys 
Hít (if she will not be sold/ef hún selst ekki)

In total 8 mares - but 18 mares in total will go away from Lágafelli this winter - for my mum has plans to send 10 mares to sloughter - it is to exspensive for us to run the farm - with feeding mares that do not pay for their stay at Lágafelli (untrained; do not have foals; do not give blood and they are always getting devermicure like all other horses; and hay and a lot off work is done keeping them in fences; healty and sorted - ... we feel the work is to much compaired to the payment that we get for the cost we spend so... this is the only thing we can do - to keep the farm running! -
Alls eru þetta 8 merar; en til samans fara 18 merar frá Lágafelli þennan vetur - því mamma og pabbi ætla að senda frá sér 10 merar; þetta er liður í því að spara - því að fóðrun á merunum stendur ekki undir kostnaði eins og staðan er - þegar þær eru ekki að kasta folöldum og ekki að selja blóð - við kostum upp á ormalyfgjafir og girðingu; vinnu við smölun og viðhald á öllum aðbúnaði í kringum hrossaeignina og komum út í stóru tapi eftir þennan vetur ef við tökum ekki vel til íkringum okkur núna! - ÞAÐ VERÐUR AÐ LÁTA BÚIÐ GANGA FYRIR!

Máni verður líka felldur í vetur og gömlu klárarnir hans Tomma vinar míns -
We will also put Máni out for the winter starts and also the two old gelding that Tommi ownes here at Lágafelli -


Listi yfir hross sem seld hafa verið á árinu
List off horses that have been sold last mounths - (foals not incluted)

Harrý frá Lágafelli
Rúbín frá Lágafelli
Íó frá Lágafelli
Ýmir frá Lágafelli

Fána er búin að vera hjá Axel og Silju í Hólmum undanfarin ár og verður þar til frambúðar - því að ég ákvað að Axel mætti eiga hana upp í alla hjálpsemina - :-))) EF ÞÚ SAMÞYKKIR ÞAÐ AXEL???
Fána has been with Axel and Silja Hólmur last years - and we have desided she will be there forever - if Axel exsepts this for all his help :-))) WHAT DO YOU SAY; AXEL???

Vona að ég hafi talið rétt upp -
Hope I have counted right -
Have to go
Verð að fara
Sæunn


29.11.2008 22:45

Eigendur eftirtalinna hrossa gefi sig fram!

Owners off following horses - pleace contact me at Lágafelli web. hao@emax.is

It is becouse off correction off papers and ownership and becouse off payment -
Málið varðar pappírsgerð og eigendaskipti og greiðslur fyrir dvölina hér -


Harrý frá Lágafelli
Baldur frá Lágafelli
Villimey frá Lágafelli
Skór frá Lágafelli
Skína frá Lágafelli
Flauma frá Lágafelli
Hexía frá Lágafelli
Smarties frá Lágafelli
Glær frá Lágafelli
Trúður frá Lágafelli
Úrsus frá Lágafelli

Sooner then later thanks!
Fyrr en síðar takk fyrir!

Kveðja
Sæunn

clockhere
Flettingar í dag: 124
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 280
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 399289
Samtals gestir: 47364
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 20:49:43