29.01.2024 16:31
Bóndadagur liðinn, Þorri hafinn
https://bragi.arnastofnun.is/ljod.php?ID=4844
mætti halda að þetta gamla kvæði lýsti bónda mínum -
Hér voru langar mjaltir - nýja kvígan sem sótt var úr fjárhúsunum í gær er brjáluð - búin að vera eins og hind - stökkva ofan í gryfju og úr henni eins og steingeit og - brjóta vatnið og - allavega vesen - ...
en ég tók til eldaði hakk og egg og gerði salat og - hafði með matnum -
Helga Sif var hér um helgina að redda málum - og gerði - við sendum hrossin hennar Heikear á bíl í Holtsmúla og svo með Hestvit til Þýskalands í vikunni - og ja það er bara kominn harður vetur í kortin -
Strákarnir okkar og Díana mín í Lissabon þessa helgi og næg verkefni f þau þegar koma heim FH og Díana að henda í hrossin - við gáfum á laugardaginn og -
ja - það er komið að gjöf - ...
VH er atvinnulaus í bænum - ef ehv veit eitthvað um vinnur og - ja - Bergrún í Háskólanum að læra Viðskipti - ;) Duglegir krakkar -
Þessar eru fréttirnar og yfir og út með ykkur
SÆUNN