05.12.2023 21:33
Jæja þá eru það fregnir frá Lágafelli
Fyrir ykkur sem vitið upp og ofan af ástandinu á bænum - þá já - það er ástand en það er upp og ofan og flesta daga einhvern veginn og ja - ... ég allavega að vinna í mínum málum ... og já - það er s.s. þannig staða á Lágafelli - að ég hefði haldið að það væri betra að vita sem minnst - og hugsa bara fallega hingað heim í hlað ;) TAKK
Annars gengur búskapurinn vel. Hvernig á annað að vera í svona ágætu veðri eins og er hér á bæ þessa dagana - og já - ég verð að segja að ég mundi ætla að það sé bara betra að vera bóndi þegra ekki er enn allt á kafi í snjó og það eru ekki harðari frost en orðið er - en kvígurnar á bænum eru enn úti og fá að éta í gjafagrind og aðgang af afgangs káli í kálgarðinu sem gerður var fyrir kýr í sumar - og beit með því af Markartúninu og eru í skjóli af þeim trjám sem her eru í skjólbeltunum sunnan við bæ - væsir sem sagt ekkert um þær blessaðar - og í þeim naut - svo þær eru með fulla þjónustu ;) -
Ærnar á bænum eiga inn um næstkomandi helgi og helst að fá rúning líka - og ja - ... það er að koma að minni bestu vitund ungur maður í jólafríinu sínu - á morgun í vinnu til okkar fram að jólum - og vinnur sér þá inn smá aur - og verður vonandi aðeins með í vasa í janúar þegar að skólarnir byrja aftur - en hann er vanur og verður gott að hafa hann með í verkum fram á aðfangadag. Óliver vinnumaður - vetrarpúkinn - fær svo mömmu sína í hús - og verður hér fullt af fólki um jólin - ... en ég sjálf er hætt við útrás af heimilinu og verð BARA heima hjá mér - ... það er ekki hægt að vera með úthlaup þegar allir aðrir ætla að vera hér - Diana og Freysteinn verða í Danaveldi og ég veit ekki með sambýlingana mína - bæjar-fólkið - en þau eru velkomin heim - en kannski bara að gera ráð fyrir því hér og nú að það verða jólin!!!
Kýrnar eru ehv að klikka, gömlu beljurnar - með rosa frumutölu - tvær - og fara strax og hægt er og einhverjar á leið í geldstöðu - enda verður svo að vera með 10 kvígur sem byrja núna strax um og eftir jól - að bera - búnar að vera í nauti frá því í vor og - munu koma inn hver á eftir annarri í fjósverk - og mjólka vonandi í stað þessarra sem voru látnar fara um daginn og eru á listanum nú - ... en takið eftir Baula gamla - MÍN - er enn til ;) - og stendur sína vakt - eins og herforingi - elst og fallegust - enda af Baugsstaðakyni ef ég man það rétt og svona bröndótt eins og það kyn gat verið - og var fallegast allra. Tígraröndótt. - Fékk nafnið Baula, því hún bara baulaði og baular á okkur með látum, ef að það er eitthvað eins ot það á ekki að vera í fjósi og hættir ekki fyrr en að hlutirnir hafa verið lagaðir að hennar mati - til betri vegar ;) GÓÐ ;) - BEST!
Hrossin í bænum eru að brillera í tamningunni, orðin vel reiðfær undir hnakknum - fer af henni Hélu minni sú saga að hún sé bestust með lausan allann gang og reynir sitt besta að gera knapa til geðs - og sýnir af sér mikið prýði undir hnakk, óhrædd og forvitin - og er það vel, var spök sem folald og tryppi en lenti í gröddum sem komu hér við og eignaðist slysafolald bara þriggja vetra og var í blóðinu fjögura vetra en ég ákvað að hún yrði ekki með í blóðstóði í sumar og - hélt henni frá og núna orðin 5 vetra er hún eins og ég vissi að brillera í höndum Ísabellu minnar, - snillingur eins og mamman - og ja - með henni í bænum er fröken Dúna, - og er víst eins og mamma hennar var - í lágagírnum og þung á sér en sýnir allan gang og er komin undir hnakk og hægt að fara á henni um hverfið en hún er bara ekkert að flýta sér við það. - Litli Kall er með þeim - og ég veit ekki um örlög hans eftir veru í bænum - hvert hann er að fara - af því ég veit ekki hvaðan hann er að koma og - allt það ... - hann er s.s. á leið í annarra hendur!
En hann er skemmtilegur karakter, hlýðinn og gangsamur og ferlega skemmtilegt eintak - ...
en allavega og yfir og út -...
þetta er að frétta -
k SÆUNN