18.11.2023 20:37
Jörðuðum merarnar með viðhöfn í dag og sóttum ónýtan tjaldvagninn
Felldum Tíbrá og Snerru í gær en komumst ekki til að jarða þær en það var svo gert í dag og með viðhöfn - báðar fengu þær gröf austur í skógi á góðum stað og viðstödd var gráa línan í hrossastóðinu - stóðu þarna yfir þrjú grá og rautt folald og kvöddu - það eru ómældir lítrar í tárum farin með og ég bara verð að segja að upplifun mín af endi búskapar hefur ekki verið sterkari en nú ... óþolandi ástand - en svona eru tímarnir... - Það verður ekki bæði haldið og sleppt - ... ;(
Slepptum Myrkri og Pí í Bótina til hinna hrossana og með þeim fór litla >SvartaPerla og er með montnari tryppum á bænum - fór hér um á yfirferð á öllum gangtegundum og sýndi sig - því ekki ætlaði hún endilega neitt að fara það sem við vildum að hún myndi fara - :) HAHAHA - Óþekktin hún - en svona ungviði setur líka í kollinn á manni ögn von -
Í skóginum held ég - ég hafi í náttskilum, séð aftur þennan fugl sem ég er búin að sjá nokkrum sinnum núna undanfarna daga - KRÁKU - alveg viss - en hún var á grein og flaug upp í skóginum - og sat á milli litlu Hildiseyjar og Hildiseyjabæjanna um daginn þegar ég skaust með HÁÓ út í Hólm að sækja Olíutankinn - og þá héldum við að kannski væri fuglinn svört Dúfa en hann er búinn að sjást við Gunnarshólma og líka við Réttina og er að því er virðst að elta hrafnagerið sem er hér í sveit og ég er búin að sjá hér þennan ljósa hrafn sem er vinsælt myndefni hjá áhugaljósmyndurum landsins - leirljós að lit eða hvítur/grár og - sat með hrossunum neðan við Bólsstað þegar ég fór til verka í Hvolsvelli - í síðustu viku.
Hér er komin bleik jólarós í hús og situr á eldhúsborðinu og sömuleiðis í kertavasa - ljós f fallegar hugsanir og minningar og ja - það er komin í mig svona ... jæja, þetta ár skal nú enda á jákvæðum nótum, þó ekkert sé hér eðlilegt eða búið að vera auðvelt og einfalt. -
Mamma sagði mér eftir Magna bróður að ég eigi Fésbók og nei vinir mínir - hér er ég og ætla ekki að eiga fésbók, svo sá eða sú sem á fésbók í mínu nafni er hakkari og þetta er ekki ég - ætla ekki á fésbók aftur - upplifi þvílíkt frelsi af því að vera bara ég og er að vona að ég þurfi ekkert á hvorki messenger eða feisi að halda - á mail - lagafelli@gmail.com og á hér þessa síðu og þið getið ef þið kærið ykkur um verið í samskiptum við mig hér eða bara í gamla góða 8918091 - og annars heimsókn og kaffi/með því - en ég bara hef öðlast frelsi og vit til að hafa ekki alla ofan i mér og ég ekki ofan í fólki - svo takk f árin á fésbók en þau eru búin frá minni hálfu - ég er frelsuð!!!
Varið ykkur á eftirlíkingunum!!!
Þetta lag Angels hljóðar alla daga í hausnum á mér - og ég er búin að sjá Netflix myndina um Robbie og aðdáun mín á manninum er bara meiri - þvílíkur listamaður - TAKK
I sit and wait / Sit hér og bíð
Does an angel contemplate my fate / ráða englar örlögunum mínum And do they know / og vita þeir The places where we go / leiðirnar okkar allar When we're grey and old / þar til við verðum gömul og grá 'Cause I have been told / mér hefur það verið sagt (HAHAHAHA) That salvation lets their wings unfold / að hjálpræði breiði út vængi þeirraSo when I'm lying in my bed / þar sem ég ligg í rúmi mínu
Thoughts running through my head / minningarnar renna í huga mér And I feel that love is dead / og ég finn ástina þverra I'm loving angels instead / Nú elska ég englana allaAnd through it all she offers me protection / Í gegnum allt, þar er til vörn
A lot of love and affection / styrk ást og athygli Whether I'm right or wrong / hvort sem ég hef gert rétt eða rangt And down the waterfall / í öllu þessu mótlæti Wherever it may take me / hvert sem það mun leiða mig I know that life won't break me / veit ég að lífið mun ekki buga mig When I come to call / þegar ég þarf á að halda She won't forsake me / mun enginn dæma I'm loving angels instead / því ég trúi á máttarvöldin öllWhen I'm feeling weak / þegar ég er veik
And my pain walks down a one way street / og verkirnir eru allir á eina vegu I look above / hugsa ég til himnana And I know I'll always be blessed with love / og ég veit ég verð blessuðAnd as the feeling grows / og þegar trúin vex
She brings flesh to my bones / þá styrkist ég And when love is dead / og þó ástin fölni I'm loving angels instead / þá munu englarnir elska migAnd through it all she offers me protection
A lot of love and affection Whether I'm right or wrong And down the waterfall Wherever it may take me I know that life won't break me When I come to call She won't forsake me I'm loving angels insteadAnd through it all she offers me protection
A lot of love and affection Whether I'm right or wrong And down the waterfall Wherever it may take me I know that life won't break me When I come to call She won't forsake me I'm loving angels instead