Nafn:

Sæunn og Halldór Lágafelli

Farsími:

8918091

Tölvupóstfang:

lagafelli@gmail.com

Afmælisdagur:

06.06.2001

Heimilisfang:

Lágafelli 861 Hvolsvöllur Iceland

Önnur vefsíða:

www.lagafelli.is

Um:

Landbúnaður, sala heimaafurða og íbúðarleiga / ferðaþjónusta

Uppáhalds manneskjur:

mamma og pabbi

Uppáhalds matur:

steikt lifur

Eftirminnilegast:

þegar við tókum við Lágafelli

18.12.2010 13:27

Það er svo óralangt síðan síðast.....

It has now gone way past time ....

Hér á Lágafelli er allt við það sama. Mikið að gera að venju. Kannski óvenju mikið því nú er bæði verið að hleypa til hrútum, og fyrsta kálfskvígurnar eru að byrja að bera.  Við erum heppin að því leiti að það hefur verið óskaplega góð tíð, og við höfum ekkert verið að gefa útigangi - nema bara rudda úr fjósinu - Almennar gjafir í útigang eru ekki hafnar. Enda koma merarnar varla heim - þær eru bara langt uppi á mýri á beit alla daga - og varla nokkur ástæða að vera að bröllta við það að gefa þeim neitt - þegar þær koma ekki í moðið úr fjósinu? / Það er ekkert smá moð sem þaðan kemur - (ca. helmingur af hverri rúllu endar úti í stóði) - Við höfum nefnilega ekki enn komist í það að nota turninn - það var fyrst núna í góða veðrinu sem vatnið hætti að vera frosið í farginu ofan á turnheyinu inni í turni og það verða e-h dagar þar til allt hefur verið smurt og gert klárt til að gefa með góðu honum - ... 7 9 13 að verkunin sé góð!!!
Krakkarnir eru komnir í jólafrí og á morgun (sunnudag 19des) kemst ég í frí frá mínum skóla, Nadine er að fara heim í jólafrí og í dag kemur Saana - sem er finnsk - til að dvelja hjá okkur um jólin og hjálpa til í búskapnum! En hennar stærsti draumur er að fá að upplifa jól í sveit á Íslandi - og við erum tilbúin að veita henni þessa upplifun og fá örlitla hjálp í staðin - því að það er svo mikið að gera á bænum núna.
Halldór minn er maður ársins á Lágafelli, að mínu mati - búinn að gera kraftarverk á bænum...mörgu hefur verið áorkað í sumar sem við höfum hingað til aðeins látið okkur dreyma um - og allt hefur þetta gerst meðfram öðrum önnum við búskapinn - OG ÞAÐ MÁ EKKI GLEYMA ÖLLU FÓLKINU SEM HEFUR VERIÐ HÉR MEÐ OKKUR/HONUM VIÐ AÐ LÁTA DRAUMANA RÆTAST!  Hér hefur verið girt, túnin stækkuð, mokað út úr fjárhúsi, lagfært í fjósi/nýr tankur í mjólkurhúsi, það er búið að laga til í kjallara húsins og henda rusli sem flest fólk geymir ekki heima hjá sér, það er búið að setja upp stíur í kringum kálfana og endurnýja í kringum turninn, traktórarnir hafa verið yfirfarnir einn af örðum og hagrætt í búskapnum á ýmsan máta - Þessi hagræðing er e-h sem við Halldór erum enn að skoða en okkar draumar eru orðnir svolítið KLIKKAÐIR þessa dagana - hehehehe - Draumurinn er eftir að verða 10 ára veru hér á bæ - að gerast lífrænir bændur! - Já, og þið lásuð rétt - það eru að verða komin 10 ár síðan við tókum við á Lágafelli - ... enda stefnum við á það að halda partý og bjóða ykkur að koma og fá ykkur veitingar hér á bæ - 1.júní 2011 - TAKIÐ DAGINN FRÁ!!! - En um þessar lífrænu hugmyndir - eins og þið hafið flest heyrt og séð í fjölmiðlum - þá er kreppa í landinu, og öll aðföng við búreksturinn hafa hækkað svo um munar - sem gerir það að verkum að staða okkar á þessu smá koti er ekkert alltof góð. NEI VIÐ ERUM EKKI AÐ FARA Á HAUSINN og við HÖFUM ÞAÐ SJÁLFSSAGT BETRA EN MARGIR AÐRIR en þessi kreppa og allar þessar hækkanir hafa leitt huga okkar að lífrænu ferli í búskapnum - Við erum að skoða þessi mál - en svo hefur fleira valdið því að við erum farið að skoða okkar mál, varðandi bætta heilsu og betra líferni. 
Ég, eins og allir vita - datt hér niður í kjallara, í kjallaratröppunum - og fór í klessu!  Er líkamlega of þung og alltaf að reyna að gera e-h í málunum, en ekkert gerist!!! Alltaf jafn helvíti feit, djöf - bölv!
En nóg af þessum hugsunum! - Hugsum um e-h lífrænt!
Það eru nefnilega pælingar hér á bæ að fara að snúa öllu í lífrænt og koma svo e.t.v. e.h.konar ferðaþjónustu af stað í þeim efnum og læra að hugsa um sig "á eðlilegan hátt" - bæði líkama og sál - eftir fræðum sem miða að bættu líferni/líkamlegu atgerfi!a
Ég er ofsalega stollt af því að Landeyingar eru komnir með eigin líkamræktaraðstöðu og ætla mér eftir áramót að koma mér upp prógrammi til að fara eftir - til að styrkja þennan handónýta líkama -
Held það suma daga að næsta mál á dagskrá hjá mér sé að panta mér farmiða í djúpa gröf - og panta gistingu í hvítri kistu! Þetta hefur rosalega niðurdrepandi áhrif á mig, þetta niður-fall í stiganum og þessi endalausta fita - OG BARA ÉG GET LAGFÆRT STÖÐU MÁLA!!! Loksins er  mér farið að líða betur - vegna þeirra læknina sem ég hef fengið að undanförnu - og nú get ég farið að hugsa um sjálfa mig, og vonandi komið mér í e-h form sem er ásættanlegt!
Við erum að fara í tamningar eftir áramót - ætlum að hafa hestaskipti við Skúla/Stein og Skúla - og fá út úr þeim viðskiptum; 4 fulltamin tryppi - Reiðhestarnir á bænum eru að verða gamlir, og endurnýjun er mjög skammt á veg komin. En á síðasta ári var næstum ekkert tamið - og það sem tamið var er engann veginn tilbúið til nokkurrar reiðar!!!
Við ætlum að reyna að losa aðeins um allan þennan hestaflota, og í ár voru feld 25 hross - en við keyptum 11 - og svo voru 12 ásett - svo í raun eru bara fækkun um 3 í stóðinu! Þvílíkur aulagangur við að fækka þessu drasli öllu saman! hehehe 
Kindunum fækkaði óvart! Þær voru 101 á fóðrum í fyrra - en í ár eru þær rétt um 90 - og af því eru 5 smálömb sem við ætlum að éta um páskana - nýslátruðum!!!
Kúnum er hinsvegar að fjölga, og fjölga og fjölga!!! Þær eru orðnar um 40, og okkur dreymir um að hafa þær fleiri og kaupa meiri kvóta!!!  Næsta ár, er sem sagt mikið breytinga ár - við erum með margar hugmyndir uppi um hvað á að gera og hvernig, og stefnum að mikilli hagræðingu!
Mikið af skemmtilegum atburðum hafa orðið á þessu ári sem hafa kætt okkur og bætt tilveruna. Við fermdum fyrsta barnið okkar í Krosskirkju á sumardaginn fyrsta, afmælisdag Halldórs míns og komu margir í ferminguna. Við réðum Bigga, til að vera matmaðurinn í veislunni og hann og Hlín og Arna vinkona mín ásamt vinnufólkinu mínu - og Svandísi vinkonu - björguðu okkur þennan dag! Fermingin hefði ekkert orðið án þeirra.  Ég er örugglega eina konan í landinu sem gleymdi TENGDAMÖMMU - varðandi fermingardaginn hans Freysteins. Og skammast mín enn ofan í hæla að hún var ekki sótt til kirkjunnar - til að vera viðstödd þegar Freysteinn var fermdur! Í öllu stressinu í kringum þennan dag, þá bara fyrirfórst þetta atriði. Og elsku Alma mín, mér þykir þetta óendanlega leiðinlegt, það var alls ekki meiningin - og verður ekki aftur tekið!! En við áttum samt dásamlegan dag og Freysteinn sjálfur er hæst ánægður! Sem var tilgangurinn með fermingunni, auk þess sem hann er búinn að staðfesta skírnina og kirkjuna! Við fórum í 10 daga ferðalag um Vestfirði um mitt sumar og nutum þess í botn, Halldór fór norður á "Agureyri" og í hendingskasti heim sólarhring síðar - því að það fór að gjósa í Eyjafjallajökli - en þar áður hafði gosið á Fimmvörðuhálsi/á tveimur stöðum - og í öll skiptin var tilveran okkur hagstæð - því að gosin 3 höfðu ekki mikil áhrifa á okkur hér á bæ - Nema bara fyrir þær sakir að það fór að gjósa, og við vorum vakin og beðin um að rýma í skyndi til að verða ekki fyrir hugsanlegu flóði sem hefði getað fylgt þessum hamförum - en þetta slapp allt saman og við erum heil á sálini eftir.  Á meðan á gosunum stóð - varð mikið sjónarspil til Austurs frá bænum okkur séð og ómældar mínútur sem fóru í það að dásama meistaraverkið JÖRÐINA/og Náttúru hennar - en um leið voru margar mínútur/og eru svo sem enn - sem heimilisfólkið hefur vorkennt þeim sem verst fóru út úr þessu öllu saman! Enda örugglega ekkert gaman að búa á því svæði þar sem mestur öskumökkur lagðist yfir allt, svo maður tali nú ekki um þá óvissu sem framtíðin ber í skauti sér - því þarna á svæðinu er enn allt óljóst með peningastyrki og bætur!  Sem er óþolandi fyrir þá aðila sem verst urðu úti. FINNST YKKUR ÞAU EKKI HAFA ÁTT NÓGU ERFITT - spyr ég bara -ÞÓ SVO PENINGAÁHYGGJUR BÆTIST EKKI OFAN Á ALLT ANNAÐ!???-(
Við vorum mjög heppin þetta árið að fólkið okkar; kom og hjálpaði okkar við það sem þurfti að gera vegna búskaparmála hér á bæ - Gunnar "gamli" kom og bjargaði málum í fjárhúsi og ég veit hann trúir því ekki hvað hann er mikil HETJA í OKKAR AUGUM - við eigum honum svo margt að þakka! En Flóin okkar stóð vaktina með okkur fram á haust eins og svo oft áður, og verður alltaf og ævinlega nr. 1 í okkar huga. Kerstin/Kristín Langenberger - kom hér til okkar í kringum fermingardaga Freysteins og var allt í öllu. Angie, sem var vinnukona hér frá Feb fram í Ágúst - En Pabbi hennar kom á endanum og SÓTTI HANA, hehehee. Hestastelpan Lilja, kom hér í vor sem hestastelpa en fór í haust sem fjósakona  - Jessica okkar Sænska, kom í heimssókn í sumarfríinu sínu og var hér allt í öllu eins og venjulega. Gunnar "litli" kom svo aftur í sumar og var hér í 2 mánuði, við allt mögulegt - Hlutverkið var að elta Halldór, en held hann hafi nú mestmegnis elt stelpurnar!!! hehehe. Júlía, kom um mitt sumar til að ríða út fyrir okkur og fór í lok okt. - Nadine, kom í verknám til okkar um mitt sumar og verður í heilt ár. Í okt kom til okkar, dönsk stelpa - Nadina - í 3ja vikna verknám! Þetta fólk ásamt MÖMMU OG PABBA, og öllu hinu fólkinu mínu á ótrúlega miklar þakkir inni hér á bæ - fyrir endalausa þolinmæði og hjálpsemi. Gummi, frændi minn átti heima hjá okkur í allt sumar - og fær hann hér þakkir af því að hann er svo dásamlega yndislegur - og bestasti frændi í heimi! Sigurbjörg Fríða, er á lista yfir TOPP FÓLK ársins, enda er hún fallegasta kona Íslands. Bjössi bró, Atli bró, Jón Úlfur og frú, Óli og Tobba, Guðni og Arna, Silja og Axel, Hlynur og Gulla, Pétur og Ísabella, Jói og Hildur og co, Hlín og Biggi, Sara mín og Elli og fleiri og fleiri - (setja sig á lista - fyrir afrek ársins í COMMENTUNUM!!!) Guðbjörg á Skíðbakka og Albert hennar, fá bestu þakkir fyrir að senda TROMMUSETTIÐ Í HÚSIÐ! hehehe -
En jæja, þetta er það sem ég hef að segja um árið 2010 og læt hér staðar numið!
Ég ætla núna að ganga í það mál að smala saman - fésbókarfærslum og setja hér inn - í stað allra óskrifuðu bloggfærslanna. Og enska textana - þegar ég finn stund í það!
Hér verður settur punktur aftan við i-ið - Ég er að fara að ganga frá Jólakortunum og koma þeim í póst og verð að láta prenta þennan texta fyrir mig á e-h góðu heimili - því að það er ekki til prentari hér á bænum - ... því sumir af þeim sem fá jólakort komast ekki til að lesa þetta JÓLAbréf - á vefnum og verða að fá þetta útprentað með sínu korti!

Knús og jólakveðjur úr bænum á Lágafelli til ykkar allra!
Við erum svo heppin í lífinu að við göngum út þetta ár hnarrreist og glöð og fögnum ævintýrum næsta árs með tilhlökkun!  Árið 2011 verður svo sannarlega spennandi!
Bestu þakkir fyrir fermingarbarnið í vor - allir saman!
Kv Sæunn og co Lágafelli

clockhere
Flettingar í dag: 25
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 149
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 399339
Samtals gestir: 47377
Tölur uppfærðar: 23.12.2024 01:06:07