Nafn:

Sæunn og Halldór Lágafelli

Farsími:

8918091

Tölvupóstfang:

lagafelli@gmail.com

Afmælisdagur:

06.06.2001

Heimilisfang:

Lágafelli 861 Hvolsvöllur Iceland

Önnur vefsíða:

www.lagafelli.is

Um:

Landbúnaður, sala heimaafurða og íbúðarleiga / ferðaþjónusta

Uppáhalds manneskjur:

mamma og pabbi

Uppáhalds matur:

steikt lifur

Eftirminnilegast:

þegar við tókum við Lágafelli

20.09.2010 12:33

Já sei sei nú

Hér erum við öll ennþá lifandi og ekkert að frétta!
We are all here - alive but we have nothing to say to you!

Kýrnar eru í essinu sínu þessa dagana - það koma nýir kálfar á hér um bil hverjum degi - og mikið að gera að taka á móti kálfum -... ein nýbæran bar reyndar bara og svo var hringt á SS bílinn og hún er uppi á Animal Planet með öllum hinum jórturdýrunum í Dýrafirði...
Our cows are having their calfs these days - and almost every day for some days we had a new one -
one cow had to go to slougherhouse though - for she was so bad after her birth that we couldn´t keep her anymore so she is now living with her friends up on Animal Planet and does it good.

Blóðtakan úr merunum er að enda - það eru 2 skipti eftir - næstkomandi miðvikudag og miðvikudag ín æstu viku.  Þá er þetta tímabil í okkar búskap búið þetta árið!  Við erum búin að velja ásetninginn - og mamma og pabbi líka = 12 folöld í allt - og 7 hafa verið seld - en við vonumst til að ná þeirri tölu upp fyrir 10 áður en áramótin koma -... 
Bloodseason in the mares heard is almost over - only two times left - next wed.day and the wed.day in the week after this one... then that perioud off our farming  this year is finally over!  We already picket out our live foals for Lágafell and Baugsstaðir = in total 12 and then 7 have been sold already - but we have hopes they will be 10 before new year begins.

Reiðhestarnir eru að veikjast á Lágafelli núna, við erum alltaf að skipta um hesta og senda í frí og taka heim og senda næsta í frí og taka nýtt heim - ... spurning hvort maður sendir ekki bara alveg allt í frí fram yfir jól um leið og önnur vinnukonan fer -... það væri besta ráðið held ég...
Our riding horses are getting sick - we change them for others and then put sick once for a holiday - but... then when they get sick we pick others home and so on... but ..it is a question now if we do not just have to send them all for  a holiday for a while and then... have no horses inside till chirstmas comes???

Fyrstu lömbum var slátrað í síðustu viku - við fengum 16.94 kg í meðalvikt af 40 lömbum og ... 6.53 fyrir fitu og 8.00 fyrir gerð.  - 27 ær fylgdu lömbunum í sláturhúsið - Hugsa að við reynum að hafa féið við 80 hausa næsta vetur.  Hér eru ennþá til yfir 100 lömb sem eiga að fara í sláturhúsið e-h tíma í haust - ekkert ákveðið en... ca 20 lömb fá að lifa.  Við fengum ekki nema 4 lömb út úr sæðingunum síðastliðin vetur - 1 hrút og 3 gimbrar.
Our first lambs have been put to sloughterhouse, and we got 16.94 kg in average score for kg - off 40 lambs and 6.53 points for fat and 8.00 for their body building - wich is very good - ... low fat huge muscles.  27 grown up sheep went with the lambs to sloughterhouse now... but still there are over 100 lambs here in our fields that wait their turn - and about 20 lambs we have market to live -
we only got 4 lambs from the sperminaiting part off our breeding (we always buy special sperm to grow better lambs)... and 1 was a male/3 were female - and all will live ... to have new blood in our sheep heard.

Ég er að reyna að vera nemi - Mér gengur það sí svona ágætlega - en... það er samt e-h ósamkomulag á milli mín og tölvuheimanna - ... Það virkar það sem á að virka en... þegar á að taka á því virkar ekki neitt - hehehee... Sannaðist meira að segja þegar ég fékk að fara í tölvuna heima hjá Jóni og Jórunni Laugardaginn, hér um bil ósofin eftir mikinn barning við að koma verkefni til skila heim að Hólum fram á nótt  á föstudagsnótt -... Fékk Jórunni til að aðstoða mig á Laugardeginum - sendum verkefnið en svo varð allt í bileríi heima hjá henni líka - ... leiðinlegir straumar sem fylgja mér held ég... og tölvum! hehehe
I am trying to study most days - I am doing fine by reading but... to turn in my papers after working them - well - then all hell brakes loose in the computure zone - and... on Friday eve - I was till 3 in the night to turn in an essay and couldn´t so in the morning off saturday I went to a friends house to work in my papers and... hehehehe
well we sent off the paper but her computure is broken since! hehehehe

Krakkarnir mínir eru í skóla líka - gengur það vel... og eru með hressari móti varðandi skólagönguna - ekkert alvarlegt komið upp á - en Bergrún var í fyrra vetur alveg búin að fá nóg af verunni þarna efra og vildi ekki mæta - svo við foreldrarnir áttum í mesta basli með okkur og hana - ... en við skulum ekki fagna alveg strax - Heyrði það utan að mér að það er e-h óvenjuleg uppeldisstefna í gangi í hennar bekk, sem hún er ekki alveg sátt við... - svo...kannski á róðurinn eftir að þyngjast!?
My kids are also in school - and doing fine - they are happy to go there - and nothing has happened that makes them not want to go - but that horror was our fight last winter with Bergrún - who went many days crying to to school for she felt bad there - ... a horrible time for us the parents - but ... now that has changed ... - but lets now selebrait yet - I heard it from a distance that there are some kind off different ways off child-behaviour in her class - so... perhaps it will turn bad again - IF I think I am lucky to early???

Heike og Georg komu í heimssókn í byrjun skólárs, hjá mér og börnunum...
og dvöldu í viku tíma - 9 DAGA - ... skemmtilegur tími og við brölluðum margt - lengdum flakkið á sumrinu svolítið með að fara í Landmannalaugar einn daginn og gerðum ekkert nema leika okkur!
takk fyrir heimssóknina

Heike and Georg came for a visit in the start off everyonce school year -
and stayd 9 days - ... a great time - and we did a lot - we for expl went one day to Landmannalaugar and... did only rest and play the hole time -...thanks for your visit 

kv Sæunn








clockhere
Flettingar í dag: 388
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 149
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 399702
Samtals gestir: 47444
Tölur uppfærðar: 23.12.2024 01:48:15