16.05.2010 13:50
Fann þetta á netinu og fannst þetta sannarlega eiga við mig!
Sá sem varðveitir.
Ég ólst upp á árunum 1940 - 1950 hjá 
raunsæjum foreldrum. 
Ég sjálf ólst reyndar upp á árunum 1973-1989 hjá raunsæjum foreldrum, sem bösluðu við að búa sér heimili og eiga í sig og á - pabbi lærði til vélfræði - mamma var og er allt múlígt kona. Að auki mátti ég teljast heppin að alast upp hjá afa mínum og ÖMMU sem var eins og frúin í lýsingunni rauðlituðu - drottning endurvinnslunnar; þvær ennþá nestispokana að innan sem notaðir voru um samlokurnar sem settar voru í þá, geymir álpappírinn og notar aftur og aftur og... setur nærbuxur á höfuðið á meðan hún steikir kleinurnar, því hárnet eru svo dýr í innkaupum!                                                        
Móður, Guð varðveiti hana, sem þvoði 
álpappírinn eftir hverja notkun og notaði aftur. Hún var sönn 
endurvinnslu drottning áður en þeir höfðu fundið upp nafnið 
endurvinnsla. 
Föður, sem var glaðari yfir að hafa lagað
 skóna sína heldur en að kaupa nýja. 
Hjónabandið var gott, draumarnir 
raunhæfir. Bestu vinirnir bjuggu varla húsalengd í burtu. Ég get séð þau
 núna, pabbi í buxum og í bol og mamma í hversdags fötum, með 
sláttuvélina í annarri hendi og viskustykkið í hinni. Þetta var á þeim 
tíma sem gert var við hlutina. Faldurinn á gardínunni, útvarpið í 
eldhúsinu, útihurðin, hurðin á ofninum og hversdags fötin. Hluti sem við
 höldum upp á. Þetta var líf sem stundum gerði mig brjálaðan. Alltaf að 
gera við, borða, endurvinnsla. Ég vildi bara vera ánægður, eiga nóg, 
kasta hlutum, vitandi að alltaf er til meira.
 Ég reyndar get alveg átt hlutina, þar til þeir detta í sundur að sjálfu sér og hef alltaf getað gert - ég þarf ekkert nýtt, ef það gamla virkar = saman ber það að við notum ostaskera til að sneiða niður allt sem þarf að sneiða niður í sneiðar; ost agúrkur og eggin - ... við erum vön því og kunnum lagið á því...flysjum meira að segja með honum kartöflur og gulrætur... - það þarf ekki nema eitt verkfæri til að gera sama hlutinn...  Ég óst upp við að leika mér að hornum og skeljum úti á hól, þurfti ekki eins og nútíma barnið SJÓNVARP tölvu og IPOD til að vera hamingjusöm... ég hafði það allt úti í náttúrunni og meira til!
En svo dó mamma, á þessari heiðskýru 
sumarnótt í hlýju sjúkrastofunni, ég var snortinn sársauka, vitandi að 
það var búið. Stundum hverfur það sem okkur er kærast og kemur ekki 
aftur. Á meðan við höfum það hjá okkur er best að þykja vænt um það, 
hlúa að því, laga það þegar það bilar og lækna það þegar það veikist. 
Það á við um hjónabandið, gamla bíla og börnin með slæmar einkunnir, 
hundinn með bilaða mjöðm, nöldrandi foreldra og tengdaforeldra.
Ég á ennþá alla sem mér þykir vænt um í kringum mig, nema afa - sem kenndi mér ótal margt en samt hefur samtíminn og lífið gert það að verkum að líf mitt nú og þá er hreinlega eins og svart á hvítu... Það er ekki hægt að líkja því saman hvað ég var í raun hamingjusamari þá en ég er núna - þó svo ég geti ekki sagt það beint að ég sé óhamingjusöm... en ég er allavega svo sannarlega í þeirri stöðu í lífinu í dag að ég vildi að ég hefði farið öðruvísi að - í svo mörgu ... 
Við varðveitum þetta, vegna þess að það 
er þess virði, við erum þess virði. Sumt geymum við eins og besta vininn
 sem er fluttur og bekkjarfélagann sem við ólumst upp með. Það er bara 
þannig að sumt gefur lífinu gildi eins og fólk sem er okkur mjög kært, 
við viljum hafa það nálægt okkur.
Hugsa sér alla vinina sem ég hef glatað á lífsleiðinni, bara vegna þess að ég var of upptekin við að skapa mér líf - og tilveru ..það er hreint ótrúlegt að hugsa til þess hvert ég hefði getað farið ef... en samt vildi ég hvergi annarsstaðar vera en einmitt hér... skrýtið???
Ég fékk þetta frá einhverjum sem heldur 
að ég sé hirðusöm, því hef ég sent þetta til þeirra sem ég held að hugsi
 eins. 
Nú er komið að þér að senda þetta til 
þeirra sem hlúa að lífi þínu. Góðir vinir eru eins og stjörnur, þú sérð 
þær ekki alltaf en þú veist af þeim og þær eru alltaf til staðar. Hlúðu 
að þeim.
Til Allra sem telja sig vera vinir mínir - ... ég er ákvaflega þakklát því að hafa kynnst ykkur á lífsleið minni - afsakið ef ég hef stigið á tærnar á ykkur, týnt ykkur eða gleymt í gleði minni í lífinu og lífskapphlaupinu - en ég held samt að þið hafið öll gert mig að þeirri konu sem ég er í dag og ég er ykkur þakklát... án ykkar væri ég ekki ÉG! 
