03.04.2010 09:15
Eldgos á Fimmvörðuhálsi
Jæja, núna er að verða kominn hálfur mánuður síðan það gaus upp úr Fimmvörðuhálsi og við Landeyingar allir látnir yfirgefa heimilin sín samkv. Almannavarnaáætlun í sveitarfélaginu.
Karlinn minn var ásamt fleira fólki í menningarreisu norður í landi og við vorum hér heima krakkarnir og vinnukonurnar að reyna að gera betur en hann -
En þá fór að gjósa! hehehe
Annars er þetta ekkert til að grínast með; því að það virðist vera að ef HALLDÓR bregður sér af bæ -
þá taki náttúran heljarkippi og spúi - bara af því hann vogar sér að leggja land undir fót.
Árið 2000 - vorum við nýfarin til Danmerkur í 3ja vikna frí - Þá skalf svæðið við Hvolsvöll og Hellu.
Árið 2008 - vorum við í Þýskalandi þegar Selfoss og nágrenni - skalf.
og núna 2010 - bara gýs... af því að HANN er með þetta brölt HANN þarna HALLDÓR!
Ég mundi spyrja mig - lesandi góður = Eigum við að láta hlekkja manninn við garðhliðið á Lágafelli?
hehehehe
Annars talandi um garðinn -
Hér er allt að lifna við í garðinum; páskaliljur að kvikna í öllum beðum og trén komin með knúpa og það var meira að segja Þröstur að syngja á grein einn morguninn = þennan sem ég ætlaði að nota til að sofa aðeins lengur! Ég sver ég var komin með allt yfir haus - sæng, kodda = bæði frá mér og Halldóri og svo þegar helv. þagnaði ekki - þá druslaðist ég á lappir! Langt fyrir heilbrigðan fótaferðatíma hjá fólki sem reyndi að vaka yfir sjónvarpinu fram á nótt og sá ekki seinni hluta Bridget Jones, né fyrri hluta TheDark - svo þessi þreyta var al-komin "vegna" vona og væntinga minna sjálfrar en... samt vöknunin var of snemmkomin vegna þessa fuglsfjanda = og þess vegna lít ég út eins og ég geri nú! hehehe
Sem minnir mig á mig sjálfa - því að ég er jú snillingur; hehehe - Ég er að ljúka þessarri önn á Hólum -
á svo bara 2 fög eftir til að útskrifast sem Dipl.ferðamálafræðingur en ég ætla að lengja veru mína í skólanum og ljúka BA námi í Ferðamálafræðinni - sem mun lengja veru mína þar um 2 ár með - árinu sem tekur að skrifa BA ritgerðina sjálfa -... svo = Vonandi verð ég komin í lag líkamlega til að ljúka göngustígagerðinni sem ég átti að taka núna í vor með hinu fólkinu á Hólum, en ætla að fresta fram á næsta vor. Skilst að þetta sé heilmikið púl!
Og talandi um púl! Ég er öll að herðast, þá daga sem ég er best fer ég nokkrar ferðir upp og niður úr kjallaranum og út á hlað að liðka mig - Og er ekkert svo aum á eftir. Hinsvegar er það nokkuð ljóst að þetta hné sem læknirinn vill ólmur fá að skera verður að skera - það er ekki í lagi! Kippist þvílíkt undan mér - og ég kikkna öll í hnjánum = sagði við einhvern hér um daginn að þetta væri allt í lagi ef það væri einhver almennilegur karl hér til að kikkna í hnjánum yfir en.. svo er ekki - þannig að þetta er algjör óþarfi. Mér finnst það mikið afrek að hafa lokið öllum þvotti og búa í tiltölulega hreinu húsi núna þessa dagana - þrátt fyrir mikla líkamlega vangetu til að haga mér eins og kona!
Og þá er að tala óþarfa!
Hef verið að velta því fyrir mér; hvers vegna öllum Landeyingum er gert að sitja og bíða við símana - því að von sé á öðru gosi úr Eyjafjallajökli og fyrst það er að gjósa þar - sé allt eins vona á að Katla vakni og láti kræla á gosi - ... en svo má allt þetta ferðafólk fara upp á Fimmvörðuháls og flestir yfir Mýrdalsjökul á kafla - eða inn í Þórsmörk ... Þar sem Almannavarnir eru búnar að spá því að EF það gýs þá höfum við bara 30 mín. til að koma okkur burt héðan, og flóðið sem verður til af bráðnandi jökli verður með flóðbylgju hér niður um allar Landeyjar (ef það gýs og vatnið fer hérna megin) - en spáin er byggð á versta möguleika á flóði sem gæti orðið; og vatnshæðin í því verður upp undir 10m.
Það þýðir að hér verður engin byggð ef spáin rætist á versta veg. Almannavarnir hafa líka talað um að það sé 40 km radíus á veðravítinu sem spilar alltaf inn í svona stór eldgos = það fylgi þeim þrumur og eldingar og um eldstöðvarnar verður þetta hættusvæði og þar sem ekki er búist við að fólki verði bjargað - ef það lokast inni vegna eldgosins = þá skil ég ekki þessa traffík þarna upp á heiðarnar í kringum eldfjöllin! Lít á það sem svo að þegar að þessu kemur - þá hvort sem er sé váin engin - þetta sé bara hluti af svona alheims-hamfaraspá = sem vísindamenn eru svo gjarnir á að beita til að telja sig klára... og svo vita þeir bara ekkert þegar upp er staðið! (t.d. með þetta gos sem nú er opið = það voru bara heimamenn sem sáu það og mælarnir góðu lágur bara hljóðir!)
Þess vegna velti ég því fyrir mér = er þetta ekki allt óþarfi? Þessar spár og þessar æfingar sem við Landeyingar höfum mátt sæta? Að hræða fólk til dauða vegna einhvers sem gæti orðið en gerist sennilega ekki? Við erum jafn-dauð fyrir því - það er hluti af lífinu að vakna upp dauður!
Og af því við erum að tala um dauðann; þá langar mig að benda fyrrverandi vinnufólki á að að Carmen var allt of feit - hún var sett í sláturhús og féll í FITUFLOKK! hehehehe
Dídí fór þangað líka - og Solla bíður eftir að sinn tími muni koma en hún er efst á dauðalistanum núna - Bylgja er nýborin = enn einn nautkálfur, svo og Minna en hún var efst í viktinni núna fyrir viku síðan. Nadía er næst í burðarröðinni af kúnum - en hún á að bera eftir mitt sumar en það eru bara 2 kvígur eftir að bera fram á sumarið. Ein þeirra er heima hjá Hadda í Miðey, og eignast blendingskálf.
Við ætlum að fara að tosa folöldin frá 2009 undan merunum -
Það getur farið að koma folald upp úr mán mótum Apríl Maí -
svo það er ekki seinna vænna.
Hér var rúið af rollum á skírdag - 95 stk. takk ... með hrútunum.
Ærnar fara að bera fyrstu viku í maí.
Fló okkar, er heima í páskafríi - en kemur 15.apríl. Til að taka hér stöðu Fjármálaráðherra!
Einhverjir bændur í sveitinni okkar fögru eru komnir með vorverki nú þegar, en svo má búast við því að þeir verkir fari að verða meiri og harðari upp úr páskunum.
Halldór situr sjálfur alla daga og semur um sáðkorn og áburðarverð. Kaupir varahluti og ég held að hann sé búinn að plata bræðurna til að koma hér í verktöku til að sjá um vélaviðgerðir.
Það styttist í fermingu hjá okkur - við erum varin að telja niður! 22 dagar í dag!
Fermingin fer fram í Krosskirkju, en veislan verður hér heima hjá okkur.
Mr. Big hefur verið ráðinn til að sjá um veisluna - enda er Halldór minn með matarást á honum! hehehehe
Jæja elskurnar -
Það eru komnir úlfar úr fjósinu - sem vilja fá að éta.
Morgunkaffið þarf að komast á eldhúsborðið en gerir það ekki ef ég sit hér!
Knús og Gleðilega Páska.
Sæunn
Karlinn minn var ásamt fleira fólki í menningarreisu norður í landi og við vorum hér heima krakkarnir og vinnukonurnar að reyna að gera betur en hann -
En þá fór að gjósa! hehehe
Annars er þetta ekkert til að grínast með; því að það virðist vera að ef HALLDÓR bregður sér af bæ -
þá taki náttúran heljarkippi og spúi - bara af því hann vogar sér að leggja land undir fót.
Árið 2000 - vorum við nýfarin til Danmerkur í 3ja vikna frí - Þá skalf svæðið við Hvolsvöll og Hellu.
Árið 2008 - vorum við í Þýskalandi þegar Selfoss og nágrenni - skalf.
og núna 2010 - bara gýs... af því að HANN er með þetta brölt HANN þarna HALLDÓR!
Ég mundi spyrja mig - lesandi góður = Eigum við að láta hlekkja manninn við garðhliðið á Lágafelli?
hehehehe
Annars talandi um garðinn -
Hér er allt að lifna við í garðinum; páskaliljur að kvikna í öllum beðum og trén komin með knúpa og það var meira að segja Þröstur að syngja á grein einn morguninn = þennan sem ég ætlaði að nota til að sofa aðeins lengur! Ég sver ég var komin með allt yfir haus - sæng, kodda = bæði frá mér og Halldóri og svo þegar helv. þagnaði ekki - þá druslaðist ég á lappir! Langt fyrir heilbrigðan fótaferðatíma hjá fólki sem reyndi að vaka yfir sjónvarpinu fram á nótt og sá ekki seinni hluta Bridget Jones, né fyrri hluta TheDark - svo þessi þreyta var al-komin "vegna" vona og væntinga minna sjálfrar en... samt vöknunin var of snemmkomin vegna þessa fuglsfjanda = og þess vegna lít ég út eins og ég geri nú! hehehe
Sem minnir mig á mig sjálfa - því að ég er jú snillingur; hehehe - Ég er að ljúka þessarri önn á Hólum -
á svo bara 2 fög eftir til að útskrifast sem Dipl.ferðamálafræðingur en ég ætla að lengja veru mína í skólanum og ljúka BA námi í Ferðamálafræðinni - sem mun lengja veru mína þar um 2 ár með - árinu sem tekur að skrifa BA ritgerðina sjálfa -... svo = Vonandi verð ég komin í lag líkamlega til að ljúka göngustígagerðinni sem ég átti að taka núna í vor með hinu fólkinu á Hólum, en ætla að fresta fram á næsta vor. Skilst að þetta sé heilmikið púl!
Og talandi um púl! Ég er öll að herðast, þá daga sem ég er best fer ég nokkrar ferðir upp og niður úr kjallaranum og út á hlað að liðka mig - Og er ekkert svo aum á eftir. Hinsvegar er það nokkuð ljóst að þetta hné sem læknirinn vill ólmur fá að skera verður að skera - það er ekki í lagi! Kippist þvílíkt undan mér - og ég kikkna öll í hnjánum = sagði við einhvern hér um daginn að þetta væri allt í lagi ef það væri einhver almennilegur karl hér til að kikkna í hnjánum yfir en.. svo er ekki - þannig að þetta er algjör óþarfi. Mér finnst það mikið afrek að hafa lokið öllum þvotti og búa í tiltölulega hreinu húsi núna þessa dagana - þrátt fyrir mikla líkamlega vangetu til að haga mér eins og kona!
Og þá er að tala óþarfa!
Hef verið að velta því fyrir mér; hvers vegna öllum Landeyingum er gert að sitja og bíða við símana - því að von sé á öðru gosi úr Eyjafjallajökli og fyrst það er að gjósa þar - sé allt eins vona á að Katla vakni og láti kræla á gosi - ... en svo má allt þetta ferðafólk fara upp á Fimmvörðuháls og flestir yfir Mýrdalsjökul á kafla - eða inn í Þórsmörk ... Þar sem Almannavarnir eru búnar að spá því að EF það gýs þá höfum við bara 30 mín. til að koma okkur burt héðan, og flóðið sem verður til af bráðnandi jökli verður með flóðbylgju hér niður um allar Landeyjar (ef það gýs og vatnið fer hérna megin) - en spáin er byggð á versta möguleika á flóði sem gæti orðið; og vatnshæðin í því verður upp undir 10m.
Það þýðir að hér verður engin byggð ef spáin rætist á versta veg. Almannavarnir hafa líka talað um að það sé 40 km radíus á veðravítinu sem spilar alltaf inn í svona stór eldgos = það fylgi þeim þrumur og eldingar og um eldstöðvarnar verður þetta hættusvæði og þar sem ekki er búist við að fólki verði bjargað - ef það lokast inni vegna eldgosins = þá skil ég ekki þessa traffík þarna upp á heiðarnar í kringum eldfjöllin! Lít á það sem svo að þegar að þessu kemur - þá hvort sem er sé váin engin - þetta sé bara hluti af svona alheims-hamfaraspá = sem vísindamenn eru svo gjarnir á að beita til að telja sig klára... og svo vita þeir bara ekkert þegar upp er staðið! (t.d. með þetta gos sem nú er opið = það voru bara heimamenn sem sáu það og mælarnir góðu lágur bara hljóðir!)
Þess vegna velti ég því fyrir mér = er þetta ekki allt óþarfi? Þessar spár og þessar æfingar sem við Landeyingar höfum mátt sæta? Að hræða fólk til dauða vegna einhvers sem gæti orðið en gerist sennilega ekki? Við erum jafn-dauð fyrir því - það er hluti af lífinu að vakna upp dauður!
Og af því við erum að tala um dauðann; þá langar mig að benda fyrrverandi vinnufólki á að að Carmen var allt of feit - hún var sett í sláturhús og féll í FITUFLOKK! hehehehe
Dídí fór þangað líka - og Solla bíður eftir að sinn tími muni koma en hún er efst á dauðalistanum núna - Bylgja er nýborin = enn einn nautkálfur, svo og Minna en hún var efst í viktinni núna fyrir viku síðan. Nadía er næst í burðarröðinni af kúnum - en hún á að bera eftir mitt sumar en það eru bara 2 kvígur eftir að bera fram á sumarið. Ein þeirra er heima hjá Hadda í Miðey, og eignast blendingskálf.
Við ætlum að fara að tosa folöldin frá 2009 undan merunum -
Það getur farið að koma folald upp úr mán mótum Apríl Maí -
svo það er ekki seinna vænna.
Hér var rúið af rollum á skírdag - 95 stk. takk ... með hrútunum.
Ærnar fara að bera fyrstu viku í maí.
Fló okkar, er heima í páskafríi - en kemur 15.apríl. Til að taka hér stöðu Fjármálaráðherra!
Einhverjir bændur í sveitinni okkar fögru eru komnir með vorverki nú þegar, en svo má búast við því að þeir verkir fari að verða meiri og harðari upp úr páskunum.
Halldór situr sjálfur alla daga og semur um sáðkorn og áburðarverð. Kaupir varahluti og ég held að hann sé búinn að plata bræðurna til að koma hér í verktöku til að sjá um vélaviðgerðir.
Það styttist í fermingu hjá okkur - við erum varin að telja niður! 22 dagar í dag!
Fermingin fer fram í Krosskirkju, en veislan verður hér heima hjá okkur.
Mr. Big hefur verið ráðinn til að sjá um veisluna - enda er Halldór minn með matarást á honum! hehehehe
Jæja elskurnar -
Það eru komnir úlfar úr fjósinu - sem vilja fá að éta.
Morgunkaffið þarf að komast á eldhúsborðið en gerir það ekki ef ég sit hér!
Knús og Gleðilega Páska.
Sæunn
Skrifað af Sæunn Lágafelli