Nafn:

Sæunn og Halldór Lágafelli

Farsími:

8918091

Tölvupóstfang:

lagafelli@gmail.com

Afmælisdagur:

06.06.2001

Heimilisfang:

Lágafelli 861 Hvolsvöllur Iceland

Önnur vefsíða:

www.lagafelli.is

Um:

Landbúnaður, sala heimaafurða og íbúðarleiga / ferðaþjónusta

Uppáhalds manneskjur:

mamma og pabbi

Uppáhalds matur:

steikt lifur

Eftirminnilegast:

þegar við tókum við Lágafelli

19.12.2009 13:23

Fátækur með 300.000 þúsund kr kött á öxlunum!

Ok - vegna þess að ég er í ham þessa dagana - yfir fólki sem vælir og volar - yfir því að eiga bágt -
og svo mikið að það getur ekki leyft sér alla hluti yfir jólin, eins og VENJULEGA!
En ég vil benda á það hér að þorri þeirra sem í þessum heimi lifir - hefur ekki hugmynd um það hvernig á að framfleyta sér frá degi til dags - lifir við hungurmörk; á pöddum og laufi - því sem fellur til á götunni við tærnar á þeim - og mér finnst því EKKI VIÐ HÆFI að heyra svona sögur núna í kringum jólin!  Köttur upp á fleiri tugi þúsunda heillar mig allavega ekki, og alls ekki utan á blaði - sem margir kaupa, og alls ekki vegna þess að þessari helv. mynd fylgir texti þar sem kvartað er undan Ice-save, skuldum og litlum efnum... - Helvítis hræsni segi ég! Og meina það; sumir væla meira en orð fá lýst og það særir mig óendanlega mikið að vita af fólki í virkilegri þörf, sem sveltur og leyfir sér jafnvel minna en ekkert - þegar svona skrif blasa svo við manni við hvern búðarkassa á fætur öðrum inni í öllum verslunum sem maður gengur um nú fyrir jólin! URRRR -
Sögur um það að eiga ekki efni á að lifa; kaupa úr fyrir 50.000, síma fyrir 100.000 og jólaskreytingar á fleiri tugi þúsunda - ... Og sérstaklega þegar maður er þjóðþekktur maður með milljónir króna á mánuði og vælir yfir því að geta ekki greitt afborganir af íbúðarhúsi sem er jafnvirði heillar bújarðar eins og ég bý á og keyrandi um á JEPPA sem er dýrari en traktorinn sem ég er að reyna að halda gangandi til að geta sinnt um skepnurnar á bænum mínum - ... ég hef það fínt þakka ykkur fyrir - ég upplifi ekki þessa kreppu eins og allir hinir; jólin eru fyrir mér fjölskyldan mín og samverustundirnar með henni - gleðin yfir því að geta e.t.v. blásið svolítið og leyft mér að sitja lengur en ella við matborðið eða sjónvarpið; í stað þess að strita og gera mér dagamun með því að heimssækja frekar nágrannana og þá sem mér þykir vænt um = heldur en að hafa áhyggjur af því hvort heimilið er í tísku eða gjafirnar sem ég gaf flottari en þær sem gefnar voru í fyrra!!!
Í gær féllu frá 2 Íslendingar í umferðinni, rétt fyrir jól - og ég vil fyrir alla muni biðja fólk þó ég hafi ekki þekkt til manna í þessu slysi að biðja fyrir fjölskyldunum sem nú eiga um sárt að binda vegna þessa hörmulega slys - því að þó svo það sé etv harkalegt að nefna þetta ömurlega slys sem dæmi í minni sögu hér í dag - þá er það nefnilega þannig að VIÐ RÁÐUM ÞVÍ ENGU - hver örlög okkar verða í þessum heimi og því finnst mér tækifæri hér að biðla til ykkar - að muna eftir því að allt í kringum okkur er fólk - sem er á þönum að redda jólunum; sumir með tárin í augunum fyrir að geta ekki gert sitt til að eiga Gleðileg jól - en... nú kemur það =  Elsku kæru Íslendingar - fyrir mér eru jólin ÞIÐ og ykkar hamingja er að mínu mati miklu vel geymd í andlitum sem reyna að gleðjast yfir heiminum - hvað við eigum fallegt land; hreina náttúru og fallegt fólk allt í kringum okkur! :-)  Pakkar og puð er ekkert í mínum huga, og ég ætla rétt að vona að nánustu vinir og fjölskylda skilji það að við hér þurfum ekkert á því að halda að fá gjafir sem þið eigið ekki ráð á að gefa okkur - né þurfum við á því að halda að ykkar sálir líði fyrir það að geta ekki borgað fyrir það sem gefið er...
GEFIÐ FREKAR PAKKA innan eigin fjölsk. og ekki hugsa lengra en það!  Hugið að eigin fjölskyldum og gætið þess að láta ykkur líða vel um jólin - við ráðum því nefnilega ekki hversu lengi við dveljum hér á jörðu og það er dýrmætur tími fram undan til að eyða með fólkinu ykkar - sátt og sæl við lífið og tilveruna.  Mannfólkið í hinum vestræna heimi ætti að hugsa til þess að í öllum heiminum eru fátæklingar sem hafa ekki einu sinnu hugmynd um það hvernig á að lifa næsta dag - og vita jafnvel ekki hvað JÓL eru - svo notið gæsku ykkar og gleði til að muna það að hugsa til þessa heims sem er svo óra fjærri flestum ykkar sem þetta lesa...VONA AÐ ÞIÐ KUNNIÐ AÐ META ÞAÐ að fá hlýja hugsanir frá þessu heimili um jólin - hvar sem þið eruð stödd - 
Veit þið eruð fallegasta fólkið í heiminum, og klárasta og gætið að náunganum. 
Enginn ætti að upplifa jólaundirbúninginn sem einhverja KRÖFU um dýrtíð og fallegheit í KEYPTUM HLUTUM, það er fallegra að finna væntumþyggju og hlýju frá náunganum en að eignast gjafir sem maður veit að ekki hafa verið greiddar að fullu - því kreditkortin hafa verið straujuð um of!
Og fólkið sem gaf hefur áhyggjur af því hvernig á að greiða skuldirnar á skuldadegi!
Gangið varlega um gleðinnar dyr og njótið þess að vera með eigin fjölsk. - Hvað öðrum finnst skiptir ekki máli, jólin eru eins og hver og einn skapar þau á sínu heimili og þau koma bara þegar þau vilja - sama hvort maður er tilbúinn eða ekki!  Jólin eru ANDINN sem býr í sálum okkar og gleðin yfir lífinu sjálfu - EKKI pakkar og puð!
Mér þykir vænt um ykkur öll og ég á eftir að skrifa fleiri svona texta og jólatextann líka -
Svo fylgist með vefsíðunni næstu daga! :-)))

Knús
Sæunn
clockhere
Flettingar í dag: 590
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 149
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 399904
Samtals gestir: 47458
Tölur uppfærðar: 23.12.2024 03:00:52