10.08.2009 20:41
"Ég get þetta ekki"/"I can not do this"
Þetta eru sorgarorð hvar sem er í heiminum segja gömul spakmæli.
These are words of people in sorrow - comming from old saying all over the world.
Ég verð að viðurkenna að ég er farin að láta líkamlegt atgervi mitt fara það mikið í taugarnar á mér að efasemdaraddir hafa lætt sér í huga minn og valdið mér sorg og kvíða. Ímyndunarveiki hefur á tíðum gripið um sig; Ég er búin að vera með krabba, gin og klaufaveiki, holdsveiki, ilsig og herpes - allt í einu.
Bara vegna þess að löppin á mér er enn svona styrð eftir brotið og viðgerðina.
Mig langar að framkvæma svo ótal margt en vegna þess hve ómöguleg ég er - eru auðveldustu verk eins og að bera til Ryksuguna, ferðast á milli hæða með þvottabala og niður í kjallara ferðir - hreinlega kvöl og pína - svo... ég geri frekar EKKERT en að svekkja mig á því að byrja og þurfa svo að gefast upp - og það er allt á hvolfi í kringum mig - þrátt fyrir að ég viti að allir eru að leggja sitt af mörkum til að hjálpa mér og þessi orð séu etv svolítið vanþakklát, en húsmæður eru allar eins og vilja hafa hlutina nákvæmlega eins og þær myndu gera hlutina - og ekkert bara hálfa leið -Enda hvernig eiga aðrir að geta gert hlutina alveg eins og þú vilt hafa þá???
Og vegna þess að ég hef haft svo frábært fólk í kringum mig í sumar - finnst mér ég vera trunta - ... endalaust betlandi og biðjandi - fólkið mitt um að bæta á sig MÍNUM VERKEFNUM sem ég er ekki vön að gera og það er líka niðurdrepandi... svo.... urrrr Allt hjálpast að til þunglyndis!!!
Fló er farin heim en kemur aftur í September ...
Við nýttum síðustu dagana hennar til að leika okkur - fórum í Fjölskyldu og Húsdýragarðinn með krakkana okkar og vestur til ömmu minnar á Ketilsstaði í Dalasýslu - Hittum tengdó/mömmu Halldórs og Halldór fór með Óðni - manni Báru systur mömmu í dagsferð í Ólafsdal = sem eitt sinn var Bændaskóli - ... Ferðin okkar var ein nótt en fullir dagar og mjög skemmtileg!!!
Fló var heima með Gunnar baby og Sjöfn systur að mjólka - geðveikar kýr!!! hahahahaha
(Hún hatar Jessicu og Jessica hatar hana!!!)
Mjaltavélin bilaði í gærkvöldi - Halldór spaðreif hana í nótt -og setti saman aftur - En hún var samt biluð í morgun þegar mjaltirnar hófust og því var mjólkað í seinnikantinum í kvöld.
Við erum búin að slá aðeins meira, og hrakninga heyið okkar er all við snúið aftur.
Blóðdagur á morgun... 48 hryssur af báðum bæjum... alls eru 88 hryssur í safninu öllu.
2 kýr á leið í sláturhús - Jessica og Næla - alveg bilaðar á 2 spenum ...
Sleppti nær öllum hrossum frjálsum - aðeins smalahestar eftir heima.
Vona að þið hafið það gott - hvar sem þið eruð!???
+Kær kveðja og 100 kossar
Sæunn
These are words of people in sorrow - comming from old saying all over the world.
Ég verð að viðurkenna að ég er farin að láta líkamlegt atgervi mitt fara það mikið í taugarnar á mér að efasemdaraddir hafa lætt sér í huga minn og valdið mér sorg og kvíða. Ímyndunarveiki hefur á tíðum gripið um sig; Ég er búin að vera með krabba, gin og klaufaveiki, holdsveiki, ilsig og herpes - allt í einu.
Bara vegna þess að löppin á mér er enn svona styrð eftir brotið og viðgerðina.
Mig langar að framkvæma svo ótal margt en vegna þess hve ómöguleg ég er - eru auðveldustu verk eins og að bera til Ryksuguna, ferðast á milli hæða með þvottabala og niður í kjallara ferðir - hreinlega kvöl og pína - svo... ég geri frekar EKKERT en að svekkja mig á því að byrja og þurfa svo að gefast upp - og það er allt á hvolfi í kringum mig - þrátt fyrir að ég viti að allir eru að leggja sitt af mörkum til að hjálpa mér og þessi orð séu etv svolítið vanþakklát, en húsmæður eru allar eins og vilja hafa hlutina nákvæmlega eins og þær myndu gera hlutina - og ekkert bara hálfa leið -Enda hvernig eiga aðrir að geta gert hlutina alveg eins og þú vilt hafa þá???
Og vegna þess að ég hef haft svo frábært fólk í kringum mig í sumar - finnst mér ég vera trunta - ... endalaust betlandi og biðjandi - fólkið mitt um að bæta á sig MÍNUM VERKEFNUM sem ég er ekki vön að gera og það er líka niðurdrepandi... svo.... urrrr Allt hjálpast að til þunglyndis!!!
Fló er farin heim en kemur aftur í September ...
Við nýttum síðustu dagana hennar til að leika okkur - fórum í Fjölskyldu og Húsdýragarðinn með krakkana okkar og vestur til ömmu minnar á Ketilsstaði í Dalasýslu - Hittum tengdó/mömmu Halldórs og Halldór fór með Óðni - manni Báru systur mömmu í dagsferð í Ólafsdal = sem eitt sinn var Bændaskóli - ... Ferðin okkar var ein nótt en fullir dagar og mjög skemmtileg!!!
Fló var heima með Gunnar baby og Sjöfn systur að mjólka - geðveikar kýr!!! hahahahaha
(Hún hatar Jessicu og Jessica hatar hana!!!)
Mjaltavélin bilaði í gærkvöldi - Halldór spaðreif hana í nótt -og setti saman aftur - En hún var samt biluð í morgun þegar mjaltirnar hófust og því var mjólkað í seinnikantinum í kvöld.
Við erum búin að slá aðeins meira, og hrakninga heyið okkar er all við snúið aftur.
Blóðdagur á morgun... 48 hryssur af báðum bæjum... alls eru 88 hryssur í safninu öllu.
2 kýr á leið í sláturhús - Jessica og Næla - alveg bilaðar á 2 spenum ...
Sleppti nær öllum hrossum frjálsum - aðeins smalahestar eftir heima.
Vona að þið hafið það gott - hvar sem þið eruð!???
+Kær kveðja og 100 kossar
Sæunn
Skrifað af Sæunn Lágafelli