15.06.2009 17:19
Ég er komin heim! I am home at last!
Eftir aðgerð á fimmtudaginn síðasta - þar sem farið var inn í öklalið á hægri fæti til að sækja beinflís sem þar var að skemma brjóskið í öklaliðnum sjálfum. Þetta varð svona vegna þess að þegar ég fór rass-skriðuna frægu niður stigan milli hæða í Lágafellshúsinu Í VIKUNNI FYRIR PÁSKA en þá hef ég náð að brjóta mig þannig að það flísaðist upp úr svokölluðu völubeini og .... hér er ég ENN MEÐ "EINARI" eftir uppskurð sem hefur verið að drepa mig síðustu daga! Þvílíkar kvalir! Og ég hef í orðsins fyllstu grenjað þó ég sé í raun ekkert að gráta, og sofið - sennilega vegna þess að líkamanum finnst betra að sofa af sér óþægindin og svo kvalist bæði yfir því að þurfa að læra alla hluti upp á nýtt - og vegna óbærilegra líkamlegra kvala sem fylgja því að læknirinn þurfti að bora MEÐ BORVÉL - inní öklaliðinn, til að ná fram blæðingu - til að örva brjóskið til að endurnýja sig eftir þennan aðskotahlut sem var inni í liðnum að nudda það burt og skemma liðinn!
En það kemst upp í vana að eiga við hlutina ásamt "EINARI" þó að það pirri frekjuna mig óendanlega - og ég verð enn og aftur að lýsa því yfir við alla þá sem berjast við þetta vandamál á hverjum degi, allt sitt líf - AÐ ÞIÐ EIGIÐ ALLA MÍNA AÐDÁUN og STOLT! Ég væli og væli eins og VÆLUKJÓI, yfir nokkurra vikna "dvala" vegna handauppskurða fyrr á árinu, þar sem ég gat bara notast við eina hendi, og nú við uppskurð á fæti - hef ég komist að því hvað líf mitt er í raun og veru mikill DANS Á RÓSUM - svona dags daglega! - Vitið þið að ég mundi færa ykkur öllum orðu fyrir ykkar daglega líf - ef ég hefði efni á að kaupa eina slíka, og færa ykkur - bara svona fyrir hugrekkið og dugnaðinn!... Vildi bara óska þess að við hin mundum hugsa oftar til ykkar varðandi aðgengi og forgang - þar sem almenningur kemur saman í húsum, á skemmtunum.... og og og....
Þegar ég er sjálf í þeirri aðstöðu að KOMAST EKKI, nema með aðstoð - og vil geta farið styðstu leið - sé ég við hvað þið sem eruð að berjast við.... Einn þröskuldur er eins og HIMALAIA fyrir mér þessa dagana, og tröppurnar úti og upp að húsinu.... OH BOY OH BOY! Ekkert sérstaklega vel hannað hús! Held ég hafi verið ca klukkutíma að koma mér inn í hús! hahahahahaha!!!! ÝKJUR!!!
Og húsgögn,.... sófinn heima hjá Val bróður, sem er rosalega fallegur og mjúkur að sitja í - en vonlaus að standa upp af! - Klósettið inni hjá mömmu í Stardal, sem búið er að troða svo út í horn og þrengja að - að það er varla hægt að standa upp, ef maður á annað borð nær að setjast! - Þröskuldurinn hér inni í svefnherbergjaálmu hjá okkur og frammi í forstofu líka! - VÁ - hverjum datt það í hug að hafa þröskulda undir hurðum! ????? Hann ætti að fá orðu fyrir "VONDA HUGMYND" -
Endalaust kvak hugsið þið sjálfssagt - en... þetta er svona - ... ég fór í handauppskurð fyrir hálfu ári síðan, síðan þá hef ég ekki fengið viðeigandi þjálfun hjá sjúkraþjálfara af því að það er svo mikill biðlisti í sjúkraþjálfun á svæðinu - og vegna þessa er geta mín til að LYFTA nær engin, og þið getið því ímyndað ykkur hvernig HÆKJU KONA ÉG ER þegar ég er svo komin á hækjur núna - ÚFFF!
Það verður bara gaman þegar þessu tímabili er lokið í mínu lífi - HÉR ER KOMIÐ NÓG! Og ég ætla ekki að þurfa að vera Sjúklingur lengur ... - það geta aðrir tekið við því hlutverki! :-))) Eða helst bara ENGIR - ... því þá væri veröldin svo miklu skemmtilegri!
Hafið þið einhvern vegin velt því fyrir ykkur AF HVERJU!? ... af hverju veikjast sumir, aðrir verða ríkari en flestir, sumir deyja án nokkurs fyrirvara, aðrir fæðast án einhvers sem flestir hafa, einhverjir kenna sér aldrei meins - og eru eins og fjallageitur upp um allt, enn aðrir fara aldrei neitt því þeir hafa ekki getu til líkamlega eða fjárhagslega, sumir eru alltaf óhamingjusamir þó gæfan sé þeim nær alltaf hliðholl og .... ja - konan ég er alltaf vælandi yfir engu - EÐA HVAÐ!????
AF HVERJU ERU HLUTIRNIR SVONA!??? Lifum við eftir fyrirfram ákveðnu handriti eða eru þessi svokölluðu forlög til!??? - Ráðum við ferðinni eða einhverjir aðrir??? - HVERJIR ÞÁ??? -
Búuuuhúuuuuu - núna er ég komin með æluna upp í háls af verkjum og verð að fara að hafa löppina á jöfnu, enda var ég beðin um það af læknum - að liggja og hafa löppina sem mest í hvíld - en ég er búin að setja 2 í uppþvottavél, baka 3 kökur, hafa til kvöldmatinn og .... gera pönnukökur líka! :-)
....
Enda er stóratáin á mér EKKI NEITT SMÁ STÓR NÚNA! --
Pabbi mundi segja - fólk eins og þú á ekki að fá að fara í aðgerð... þú kostar of mikið fyrir þjóðfélagið af því þú eyðileggur alltaf það sem verið er að reyna að laga! WELL - ég skal fara varlega núna,,, og lofa að ég er hætt í dag! :-//// Get líka ekki meira - komin út fyrir þanþol mitt!
Kveðjur
Sæunn
En það kemst upp í vana að eiga við hlutina ásamt "EINARI" þó að það pirri frekjuna mig óendanlega - og ég verð enn og aftur að lýsa því yfir við alla þá sem berjast við þetta vandamál á hverjum degi, allt sitt líf - AÐ ÞIÐ EIGIÐ ALLA MÍNA AÐDÁUN og STOLT! Ég væli og væli eins og VÆLUKJÓI, yfir nokkurra vikna "dvala" vegna handauppskurða fyrr á árinu, þar sem ég gat bara notast við eina hendi, og nú við uppskurð á fæti - hef ég komist að því hvað líf mitt er í raun og veru mikill DANS Á RÓSUM - svona dags daglega! - Vitið þið að ég mundi færa ykkur öllum orðu fyrir ykkar daglega líf - ef ég hefði efni á að kaupa eina slíka, og færa ykkur - bara svona fyrir hugrekkið og dugnaðinn!... Vildi bara óska þess að við hin mundum hugsa oftar til ykkar varðandi aðgengi og forgang - þar sem almenningur kemur saman í húsum, á skemmtunum.... og og og....
Þegar ég er sjálf í þeirri aðstöðu að KOMAST EKKI, nema með aðstoð - og vil geta farið styðstu leið - sé ég við hvað þið sem eruð að berjast við.... Einn þröskuldur er eins og HIMALAIA fyrir mér þessa dagana, og tröppurnar úti og upp að húsinu.... OH BOY OH BOY! Ekkert sérstaklega vel hannað hús! Held ég hafi verið ca klukkutíma að koma mér inn í hús! hahahahahaha!!!! ÝKJUR!!!
Og húsgögn,.... sófinn heima hjá Val bróður, sem er rosalega fallegur og mjúkur að sitja í - en vonlaus að standa upp af! - Klósettið inni hjá mömmu í Stardal, sem búið er að troða svo út í horn og þrengja að - að það er varla hægt að standa upp, ef maður á annað borð nær að setjast! - Þröskuldurinn hér inni í svefnherbergjaálmu hjá okkur og frammi í forstofu líka! - VÁ - hverjum datt það í hug að hafa þröskulda undir hurðum! ????? Hann ætti að fá orðu fyrir "VONDA HUGMYND" -
Endalaust kvak hugsið þið sjálfssagt - en... þetta er svona - ... ég fór í handauppskurð fyrir hálfu ári síðan, síðan þá hef ég ekki fengið viðeigandi þjálfun hjá sjúkraþjálfara af því að það er svo mikill biðlisti í sjúkraþjálfun á svæðinu - og vegna þessa er geta mín til að LYFTA nær engin, og þið getið því ímyndað ykkur hvernig HÆKJU KONA ÉG ER þegar ég er svo komin á hækjur núna - ÚFFF!
Það verður bara gaman þegar þessu tímabili er lokið í mínu lífi - HÉR ER KOMIÐ NÓG! Og ég ætla ekki að þurfa að vera Sjúklingur lengur ... - það geta aðrir tekið við því hlutverki! :-))) Eða helst bara ENGIR - ... því þá væri veröldin svo miklu skemmtilegri!
Hafið þið einhvern vegin velt því fyrir ykkur AF HVERJU!? ... af hverju veikjast sumir, aðrir verða ríkari en flestir, sumir deyja án nokkurs fyrirvara, aðrir fæðast án einhvers sem flestir hafa, einhverjir kenna sér aldrei meins - og eru eins og fjallageitur upp um allt, enn aðrir fara aldrei neitt því þeir hafa ekki getu til líkamlega eða fjárhagslega, sumir eru alltaf óhamingjusamir þó gæfan sé þeim nær alltaf hliðholl og .... ja - konan ég er alltaf vælandi yfir engu - EÐA HVAÐ!????
AF HVERJU ERU HLUTIRNIR SVONA!??? Lifum við eftir fyrirfram ákveðnu handriti eða eru þessi svokölluðu forlög til!??? - Ráðum við ferðinni eða einhverjir aðrir??? - HVERJIR ÞÁ??? -
Búuuuhúuuuuu - núna er ég komin með æluna upp í háls af verkjum og verð að fara að hafa löppina á jöfnu, enda var ég beðin um það af læknum - að liggja og hafa löppina sem mest í hvíld - en ég er búin að setja 2 í uppþvottavél, baka 3 kökur, hafa til kvöldmatinn og .... gera pönnukökur líka! :-)
....
Enda er stóratáin á mér EKKI NEITT SMÁ STÓR NÚNA! --
Pabbi mundi segja - fólk eins og þú á ekki að fá að fara í aðgerð... þú kostar of mikið fyrir þjóðfélagið af því þú eyðileggur alltaf það sem verið er að reyna að laga! WELL - ég skal fara varlega núna,,, og lofa að ég er hætt í dag! :-//// Get líka ekki meira - komin út fyrir þanþol mitt!
Kveðjur
Sæunn
Skrifað af Sæunn Lágafelli