Nafn:

Sæunn og Halldór Lágafelli

Farsími:

8918091

Tölvupóstfang:

lagafelli@gmail.com

Afmælisdagur:

06.06.2001

Heimilisfang:

Lágafelli 861 Hvolsvöllur Iceland

Önnur vefsíða:

www.lagafelli.is

Um:

Landbúnaður, sala heimaafurða og íbúðarleiga / ferðaþjónusta

Uppáhalds manneskjur:

mamma og pabbi

Uppáhalds matur:

steikt lifur

Eftirminnilegast:

þegar við tókum við Lágafelli

01.06.2009 10:05

Enn önnur aðgerð!

Still another operaition!

Sæl verið þið öll, hér er sauðburður endanlega búinn, og aðeins 2 kindur eftir inni í húsum, sem verið er að gulltryggja að taki lömbin sín með sér, því báðar  vildu þær ekki annað lambið og eru búnar að vera bundnar inni í húsum nær allan sauðburðinn.  En í gær var þeim endanlega sleppt innan dyra, (voru fyrst lausar í stíu en nú í öllu húsinu) og allt virðist vera í lagi - svo það er líklegt að þær fari bara út á morgun.  Við erum byrjuð að sleppa kindunum úr túni, og upp fyrir.  Stefnt er að því að það verði engar kindur í túni um 10.maí - jú annars, 3 kindur - ein sem á lömbin sem alltaf er verið að bæta á og svo 2 sem eiga svona bækluð á framfótunum lömb - sem samt eru svo spræk að það er synd að fella þau fyrst þau komu lifandi!
Helló U all, lambingseason is finally over, and only 2 sheep inside the house with 4 lambs, we are just making sure that they all know how to follow each other when they are out free on the outland wich has endless possibility to run around.  We plan to get all sheep out off the grasfields to the outfields before 10.maí, exsept 3 sheep that have to be near to the house, for one has no milk for her lambs and we feed them regulary, and then 2 have handycapt lambs and need to be somewere they can be helped if something happens to them!

Það gengur allt vel með stóðhestana 7 - ennþá allavega, þeir eru allir komnir með merarnar sínar og í gær fór ég með öllum hólfum áður en ég fór að sofa og gat ekki séð annað en allt væri í ró og spekt. Hef hinsvegar ekkert farið út í morgun.  Reyndi aðeins of mikið á mig í gær, þó ég gerði varla nokkuð - en staðan er þannig að ég á að hvíla fyrir aðgerð sem stendur til að gera á fætinum á mér, því að þeir eru búnir að komast að því læknarnir að það er beinflís inni í öklaliðnum, sem er að skemma brjóskið á milli beinanna og það verður að gera aðgerð til að sækja það og bora í "eitthvað" frauðbein til að fá það til að "blæða" og þá á að myndast ný himna milli beina - einskonar brjósk, og ég á að verða eins og kona en ekki hálf hoppandi, að læðupokast um allt!  Nú ef ekki, þá verður öklinn spengdur saman í staurfót en ég trúi ekki á svo slæma niðurstöðu - þessir læknar í dag eru svo færir og tæknin svo mikil treysti því bara að ég fái bestu fáanlegu niðurstöðu. Og svo þarf ég bara að æfa mig að vera góð!
The stallions are ok in the 7 fields we have stallions at, all have their mares already and yesterday before I went to sleep I went over all fields and saw only relaxed and happy horses so I went home to sleep.  Today I am indoors, for I have been told by my doctor I need to rest, for 10júne he is going to do an operaition on my leg to get out a stick off bone that is between two bones used to walk on and it hurts  and they need to get this peace off bone out before it makes more damage to my joint in the ankle.  So I am practising being good!

Bauð í matarboð á Laugardagskvöldið, hélt að ég ætlaði að hafa partý - en svo datt fýlingurinn niður vegna fótarins góða og ég hafði bara "FÓLK Í MATINN" og við hlógum og gerðum grín fram á kvöld.
Sem varð alveg til þess að bæta mér upp vonleysið og eirðarleysið.  Ótrúlegt hvað manni langar að fara í margt sem eftir er að gera þegar maður GETUR EKKI, og draumar mínir um það sem ég er búin að gera eru ótrúlega "VINNUSAMIR" ... Ný eldhúsinnrétting komin upp, málað og flísalagt, búið að fara 100 sinnum á hestbak, tekið til í vélaskemmunni, borið út úr kjallaranum, smúlað út úr fjósinu og lagfært! .... hummm allt góðir draumar en... hvað ef þeir yrðu nú framkvæmdir????

Seldi 3 af nýjustu folöldunum á bænum núna í vikunni, sátt við verðið og bið ykkur um að vera í bandi ef eitthvað heillar því ég held ekki neinu frá, eftirspurnin er mikil og fólk greinilega tilbúið að kaupa, þrátt fyrir kreppu - svo ég get ekki beðið með að segja Já, ef ég fæ boðið í og borgað!
Sé eitthvað sem vekur áhuga, hafið samband og bjóðið í - það er eina leiðin í augnablikinu!

Kýrnar eru farnar að fara út, og farnar á beitarstykki hér neðan við bæinn, það jókst í þeim mjólkin við útiveruna en 4 nýbærur eru á penisillín kúr, og 7 eru bara mjólkaðar annað málið því þær eiga að bera í Júlí, og þær fá ekki að fara út ennþá.  Við erum að reyna að fá þær til að hætta að mjólka og viljum ekki að þær fái aðgang að grængresinu, svo þær verða að vera inni yfir þessu ólystuga heyi okkar - eða allavega virðast kýrnar okkar enn á þeirri skoðun að við séum að reyna að drepa þær, og éta ekki eða illa það sem gaukað er að þeim.  Hinsvegar hefur Guðni á Guðnastöðum verið hæst ánægður að sækja sér hey í turninn okkar, kýrnar hans setja ekkert út á fóðrið og finnst það að ég held bara gott - ... allavega kemur hann alltaf aftur eftir meiru.  Sem er gott því ekki gengur það út í okkar kýr.... - ÞÆR ERU SVO SÉRLUNDAÐAR og VITLAUSAR!emoticon

Það er kominn VINNUMAÐUR á Lágafell, og íslenskur í þokkabót.  E.t.v. væri það ráð hjá "unglingsstúlkufeðrum" að stytta í keðjunni á dætrunum því kauði er svakalega flottur - æfir lyftingar og allt - og myndi alveg heilla ákveðna unga stúlku sem var hér eitt sinn, en vinnur nú fyrir Frumherja nokkurn - hahahahahahaha

Jæja,.... ætla að reyna að pússa yfir nýmúrinn og vita hvort ég næ ekki að sparsla og grunna í dag - þó svo ég eigi að vera að HVÍLA MIG - ... hahahaha - Ég hvíli mig víst nóg þegar ég er DAUÐ!

Kossar til ykkar allra í tilefni dagsins!
Farið nú varlega.
Kveðja
Sæunn


clockhere
Flettingar í dag: 720
Gestir í dag: 147
Flettingar í gær: 244
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 384720
Samtals gestir: 44917
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:05:16