Nafn:

Sæunn og Halldór Lágafelli

Farsími:

8918091

Tölvupóstfang:

lagafelli@gmail.com

Afmælisdagur:

06.06.2001

Heimilisfang:

Lágafelli 861 Hvolsvöllur Iceland

Önnur vefsíða:

www.lagafelli.is

Um:

Landbúnaður, sala heimaafurða og íbúðarleiga / ferðaþjónusta

Uppáhalds manneskjur:

mamma og pabbi

Uppáhalds matur:

steikt lifur

Eftirminnilegast:

þegar við tókum við Lágafelli

25.04.2009 11:48

Spendýr á Íslandi

Náttúra Íslands                      Skilaverkefni - Spendýr                    Sett fyrir:     19.04.08

Hólaskóli - Háskólinn á Hólum                                                          Skiladagur:  25.04.08

Kennari: Stefán Óli Steingrímsson

 

Leiðbeiningar: Hlaðið verkefninu niður á eigin tölvu, vistið undir öðru nafni (t.d. ykkar nafn_spendyr). Svarið spurningum beint á verkefnablaðið og vistið reglulega. Svör eru bæði dæmd eftir því hvort svarið sé rétt og hversu vel orðað/hnitmiðað svarið er.

(svör ættu ekki að vera lengri en 10-15 línur; fer eftir vægi)

 

 

 

1.  (40%) Segið frá tilurð núverandi tegundasamsetningar íslenskra landspendýra og sjávarspendýra. Að hve miklu leiti virðist tegundasamsetning þessara hópa hafa mótast af náttúrulegum ferlum annarsvegar og gerðum mannsins hinsvegar?

 

Svar:      Ísland hefur ekki alltaf verið eyja.  Það var fyrir 30-60 milljón árum "loftbrú" milli Evrópu og N-Ameríku, og ekki er hægt að útiloka að hér hafi verið mun fjölbreyttara landspendýralíf en nú þekkist.  Hinsvegar er ljós að við Ísöld og frekari landrek, hefur íslenskt landspendýralíf orðið einangraðra. Hérlendis er tegundasamsetning landspendýra mjög mótuð veru manna á Íslandi.

 

Landnámsmenn fluttu með sér spendýr til að halda sem húsdýr; sauðfé, kýr, geitur, hross, svín og gæludýr eins og ketti og hunda. Tófan er eina landspendýrið sem kom hingað til lands að sjálfsdáðum án hjálpar frá manninum (reyndar að manninum undanskyldum).

 

Tegunda samsetning sjávarspendýra við Íslandstrendur hefur hinsvegar orðið fjölbreyttari, við það að Ísland aðskildist frá Evrópu fyrst en N-Ameríku svo því að þá opnaðist leið spendýra í sjónum milli norður og suðurs. Því það opnaðist inn í Beringsund sem opnaði leið milli Kyrrahafs og Atlandshafs - svo spendýr hafana blönduðust mjög mikið.  

 

En á Ísöldinni skiptust á 20-30 jökulskeið/hlýskeið sem m.a. ollu því að Berignssund lokaðist oft með landbrú og sjávarstaða hafana var mismundandi mikil - það olli því að  sjávarspendýrin urðu einangruð landfræðilega og þau tóku að þróast í mismunandi áttir.  Þetta er t.d. talið að eigi við um landsel, útsel og hrínganóra = þeir hafi í upphafi átt einn forföður en vegna landfræðilegrar einangrunar hafi þeir orðið að sérhæfa sig og aðlagast breytingum og  myndast hafi mismunandi tegundir sela með mismunandi æxlun/fæðuval, svo dæmi sé tekið.

 

Tilraunir manna með innfluttning á landspendýrum hafa þekkst í langan tíma; gerðar voru tilraunir með að flytja inn til ræktunar; rauðref, frettur, þvottabirni, sauðnaut, bjórrottur, snæhéra og gráhéra en allar þessar ræktunartilraunir, nema búskapur með rauðrefi - hafa mistekist og dýrin útdauð á Íslandi. 

 

Önnur dýr sem fylgt hafa manninum í ferðum hans frá Íslandi til meginlandana, bæði viljandi og óvart og tímgast í íslenskri náttúru eru; minkur, hreindýr, hagamús, húsamús, brúnrotta, svartrotta og nú síðast e.t.v. kanína?

 

Sjávarspendýrin eru hreifadýr eins og landselur og útselur (einu selirnir sem kæpa að staðaldri hér við land), hringanóri (sem kæpir hér við land - nái ísbreiðan inn fyrir íslenska lögsögu en hann kæpir á ísbreiðunum norðan við landið).  Reglulegir gestir við landið eru vöðuselur og blöðruselur.  Í fánu hvalategunda við landið teljast 23 tegundir; en ég ætla aðeins að telja upp -

 

 

3        tegundir Skíðhvala

 

1.      Gráhvalir

 

2. Sléttbakar

 

3        Reyðarhvali

 

Undir hverri tegund eru svo undirtegundir skíðhvala sem eru með stærstu hvölum sem þekkjast í hafinu.  Skíðhvalir lifa á ljósátu í vatnsmassanum.

 

 3  tegundir Tannhvala

 

1.      Búrhvalur

2.      Svínhvalir

3.      Hvíthvalir, hnísur, höfrungar

 

En undir hverri tegund, nema Búrhval eru undirtegundir tannhvala; sem eru mjög misjafnir að útliti og stærð.  Þeir lifa á stærri fiskum í sjónum, og jafnvel öðrum sjávarspendýrum!

 

2.  (20%) Segið frá litarafbrigðum tófunnar og útbreiðslu þeirra hérlendis

 

Svar:     3 litir einkenna tófuna í íslenskri náttúru. 

1.      Hvíta afbrigðið, verður alhvít að vetri en grábrún eða ljósmógrá að sumri.

2.      Mórauð, (dökk allt árið).

3.      Ljósmórauð (lýsist upp á vorin og verðu nær bleik á litin).

Tófan finnst nærri því um allt land; nema ef vera skyldi uppi á jöklum og á hæstu eyðimerkum á hálendinu (verður að hafa aðgengi að fæðu!).   Mjög algeng við sjávarsíðuna, í fuglabjörgum og mesti þéttleiki hennar er á Hornströndum.  Litarafbrigðin eru mjög mismunandi eftir landshlutum.  Hvítar tófur eru mjög sjaldgæfar á Vestfjörðum og Snæfellsnesi, en algeng upp á hálendinu og fyrir austan.  70-80% af tófu á Austurlandi er hvít.

 

3.  (20%) Segið með eigin orðum frá innflutningi hreindýra til Íslands. Að ykkar mati, hvort eiga hreindýr eða minkar meiri rétt á því að vera hérlendis, rökstyðjið svarið.

 

Svar:    Innfluttningur á hreindýrum hefur farið fram 4 sinnum. En þau átti að halda sem húsdýr. Árið 1771 voru hreindýr fyrst flutt inn til landsins - þá til Vestmannaeyja,  þar urðu þau flest 16.

1783 voru dýrin útdauð í landinu, þrátt fyrir að 3 þeirra hafi verið flutt upp á meginlandið til frekari útbreiðslu.  Árið 1777 voru 23 hreindýr flutt inn til landsins, þá á Reykjanes.  Þau náðu flest að verða milli 200-300 dýr en dóu út um 1930.  Árið 1784 var gerð 3ja tilraunin til að flytja hreindýr inn til landsins.  Núna 35 dýr á Norðurland.  Um 1850 voru þessi dýr orðin um 1000 talsins, en þá var líka að því er virðist búið að missa tökin á að halda þau sem húsdýr og þau dýr sem núna eru á Austurlandi og voru flutt inn árið 1787, eru talin hafa blandast nokkuð við þann stofn sem fluttur var inn Norðanlands og því er talið að dýrin sem telja í Austfjarðarhreindýrastofninn séu einhvers konar blanda af norðlenskum og austfirskum dýrum sem ganga nú laus um Allt N-Austur og Austurland, frá hæstu fjöllum að sumri niður í flæðamál að vetri.  Fyrir mitt leiti mundi ég telja að þessi stofn væri ekki lengur "erlendur" / innfluttur - þau dýr sem flutt voru inn til landsins á sínum tíma eru löngu útdauð og ný komin í staðin; elsta dýrið sem vitað er að lifir í stofninum er 17 ára (??? Úr fyrirlestri)... - Að mínu mati er stofnin löngu orðinn að íslensku fyrirbæri í landspendýrafánu á Íslandi og kærkomin viðbót í dýraflóru landsins.  Það er hinsvegar ekki það sama upp á teningnum með minkinn að mínu mati.

Það hefði aldrei átt að leyfa innfluttning á honum; hann er "rándýr" og eins og landshöfðingjarnir í Grágás vissu, þá var dýralíf á Íslandi mjög viðkvæmt hvað varðar innfluttning á "rándýrum" - því kusu þeir að BANNA slíkan innfluting og það er mér hulin ráðgáta hverning mönnum datt sú vitleysa í hug að leyfa þennan innflutning í upphafi, og að minkur sé sloppinn út í náttúruna er ófyrirgefanlegt með öllu!  (Talið að keldusvín sé m.a. horfið úr náttúru Íslands vegna þess að minkurinn náði að sleppa úr búri.  Gerðir mannana eru oft óafsakanlegar!)

 

 

4.  (20%) Segið í stórum dráttum frá fæðu sela og hvala við strendur Íslands

 

Svar:   Landselir éta meira af stórum fiskum úr sjónum; hver landselur étur um 5kg af fiski á dag en helmingur fisksins er þorskur. Útselir éta meiri síli og synda lengra eftir fæðunni en landselurinn enda eru þeir afbragðs sundkappar.  Selir við landið éta samtals um 25000 tonn af þorksi á dag, miðað við fjölda þeirra og landselir éta meira en útselir, þó að útselir séu nær helmingi stærri. Skíðishvalir éta ljósátu úr vatnsmassanum, en ljósáta eru smávaxin krabbadýr sem svífa um í yfirborði sjávar og er ein helsta fæða annarra fiskitegunda, sem skíðishvalirnir veita þá óbeina samkeppni við um fæðu. Þannig að þó svo skíðishvalir éti ekki mikið af fiski úr sjónum, eru áhrif þeirra á fiskistofna landsins óbeinn þáttur í tegundasamsetningu fiskistofnanna við landið.  En satt er það að þeir éta ekki mikið af stærri fiskum.  Tannhvalir éta stærri fiska og leggja sér líka til munns önnur sjávarspendýr.    Hinsvegar er staðan sú að fækkun er í hafinu umhverfis Ísland, bæði af selum og hvölum.  Hvað veldur er sennilega frekar tengt fæðuframboði og hlýnandi loftslangi en því að Íslendingar eru að veiða hvali í tilraunaskyni.

 

 

Takk fyrir veturinn félagar

Gleðilegt sumar

Sæunn Þórarinsdóttir

Lágafelli

clockhere
Flettingar í dag: 477
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 244
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 384477
Samtals gestir: 44829
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:23:02