03.04.2009 20:08
Fuglar
Náttúra Íslands Skilaverkefni Fuglar Sett fyrir: 30.03.09
Hólaskóli - Háskólinn á Hólum Skiladagur: 03.04.09
Kennari: Bjarni K. Kristjánsson
Leiðbeiningar: Hlaðið verkefninu niður á eigin tölvu, vistið undir öðru nafni (t.d. ykkar nafn_ferskvatn). Svarið spurningum beint á verkefnablaðið og vistið reglulega. Svör eru bæði dæmd eftir því hvort svarið sé rétt og hversu vel orðað/hnitmiðað svarið er.
Lengri spurningar (svör ættu ekki að vera lengri en 10 línur)
1. (25%) Hvaða þættir einkenna útlit fugla og hvernig má sjá aðlaganir þeirra að mismunandi búsvæðum?
Svar: Fuglar eru með heitt blóð, þeir eru hryggdýr og standa á 2 fótum, fiðraðir og hafa mismunandi stóra straumlínulagaða búka, sem hannaðir eru til að fljúga; bringan er stór og vængir til að ná togkrafti upp, og fram. Fuglar hafa 4 skipt hjarta og lungun eru nálægt bakinu -
Sumir hafa þróuð líffæri til að mylja fæðuna eða geyma hana; eða til að mynda hljóð. Bein þeirra eru hol að innan/hafa ekki beinmerg. Fjaðrir hafa þeir til að geta flogið, hafa einangrun og til að eiga samskipti/t.d við æxlun. Flugfjaðrirnar eru fléttaðar saman á krókum og þeir fella fjaðrir; til að endurnýja þær.
Fuglar eru ýmist staðfuglar; flytja sig lítið sem ekkert eða stutt; eða farfuglar sem flytja sig um langan veg í vetursetu og varpstöðvar. En dæmi eru þó líka um ófleiga fugla.
Þeir hafa mismunandi aðlaganir að búsvæðum; eru vaðfuglar, sjófuglar, vatnafuglar, ránfuglar, spörfuglar.... og goggur þeirra, fætur, vængir, stél og æxlun er mismunandi eftir því hvernig aðlögun þeirra að búsvæðum hefur þróast. Þeir ýmist hafa sundfit til að synda, klær til að rífa til sín bráð eða eru háfættir til að vaða í mýrarflóum. Goggarnir bognir og sterkir til að geta tætt í sundur hold eða langir og mjóir til að bora niður í jarðveginn með til að ná skordýrum.
Búsvæði þeirra geta verið í Eyðimörkum, votlendi, skóglendi.... Og stærð ræðst mikið til af búsvæðunum og náttúrulegum ógnum og fæðuvali. Sumir fuglar éta skordýr, aðrir plöntur, hræ eða fiska.
Fluglag og flugtak þeirra er mismunandi, sumir geta kafað í vatni, og synt og hljóðin sem þeir gefa frá sér eru mjög mismunandi milli tegunda. Sumir geta skipt um lit eftir árstíðum en aðallitur þeirra á baki og að neðan, blettir og mynstur segja mikið um það hver fuglinn er. Þeir ýmist rétt blaka vængjunum á flugi; svífa eða tifa vængjum mjög ört til að halda flugi -
Mismundandi er milli tegunda hvort fuglarnir mynda pör, búa í fjölveri, halda framhjá eða verpa margir saman á varpstöðvum.
Margvíslegar aðlaganir eru að eggjaálegu og æxlun. Sumir fuglar eiga mörg egg í hreiðri, oft á sumri og hreiðurgerðirnar eru óteljandi margar og misjafnar eftir tegundum fugla; hreiður eru gerð allt frá holum á jörðu niðri, upp í hæstu kletta, á greinum og stundum er alls ekkert hreiður - bara verpt beint á jörðina - eftir að fuglinn hefur gert sér smá holu á jörðina.
Misjafnt er hversu hratt unginn myndast í egginu, hve hratt hann verður stór og hve lengi fuglarnir lifa. Eggjastærð er einnig mjög misjöfn eftir tegundum; Rjúpuegg eru t.d mjög lítil miðað við stærð fuglsins, á meðan Tjaldurinn á frekar stór egg miðað við stærð. Sumir fuglar reyna að koma uppeldinu yfir á aðra fugla, á meðan enn aðrar tegundir reyna að láta annað hvort pabbann eða mömmuna sjá um afkvæmin - og þá nær alfarið; t.d Andarsteggir sem hverfa nær alveg í sárum á meðan kollurnar sjá um ungana, á meðan Óðinshanakerlurnar verpa í hreiður karla sinna og hverfa svo á brott til annarra erinda á meðan pabbarnir kenna ungunum á heiminn! (DRAUMA PABBAR!)
2. (25%) Hvað einkennir fuglafánu Íslands?
Svar: Tegundafæð einkennir helst íslenska fuglafánu! - Eins og annað í lífríki Íslands. Skógleysi, kuldi, sú staðreynd að Ísland er eyja, stutt er frá ísöld og skordýrafæð - veldur því að hér eru fáar tegundir og flestir fuglarnir eru annað hvort sjófuglar eða vatnafuglar eða um 80% af öllum fuglum á Íslandi. Spörfuglar, vaðfuglar og ránfuglar - fylla í hin prósentin! Fuglarnir sem hér eru koma að mestu frá Evrópu, og eru staðfuglar allt í kringum Norður heimsskautið - innan við 4% fugla á Íslandi koma frá Ameríku. Af 300 tegundum sem hér hafa sést - eru aðeins um 70 tegundir varpfuglar á Íslandi. Flestir fuglar koma hingað sem farfuglar vor og haust á leið sinni til vetursetu eða í varpstöðvar og margir fuglar flækjast hingað - villtir vega.
Fuglategundunum fækkar eftir því sem norðar dregur í landið. Nýjar tegundir eru að setjast hér að vegna hlýnandi veðurs; s.s. skeiðönd, brandönd, hettumáfur, krossnefur og fínkur, og sumar tegundir að breiðast meira út; t.d. Starri sem hefur farið víðar um land síðustu ár; vegna þéttingar byggðar og kornræktar. Talið er að allt að 10 nýjar tegundir hafi hafið reglulegt varp á Íslandi á 20.öld = nokkrar máfa-og andategundir, starri og sæsvala. Aukin skógrækt og landgræðsla hafa dregið að fleiri fugla; sem ekki þekktust áður. Á meðan hefur heimsskauta tegundum fækkað; þórshani, hávella og haftyrðill. 2 tegundir hafa dáið út vegna ofveiði og framræslu mýrlendis; geirfugl og keldusvín. En í dag eru 3 tegundir fugla eru í útrýmingarhættu á Íslandi; Haförn, þórshani og hrafnsönd.
3. (25%) Hvernig hefur maðurinn haft áhrif á íslenska fuglafánu?
Svar: Maðurinn hefur ræst fram mýrlendi, ræktað skóg, hent frá sér rusli. Fiskveiðar og úrgangur frá mönnum og dýrum hefur verið frjálslega meðfarinn. Ruslahaugar staðið opnir.
Loftslag hefur breyst,( með hlýnunn í andrúmslofti) vegna tilstuðlan manna. Fæðugjafir manna eru mörgum fuglinum næg lífsgjöf t.d. á tjörninni í Reykjavík og víðar (auknir afkomumöguleikar). Minkur kom til landsins fyrir tilkomu mannsins og veldur usla í varpi víða um land; en einnig er talið að hann sé valdur að skyndilegu hvarfi keldusvíns í mýrlendi austanlands. Fiskibátar valda mengun víða í höfnum og á hafi - vegna olíu og e.t.v má líka nefna losun úr holræsakerfi bæja og borga sem renna í sjó allt í kringum landið!?
Með veiðum hefur verið saxað all verulega á stofn margra fuglategunda; t.d. rjúpu, blesgæsa og lunda. En þekkt er að geirfugli var útrýmt við landið og erni og fálka var hér um bil útrýmt hérlendis líka; þó má segja að með verndun hafi stofnar þeirra fugla stækkað verulega undanfarin ár og fundarstaðir þeirra og varpsvæði - vaknað að nýju víða um land undanfarin ár.
Borgir og bæir hafa stækkað mjög undanfarin ár, virkjað var nú nýlega á helstu varpstöð grágæsa og varplöndum þeirra fugla sökkt í virkjana lóni, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum...
Þekkt er að alígæsir, og alíendur hafi blandast fuglum af villtum stofni - en það er e.t.v ekki vandi - þar sem þessir fuglar eru ekki fleygir en blöndun þeirra í villtan stofn fugla er etv ekki ákjósanlegur kostur til lengdar - þegar þessir fuglar sleppa lausir frá eigendum sínum út í náttúruna og blandast enn meira? (vangaveltur)
Styttri spurningar (Svör ættu ekki að vera lengri en 5 línur)
4. (12.5%) Vötn og sjór eru ein mikilvægustu búsvæði fugla. Hvað einkennir þá fugla sem nýta þau búsvæði og hvaða hópar fugla á Íslandi nýta þau?
Svar: Fuglar sækja í stöðuvötn og tjarnir (endur, brúsar, goðar...) vegna þess að þar er mikil uppspretta fæðu, gróðurs og stór hluti fugla nýtir sér fjöru eða sjó - vegna fánunar sem þar þekkist og nýtist til fjölbreytts fæðuvals fuglanna. Vatna-og sjófuglar hafa sumir sundfit (endur, svartfugl, súla) - Fjöru- og vaðfuglar sem lifa í votlendi í kringum vötn og tjarnir (hrossagaukur, spói og stelkur) eða í sjávarmálinu (Tjaldur, sendlingur og sandlóa) eru háfættir og með langan gogg til að róta í jarðveginum. Margir vatna-og sjófuglar eru þungir á landi (himbrimi, endur, skarfur) Hafa oft "fitulag" í fiðri til að haldast betur á floti, og þeir geta margir kafaðm og synt með vængjunum eða stungið sér; t.d margar endur (kafendur) og Súla, himbrimi, svartfugl (lundi og langvía) - Þeir þurfa allir að koma á land til að verpa og hlaupa oft á yfirborði vatns áður en þeir ná flugi ef þeir styggjast. Sumir svífa yfir yfirborði vatns/sjávar og týna upp fæðuna (fýll).
Fuglabjörg yfir sjó - eru oft mjög skipulögð, og tegundir aðlagaðar að mismundandi hreiðurvali - en samkeppni hefur valdið því að tegundirnar leita mishátt upp í bergið. Þetta á að vísu einnig við um vatnafugla; og vaðfugla en aðlögunin er meira áberandi þegar horft er í fuglabjörg í bergi, þar sem tegundirnar virðast skipa sér á syllur eftir ákveðnu mynstri. -
5. (12.5%) Hver er munurinn á buslöndum og kaföndum?
Svar: Buslendur eru endur sem halda sig á grunnum pollum, fæturnir eru miðsvæðis á búknum á þeim og þær ganga tiltölulega uppréttar, þær eru með sundfit og aftasta tá er lítil og án fits. Ef að þeim kemur styggð fljúga þær beint upp úr vatninu og fljúga burt. Kafa ekki niður í vatnið heldur svamla með rassinn á lofti og éta lífverur af botninum. Kafendur eru hinsvegar kafarar. Þær hafa fæturnar tiltölulega aftarlega á búknum og nota þær til að spyrna sér á kafi. Þær geta verið í djúpu vatni og hafa stóra afturtá, með fiti. Þær verða að hlaupa af stað á vatni ef að þeim kemur styggð svo þær komist á loft.
02.04.2009 -
Skilaverkefni Náttúra Íslands
Sæunn Þórarinsdóttir - 1.árs nemi Hólaskóla.