Nafn:

Sæunn og Halldór Lágafelli

Farsími:

8918091

Tölvupóstfang:

lagafelli@gmail.com

Afmælisdagur:

06.06.2001

Heimilisfang:

Lágafelli 861 Hvolsvöllur Iceland

Önnur vefsíða:

www.lagafelli.is

Um:

Landbúnaður, sala heimaafurða og íbúðarleiga / ferðaþjónusta

Uppáhalds manneskjur:

mamma og pabbi

Uppáhalds matur:

steikt lifur

Eftirminnilegast:

þegar við tókum við Lágafelli

15.03.2009 18:16

Ritgerð fyrir Hólaskóla.

 

Hólaskóli

Náttúra Íslands.

Vorönn 2009

 

 

 

 

 

"Lífríki Íslands sem auðlind í ferðaþjónustu -

Staða og framtíðarmöguleikar"

 

 

 

 

 

 

 

Kennarar;                                                                                   Nemandi;      

Bjarni K. Kristjánsson og Stefán Ó. Steingrímsson.              Sæunn Þóra     Þórarinsdóttir.                                                                                                                   

                         

 

Inngangur.

Að vera bóndi, eins og ég er, vekur oft upp spurningar um það hvernig ég geti kynnst landinu mínu í gegnum búskapinn minn; því náttúran og lífríki hennar hefur ávallt heillað mig og oft á tíðum valdið spurningum,  sem ég fæ sennilega seint svarað; því við hvert svar vaknar ný spurning ennþá flóknari og einmitt þessi staðreynd veldur því að ég hef frá unga aldri verið heilluð af því sem tilheyrir náttúrunni og náttúrutengdu efni. 

Mig langar til að geta í framtíðinni; miðlað af viskubrunni mínum og upplifunum af náttúrunni  með því að hjálpa áhugasömu ferðafólki að kynnast náttúrunni og lífinu í kring, eins og ég upplifi hana og hef kynnt mér hana. Þessi ritgerð fjallar um þau tækifæri sem ég sé að geta opnast, ef ég legg út í þann pakka að hefja  þjónustu við ferðamenn.

Ég hef mikinn áhuga á Náttúrunni -út frá þeirri sýn að Náttúran og við séum eitt og við berum að skilja við hana eins og við komum að henni.  Sjálfbærni er mikilvægur þáttur í okkar búskap og við reynum að fremsta magni að gæta þess að okkar not af náttúrunni séu ekki með þeim hætti að hún bíði skaða af.  Hingað hafa komið gestir; bæði innlendir og erlendir - sem hafa sagt okkur að þeir "ELSKI" það hvað við virðumst vera í miklum tengslum við náttúruna og dýrin okkar og út frá þeirri staðreynd langar mig í framtíðinni að byggja brú milli þeirra sem hafa lítinn sem engan aðgang að náttúrunni - vegna fjarlægðar við landsbyggðina (í kílómetrum og mannlegum tengslum). 

Ég get því ekki valið neitt eitt "svið" innan Lífríkis Íslands - sem ritgerðarefni; því að Lífríkið og náttúran hérlendis; heillar mig í heild sinni og ég sé heilmikla framtíðarmöguleika til að nota náttúruna í ferðamennsku eins og staðan er í dag.  Það er vakning á möguleikum í Heilsutengdri ferðaþjónustu, það eru ferðamenn sem sækja hingað vegna þess að Ísland er "HREINASTA LAND" í heimi.

 

 

 

 

 

 

 

Meginmál

 

Náttúra Íslands  er einstök.  Og lífríki hennar bæði dularfullt og kíngimagnað. 

Árlega koma hingað þúsundir ferðamanna - til að upplifa Ísland; sem er þekkt um allan heim vegna mjög virkrar jarðskjálfta- og eldfjallavirkni; sérstaks veðurfars, risastórra jökla og "einangrunar".

Þessir ferðamenn eru hingað komnir vegna þess að þeir eru forvitnir um landið okkar og það er gaman að geta stuðlað að betri þekkingu þeirra á landinu okkar sem er sérstakt fyrir margar aðrar sakir en einmitt þá að vera eldfjallaland.

Landsmenn lifa flestir í mjög nánum tengslum við náttúruna; ennþá eiga flestir einhverja tengingu við landsbyggðina - þar sem mikill meirihluti landans býr við þá kosti að tengja atvinnu sína við náttúrauðlindir landsins á einn eða annan hátt.

Hér eru stór þorp sem tengd eru fiski, hraðfrystihúsin lifa enn - þó þeim hafi farið fækkandi.   Landbúnaður í landinu sér Landsmönnum að miklum hluta fyrir fæðu.  Margir tengjast sveitinni og afla sér björg í bú með því að eiga nokkrar kindur eða taka þátt í búskap með fjölskyldunni eða vinum til að geta fengið í soðið.  Þetta finnst ferðamönnum mjög merkileg staðreynd og vinsælt er að óska eftir því að fá að komast til Íslands; út á landsbyggðina - Til að komast í nána snertingu við náttúruna; og dýrin.

Mjög mikill meirihluti erlendra ferðamanna fer þó aldrei út fyrir borgarmörk Höfuðborgar Íslands.  Heldur fer um Reykjavík - og skoðar borgarbyggingar og merkileg kennileit.  Hinsvegar er Reykjavík - enn í dag; frekar "sveitó" borg - þar sem hægt er að sjá út á sjó; horfa á fjalladýrðina allt um kring; jafnvel sjá hraunlög og Elliðaárnar;  sem er eina Laxveiðiá heims sem staðsett er í miðri höfuðborg þjóðríkis.

Landslag í höfuðborginni - og náttúran sem sést þar í kring verður oftar en ekki til að fólk tekur ákvörðun um það að koma aftur til Íslands við betra tækifæri - til að upplifa landið - eins og það sést frá borginni.  Mörgum dreymir þá fjallasýn, það útsýni sem hér fæst - vegna þess að hér eru nær engir skógar og birtuna - sem virðist endalaus.  Ferðamenn eru jafnvel farnir að sækja í hið endalausa myrkur sem við erum þekkt fyrir  - vegna hnattstöðu landsins okkar.  En sá munur dags og nætur; sem við Íslendingar eigum að venjast - er lítt þekkt fyrirbæri í hinum stóra heimi og vekur margar spurningar hjá ferðamönnum. Sumir koma hingað í þeim tilgangi að upplifa "EKKERT" - dreymir um stað - þar sem hægt er að standa; fjarri öllum mannabyggðum og horfa á náttúruna eins og hún er - og upplifa sig þar með part af henni.  Verða eitt af dýrunum í "skóginum" þó skóg sé nær hvergi að finna.

Margir ferðamenn hafa talað um það að hér sé eini staðurinn í heiminum - þar sem hægt er að sjá fullan Regnboga - og undrun þeirra verður oft mikil þegar þeir eru jafnvel orðnir tveir.  Skýin eru tær og veðrið breytist eins og hendi væri veifað; logn, sól, rigning, rok, á vetrum skellur oft á haglél - þó að útlit sé fyrir frábæran dag, jafnvel snjó og blindabyl. 

Þessi upplifun ferðamanna á landinu - gefur fólki sem hefur áhuga á ferðaþjónustu; endalausa ást á landinu.  Allt verður merkilegt; sögur um stokka og steina, álfa og tröll, huldufólk og útilegufólk.  Jafnvel sögur um drauga og vættir. 

Sögur sem lifa með þjóðinni en ferðafólk upplifir í raun og sanni bara af því að koma hér við og sjá landið - bert og nöturlegt á köflum með endalausa víðáttu til allra átta, svartnætti og albirtu, hríðarstorm og logn.  Bergmál er fyrirbæri sem ferðafólk hrífst endalaust af.  Og hljóðbærnin - þegar kindurnar eru að kalla á lömbin sín, fólkið kallast á í næsta nágrenni.  Þessa upplifun fær ferðafólkið að eigin sögn hvergi nema hér.  

Hér finnst mörg dýr í útrýmingarhættu á heimsvísu,  sem forvitna ferðamenn langar að berja augum ef mögulegt er;  Þessar tegundir eru steypireyður, sandreyður, langreyður og Íslandssléttbakur;  í flokki skíðishvala.  Í flokki tannhvala teljast; búrhvalur, mjaldur og hnýsa - til dýra í útrýmingarhættu, en samkvæmt bókinni "VILLT ÍSLENSK SPENDÝR" tilheyra allir þessir hvalir "ÍSLENSKU LÍFRÍKI" -     

Svartfuglabyggðir í björgum eru þær stærstu í heiminum.  Lundinn er þekktur fyrir spaugilegt útlit sitt um heimsbyggðina alla og draumur margra sem ferðast er að fá að sjá hann með berum augum.           Fuglafræðingar vinna allan ársins hring að því að skrá hjá sér merkilega fugla og rannsaka lifnaðarhætti þeirra; en að öllum öðrum fuglum ólöstuðum þá má segja að Haförninn, Fálkinn, Uglan, Himbriminn, Lómurinn, Svanurinn og Flórgoðinn séu með merkilegustu fuglum sem eiga ból á Íslandi; þó það megi vel telja upp mikið fleiri fuglategundir en þær eru vel yfir 12.000, sé vefur Náttúrustofu Íslands athugaður. (http://www.ni.is/dyralif/dyrasofn/fuglar)

Móberg er bergtegund sem nær hvergi er hægt að finna í heiminum; og þeir ferðamenn sem hafa áhuga á kryfja jarðfræðisögu Íslands - komast í feitt, þegar þeir hefja rannsóknir sínar á bergrunni landsins.  Jarðlög og rannsóknir á þeim geta fært í sanni hvernig líf í harðbýlu landi hefur myndast og mótast - jarðfræðingar vinna að því hörðum höndum að skrapa ofan í jarðlögin í leit að dýrum, plöntum eða mannvistarleyfum - sem gefið geta hugmyndir um hvernig líf hefur mótast á Íslandi í gegnum aldir.  Ferðamenn tengdir jarðsögu og jarðfræði eru alltaf að verða fleiri og fleiri samkvæmt orðrómi innan ferðaþjónustunar.  Fólk sem er hugfangið af jarðfræði og veit að Ísland er tiltölulega nýmótað í jarðsögunni.  Og vill forvitnast um það hvernig lífríkið hér byggðist upp á jarðsögutíma.

Nýlega fannst í ferskvatni á Þingvöllum; fló - sem er eins og "marfló" í laginu en lifir í ferskvatni - hvít og blind; og talið er að hún hafi lifað Ísöldina af hérlendis í neðanjarðarlindum; en fundur hennar er mjög merkilegur fyrir jarðsögu landsins og tilurð lífríkisins hér.  Svo ferðamenn sem langar að kynnast landinu á jarðvísindalegan hátt; hafa mjög mikið erindi til ferðalaga hérlendis.                                                 

Sumir horfa út á hafið, aðrir upp í fjöll.  Enn aðrir vilja komast á hestbak, skoða fugla, veiða í Laxá, ganga Laugarveginn, hjóla hringveginn, sumir verða að komast í golf því landið bíður upp á svo frábæra möguleika á landslagi fyrir golfvelli; sandgloppur, hraunnibbur, vogar og víkur, grasflatir og sumstaðar eru jafnvel lágvaxin birkitré - Svona eins og til að gera landið enn nú meira spennandi til golfvallagerðar.  En birkið hefur fylgt landinu frá örófi alda og er einkennisplanta landsins; enda taka felstir ferðamenn eftir því að hérlendis eru fá tré og eina tréið sem ber á er þetta sérstæða krækklótta og lágvaxna tré birki - sem virðist geta lifað við allskonar aðstæður.

Þar sem birki vex - eru oft miklar berjabrekkur: þar sem bæði vaxa krækiber og bláber, en þessi staðreynd vekur oft undrun hjá ferðamönnum.  Því að ber sem fólk týnir upp í sig eiga að vaxa á runnum; eins og rifsber eða heita jarðaber og eru ræktuð í reitum.  En  krækiber og bláber vaxa í raun á runnum; þó svo lyngið sé lágvaxið og skriðult.  Og það villir um fyrir ferðamönnunum.  En berin þykja gómsæt og ferðafólk er mjög hrifið af því þegar landsmenn segja frá því að flestir gera sér sultur og hlaup úr berjum - til að eiga í ísskápnum. 

Sjálfsbjargarviðleitni landsmanna heillar ferðafólk.  Það þykir spennandi að hlusta á frásagnir um það hvernig maturinn er tilbúinn. Matarhefð landans er mjög vinsælt umræðuefni. Slátur, svið, hvalur, hákarl, lundi, egg úr björgum, gæsir, endur, svartfugl, selur, hreindýr, þorskur, ýsa, lax, silungur, súrmatur, saltkjöt, flatkökur, rúgbrauð, síld...                                                        Svona væri hægt að telja endalaust upp; allur þessi matur finnst víða heimagerður  og flestir ferðamenn elska það sem íslenskt er.

Náttúrumynjasöfn eru víða um land; Heklusafnið á Leirubakka, Fiskasafnið í Vestmannaeyjum, Hvalasafnið á Húsavík, Jöklasafnið á Höfn í Hornafirði, Selasafn á Hvammstanga, Sæfiskasafnið Höfnum, Steinasafn Petru á Stöðvafirði, Sílarminjasafnið á Siglufirði, en hér hafa aðeins verið talin upp örfá söfn er segja sögu úr Lífríki- og Náttúru Íslands.

Margir bændur hafa opnað búin sín; eru með kaffihús þar sem sér yfir mjaltirnar á mjaltartíma. Reiðskemmur þar sem sjá má sýningar á hestum og/eða taka þátt í reiðnámsskeiðum sem sett hafa verið upp á meðan á dvöl þeirra stendur sem enda svo oft með Hestaferð út í guðsgrænni náttúrunni í mislangan tíma.  Sumir ferðamenn koma hingað aftur og aftur í tengslum við hesta sem þeir hafa keypt sér og vilja halda í tengslin við landið - Aðrir eru á höttunum eftir hesti og ferðast milli hrossaræktenda í leit að hinum fullkomna hesti.   

Hægt er að fara í skoðunarferðir með bátum; út á rúmsjó, til að virða fyrir sér lífríkið í sjónum; stórhveli, hnýsur, höfrunga.  Skoða fugla í björgum, á á skerjum.  Jafnvel leggja gildrur fyrir skelfisk og borða beint úr sjó - eins og þekkist á Breiðafirði.  Fjörulífið er heillandi og mörgum finnst sjávarlyktin og leikur við bárugjáflur í fjöruborði; einstök upplifun.  Þá uppgötva menn líka söl og sjávarfang, marglyttur, marfær og sjávarkuðunga, smáseiði og skeljar.  Og brimsorfna steina í öllum stærðum og gerðum.

Selja má vorið, sumarið, haustið og veturinn. Árstíðir á Íslandi eru eins fjölbreyttar og þær eru margar; og lífríkið og veðráttan eftir því.  Árstíðir og veðurfar í landinu heilla ferðafólk jafn mikið og litirnir í landinu sem fylgja þeim breytingum sem verða þegar Vorið gengur í garð; og túnin grænka, fuglarnir sitja á grein og syngja.  Og sólin er enn að hækka á lofti.  Sumarið með sinni endalausu birtu og blómaangan. 

Haustin þegar myrkrið skellur á og verður sífellt svartara, og litirnir í náttúrunni eru óteljandi.     Deyjandi lauf á trjánum; gul og rauð og fjólublá.  Gulnandi grös í túnum.  Farfuglarnir "pakka saman" og kveðja, síðustu dagana fyrir brottför æfa þeir listflug sitt í hópum og himinninn þar sem þeir fljúga virðist vera allur á iði. Veturinn með sitt endalausa svartnætti; sem þó verður að gráma ef snjór klæðir landið hulu fíngerðrar fannar.  Það eru endalaust margir möguleikar á að auglýsa árstíðarnar sem ferðamannatíma. 

 Innlendir ferðamenn eru mikilvægastir allra ferðamanna á Íslandi.  Það eru þeir sem skynja markaðinn og gefa okkur hugmyndir um hvað er merkilegt við náttúruna.  Þeir ferðast flestir um á eign forsendum; í tjöldum, fellihýsum eða Húsbílum og setjast að við náttúruperlur eins og Seljalandsfoss, Ásbyrgi, Þingvelli, Mývatn - hendast jafnvel upp á hálendinu í Kerlingafjöll og Landmannalaugar og marga þeirra skiptir engu hver árstíðin er. 

Tjaldstæðamenning hefur fylgt íslenskum ferðamönnum í marga áratugi; þess vegna eru flest tjaldstæði í námunda við Náttúruperlur - þar sem byggðir hafa verið upp göngustígar og skjólbelti; til að tryggja að náttúran njóti ávallt vafans af veru ferðamannanna á svæðum sem vinsælust eru til tjaldferðalaga.  Göngustígar eiga að tryggja að ágangur ferðafólks á viðkvæmum svæðum takmarkast eins mikið og mögulegt er.  Skjólbeltin beina fólki á að tjalda á fyrirfram ákveðin svæði; þar sem gróður á Íslandi er mjög viðkvæmur og þolir illa mikinn ágang.  Innan skjólbeltana hefur oft farið fram einskonar jarðvegsuppbygging og tyrfing - til að gera umhverfi tjaldferðamannanna aðlaðandi en í leið þolnara fyrir stöðugu álagi.  Ekki eru allir á sáttir um slíkar framkvæmdir í náttúrunni, því hvert nýtt tré skapar ójafnvægi í náttúrunni - svo maður tali ekki um allan þann fjölda af innfluttum trjám sem flutt hafa verið til landsins.  Skógarbotnar mynda nýja flóru blóma og grasa á svæðunum og dregur að fuglategundir sem áður hafa ekki þekkst á Íslandi.  Enn aðrir segja að slíkar breytingar séu aðeins framför og auki á fegurð lífríkisins hérlendis.

Íslenskir ferðamenn eru uppfinningarsamir; þeir hafa í árana rás - ferðast um landið og fundið staði sem jafnvel hafa verið þekktir innan héraðs en e.t.v. ekki vakið athygli heimafólks á svæðunum á því hversu miklar auðlindir eru að finna í þeirra heima héraði og auðlindirnar því ekki verið nýttar að nokkru gagni.  Í þessu samhengi má benda á allar þær heitu uppsprettur; sem finnast hingað og þangað um landið og veita ómælda ánægju - náttúrlegar sem þær eru; en sumar hverjar eru ferðafólki týndar því að ekki hefur verið bent á þær sem  auðlindir innan ferðaþjónustunnar; hér má t.d. nefna Jarðböðin við Mývatn; sem hafa verið þekkt meðal heimamanna í fjöldamörg ár sem heilsulind - en eru fyrst núna að verða í almannarómi.  Bláa Lónið er vinsælt meðal ferðamanna en náttúrulaugar eins og þekkjast uppi í Landmannalaugum og inn við Hengil - eru enn vinsælli baðstaðir, þó svo þangað sé erfitt að komast og aðstaða í kringum "baðvatnið" frumstæð.

Veðráttan heillar flesta sem ferðast á Íslandi; sú staðreynd að fyrir hádegi gæti regnfatnaður verið hentugasti klæðnaðurinn; stuttbuxur um miðjan dag og heilgalli úr Andoxunarefni um kvöldið, heillar.  Hér skiptast á Skin og skúrir - og oft þarf að taka skjótar ákvarðanir um breytingar í ferðatilhögun og segja má að Íslendingar séu orðnir sérfræðingar í því að "ELTA UPPI GÓÐA VEÐRIÐ".   

Svo gera má ráð fyrir því á ferðamannastöðum að ef sól og sumarylur ríkir í veðráttunni, þá eru líkur á því að ferðamenn reki inn nefið; allavega Íslendingar.  Og ferðamannatíminn er alltaf að lengjast - hér á landi eru tölur um ferðafólk alltaf að stækka; fyrstu útilegurnar eru farnar í lok mai, þegar gróandinn í lífríkinu er að byrja; Farfuglarnir komnir og farnir að gera sér hreiður; sumir eiga jafnvel þegar unga.  Grösin og blómin vaxin upp fyrir rönd á gúmmískó.  Og vorlykt er í lofti.  Háplöntuflóra Íslands ber einangrun landsins skýr merki; og margir hafa mikinn áhuga á að rannsaka tilurð hennar og landtöku.  Surtsey dregur að margan ferðamanninn; eftir að hún var gerða að alþjóðlegu vísindaveri.  En strangar reglur eru um uppgöngu í eynna - svo ekki er hægt að segja að hún sé almenn ferðamannaparadís.

                                                                                                                                                                                                                       

Fyrstu blómin sýna sig í Maí; lambagrös, hófsóley, túnfíflar og sóleyjar.  En þó það sé komið sumar í Maí, samkvæmt almanaksári, þá er enn að vænta frosta um nætur.  Því að frost eru algeng á Íslandi fram í júní; og hálendið er yfirleitt ekki orðið fært ferðamönnum fyrr en um eða eftir miðjan Júní - stundum ekki fyrr en eftir mánaðarmótir Júní/Júlí.

Hreinleiki íslenskrar náttúru er óborganlegur.  Ár og vötn eru tær, lítið um "manngerða mengun" á hálendinu - aðra en sjónmengun í formi Raflínustaura. 

Íslenskum stjórnarleiðtogum hefur þó eitthvað förlast á undanförnumn árum; því búið er samþykkja virkjanir víða um land.  Sem er svartur blettur á annars hreinlegu landi.  Kárahnjúkavirkjun er komin í gagnið; og búið er að sökkva stórum hluta lands sem áður tilheyrði mikilvægum uppeldisstöðvum Hreindýrastofnsins eystra og gæsavarpi Heiðargæsa og grágæsa sem verptu og ólu upp unga í Kringilsárrana.  Húsavíkursvæðið er nefnt sem mögulegt virkjanasvæði, Hellisheiði hefur verið boruð út og suður - því Reykvíkingar þurfa að fá "náttúrulegt" heitt vatn úr "náttúrulegum virkjunum"; sem þó leikur vafi á að sé eins hreinlegt í framkvæmd og af er látið.  Ef skýrslur um mengun á svæðinu í kringum Henglavirkjanirnar og súrnandi jarðveg þar í kring, eru réttar.   En mosi á svæðinu, hefur verið að láta á sjá og drepast vegna brennisteinsins sem  gufar upp úr borholunum  við virkjunaframkvæmdirnar, og brennistein sýrir regn; en súrt regn er ákvaflega sakaðlegt í náttúrunni.

Hreinleiki matvæla og hreinleiki vatns er mörgum ferðamanninum hugleikið; af þessum hreinleika getur Ísland státað, sé vel að gætt.  Það að flestir Íslendingar eru svo nátengdir náttúrunni og lífríkinu þýðir að ferðaþjónustan hefur upp á að bjóða hráefni til matargerðar; sem hvergi þekkist annarsstaðar í heiminum.  Fjallagrös, kræklingur, rjúpur, meira að segja íslenska sauðféið er hálfgert villifé, og elst að stórum hluta upp í villtri veröld; sem gerir bragðið af kjötinu alveg einstakt á heimsvísu. 

Það eru miklir möguleikar í að nýta matarmenningu Íslendinga í ferðaþjónustunni - og matarmenningin hérlendis er mjög nátengd lífríkinu.  Því að ef við horfum á íslenska Landbúnaðinn, þá er bróðurpartur af hráefninu sem notað er við að koma vörum á markað frá bónda; þ.e.a.s. fóðrið sem skepnur á lögbýlum nýta til að stækka og verða að blóðugri steik á diski ferðamannsins; HREIN AUÐLIND ÚR LÍFRÍKI ÍSLANDS.  Bændur hafa í árafjöld ræktað túnin sín, og unnið hráefni heima fyrir til að tilkostnaður við uppeldi gripanna verði sem minnstur og grösin í náttúrunni hafa yfir sumartíman verið magafylli margra húsdýra sem svo enda á disknum hjá hinum forvitna en svanga ferðalangi.   Til eru samtök bænda í landinu; sem vilja auka hróður íslenskrar matarmenningar er kynna afurðir sínar undir merkinu; "BEINT FRÁ BÓNDA" - og sannað er að ferðamenn sem eru "náttúruþenkjandi" eru tilbúnir að borga hærra verð fyrir vörur og þjónustu þar sem "náttúruleg sjónarmið" eru höfð að leiðarljósi.  Þess konar ferðamennska á bara eftir að aukast á komandi árum.

 Náttúrleg ræktun fæðis og matjurta, og Náttúrulækningar er svið sem ferðamennskan ætti að fara að leita eftir því að það er veruleg fjölgun á ferðamönnum sem vill gjarnan komast til Íslands vegna þess að það hefur hingað til staðið vel undir þeirri nafnbót að vera "HREINASTA" land í heimi.  Og til framtíðar er þessi tegund ferðamennsku; þ.e. Heilsutengdri ferðamennsku, e.t.v. það sem koma skal fyrir þá er hyggja að stofnun fyrirtækja í kringum ferðamenn.

 Lyf sem unnin eru til Náttúrulækninga; er hægt að vinna úr íslenskri flóru;

·         Vallhumall sem vex víða um land (sérstaklega í kringum mannabústaði); er góður sem kryddjurt, góður í tegerð; en Te úr Vallhumal á að vera sérlega gott gegn hálsbólgu.

"Jurt þessi styrkir, mýkir og dregur saman, hún er uppleysandi og blóðhreins-
andi, bætir sinateygjur og stríðleika í líkamanum; hún er því góð móti
alls konar blóðlátum, innantökum, þvagteppu, uppþembingi, mat-
arólyst, hósta, gulu og alls konar innvortis bólgu." Hér er mælt með
að drekka te af blöðum og blómstrum jurtarinnar þrisvar á dag. Auk
þess er því lýst hvernig gera megi smyrsl af jurtinni: "Maður tekur af
blöðunum smásöxuðum 12 lóð, 24 lóð af nýju, ósöltuðu sauðasmjöri,
sýður þetta saman um stund, síðan skal sía hið þunna frá, kreista vel úr
því og geyma síðan." Fram kemur að smyrsl þetta eigi að vera sér-
staklega gott til þess að græða sár og útbrot á hörundi.

 (tekið af vefnum; http://nattura.info/article/nytjajurtin-vallhumall/)

·         Túnsúra. Vex í graslendi og á túnum. Um allt land.  Er góður til að kæla brunasár, mýkja hægðir, auka lyst, og fleira.  Hana skal taka inn í mysu.

(tekið af vefnum;  http://seidkona.123.is/Blog/Cat/972/)

En svona lýsingar er hægt að finna um mjög margar tegundir blóma og grasa á Íslandi og þykrir þessi fróðleikur "svokallaðra" Grasalækna; mjög áhugaverður og vert er að reyna að nýta sér þekkingu þeirra við uppbyggingu á Heilsutengdri ferðaþjónustu um allt land. 

Matvælastofnun fer með heilbrigði allrar framleiddrar fæðu á Íslandi; af hverju meiði sem hún telst og þykir heilbrigði hinna ýmsu fæðutegunda á Íslandi með því hæsta sem þekkist í heiminum.  Ferðaþjónustan hefur í gegnum árin verið dugleg við að taka sér þennan kost ferðaþjónustunnar og auglýsa "Hreinleika og sérstöðu" íslenskra matvæla fyrir ferðafólki.  Og hópur þeirra ferðamanna sem kemur til Íslands - til að kynnast matarhefðum landsins; fer stækkandi.                                                                                                                                                                                                                   

Villibráðarkvöld, Fiskihlaðborð, Þorrablót.  Aðeins ferskar íslenskar afurðir.  Og það selur.  Vinsælt er að fara í laxveiðiár, og veiða sér fisk í soðið; sem síðan er matreiddur eftir kúnstarinnar reglum.  Íslenskur lax er þekktur meðal veiðimanna fyrir mikinn þrótt og löng ferðalög út í hafi, þar sem hann nær mikilli stærð áður en haldið er aftur upp í árnar til að hrygna.  Þessi löngu ferðalög hafa gert laxinn baráttuglaðan og fljótan, sem veiðimönnum finnst mjög spennandi - því ekkert er meira heillandi en lax, sem er sérlundaður á beitu en ef hann bítur á - þá berst hann upp á líf og dauða fyrir fresli sínu. Enn vinsælla er þó að veiða og sleppa laxinum svo aftur.  Sjóstangveiði er frábær vaxtarbroddur í íslenskri ferðamennsku.  Og kemur fólki í náin tengls við náttúruna:         Á róðrarbáti, úti á djúpum firði, jafnvel með fjöll allt í kring, hafið og veiðistöng.            Ekki spillir ef veðráttan hjálpar upp á og nýveiddur afli.

Vetur á Íslandi eru spennandi kostur til ferðaþjónustu.  Sérstaklega þegar ferðafólkið getur keyrt á snjó, svo langt sem augað eygir eftir víðáttu landsins, uppi á hálendi.  Umvafið fjöllum og sýnilegan götuslóða, er hvergi að sjá.  Hér mætti reyna að athuga hvort þau heiðarvötn sem þekkist að í er fiskur; geti gefið fisk í gegnum vök á ís.  En slík veiðimennska er mjög vinsæl sportgrein víða um heim og mundi trekkja að áhugasama ferðamenn.  Fólk sem stundar skíði, fer með snjóbílum á jökla í Suðursveit. 

Og hér mætti líka reyna að auka hróður skíðasvæða, en mörg slík svæði eru á landinu - þó svo tíminn til að nýta þau sé alltaf að verða styttri og styttri, að því er virðist, vegna hlýnunar jarðar.

Kappreiðar á ís eru einnig að verða mjög mikilvæg keppnisgrein innan Íþróttasambands hrossaræktarinnar.  Fjölmargir ferðamenn koma til landsins vegna þessarar staðreyndar og sumir koma jafnvel og keppa líka.

NORÐURLJÓS!  Hvert fer ég til að sjá þau!?  Slíka spurningu er ekki ósennilegt að fá þegar  ferðamenn ferðast hér um að vetri til.  Stjörnubjartur himinn og svartnætti, með dansandi grænum ljósum í allar áttir, sem stundum skipta jafnvel litum og verða rauðleit, eða bleik.  Það er toppurinn á tilverunni fyrir margan ferðamanninn sem hingað kemur og leitar að sérstakri upplifun.  Ekkert fær toppað þessa tilfinningu, að standa úti í heljar frosti og jafnvel snjó, og horfa upp í endalausan alheiminn - sem ljómar af litum og glitri frá þúsundum stjarna. 

Já,  Náttúra Íslands er einstök.  Og lífríki hennar bæði dularfullt og kíngimagnað. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lokaorð.

 

Ég hef nú stiklað á stóru um náttúruna og Lífríki Íslands sem auðlind í ferðaþjónustu, stöðu og stefnu.  Ýmislegt hefur verið tekið fyrir, því mér finnst hvergi hægt að drepa sérstaklega niður nema minnast á annað tengt efni sem myndar umgjörð að lífríki landsins. 

Náttúran er jú að mínu mati hluti af mér og ég er hluti af lífríkinu hér; sama hvernig á það er litið.  Auðlindir í Náttúru Íslands eru margar og vel nýtanlegar innan ferðaþjónustugeirans.

En ég tel að Íslendingar ættu að móta stefnu fyrir framtíð lífríkisins hér; til að vernda það gegn áreiti.  Ferðaþjónustan er visst álag í sjálfu sér.  Því að það fylgir ýmislegt með í kaupunum ef fólk fer á milli landa.  Og ef ferðamenn fá að valsa óáreittir innanlands.   Bændur hafa því miður í ógát misst mink út í lífríkið, millilandaskip fluttu í margar hafnir rottur og talið er að kakkalakkar séu að festa sér hér búsetu en þeir gætu hafa borist hingað erlendis frá í ferðatöskum. Virkjanaplön stjórnarflokka í Ríkisstjórn Íslands hafa breytt og munu breyta ásýnd landsins ef svo fram sem horfir.  Svo það er kominn tími á að tekinn sé upp stefna sem ver lífríkið gegn áreiti; svo það verði áfram hægt að auglýsa Ísland sem;

       "FALLEGASTA og HREINASTA LAND Í HEIMI"

 

 




 

 

 

 

Sæunn Þórarinsdóttir, 1.árs nemi í Ferðaþjónustu við Hólaskóla, vorönn 2009. 

Náttúra Íslands.

 

 

clockhere
Flettingar í dag: 25
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 149
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 399339
Samtals gestir: 47377
Tölur uppfærðar: 23.12.2024 01:06:07