Nafn:

Sæunn og Halldór Lágafelli

Farsími:

8918091

Tölvupóstfang:

lagafelli@gmail.com

Afmælisdagur:

06.06.2001

Heimilisfang:

Lágafelli 861 Hvolsvöllur Iceland

Önnur vefsíða:

www.lagafelli.is

Um:

Landbúnaður, sala heimaafurða og íbúðarleiga / ferðaþjónusta

Uppáhalds manneskjur:

mamma og pabbi

Uppáhalds matur:

steikt lifur

Eftirminnilegast:

þegar við tókum við Lágafelli

23.02.2009 12:04

Gróður - verkefni 2 f/Hóla

Gróður á Íslandi er dæmigerður fyrir norðlæg Evrópulönd en tengist ekki mikið vestur um haf en þar er þó að finna einhverjar tengingar.

 

Samkvæmt Alþjóða skilgreiningu á "Plöntu" - er sérhver tegund plöntu nefnd tveimur latneskum fræðinöfnum. Fyrra nafnið er ættkvíslarheiti og hið síðara er viðurnafn, en bæði saman mynda þau tegundarnafn einnar plöntu.

 

Öll flokkun innan grasafræðinnar byggir á greiningu tegundarinnar.  Til einnar tegundar teljast allir einstaklingar sem eru í öllum meginatriðum eins að gerð og útliti, geta æxlast saman og gefið af sér frjó og heilbrigð afkvæmi.  Líkum tegundum er svo skipt í ættkvíslir, ættkvíslum í ættir og ættum í ættbálka, ættbálkum í flokka og flokkum í fylkingar.  Fylking er æðsta flokkunarstig innan plönturíkisins.

 

Dæmigerð flokkun plantna;

 

 1. þörungar - sem skiptast m.a. Grænþörunga og Kransþörunga - frumur sem ljóstillífa.

     Grænþörungar eru forfeður allra annarra landplantna.

 2. mosar - sem skiptast í soppmosa, hornmosa og baukmosa. - fjölga sér með gróum

 3. byrkingar - sem skiptast í jöfnur, elftingar og burkna. - mynda ekki fræ og ekki blóm.

 4. blómplöntur/fræplöntur - sem skiptast í berfrævinga, einkímblöðunga,  tvíkímblöðunga, - Einkímblöðungar = grös og starir/Tvíkímblöðungar = aðallega blóm.                                                                       

 

Hér hafa sveppir ekkert verið nefndir en þeir eru "plöntur" þó svo að gerð þeirra sé mun líkari dýrum en plöntum.  Sveppir lifa oft í mjög þróuðu sambýli með þörungum og mynda svokallaðar = Fléttur - þar sem bæði Sveppurinn og þörungurinn njóta góðs af og lífsgæði beggja er aukinn.

 

Með flokkunarkerfi eins og hér sést að ofan - (sem þó er í raun mun viðameira en sýnt er hér) - hafa grasafræðingar komist að því að fjöldi plöntutegunda er hlutfallslega lár á Íslandi, miðað við sambærileg skilyrði og veðurfar í löndunum í kring en skýringin fellst sennilega í einangrun landsins og því hve skammur tími er liðinn frá því að Ísöld lauk.

 

Tvær kenningar eru uppi um afdrif íslensks gróðurs á Ísaldarskeiði jarðarinnar. 

Ördeyðukenningin segir að engar plöntur hafi lifað af eftir að Ísöldinni lauk og allur gróður sem á Íslandi þrífst í dag - sé tilkominn eftir Ísaldarskeiðin.

En - svokölluð Miðsvæðakenning - gerir ráð fyrir því að Jökulsker hafi staðið upp úr jökli á Ísöld og þar hafi gróður náð að halda velli og breiðst út eftir að Ísöld lauk og myndað gróðurbreiður.

 

Í þúsundir ára ríkti Birki ofar öllum öðrum gróðri á láglendi Íslands.  Birkið er þó sennilega ekki eina lauftréið sem myndaði skóga á Íslandi, því hér óx líka villtur Reyniviður og runnagróður eins og hrís og fjalldrapi. 

Þurrt láglendi landsins var þakið trjám upp í allt að 400 m hæð yfir sjávarmáli eða á milli um 30-40% af gróðurþekju landsins.  En mjög viðkvæmur og blómlegur undirgróður lifði í sambýli við Lauftréin og myndaði sérstæð gróðursamfélög.

 

Enginn veit með algjörri vissu hve margar plöntutegundir er að finna á Íslandi.  Hér hafa verið taldar um 500 háplöntur, 47 byrkingar, yfir 600 tegundir af mosa, 700 fléttur og um 2000 tegundir af sveppum. Gróðurfræðingar finna fleiri og fleiri tegundir af mosa, fléttum og sveppum á hverju ári en lítið hefur bæst við tegunda fjöld háplantna og byrkinga undanfarin ár. Hinsvegar slæðast hingað ýmsar tegundir plantna - svo nefndir Slæðingar - sem gefast venjulega upp á lífsbáráttunni að lokum. (fræ þeirra berast hingað með fuglum eða neðan á skóm ferðalanga og ná að skjóta rótum hérlendis um tíma)

 

Hvað varðar tegundafæð plantna í landinu - má benda á að Ísland er tiltölulega nýmynduð eyja (jarðfærðilega), aðeins um 20 milljón ára gömul, 103.000km2, að stærð og staðsett í miðju N-Atlandshafi - á mörkum tempraða beltisins og Norður Heimsskautsins. Eldgos eru tíð. Stærstu eldsumbrot Íslandssögunar hafa valdið því að miklar breytingar hafa orðið á ásýnd landsins og loftslagi.  Gjóska og hraun hafa oft kaffært viðkvæman gróðurinn.

 

Landið er auk þess tiltölulega langt frá allri tengingu við "þróaðari" plöntusamfélög.  Eyjan er fjöllótt, en láglendi er með ströndum fram.  Snjóalög á fjöllum eru oft mikil.

Meðalhæð er yfir 500 m sjávarlínu og aðeins ¼ landsins er staðsettur undir 200 m sjávarlínu.

 

Vegna ungs aldurs er landið berskjaldað fyrir áhrifum vatns og vinda því að jarðvegur er grófgerður og auðmulinn. 

 

Vaxtartími plantna á Íslandi er auk þess mjög stuttur; að meðaltali um 3 mánuðir.  Láglendið er kaldtemprað, meðalárshiti er um 2-5°C en hálendið er í kuldabeltinu og meðalhitinn þar aðeins -1 til -2°C.  Sífreri er á takmörkuðum svæðum  á hæstu stöðum.  Veðurfar er óstöðugt, tíðar rigningar og hvassviðri.  Fylgni er á milli úrkomu og hitastigs í landinu og á síðastliðinni hálfri öld hefur úrkoma heldur aukist.  Það er því ekkert sældarlíf í boði fyrir gróðurinn.

 

Samkvæmt Miðsvæðakenningunni - bendir allt til þess að nærri 200 tegundir háplantna hafi lifað af Ísöldina á Íslandi og margt bendir til að við Landnám hafi plöntutegundir á Íslandi verið orðnar um 400 - en síðan þá hafi bæst við - aðallega vegna tilverknað mannanna sem hingað fluttust - um 100 tegundir í viðbót og því má segja að þáttur manna í gróðurfari á Íslandi sé mikill.

 

Við Landnám - urðu menn í óblíðu landi af illri nauðsyn að nýta þann skóg og þær hríslur sem hér uxu - til smíða og í eldivið.  En einnig þurfti sá búpeningur sem fluttist til landsins með Landnámsmönnum - á fóðri og beit að halda. 

Því var skógur hogginn bæði til nytja og til að skapa möguleika á ræktunarlöndum - þar sem landsmenn gátu ræktað fóður og matjurtir til að halda lífi í mönnum og búpeningi.

 

En á seinni tímum varð óhófleg beit búfjár og vanhugsaðar framkvæmdir vegna ræktunar og vegaframkvæmda, Virkjana og húsaþyrpinga til þess að valda ómældun skemmdum á gróðri og víða er afleiðingin skelfilegur uppblástur. Sem erfitt hefur verið að stoppa.

 

Landið sem talið var skógi vaxið milli fjalls og fjöru við landnám - hefur breytt mjög mikið um ásýnd og skógur þekur nú innan við 1.3% af heildargróðurþekju landsins. Stærstu eyðimerkur Evrópu er að finna á miðhálendi Íslands og landið er enn að fjúka!  Þó svo gripið hafi verið til ýmissa ráða gegn landfokinu; t.d með stofnun Landgræðslu Íslands. Gróðureyðing er misalvarleg eftir landshlutum en mest eyðing er á yngsta "bergi" landsins.

 

Gróðurfar hérlendis er mjög svipað á milli landshluta en óhætt er að taka það fram að ákveðnir landshlutar virðast eiga sínar einkennisplöntur;

Bláklukka og gullsteinsbrjótur eru einkennisplöntur Austurlands.

Draumsóley og krossjurt á Vestfjörðum. 

Skeggburkni vex á Norðurlandi og Burstjafni á Suðausturlandi. 

 

Gróðri í landinu má skipta upp í ákveðnar gróðurgerðir; allt eftir tegundum plantna sem þar búa eða staðháttum á búsvæðum þeirra;

 

GRÓÐURGERÐIR Á ÍSLANDI;

Birkikjarr/skógar, móagróður, strandgróður, bersvæðagróður, votlendisgróður, snjódældagróður, vatnagróður, jarðhitagróður, blóm-og graslendisgróður og mosaþemba.

En plöntur hafa ólíka útbreiðslu og velja sér mismunandi staði til að taka sér bólfestu.

 

Mosar er víða eini gróður í hraunum og á söndum landsins - því að gró hans geta borist í vindum og þeir þrífast í tiltölulega ófrjóum jarðvegi. 

Hann er því að mörgum talin einkennisplanta Íslands - þó svo að Íslendingar hafi kosið sér Þjóðarblóm Íslands árið 2004 og valið Holtasóley, sem réttmæta einkennisplöntu landsins. Á láglendi Íslands - í kaldtempraða beltinu eða NorðurBarrskógabeltinu finnast "engin" Barrtré að innlendum uppruna - nema íslenskan einir (eini íslenski berfrævingurinn), sem telst til að vera Barrtré - þrátt fyrir skriðult vaxtarlagið.

 

Plöntur hafa verið fluttar til landsins af ræktunarsjónarmiðum, til landgræðslu, til skrauts og til matargerðar. Hér verður ekki lagt í frekari úrvinnslu á þessum málaflokki en sitt sýnist hverjum. Það sér allavega ekki fyrir endan á sífelldri breytingu á gróðurfari á Íslandi.

 

 

 

Sæunn Þórarinsdóttir

clockhere
Flettingar í dag: 25
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 149
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 399339
Samtals gestir: 47377
Tölur uppfærðar: 23.12.2024 01:06:07