Nafn:

Sæunn og Halldór Lágafelli

Farsími:

8918091

Tölvupóstfang:

lagafelli@gmail.com

Afmælisdagur:

06.06.2001

Heimilisfang:

Lágafelli 861 Hvolsvöllur Iceland

Önnur vefsíða:

www.lagafelli.is

Um:

Landbúnaður, sala heimaafurða og íbúðarleiga / ferðaþjónusta

Uppáhalds manneskjur:

mamma og pabbi

Uppáhalds matur:

steikt lifur

Eftirminnilegast:

þegar við tókum við Lágafelli

16.12.2008 10:40

Ég er viss um að þið eruð að velta fyrir ykkur....

I bet you are wondering .....


Halló halló!
Hi - hi!

Hvað er að frétta hjá ykkur????
Það rigna yfir mig tölvupóstar frá fyrrverandi starfsliði og vinum - og ég hef ekkert komist í að svara þessu kæra fólki öllu saman - vegna þess að við vorum að breyta í húsinu mínu (breytingarnar eru þó aðeins hálfa leið breytingar í bili - það er ekki til peningur til að framkvæma stórt núna en ég ætla að grípa fyrsta tækifæri til að ljúka framkvæmdum þegar allt verður sett á útsölur eftir áramótin!) -
Gummi frændi vill ekki sjá að vinna fyrir mig framar; en hann vann að breytingunum hér innan dyra og gerði svona ljómandi vel við okkur en svo er hann bara farinn - EFTIR AÐ HAFA HENT SÉR NIÐUR AF STÓL - og snúið sig á HÆL!
Og núna liggur hann bara uppi í rúmi - með mjög bólginn öklann í vafningum - og neitar að koma til baka - segir að hann GETI EKKI GERT MEIRA Í BILI! hahahaha -
ÞAÐ VITA ALLIR AÐ HANN ER BARA HRÆDDUR VIÐ MIG!
Þess vegna fékk  ég Tomma - félaga minn og vin - til að aðstoða mig við að berja og brjóta í eldhúsinu og þar er komin bráðabirgða aðstaða - sem á að henda frá þegar útsölurnar byrja - til að við getum sett upp alveg nýtt eldhús - ... fékk tilboð í 6 neðriskápa og 2 háa um daginn - frá IKEA og það kostaði bara einar litlar 313.000 islkr - án skatts! ;-((( Og þá átti ég eftir að kaupa mér háf yfir eldhúseyjuna mína upp á 178.000 kr - hahahah - (hann verður sennilega úr GULLI þegar hann berst mér í hendur!???) og allar borðplöturnar og höldurnar! ;-(((
ÉG ER HÆTT VIÐ ÞESSAR FRAMKVÆMDIR Í BILI - en það samt er búið að koma því svo fyrir að það er ekkert mál að breyta um þegar verðin lækka!

En burt frá þessum ósköpum öllum þá vorum við heppin í búskapnum um daginn þegar sæðingarnar á ánum voru (síðasta vika) - því að við náðum að klára framhliðina á fjárhúsinu; þrátt fyrir að vera sökuð um pólverjahatur (Sá pólski er hættur - og farinn á sama degi; sennilega vegna þess að ég fór til að segja honum til - eftir að allir aðrir voru búnir að reyna og ekkert gekk; en ég tek það fram að það var allt í góðu og heilan dag unnum við saman að breytingunum á húsinu en svo um kvöldið - bara rauk hann af stað; HÆTTUR og konan var komin í hlaðið að sækja hann - og allir urðu alveg rasandi hissa - hahahaha - Enda var allt í góðu - en við létum hann bara fara - það er ekki hægt að halda í fólk sem ekki vill vera!)
Við kláruðum bara framhliðina á sólarhringnum eftir að hann hvarf  -
Og svo náðum við ánum inn fyrir rigningu og þegar þær voru komnar inn - þá voru bara nokkuð margar úr hópnum að blesma - og við náðum í 20 ær af 60 - ... sem er dágóð prósenta af hópnum -... og við notuðum 5stk hrúta af hrútaskrá - ... Ég hafði þó bara ætlað mér að notast við einn; GARP - en hann fékkst bara ekki nema í 4 ær af þessum 20 - svo að ég fiktaði mig bara áfram og notaði meira að segja FORYSTUHRÚT á Hólmahjálegu og 2 aðrar litaðar ær  - Geri heitir hann; og svo var notaður Máni; og Ás og Undri -
þannig að hópurinn var mikið breiðari en ég gerði ráð fyrir í fyrstu!
Núna hefur heimahrútunum verið sleppt í féið okkar og við væntum þess að sauðburður hefjist að venju í lok Apríl á næsta ári - NONE STOPP! :-)))

Mamma og Sjöfn systir komu hér um daginn með pabba sem bílsstjóra vegna þess að þær voru með hestakerru og sóttu 4 stk folöld og 3 merar út á Baugsstöðum - og þau eru farin að hýsa!
ÉG DAUÐ ÖFUNDA ÞAU! -
Sjöfn er líka komin á reiðnámsskeið á Hestheimum - ... og ég er bara að hugsa um að skella mér með líka - ahhahahahaah - (ég sem er hræðilega aum með honum EINARI núna!
Held satt best að segja að ég sé búin að eyðileggja þetta allt saman á viðgerðu hendinni og hin er óttalegt drasl ennþá! :-(((
Við erum aðeins farin að gauka að hrossum - svona til að venja þau við en þau fara á fulla gjöf einhverja næstu dagana - ... etv bara í dag - þar sem það snjóar svona mikið!???

Krakkarnir okkar eru búin að vera með hvert eitt STAND UPP-IР á fætur öðru í vikunni -
Freysteinn spilaði í skólahljómsveitinni; Valberg á Fiðlu 3 sinnum og Bergrún á blokkflautuna - og svo var líka farið með yngsta stigi í árshátíðarbröllt í skólanum og þar léku bæði Bergrún og Valberg hlutverk - og svo dönsuðu allir í kringum jólatré - Ég og mamma fórum saman um morguninn og svo ég og Halldór um kvöldið - Enda varð að sjá skottin í þessari sýningu!
Hún var svo feykilega vel heppnuð! :-)))

Við fórum öll til HAFNARFJARÐAR - á sunnudaginn - EFTIR AÐ Lúna (1st. kálfs kvíga)
var búin að bera 6.kvígunni í röð í fjósinu okkar - (fædd er SUNNA) - og dvöldum með mömmu og pabba á Hótel Hafnarfirði - Við fórum saman út að borða og slöppuðum af - og sváfum og skildum Ingu systir og Örnu eftir með allt messið; Óskar Ólafur og frú voru hér líka á Sunnudagskvöldið en það varð einhver misskilningur í gangi - v/þess að beljan var að bera og ekkert náðist í þau skötuhjú - ...svo neyðarkalli var beitt á Örnu - sem kom eins og ÁLFADÍS og bjargaði deginum - sem hafði dregist heldur betur fram á dag vegna þessa! :-(((

Í gær vorum við fjölsk. svo bara að dunda í búðum´i Reykjavíkurborg - og skoða jólin og redda fatnaði á börnin og skóm - ... en komum heim seint í gærkvöldi!

Jæja...
Það er bara komið stopp núna á rithöndina!

Þetta var einna helst síðustu daga! :-)))

Kær kveðja frá Lágafelli
Sæunn

p.s
Á heimasíðu Baggalúts má finna - jólalög í þeirra útsetningu - ... og hlusta á þegar maður er að vinna svona í tölvunni -...
Endilega kíkið við hjá þeim
http://baggalutur.is/  -.... mitt uppáhalds lag er...

Af plötunni þeirra JÓL og BLÍÐA
Lag;    Kósiheit par exelense
http://baggalutur.is/jol/2008.php

Endilega hlustið á þessa Snillinga - þeir færa manni bara JÓLAGLEÐI!
KveðjaSæunn



Þarna er líka lagalisti með nýja laginu þeirra og gömlum
Eins og;+))))

GEFÐU MÉR SMAKK
Gleðileg jól
Jólajólasveinm
Föndurstund
og svo
Sagan af Jesúsi

EXSELANS!!!!




clockhere
Flettingar í dag: 720
Gestir í dag: 147
Flettingar í gær: 244
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 384720
Samtals gestir: 44917
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:05:16