09.12.2008 12:12
Jólagjafir Christmasgifts
Fór að velta því fyrir mér AFHVERJU gefur fólk gjafir um jólin?
Er það vegna þess að "það er að gefa gjafirnar - afþví að því langar að gefa" - eða vegna þess að það "ætlast til að aðrir gjaldi gjafirnar með gjöfum???" -
Af hverju ætti ég að setjast niður og ákveða það hverjum ég á að senda jólakort og gjafir?
Þegar ég sé ekki alveg tilganginn í því að mér séu gefnar gjafir á móti - ÉG Á ALLT!??
(ef hugsunin er sú að gefa til að fá!?) -
Vissuð þið að fyrir ekki svo mörgum árum voru ekki gefnar gjafir á jólum?
Það tíðkaðist varla - Fólk bara kom saman í fínum fötum sem voru heimagerð og borðaði góðan mat sem var heimagerður og það naut þess að hlusta á jólaguðspjallið og hlusta á tónana sem fylgja jólasöngvunum og jólasálmunum.
Í mörg ár hafa jólin verið fyrir mér - tími fjölskyldunnar - tími þegar mér finnst gott að liggja afvelta í sófanum eða á eldhússtólunum vegna ofáts og segja skemmtisögur af mér og öðrum sem dvelja í minningum mínum - frá barnæsku og unglingsárum - frá mínum börnum og hlusta á sögur mannsins míns af hans jólahaldi frá barnæsku til vorra daga - og þarna spila engir pakkar inní ágætan tíma jólanna!
Ég er jólabarn - mér finnst ekkert skemmtilegra en að syngja jólasöngva og sálma - og fara á jólaskemmtanir - Klæða mig upp á og í mörg ár var það hluti af jólahaldinu að fara til messu um jólin - en ég verð að viðurkenna að eftir að krakkarnir mínir fæddust - þá sit ég frekar heima en að eyðileggja stemmninguna í kirkjunni - fyrir þeim sem eru að hlíða á jólamessuna - því að börnin mín eru frekar líflegir krakkar og sitja sjaldan kyrr - Og þar sem ég hef mjög litla þolinmæði fyrir óþolinmæði þeirra sem ekki skilja BÖRN og ÞEIRRA HREYFIÞÖRF - þá nenni ég ekki að pirra mig á því að mæta á staði þar sem fólk sendir krökkunum illsku auga bara vegna þess að þau gefa frá sér hljóð eða hreyfa sig! - Svo kirkjuferðir um jólin verða að bíða þar til krakkarnir hafa betri stjórn á sjálfum sér og getu til að sitja svona lengi kyrr -
En við spilum um jólin og litum og teiknum og perlum og bökum og hönnum ýmislegt sem er nýtilegt til jólahaldsins - ... og eigum yndislegar stundir!
(p.s af því að ég nefni börn og messur hér að ofan - þá ÞOLI ÉG EKKI FÓLK sem mætir í messu með stöðug hóstaköst og snítur - þannig að ... ég veit ekki hvort er betra - börnin eða fullorðna fólkið sem veit að það á ekki úr húsi að fara þegar svona er ástatt með heilsu þess!)
Ég vona að þeir sem þetta lesi skilji mig ekki sem svo að VIÐ gefum ekki pakka um jólin - en það er svo í nútímanum að ALLIR á heimilinu gefa gjafir og flestir helst til of margar!
Og of dýrar - og flestir vilja MIKLU FLEIRI OG DÝRARI PAKKA ! hahahaha
Hins vegar er núna í kreppunni - etv kominn tími til að kenna krökkunum aðra hugsun - og kenna þeim að meta það dýrmæta í lífinu sem er Jólaandinn og fjölsk.samveran -
Þó að pakkarnir séu ekki endalaust stórir og innihaldið endalaust dýrt - þá eru líka jól!
Margir í þessu landi hafa varla í sig og á - og margir geta ekkert leyft sér aukalega til jóla-tilbreytingar - það er bara skrimmt og gert það besta úr því sem til er -
ALVEG EINS OG FLESTIR ÆTTU AÐ GERA UM JÓLIN - því jól eru ekkert annað en fögnuður
Fögnuður yfir því að við erum saman, á lífi og heilsuhraust -
Fögnuður yfir því að eiga húsaskjól og mat til að neyta -
Ég vona að þið farið ekki YFIR JÓLIN á KRÍTARKORINU!
Og verðið þakklát fyrir það að komast í gegnum komandi tíma - bara með því að
SMÆLA FRAMAN Í HEIMINN - ÞVÍ ÞÁ SMÆLAR HEIMURINN FRAMAN Í YKKUR!
Gleðilega aðkomu jóla!
Kveðja Sæunn
Er það vegna þess að "það er að gefa gjafirnar - afþví að því langar að gefa" - eða vegna þess að það "ætlast til að aðrir gjaldi gjafirnar með gjöfum???" -
Af hverju ætti ég að setjast niður og ákveða það hverjum ég á að senda jólakort og gjafir?
Þegar ég sé ekki alveg tilganginn í því að mér séu gefnar gjafir á móti - ÉG Á ALLT!??
(ef hugsunin er sú að gefa til að fá!?) -
Vissuð þið að fyrir ekki svo mörgum árum voru ekki gefnar gjafir á jólum?
Það tíðkaðist varla - Fólk bara kom saman í fínum fötum sem voru heimagerð og borðaði góðan mat sem var heimagerður og það naut þess að hlusta á jólaguðspjallið og hlusta á tónana sem fylgja jólasöngvunum og jólasálmunum.
Í mörg ár hafa jólin verið fyrir mér - tími fjölskyldunnar - tími þegar mér finnst gott að liggja afvelta í sófanum eða á eldhússtólunum vegna ofáts og segja skemmtisögur af mér og öðrum sem dvelja í minningum mínum - frá barnæsku og unglingsárum - frá mínum börnum og hlusta á sögur mannsins míns af hans jólahaldi frá barnæsku til vorra daga - og þarna spila engir pakkar inní ágætan tíma jólanna!
Ég er jólabarn - mér finnst ekkert skemmtilegra en að syngja jólasöngva og sálma - og fara á jólaskemmtanir - Klæða mig upp á og í mörg ár var það hluti af jólahaldinu að fara til messu um jólin - en ég verð að viðurkenna að eftir að krakkarnir mínir fæddust - þá sit ég frekar heima en að eyðileggja stemmninguna í kirkjunni - fyrir þeim sem eru að hlíða á jólamessuna - því að börnin mín eru frekar líflegir krakkar og sitja sjaldan kyrr - Og þar sem ég hef mjög litla þolinmæði fyrir óþolinmæði þeirra sem ekki skilja BÖRN og ÞEIRRA HREYFIÞÖRF - þá nenni ég ekki að pirra mig á því að mæta á staði þar sem fólk sendir krökkunum illsku auga bara vegna þess að þau gefa frá sér hljóð eða hreyfa sig! - Svo kirkjuferðir um jólin verða að bíða þar til krakkarnir hafa betri stjórn á sjálfum sér og getu til að sitja svona lengi kyrr -
En við spilum um jólin og litum og teiknum og perlum og bökum og hönnum ýmislegt sem er nýtilegt til jólahaldsins - ... og eigum yndislegar stundir!
(p.s af því að ég nefni börn og messur hér að ofan - þá ÞOLI ÉG EKKI FÓLK sem mætir í messu með stöðug hóstaköst og snítur - þannig að ... ég veit ekki hvort er betra - börnin eða fullorðna fólkið sem veit að það á ekki úr húsi að fara þegar svona er ástatt með heilsu þess!)
Ég vona að þeir sem þetta lesi skilji mig ekki sem svo að VIÐ gefum ekki pakka um jólin - en það er svo í nútímanum að ALLIR á heimilinu gefa gjafir og flestir helst til of margar!
Og of dýrar - og flestir vilja MIKLU FLEIRI OG DÝRARI PAKKA ! hahahaha
Hins vegar er núna í kreppunni - etv kominn tími til að kenna krökkunum aðra hugsun - og kenna þeim að meta það dýrmæta í lífinu sem er Jólaandinn og fjölsk.samveran -
Þó að pakkarnir séu ekki endalaust stórir og innihaldið endalaust dýrt - þá eru líka jól!
Margir í þessu landi hafa varla í sig og á - og margir geta ekkert leyft sér aukalega til jóla-tilbreytingar - það er bara skrimmt og gert það besta úr því sem til er -
ALVEG EINS OG FLESTIR ÆTTU AÐ GERA UM JÓLIN - því jól eru ekkert annað en fögnuður
Fögnuður yfir því að við erum saman, á lífi og heilsuhraust -
Fögnuður yfir því að eiga húsaskjól og mat til að neyta -
Ég vona að þið farið ekki YFIR JÓLIN á KRÍTARKORINU!
Og verðið þakklát fyrir það að komast í gegnum komandi tíma - bara með því að
SMÆLA FRAMAN Í HEIMINN - ÞVÍ ÞÁ SMÆLAR HEIMURINN FRAMAN Í YKKUR!
Gleðilega aðkomu jóla!
Kveðja Sæunn
Skrifað af Sæunn Lágafelli