Nafn:

Sæunn og Halldór Lágafelli

Farsími:

8918091

Tölvupóstfang:

lagafelli@gmail.com

Afmælisdagur:

06.06.2001

Heimilisfang:

Lágafelli 861 Hvolsvöllur Iceland

Önnur vefsíða:

www.lagafelli.is

Um:

Landbúnaður, sala heimaafurða og íbúðarleiga / ferðaþjónusta

Uppáhalds manneskjur:

mamma og pabbi

Uppáhalds matur:

steikt lifur

Eftirminnilegast:

þegar við tókum við Lágafelli

29.06.2008 22:08

Úff - finally there is a BRAKE

ÚFF - loksins kom pása

Héðan er allt gott að frétta. Það er búin að vera rosaleg törn á okkur en í dag kom loks SUNNUDAGUR TIL SÆLU og við gerðum nákvæmlega bara það sem okkur hentaði best - og svo endaði dagurinn á grillveislu og ísáti; útlendingarnir fóru að Skógafossi og svo í sund í gömlu Seljavallalaugina og ég settist hér við tölvuna - allir aðrir eru að horfa á sjónvarpið! :-((( 
Only good news.  We have worked our ass off in last weeks but finally there was a SUNDAY TO DO ONLY WHAT WE LIKED BEST TO DO ... and it ended with a grill and icecreem party - our people from abroud ar now in Seljavallalaug, and at Skógarfoss - I am at computure but all other people are at the Television - :-(((

Það er búið að heyja - turninn er "fullur" (svo er bætt ofan á hann endalaust - þannig að ég veit ekkert hvort ég má segja þetta svona en allavega er búið að taka búnaðinn frá) - Það eru til eitthvað um 100 nýjar heyrúllur til viðbótar því heyi sem er í turninum og nú erum við bara að bíða eftir því að geta hafið sláttinn í hrossin; (og tilraunina hans Halldórs míns - en hann blandaði saman HÖFRUM OG VALLARFOXGRASI og kallar það KVÍGU-HEYRÆKT = til að fá MIKLA UPPSKERU AF GÓÐU HEYI Í ÚTIGANGSNAUTGRIPINA - ... :-)))) Hann er svo duglegur hann Halldór minn - þetta stykki hans er stórglæsilegt - svo ég segi sjálf frá!)
We have already cut field once - the tower is "full off hey"  (but then everytime I say this Halldór put´s one more haywagon in ... so I never know when I can say it is full ...but at least now he has unpluged all the system to put the hay into the tower) - We have about 100 BIG hayball´s too ad with the hay in the tower; and now we are just waiting to be able to start again - ... The horse hay is next (and the exsperiment that Halldór is growing on our field - where he is mixing two kind´s off gras; that he plan´s to feed to the youngcattles wich are outside during winter!) :-))) He is so hard working and clever - and this field off his is incretable good looking; if I can say something about it :-))) !!!

Hér er kominn nýr liðsmaður í hóp vinnufólks - Hann heitir Andy og er 16 ára -
Hann er kominn til að vera á hestum og er þetta líka fínn reiðmaður - Það verður líka svo gaman hjá henni Birgittu þegar hún mætir í vinnuna og sér að LOOSERINN er bara ekki svoleiðis - HANN ER NEFNILEGA MJÖG GLÆSILEGUR DRENGUR og þræl skemmtilegur líka - svo BIRGITTA MÍN ... KANNSKI VERÐUR ÞÚ BARA "IN LOVE?"
hahahahaha
We have a new member in staff on our farm; his name is Andy and he is 16 years old - He is here to ride horses and if I can say so HE IS A FINE RIDER - It will be fun to see Birgittas face when she find´s out that the looser is just an HANDSOME AND SMART LOOKING - boy with good sence off humor - ... SO BIRGITTA - PERHAPS IT WILL BE YOU WHO IS " IN LOVE"!??? hahahhaa

Valberg minn er núna kominn í vinnumannsstöðu hjá ömmu sinni úti á Baugsstöðum - Freysteinn er kominn heim eftir langa útlegu að heiman; Bergrún fær svo að fara næst!
Valberg is now at my mum´s house playing an HELPING ROLE in her house off children - Freysteinn has been there since we came from Europe and Bergrún will get to go when Valberg comes back from the stay...-
Freysteinn er með Albert frænda okkar í heimssókn - Það er næstum því hægt að villast á þeim - þeir eru svo hræðilega líkir -... :-)))  Freysteinn has our cousin Albert here for a visit ... One can almost mix them up for they look so much alike - ...:-)))
Þeir voru á hestbaki í dag og þeim gekk bara vel - Albert reið um á Gípu alveg óvanur og Freysteinn á Míu ... - (sem er ný meri - sem við fengum til að krakkarnir gætu farið á bak ... og reynist fín sem slík en hún er alveg lappalausgreyið!)
They both went riding today; and did fine; Albert was riding on Gípa even though he is totally unusued to horses Freysteinn was on Mía, (but that is a new mare that we got for our kids to play - and is a great horse for such event´s - She only has very bad leg´s - and I think that is a pitty for us all!
Við erum með tökubarn frá Úganda í vikudvöl í sveitinni - Ivan - sem er hræddur við köttinn, hundinn, páfagaukinn, lömbin og kýrnar - ALLT NEMA HESTANA - :-)
Hann er bara 5 ára greyið og þegar hann fer aftur heim til Úganda - ætlar hann að senda mér ljón - því mig langar svo að eiga LJÓN á Lágafelli (hahahaha)
We have got a child from Úganda to take care off for a week´s stay in the countryside -his name is Ivan - and he is afraid off everything; the cat, the dog, the papagy, the lambs, the cows - ALL EXSEPT THE HORSES :-)))  He is only 5 years old this poor thing, and when ever he goes back to Uganda - then he is going to give me an Lion - for my biggest wish is to have a Lion at Lágafelli (hahahaha)

Útlendingarnir fóru allir í halarófu niður í fjöru í dag í gegnum Bakkaland ...
Andy var á Sól minni og gekk vel; Kristín á Tíbrá og þær mæðgur; Maja reið Mósu og Gitte reið á Ölfu (Maja var vinnukona hér í fyrra en er komin aftur í heimssókn og er á leið á Landsmót með mömmu sinni sem heitir Gitte) -
All the foreigner´s went riding together to the beat´s today -
Andy rode on Sól, Krístin on Tíbrá and Maja and Gitte on Mósa and Alfa -
Maja was a worker here last year but is back to go to Landsmót and stay´s here with her mum Gitte - while they are in the country!

Ég vann að því að klára þetta svefnherbergi sem ég er að útbúa okkur Halldóri niðri - og ég sver að ef ég verið eitthvað eldri þá verð ég 100 ára - .... því þetta er þvílíkt puð!
Það er ekki létt verk að vera "bara kona" og læra hlutina upp á eigin spýtur af því að enginn annar vill gera það fyrir mann! ... NENNI EKKI LENGUR AÐ BÍÐA EFTIR FÓLKI TIL AÐ AÐSTOÐA MIG - HEF ÁKVEÐIÐ AÐ GERA ÞETTA BARA ALLT SJÁLF - manninum mínum til mikillar armæðu!
I am all hours downstair´s fixing that bedroom for me and Halldór ...
I swear if I get any older than this - I will be 100 year´s old ... this is such a hard work!
It is not an eacy work "being just a lady" and having to learn by yourself how to do the things you have asked all others to do for you! ... I can not wait anymore - so I am reading a book to learn how to do things myself and ... I am doing things by myself these days...and my darling loved one is not happy about that!

Heyrði hann greyið segja í gær við Skúla - þegar við vorum að girða um bæinn okkar;
"ASNALEGT AÐ EIGA KONU SEM HEFUR SVONA MIKINN ÁHUGA Á VÉLUM OG VERKFÆRUM" hahahaha - "HÚN ER ALVEG TÆKJAÓÐ!" hahahaha
EN jæja - það er bara ein sögn í þessari veröld - lærið og munið; því -
ÞAÐ ER SÖGNIN; AÐ DUGA EÐA DREPAST!
Og "OVER MY DEAD BODY" ÆTLA ÉG AÐ DREPAST FYRST!
I heard that he said to Skúli - while we made the fence around the house;
"Strange to have a WIFE - that has so much intressed in MASHINE´s and TOOL´s  hahahaha ... "I THINK SHE HAS GONE FANATIC ABOUT THEM" hahahaha
But well; there is but one thing in this world we have to know;
YOU ETHER LIVE OR LET DIE!
and OVER MY DEAD BODY WILL I DIE BEFORE I LIVE!Á morgun ætla ég að láta smala hrossum um allar trissur ... -
Það er því mikið að gera hjá mér næstu klukkutímana ... - Andy verður að hafa eitthvað að gera fyrst hann er svona duglegur á hesti - og það verður að ná heim trippunum - Graddinn upp við veg er líka að komast í þrot með beit - svo... það stendur til að laga þetta allt saman á morgun...
Tomorrow I am having my people collect horses all over Lágafell
So next hours will be bussy time´s - Andy has got to do something ... since he is such a nice rider ... - and to use his power then we have to have younghorses for him to take care off  -   The Stallion next to the road is also getting to little gras to bite at the moment - so... WE HAVE TO FIX IT IN THE NEXT HOURS ...

Ég er búin að senda Georg og Heike - myndir af 35 mismunandi folöldum sem eiga að fara á sölusíðuna þeirra - .... kerfið hér á 123 er búið að vera svo stirt síðan þeir breyttu þjóninum að ég gefst upp á því að reyna að koma myndum af folöldunum sem eru til sölu inn á heimasíðuna mína ... ÞETTA ER BARA BILUN! ... Núna bíð ég bara eftir að þau verði búin að hlaða inn á sína sölusíðu og þá get ég bent á þau sem söluaðila fyrir Lágafell - (TAKK GEORG OG HEIKE!)
I have sent Georg and Heike - 35 different foals to sell on their webpage - (on trillion different photo´s) - The system at 123 has been so slow - that is just a fools game to try to work the photo´s on my homepage.... so I hope they will find time to help me - by putting my foals on their saleside in Germany ... so I can point them out as my assistance in Germany ... - THANKS HEIKE AND GEORG...

Svo er það bara LANDSMÓT MÍN KÆRU ...
THEN IT IS THIS THING ABOUT LANDSMÓT.... :-)))
NEXT WEEKEND ... -
Næsta helgi...

IF YOU ARE IN ICELAND ... GET YOUR ASS TO LÁGAFEL- PLEACE!
Ef þið eruð á LEIÐINNI - ... KOMIÐ YKKUR ÞÁ HEIM AÐ LÁGAFELLI ... TAKK FYRIR!

Kveðja Sæunn


PS MAMMA ÞETTA ER TIL ÞÍN;

Ég elska þig - Þú ert dugleg og drífandi kona - fyrirmynd mín í lífinu -
Efastu aldrei um gjörðir þínar og trúðu því að við munum öll standa með þér þó að þér finnist tímarnir framundan erfiðir!
Það vaka englar yfir fólki eins og þér - Ég vona að þú vitir það hve mikils virði þú ert okkur öllum - Trúðu á sjálfa þig og treystu á að hlutirnir verða alltaf betri en maður heldur að þeir verði þegar efinn læðist að! -
Þú mátt treysta á mig - Framtíðin er bara falleg!
Sæunn








clockhere
Flettingar í dag: 388
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 149
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 399702
Samtals gestir: 47444
Tölur uppfærðar: 23.12.2024 01:48:15