Nafn:

Sæunn og Halldór Lágafelli

Farsími:

8918091

Tölvupóstfang:

lagafelli@gmail.com

Afmælisdagur:

06.06.2001

Heimilisfang:

Lágafelli 861 Hvolsvöllur Iceland

Önnur vefsíða:

www.lagafelli.is

Um:

Landbúnaður, sala heimaafurða og íbúðarleiga / ferðaþjónusta

Uppáhalds manneskjur:

mamma og pabbi

Uppáhalds matur:

steikt lifur

Eftirminnilegast:

þegar við tókum við Lágafelli

04.02.2008 11:23

Við græðum 7 mínútur á dag We earn 7 mín. extra a day

Hæ hæ
Nú er Febrúar hafinn (MINN MÁNUÐUR!)
Og ég finn það í sálu minni hve létt mér er!
Það er bara gaman að upplifa það með jörðinni og náttúrunni hvernig SÓLIN og birtan læðist inn!
Þó að enn sé vetur úti og skít kalt - þá er BIRTAN 7 mínútum lengri á HVERJUM DEGI - og er það
vel í svona vetri eins og búinn er að vera!
Now febrúar has started (my Febrúar)
And I feel it in my soul how delighted I am!
It is ONLY fun to feel it with the earth and the nature how the SUN and her brightness is finding a way to shine!
Even though it is still a horrible cold winter outside - then you know it - for every day now we get 7 mín longer DAYtime -
and in this kind off winter you just need to have more brightness!

Við erum búin að vera ótrúlega dugleg - alla daga núna í langan tíma!
Og við erum líka að verða orkulaus - sem betur fer fer að styttast í fyrsta hjálparmanninn - (konuna:-)))
Hér er nefnilega burður í gangi - 3 kýr að bera núna fyrstu viku Febrúar - og svo verður runa af nýjum kúm í Mars - (allar kvígurnar sem við tókum inn á haustmánuðum og létum sæða :-) -
Fyrsti Feb kálfurinn er fæddur - nema hvað - NAUT - það 17 í röðinni! - Og Bylgja var ekki með tvo kálfa eins og ég hélt allan tímann - nei - bara með ROSA BOLA!
Mjólkin eykst og eykst og við erum farin að þurfa að nota extra tankinn þegar 3ja daga mjólkin fer!

Ég var að horfa á mynd með krökkunum í sjónvarpinu um daginn - sem minnti mig á það að ég tilheyrði einu sinni svona Stúlkna-vinkonu hópi - en ég verð að viðurkenna að samband mitt við þessar "vinkonur mínar" er nánast ekki neitt -
Það dó að einhverju leiti þegar ég fór fyrst upp á land (eins og Eyjamenn segja)  - þegar tími var kominn til að læra til stúdents og ég held það hafi endanlega dáið þegar ég komst í búskap!
Því miður - því það var mjög gaman að vaxa upp í þéttum hópi vinkvenna sem brallaði eitt og annað í barnæsku, á unglingsárunum og eftir að við urðum fullorðnar var djammið á okkur enn nú meira!
En núna erum við flestar orðnar svo ráðsettar og fínar með okkur að við þekkjumst ekki nema á jólakortum!
Svona er nú það!
I was watching the TV - with my children - few days ago - wich reminded me on my early years off being in a huge gang off girls wich did everything together - but I have to admit that that relationship didn´t last forever like planed - for today our comunication´s is harldy none - This friendship started to die when I went from Vestmannaeyjar - to study for my deploma and then when I got to be a farmer - suddenly I had no "friends" anymore!
And I am truely sorry for this - It was a lot off fun growing up with a large group off girlfriends wich did everything together from childhood till grown up live - and often our fun was so great WE DO NOT TALK ABOUT IT!
But now suddenly we are all OLD - and tired housewifes wich do not know each other but only on christmascard´s sent once a year - just out off some rutine!
So that was all the friend´s for live part off our friendship!

Ég var líka að rifja það upp þegar ég horfði á þessa annars ágætu mynd - að ég hef sennilega verið svolítið sérstakt barn og unglingur! hahaha - SURPRISE!
Ég nefnilega gat farið úr því að vera skítug skotta í það að vera prinsessa - sem ekki vildi óhreinka sig - og í það að vera slorgella og allt á einum degi!
Það gekk meira að segja svo langt að Valur bróðir kom með það komment - þegar ég átti að kaupa mér GÚMMÍ STÍGVÉL fyrir sveitina - en vildi engin stígvél því það var svo hallærislegt! AÐ ÉG GÆTI ÞÁ BARA FARIÐ Í SVONA SKÓM Í FJÓSIÐ; Og þarna stóð hann þessi PÚKI og hélt á gylltum og háhæluðum bandaskóm ÆTLUÐUM FYRIR DANSARA í klassískum dönsum! Og enn í dag HEF ÉG EKKI FYRIRGEFIРHONUM HÆÐNINA!¨URRRR! :-))))
Það fóru náttúrulega allir í búðinni að hlægja að þessum heimskulega brandara hans!
I was also remembering when I was watching that nice film - how special I have been when I was a kid and a teenager!
SURPRISE!!!
I have always been such a "crowling in the ground baby" - always dirty - but then suddenly there came time´s where I was a prinsess who didn´t want to whear just anything and for sure NOT DIRTY - and then suddenly in a day - I was working in the fishery in the middle off the section where the inside is out off the fish - and your hole body gets coverd with slimy, bloody fish-gutter! - 
I even went on the perioud where it was NOT COOL to where boots - so I refused to buy boot´s to whear when I was working at my grandparent´s place - 
And ofcourse my NICE LITTLE BROTHER made a comment - about it - by telling my mum to buy those nice little golden, dance highheal shue´s - wich I could whear whyle milking the cow´s and then just walk into a water to cleen my tose!
TODAY I STILL HATE HIM FOR THAT COMMENT - for everyone in the store was loughing off his stubit joke! :-((( hahaha

Ég rifjaði líka upp með ömmu minni - þegar ég eyddi páskunum á Ketilsstöðum  - þegar ég átti afmæli - 16 mars fyrir fjölda mörgum árum síðan - Vegna þess að ömmu finnst eins og það hljóti að vera eitthvern maðkur í mysunni vegna þess að bolludagur, sprengidagur og öskudagur eru svona snemma í ár! -
I also remembered talking to my grandmother that once I spent easter´s at Ketilsstaðir when I had birthday 16 mars - many years ago - But we were talking about how the year changes the days wich are important - like now today, tomorrow and on wedn.day we have days we call bolludagur (when you eat baked "egg-muffince" with creem) - Sprengidagur (when you have to eat till your stomage exsplot´s (saltmead and yellowbean soup) and then öskudagur (sertain trick and treat day we have in Iceland) - and thouse days are exspecially early this year!

Amma rifjaði það líka upp þegar ég var 4 ára gömul og sagðist heita - allt örðu nafni en mínu og vera frá bæ handan fjarðar - og ...bla bla bla - .... En þegar fólk fór að kanna þessa sögu mína kom í ljós að ég hafði sennilega ekkert verið að skálda - þessi kona var til og var látin EN HVORT HÚN VAR AÐ TALA Í GENGUM MIG - veit ég ekki en ég veit að ég hef aldrei verið ein í þessari tilveru - ÞAÐ ER ALLTAF FÓLK SEM FYLGIR MÉR!
En það eru bara góðir andar og ég er sátt við að vera sú sem ég er!
My grandmum - remembered that when I was about 4 years old then suddenly out off the blue I told everyone I was a lady by sertain name - .... from a farm at a sertain place and...talking..... talking .... - But then when people started to wonder why I said this - the truth was there was a storie about this woman - living exsactly where I told but she had passed away - so EVERYONE THINK SHE WAS TALKING TROUGH ME - and I do not know if that is true - I only know I have never been alone in this worl - THERE IS ALWAYS PEOPLE AROUND ME! But thouse spirit´s are all kind and I am very gratefull to be who I am!

Núna ætla ég að fara að haska mér -...,
Mig dreymir um að komast í skot túr út á Selfoss í dag - ... eftir að gefa öllu hér og sinna sæðingnum - en ein af uppáhalds gripunum mínum er að beiða í dag og ég verð náttúrulega að vera heima til að segja til! :-)))
I have to get going ...
I am dreaming off Selfosstrip today -....but we have not yet went out to feed every animal and then there is a spermdoctor comming for one off the cow (LOVE DOCTOR) - one off my favorit cattle is dreaming off sex at the moment and I have to be at home to make sure only the best sperm is used for her! :-)))

Sjáumst á blogginu
Sæunn

 
clockhere
Flettingar í dag: 720
Gestir í dag: 147
Flettingar í gær: 244
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 384720
Samtals gestir: 44917
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:05:16