Nafn:

Sæunn og Halldór Lágafelli

Farsími:

8918091

Tölvupóstfang:

lagafelli@gmail.com

Afmælisdagur:

06.06.2001

Heimilisfang:

Lágafelli 861 Hvolsvöllur Iceland

Önnur vefsíða:

www.lagafelli.is

Um:

Landbúnaður, sala heimaafurða og íbúðarleiga / ferðaþjónusta

Uppáhalds manneskjur:

mamma og pabbi

Uppáhalds matur:

steikt lifur

Eftirminnilegast:

þegar við tókum við Lágafelli

19.04.2007 14:42

Það er komið sumar - It is summer TODAY!

Eins og allir vita er komið sumar frá og með deginum í dag - hjátrúin segir að best sé að sumar og vetur frjósi saman og það var akkúrat það sem gerðist hér hjá okkur - það var frost um miðnótt, einar -3°C sem þýðir væntanlega að þetta rok rigningar rassgat Landeyjar verður sennilega til friðs til heyskapar og sumarfría í sumar(?)
Er búin að rita HUNDRAÐ síður af efni SEM EKKI HEFUR VISTAST INN Á NETIÐ undanfarna daga og er orðin frekar pirruð á þessu - enda segi ég aldrei frá nema þeim skemmtilegu hlutum sem ég er að hugsa um - þá stundina að ég sest hér til að eiga NOTALEGA STUND ein með sjálfri mér OG ÁN þess að fá truflun FRÁ VINNUFÓLKINU, BÖRNUNUM og KARLINUM - (sem þó hefur gengið frekar illa í vetur þar sem fólkið í kringum mig hefur verið svo upptekið af því að halda mér upptekinni að ég hef ekkert getað verið UPPTEKIN þegar ég vil vera það! )
EF ÞIÐ SKILJIÐ ÞETTA EKKI ÞÁ SKILJIÐ ÞIÐ EKKI NEITT SKILJIÐ ÞIÐ ÞAÐ???
Það er sól úti enda sumardagurinn fyrsti, við erum búin að vinna öll morgunverkin, Halldór er búin að yfirfara bílinn fyrir bíltúrinn sem við erum að fara í - í dag - HANN VAR NEFNILEGA ORÐINN EINEIGÐUR GREYIÐ - (meina þá bílinn!)
Nenni ekki að skrifa meira núna - ætla að fara að klæða krakkana upp og finna sundfatnað - ER bara að sannreyna kerfið mitt - (sem var hætt að virka en virkar greinilega í dag! (???))
Kveðjur Sæunn
clockhere
Flettingar í dag: 388
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 149
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 399702
Samtals gestir: 47444
Tölur uppfærðar: 23.12.2024 01:48:15