14.03.2007 14:34
Haftyrðill á hlaðinu!
Sæl
Veðrið er enn mjög umhleypingasamt -
Er að fara í dag til hans Óla í Miðkoti að taka út tamningarnar -
Hér voru hrossaspekingar í hlaði í hádeginu - en ég veit ekkert hvort ég náði að heilla þá - það verður bara að koma í ljós - HÉR ER ALLT FALLT FYRIR RÉTTAN PENING! :-)
Þegar ég kom út úr fjósi í morgun flaug upp Haftyrðill og lenti næstum í andlitinu á mér; þetta er annar fuglinn af þessari tegund síðan ég tók við á Lágafelli sem "villist" hingað upp á hlað - hinn fannst dauður en þessi sat svolitla stund en þegar ég ætlaði að grípa hann þá raknaði hann úr rotinu og flaug upp og út í vindinn! Mér er sagt að þeir þrífist ekki lengur við Ísland - hér sé orðið of hlýtt og átan sem hann étur úr sjó er ekki hér við strendur lengur - og þegar þeir sjást hér við land þá hafa þeir venjulega villst hingað eða fokið og rata svo ekki heim eða hafa ekki orku í það; þannig að venjulega drepast þeir eftir einhverja daga og þó þessi hafi enn haft krafta til að fljúga; þá er mjög líklegt að hann drepist bráðum; því hér uppi í landi er sannarlega EKKERT að éta fyrir sjófugl sem þarf síli og drasl í fjörunni!
Hummm - Lífið gengur sinn vanagang - við erum að basla við að búa; krakkarnir vaxa og dafna og við erum mjög heppin með vinnufólk þessa daganna - þau eru öll iðin og áhugasöm um að standa sig vel til vinnu; tvær stelpur sinna hrossunum og þær standa sig bara vel - Markús er í öllu sem þarf að gera extra hér á bæ; (smíða stalla í fjárhúsin; mála búnaðinn inni í turni og laga tæki og tól) - hann er hörkuduglegur og ekkert undan honum að kvarta -
Ég verð hinsvegar að segja að ÉG er búin að vera í óvenju púkalegu skapi þessa daganna - mér gengur ekkert að gera það sem ég ætla mér; kem mér ekki á hestbak - tek ekki almennilega til - ýmislegt á að klára hér innan dyra áður en það kemur vor sem liggur nú bara tætt og sundrað um allt hús og verður ekki klárað nema ÉG komi mér aftur í gír - Ég nenni varla að vera vakandi þessa daganna því mér finnst þessir dagar svo ógurlega lengi að líða - EN KANNSKI ÁTTI ÉG AÐ VERA BÚIN AÐ TAKA ÞVÍ TRÚANLEGA AÐ ÉG ER BÚIN AÐ VERA HÁLFSLÖPP; með magaverk, höfuðverk og hitaverki um allan líkama og sef varla á nóttunni vegna þess að nefið er svo stíflað og svo geri ég ekki annað allan daginn en að HORAST () og hnerra! Ég er ekki vön að taka mér pásur ef ég er veik en sennilega er það ekki gott til lengdar að vera svona vitlaus!????
Svo hef ég áhyggjur af karlinum - þó að ég viti það vel að þið haldið að ég fari endalaust illa með hann! En hann er sjálfum sér verstur; bakið á honum er farið fyrir löngu og ég er endalaust að reka á eftir honum að herja betur á lækna eða koma sér á þessari kvittun sem hann fékk síðast til nuddara en...- hann vill frekar vera heima að puða og púla en að láta gera við sig og ÞÁ SEGI ÉG NÚ BARA;
HANN UM ÞAÐ!!! Ekki ætla ég að bera hann þangað!
Hafði lofað því fyrir margt löngu að týna til myndir af söluhrossum - þetta er allt að gerast núna þessa daganna - verð með sér möppu af þessum hrossum tilbúna fyrir HELGI - (annað er ekki hægt að gera í þessu veðri!!!)
Vona að þið hafið það sem allra allra best kæru vinir!
Kveðja frá Lágafelli
Sæunn
Veðrið er enn mjög umhleypingasamt -
Er að fara í dag til hans Óla í Miðkoti að taka út tamningarnar -
Hér voru hrossaspekingar í hlaði í hádeginu - en ég veit ekkert hvort ég náði að heilla þá - það verður bara að koma í ljós - HÉR ER ALLT FALLT FYRIR RÉTTAN PENING! :-)
Þegar ég kom út úr fjósi í morgun flaug upp Haftyrðill og lenti næstum í andlitinu á mér; þetta er annar fuglinn af þessari tegund síðan ég tók við á Lágafelli sem "villist" hingað upp á hlað - hinn fannst dauður en þessi sat svolitla stund en þegar ég ætlaði að grípa hann þá raknaði hann úr rotinu og flaug upp og út í vindinn! Mér er sagt að þeir þrífist ekki lengur við Ísland - hér sé orðið of hlýtt og átan sem hann étur úr sjó er ekki hér við strendur lengur - og þegar þeir sjást hér við land þá hafa þeir venjulega villst hingað eða fokið og rata svo ekki heim eða hafa ekki orku í það; þannig að venjulega drepast þeir eftir einhverja daga og þó þessi hafi enn haft krafta til að fljúga; þá er mjög líklegt að hann drepist bráðum; því hér uppi í landi er sannarlega EKKERT að éta fyrir sjófugl sem þarf síli og drasl í fjörunni!
Hummm - Lífið gengur sinn vanagang - við erum að basla við að búa; krakkarnir vaxa og dafna og við erum mjög heppin með vinnufólk þessa daganna - þau eru öll iðin og áhugasöm um að standa sig vel til vinnu; tvær stelpur sinna hrossunum og þær standa sig bara vel - Markús er í öllu sem þarf að gera extra hér á bæ; (smíða stalla í fjárhúsin; mála búnaðinn inni í turni og laga tæki og tól) - hann er hörkuduglegur og ekkert undan honum að kvarta -
Ég verð hinsvegar að segja að ÉG er búin að vera í óvenju púkalegu skapi þessa daganna - mér gengur ekkert að gera það sem ég ætla mér; kem mér ekki á hestbak - tek ekki almennilega til - ýmislegt á að klára hér innan dyra áður en það kemur vor sem liggur nú bara tætt og sundrað um allt hús og verður ekki klárað nema ÉG komi mér aftur í gír - Ég nenni varla að vera vakandi þessa daganna því mér finnst þessir dagar svo ógurlega lengi að líða - EN KANNSKI ÁTTI ÉG AÐ VERA BÚIN AÐ TAKA ÞVÍ TRÚANLEGA AÐ ÉG ER BÚIN AÐ VERA HÁLFSLÖPP; með magaverk, höfuðverk og hitaverki um allan líkama og sef varla á nóttunni vegna þess að nefið er svo stíflað og svo geri ég ekki annað allan daginn en að HORAST () og hnerra! Ég er ekki vön að taka mér pásur ef ég er veik en sennilega er það ekki gott til lengdar að vera svona vitlaus!????
Svo hef ég áhyggjur af karlinum - þó að ég viti það vel að þið haldið að ég fari endalaust illa með hann! En hann er sjálfum sér verstur; bakið á honum er farið fyrir löngu og ég er endalaust að reka á eftir honum að herja betur á lækna eða koma sér á þessari kvittun sem hann fékk síðast til nuddara en...- hann vill frekar vera heima að puða og púla en að láta gera við sig og ÞÁ SEGI ÉG NÚ BARA;
HANN UM ÞAÐ!!! Ekki ætla ég að bera hann þangað!
Hafði lofað því fyrir margt löngu að týna til myndir af söluhrossum - þetta er allt að gerast núna þessa daganna - verð með sér möppu af þessum hrossum tilbúna fyrir HELGI - (annað er ekki hægt að gera í þessu veðri!!!)
Vona að þið hafið það sem allra allra best kæru vinir!
Kveðja frá Lágafelli
Sæunn