06.03.2007 11:11
Lög um dýrasjúkdóma og varnir geng þeim!/Laws about animal disease and acts to their protection!
Lögin voru sett til
a. að gæta að heilsu dýra í landinu og til að passa það að nýir smitsjúkdómar berist til landsins,
b. að fylgjast með og hindra útbreiðslu dýrasjúkdóma og vinna að útrýmingu þeirra,
c. að tryggja að búfjárafurðir, framleiddar í landinu, verði sem heilnæmastar.
Lög þessi taka til allra sjúkdóma í dýrum, jafnt húsdýrum, gæludýrum og villtum dýrum.
Landbúnaðarráðherra er yfirmaður og undir honum landsdýralæknir og héraðsdýralæknar sem skulu hver í sínu umdæmi hafa eftirlit með og vinna að bættu heilsufari dýra og fylgjast með heilbrigðisástandi þeirra og vera á verði gegn nýjum dýrasjúkdómum er kunna að berast til landsins eða milli sóttvarnarsvæða.
Búfé: Hross, nautgripir, sauðfé, geitur, svín, loðdýr, kanínur og alifuglar, auk þess eldisfiskar og önnur dýr sem haldin eru til nytja.
Dýr: Öll dýr, bæði hryggdýr og hryggleysingjar.
Dýrasjúkdómur: Smitsjúkdómur sem orsakast af völdum örvera eða sníkjudýra, efnaskiptasjúkdómur, erfðasjúkdómur, eitranir og aðrir sjúkdómar sem lög þessi ná til.
Gæludýr: Öll dýr sem haldin eru til afþreyingar.
Smitsjúkdómur: Sjúkdómur eða smit sem beint eða óbeint getur borist frá einu dýri til annars eða milli manna og dýra.
Sóttvarnarsvæði: Landsvæði sem afmarkast af varnarlínum, ám, vötnum, sjó eða öræfum sem ásamt fyrirskipaðri vörslu og öðrum varúðarráðstöfunum mynda farartálma eða fullkomna hindrun á samgangi dýra.
Varnarlínur: Mörk sóttvarnarsvæða, þar með taldar girðingarlínur sem skiptast í aðalvarnarlínur og aukavarnarlínur.
Hafi maður ástæðu til að halda að dýr hafi smitsjúkdóm ber lögum samkvæmt að tilkynna það dýralækni (til er sjúkdómaskrá sem er viðauki við þessi lög og telur upp sjúkdóma sem eru tilkynningarskyldir ef þeir finnast) eða ef sjúkdómurinn er óþekktur og ekki næst til dýralæknis ÞÁ BER AÐ TILKYNNA TIL LÖGREGLU!
Ef ástæða er til skal dýralæknir strax gera ráðstafanir til að staðfesta sjúkdómsgreiningu og hindra útbreiðslu sjúkdómsins!
Ef dýralæknirinn fær staðfestan grun sinn um að sjúkdómurinn sé smitsjúkdómur og óþekktur í landinu þá ber honum að tilkynna það til Landbúnaðarstofnunar og grípa til viðeigandi varúðarráðstafana til að hindra útbreiðslu eða útrýma sjúkdóminum - bannað er að slátra dýrinu til manneldis eða selja afurðir af dýrum frá tilteknu búi ef upp kemst um smit!
EINANGRA SKAL DÝR OG NÁNASTA UMHVERFI ÞEIRRA KOMI UPP SLÍK STAÐA!
Allir hlutir og vörur sem komast í snertinu við dýrir skulu settir í förgun; sótthreinsa skal hugsanlegt smitað svæði og hreinsa!
ALLIR SEM STARFA VIÐ DÝRALÆKNINGAR, skulu skrá dýrasjúkdóma og gera ráðstafanir til varnar og upprætingar sjúkdóma - (átt við þá sjúkdóma sem nefndir eru í viðaukum!)
Ef upp kemur grunur um smitsjúkdóma sem tilgreindir eru í [viðaukum 1A og 1B] eða ef þeirra verður vart og nýja, áður óþekkta sjúkdóma hér á landi, þar með talin ákvæði um sóttvörn og samgang við svæði þar sem sjúkdómur hefur komið upp, einangrun dýra, rannsóknir, aflífun í rannsóknarskyni, sýnatöku og skýrslugerð og eyðingu dýrahræja ber landbúnaðarráðherra að gera viðeigandi ráðstafanir til að hindra útbreiðslu smitsins!
Ráðstafanir hans skulu ná yfir:
1. Dýr:
a. rannsóknir, þar með talda sýnatöku til sjúkdómsgreiningar,
b. sjúkdómsmeðferð,
c. ónæmisaðgerðir,
d. merkingar og einangrun,
e. eftirlit,
f. förgun og eyðingu,
[g. bann við innflutningi eða útflutningi].
2. Dýraafurðir, fóður, húsdýraáburð og annað sem mengað er og kann að bera smit:
a. rannsóknir á mögulegu smitefni,
b. gerilsneyðingu, sótthreinsun og dauðhreinsun,
c. eyðingu,
[d. bann við innflutningi eða útflutningi].
3. Byggingar, starfssvæði, vélar, verkfæri og farartæki:
a. hreinsun og sótthreinsun,
b. eftirlit og einangrun.
4. Eigendur og umráðaaðila dýra, starfsfólk þeirra, fatnað og tæki sem kunna að bera smitefni:
a. rannsóknir, þar með talda sýnatöku til sjúkdómsgreiningar,
b. hreinsun, sótthreinsun og eyðingu fatnaðar.
Heimilt er landbúnaðarráðherra að takmarka eða banna dýrahald á afmörkuðum svæðum þar sem ætla má að heilbrigði dýra sé sérstök hætta búin að mati [Landbúnaðarstofnunar].
Til að hindra að dýrasjúkdómar berist til landsins er óheimilt að flytja til landsins eftirtaldar vörutegundir:
a. Hey, hálm, alidýraáburð, gróðurmold og rotmassa blandað alidýraáburði, hráar og lítt saltaðar sláturafurðir, unnar og óunnar, ósótthreinsuð hrá skinn og húðir, kjötmjöl, beinamjöl, fóðurvörur unnar úr afurðum eða úrgangi spendýra og fugla sem ekki hafa hlotið viðeigandi hitameðferð, blóð og blóðvatn, ógerilsneydda mjólk eða vörur unnar úr henni og hrá egg.
b. Ull, notaða poka eða aðrar umbúðir, óhreinan fatnað og tuskur, fiður, fjaðrir, dún, stráteppi, strákörfur og óunnið dýrahár, enn fremur notaðan reiðfatnað, reiðtygi og annað sem notað hefur verið við geymslu og flutninga á dýrum og dýraafurðum.
c. Hvers konar notaðan búnað til stangveiði.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er landbúnaðarráðherra heimilt að leyfa innflutning á vörum þeim sem taldar eru upp í a-c-liðum að fengnum meðmælum yfirdýralæknis, enda þyki sannað að ekki berist smitefni með þeim er valda dýrasjúkdómum. Um framkvæmd þessarar greinar fer eftir ákvæðum samningsins um beitingu ráðstafana um hollustuhætti og heilbrigði dýra og plantna í 1. viðauka A við samninginn um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.
Heimilt er landbúnaðarráðherra, að fengnum meðmælum yfirdýralæknis, að leyfa í rannsóknarskyni innflutning á vörutegundum sem upp eru taldar í a-lið 1. mgr. Ef hey eða hálmur er notað sem pökkunarefni fyrir aðra vöru sem flutt er inn og ekki er háð sérstöku leyfi má flytja heyið eða hálminn inn án leyfis ef telja má að slíkt pökkunarefni hafi ekki smithættu í för með sér. Þá getur ráðherra ákveðið með reglugerð að ákvæði 1. mgr. skuli ekki gilda fyrir einstakar vörutegundir sem þar eru taldar upp ef varan sótthreinsast við tilbúning eða sérstök sótthreinsun er framkvæmd fyrir innflutning og vörunni fylgir vottorð um uppruna, vinnslu og sótthreinsun.
Landbúnaðarráðherra er heimilt að banna með auglýsingu innflutning á öðrum vörum sem hætta telst á að smitefni geti borist með
[Landbúnaðarstofnun] er heimilt að takmarka eða banna flutning dýra, vöru eða tækja milli eða innan sóttvarnarsvæða telji [stofnunin] að það valdi eða sé líklegt til að valda útbreiðslu sjúkdóma meðal dýra.
[Landbúnaðarráðherra er í samráði við [Landbúnaðarstofnun] jafnframt heimilt að takmarka eða banna inn- og útflutning tiltekinna dýra og afurða þeirra, til lengri eða skemmri tíma, til tiltekins lands eða landsvæðis telji hann að slíkur flutningur valdi eða sé líklegur til að valda útbreiðslu sjúkdóma.]
Landbúnaðarráðherra ákveður, að fengnum tillögum [Landbúnaðarstofnunar], hvaða varnarlínum skuli haldið við. Á sama hátt getur ráðherra ákveðið að setja upp nýjar varnarlínur þar sem nauðsyn krefur. Girðingarstæði skulu valin þar sem best skilyrði eru frá náttúrunnar hendi og valdi sem minnstum spjöllum og jarðraski. Upprekstrarfélög og einstakar jarðir má svipta aðgangi að landi sínu sé slíkt nauðsynlegt, enda skal þá leitast við að bæta það með tilsvarandi landi í skiptum ef unnt er. Verði ekki samkomulag um landaskipti eða bætur fyrir missi landsnytja skulu bætur metnar af dómkvöddum matsmönnum. Bætur þær, sem ákveðnar eru, greiðast af ríkissjóði og miðast við notagildi landsins.
Landbúnaðarráðherra ákveður með auglýsingu skiptingu varnarlína í aðalvarnarlínur og aukavarnarlínur að fengnum
Hræ dýra, sláturúrgang og sláturafurðir, sem ekki eru nýttar eða eru óhæfar til manneldis, skal meðhöndla, geyma, flytja eða eyða á þann hátt að ekki valdi hættu á útbreiðslu smitefna eða annarra skaðlegra efna.
Landbúnaðarráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um meðferð, geymslu og notkun matarleifa og dýraafurða sem ætlaðar eru til fóðurs eða fóðurgerðar. Þar skal kveðið á um leyfi til fóðurgerðar, sbr. 13. gr., starfrækslu fóðurstöðva og hvaða skilyrðum þær þurfa að fullnægja, sýnatöku og eftirlit með slíkri starfsemi til að koma í veg fyrir smithættu.
Landbúnaðarráðherra setur reglur um sæðistöku og sæðingar, töku eggja og fósturvísa, meðferð þeirra og innlögn í dýr. Einnig um búnað, tilhögun og rekstur sæðingastöðvar og heilbrigðiskröfur varðandi dýr sem tekið er úr sæði, egg eða fósturvísar til flutnings, svo og heilbrigðiskröfur um sæði, egg og fósturvísa sem ætlaðir eru til sæðinga eða eggjaflutninga. Þá setur landbúnaðarráðherra reglur um heilbrigðiskröfur sem gerðar eru varðandi þau dýr sem notuð eru sem fósturmæður.
Eigendur búfjár, sem fargað er samkvæmt fyrirmælum landbúnaðarráðherra að tillögum [Landbúnaðarstofnunar], eiga rétt á bótum úr ríkissjóði.
Réttur til bóta samkvæmt lögum þessum glatast að öllu leyti eða að hluta ef eigandi dýra hefur ekki farið eftir ákvæðum þessara laga eða reglugerðum og öðrum fyrirmælum settum samkvæmt þeim. Sama gildir ef eigandi hefur orðið sér úti um dýr sem hann vissi eða mátti vita með tilliti til aðstæðna að haldið var sjúkdómi sem lög þessi taka til eða valdið því með ásetningi eða vanrækslu að dýr hans smitaðist.
Bætur greiðast ekki ef dýr, sem flutt hafa verið til landsins, hafa sýkst af sjúkdómi áður en sex mánuðir eru liðnir frá innflutningi þeirra.
Skylt er að viðhalda varnarlínum svo lengi að fullvíst þyki að búfjársjúkdómar, sem valda stórfelldu tjóni, geti ekki leynst í búfé öðrum megin línunnar þannig að samgangur milli svæðanna auki á sýkingarhættu fyrir búfé að mati
Því aðeins er landbúnaðarráðherra heimilt að leggja niður varnarlínur að fram hafi farið ítarlegt heilbrigðiseftirlit á búfé á þeim varnarsvæðum sem að línunni liggja og að fengnum meðmælum [Landbúnaðarstofnunar].
[Landbúnaðarstofnun] er heimilt að fyrirskipa á kostnað eigenda sérstakar merkingar á búfé þar sem slíkt er nauðsynlegt. [Þá getur Landbúnaðarstofnun bannað hvers konar litamerkingar á búfé á ákveðnum svæðum.]
Óheimilt er að flytja sauðfé til lífs yfir varnarlínur [nema þegar um er að ræða endurnýjun bústofns vegna niðurskurðar af völdum sjúkdóma og/eða vegna búháttabreytinga]. Sleppi sauðfé yfir varnarlínur skal því slátrað.
Komi upp alvarlegur smitsjúkdómur í dýrum á afmörkuðum svæðum er landbúnaðarráðherra heimilt, að fenginni tillögu [Landbúnaðarstofnunar], að skipa þriggja manna [smitsjúkdómanefnd] er verði [Landbúnaðarstofnun] til aðstoðar við framkvæmd hvers konar varnaraðgerða og við útrýmingu sjúkdómsins. [Smitsjúkdómanefnd] hefur ásamt [Landbúnaðarstofnun] forgöngu um framkvæmd niðurskurðar, endurnýjun bústofns, hreinsun búfjár af svæðinu og nauðsynlega sótthreinsun.
a. að gæta að heilsu dýra í landinu og til að passa það að nýir smitsjúkdómar berist til landsins,
b. að fylgjast með og hindra útbreiðslu dýrasjúkdóma og vinna að útrýmingu þeirra,
c. að tryggja að búfjárafurðir, framleiddar í landinu, verði sem heilnæmastar.
Lög þessi taka til allra sjúkdóma í dýrum, jafnt húsdýrum, gæludýrum og villtum dýrum.
Landbúnaðarráðherra er yfirmaður og undir honum landsdýralæknir og héraðsdýralæknar sem skulu hver í sínu umdæmi hafa eftirlit með og vinna að bættu heilsufari dýra og fylgjast með heilbrigðisástandi þeirra og vera á verði gegn nýjum dýrasjúkdómum er kunna að berast til landsins eða milli sóttvarnarsvæða.
Búfé: Hross, nautgripir, sauðfé, geitur, svín, loðdýr, kanínur og alifuglar, auk þess eldisfiskar og önnur dýr sem haldin eru til nytja.
Dýr: Öll dýr, bæði hryggdýr og hryggleysingjar.
Dýrasjúkdómur: Smitsjúkdómur sem orsakast af völdum örvera eða sníkjudýra, efnaskiptasjúkdómur, erfðasjúkdómur, eitranir og aðrir sjúkdómar sem lög þessi ná til.
Gæludýr: Öll dýr sem haldin eru til afþreyingar.
Smitsjúkdómur: Sjúkdómur eða smit sem beint eða óbeint getur borist frá einu dýri til annars eða milli manna og dýra.
Sóttvarnarsvæði: Landsvæði sem afmarkast af varnarlínum, ám, vötnum, sjó eða öræfum sem ásamt fyrirskipaðri vörslu og öðrum varúðarráðstöfunum mynda farartálma eða fullkomna hindrun á samgangi dýra.
Varnarlínur: Mörk sóttvarnarsvæða, þar með taldar girðingarlínur sem skiptast í aðalvarnarlínur og aukavarnarlínur.
Hafi maður ástæðu til að halda að dýr hafi smitsjúkdóm ber lögum samkvæmt að tilkynna það dýralækni (til er sjúkdómaskrá sem er viðauki við þessi lög og telur upp sjúkdóma sem eru tilkynningarskyldir ef þeir finnast) eða ef sjúkdómurinn er óþekktur og ekki næst til dýralæknis ÞÁ BER AÐ TILKYNNA TIL LÖGREGLU!
Ef ástæða er til skal dýralæknir strax gera ráðstafanir til að staðfesta sjúkdómsgreiningu og hindra útbreiðslu sjúkdómsins!
Ef dýralæknirinn fær staðfestan grun sinn um að sjúkdómurinn sé smitsjúkdómur og óþekktur í landinu þá ber honum að tilkynna það til Landbúnaðarstofnunar og grípa til viðeigandi varúðarráðstafana til að hindra útbreiðslu eða útrýma sjúkdóminum - bannað er að slátra dýrinu til manneldis eða selja afurðir af dýrum frá tilteknu búi ef upp kemst um smit!
EINANGRA SKAL DÝR OG NÁNASTA UMHVERFI ÞEIRRA KOMI UPP SLÍK STAÐA!
Allir hlutir og vörur sem komast í snertinu við dýrir skulu settir í förgun; sótthreinsa skal hugsanlegt smitað svæði og hreinsa!
ALLIR SEM STARFA VIÐ DÝRALÆKNINGAR, skulu skrá dýrasjúkdóma og gera ráðstafanir til varnar og upprætingar sjúkdóma - (átt við þá sjúkdóma sem nefndir eru í viðaukum!)
Ef upp kemur grunur um smitsjúkdóma sem tilgreindir eru í [viðaukum 1A og 1B] eða ef þeirra verður vart og nýja, áður óþekkta sjúkdóma hér á landi, þar með talin ákvæði um sóttvörn og samgang við svæði þar sem sjúkdómur hefur komið upp, einangrun dýra, rannsóknir, aflífun í rannsóknarskyni, sýnatöku og skýrslugerð og eyðingu dýrahræja ber landbúnaðarráðherra að gera viðeigandi ráðstafanir til að hindra útbreiðslu smitsins!
Ráðstafanir hans skulu ná yfir:
1. Dýr:
a. rannsóknir, þar með talda sýnatöku til sjúkdómsgreiningar,
b. sjúkdómsmeðferð,
c. ónæmisaðgerðir,
d. merkingar og einangrun,
e. eftirlit,
f. förgun og eyðingu,
[g. bann við innflutningi eða útflutningi].
2. Dýraafurðir, fóður, húsdýraáburð og annað sem mengað er og kann að bera smit:
a. rannsóknir á mögulegu smitefni,
b. gerilsneyðingu, sótthreinsun og dauðhreinsun,
c. eyðingu,
[d. bann við innflutningi eða útflutningi].
3. Byggingar, starfssvæði, vélar, verkfæri og farartæki:
a. hreinsun og sótthreinsun,
b. eftirlit og einangrun.
4. Eigendur og umráðaaðila dýra, starfsfólk þeirra, fatnað og tæki sem kunna að bera smitefni:
a. rannsóknir, þar með talda sýnatöku til sjúkdómsgreiningar,
b. hreinsun, sótthreinsun og eyðingu fatnaðar.
Heimilt er landbúnaðarráðherra að takmarka eða banna dýrahald á afmörkuðum svæðum þar sem ætla má að heilbrigði dýra sé sérstök hætta búin að mati [Landbúnaðarstofnunar].
Til að hindra að dýrasjúkdómar berist til landsins er óheimilt að flytja til landsins eftirtaldar vörutegundir:
a. Hey, hálm, alidýraáburð, gróðurmold og rotmassa blandað alidýraáburði, hráar og lítt saltaðar sláturafurðir, unnar og óunnar, ósótthreinsuð hrá skinn og húðir, kjötmjöl, beinamjöl, fóðurvörur unnar úr afurðum eða úrgangi spendýra og fugla sem ekki hafa hlotið viðeigandi hitameðferð, blóð og blóðvatn, ógerilsneydda mjólk eða vörur unnar úr henni og hrá egg.
b. Ull, notaða poka eða aðrar umbúðir, óhreinan fatnað og tuskur, fiður, fjaðrir, dún, stráteppi, strákörfur og óunnið dýrahár, enn fremur notaðan reiðfatnað, reiðtygi og annað sem notað hefur verið við geymslu og flutninga á dýrum og dýraafurðum.
c. Hvers konar notaðan búnað til stangveiði.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er landbúnaðarráðherra heimilt að leyfa innflutning á vörum þeim sem taldar eru upp í a-c-liðum að fengnum meðmælum yfirdýralæknis, enda þyki sannað að ekki berist smitefni með þeim er valda dýrasjúkdómum. Um framkvæmd þessarar greinar fer eftir ákvæðum samningsins um beitingu ráðstafana um hollustuhætti og heilbrigði dýra og plantna í 1. viðauka A við samninginn um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.
Heimilt er landbúnaðarráðherra, að fengnum meðmælum yfirdýralæknis, að leyfa í rannsóknarskyni innflutning á vörutegundum sem upp eru taldar í a-lið 1. mgr. Ef hey eða hálmur er notað sem pökkunarefni fyrir aðra vöru sem flutt er inn og ekki er háð sérstöku leyfi má flytja heyið eða hálminn inn án leyfis ef telja má að slíkt pökkunarefni hafi ekki smithættu í för með sér. Þá getur ráðherra ákveðið með reglugerð að ákvæði 1. mgr. skuli ekki gilda fyrir einstakar vörutegundir sem þar eru taldar upp ef varan sótthreinsast við tilbúning eða sérstök sótthreinsun er framkvæmd fyrir innflutning og vörunni fylgir vottorð um uppruna, vinnslu og sótthreinsun.
Landbúnaðarráðherra er heimilt að banna með auglýsingu innflutning á öðrum vörum sem hætta telst á að smitefni geti borist með
[Landbúnaðarstofnun] er heimilt að takmarka eða banna flutning dýra, vöru eða tækja milli eða innan sóttvarnarsvæða telji [stofnunin] að það valdi eða sé líklegt til að valda útbreiðslu sjúkdóma meðal dýra.
[Landbúnaðarráðherra er í samráði við [Landbúnaðarstofnun] jafnframt heimilt að takmarka eða banna inn- og útflutning tiltekinna dýra og afurða þeirra, til lengri eða skemmri tíma, til tiltekins lands eða landsvæðis telji hann að slíkur flutningur valdi eða sé líklegur til að valda útbreiðslu sjúkdóma.]
Landbúnaðarráðherra ákveður, að fengnum tillögum [Landbúnaðarstofnunar], hvaða varnarlínum skuli haldið við. Á sama hátt getur ráðherra ákveðið að setja upp nýjar varnarlínur þar sem nauðsyn krefur. Girðingarstæði skulu valin þar sem best skilyrði eru frá náttúrunnar hendi og valdi sem minnstum spjöllum og jarðraski. Upprekstrarfélög og einstakar jarðir má svipta aðgangi að landi sínu sé slíkt nauðsynlegt, enda skal þá leitast við að bæta það með tilsvarandi landi í skiptum ef unnt er. Verði ekki samkomulag um landaskipti eða bætur fyrir missi landsnytja skulu bætur metnar af dómkvöddum matsmönnum. Bætur þær, sem ákveðnar eru, greiðast af ríkissjóði og miðast við notagildi landsins.
Landbúnaðarráðherra ákveður með auglýsingu skiptingu varnarlína í aðalvarnarlínur og aukavarnarlínur að fengnum
Hræ dýra, sláturúrgang og sláturafurðir, sem ekki eru nýttar eða eru óhæfar til manneldis, skal meðhöndla, geyma, flytja eða eyða á þann hátt að ekki valdi hættu á útbreiðslu smitefna eða annarra skaðlegra efna.
Landbúnaðarráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um meðferð, geymslu og notkun matarleifa og dýraafurða sem ætlaðar eru til fóðurs eða fóðurgerðar. Þar skal kveðið á um leyfi til fóðurgerðar, sbr. 13. gr., starfrækslu fóðurstöðva og hvaða skilyrðum þær þurfa að fullnægja, sýnatöku og eftirlit með slíkri starfsemi til að koma í veg fyrir smithættu.
Landbúnaðarráðherra setur reglur um sæðistöku og sæðingar, töku eggja og fósturvísa, meðferð þeirra og innlögn í dýr. Einnig um búnað, tilhögun og rekstur sæðingastöðvar og heilbrigðiskröfur varðandi dýr sem tekið er úr sæði, egg eða fósturvísar til flutnings, svo og heilbrigðiskröfur um sæði, egg og fósturvísa sem ætlaðir eru til sæðinga eða eggjaflutninga. Þá setur landbúnaðarráðherra reglur um heilbrigðiskröfur sem gerðar eru varðandi þau dýr sem notuð eru sem fósturmæður.
Eigendur búfjár, sem fargað er samkvæmt fyrirmælum landbúnaðarráðherra að tillögum [Landbúnaðarstofnunar], eiga rétt á bótum úr ríkissjóði.
Réttur til bóta samkvæmt lögum þessum glatast að öllu leyti eða að hluta ef eigandi dýra hefur ekki farið eftir ákvæðum þessara laga eða reglugerðum og öðrum fyrirmælum settum samkvæmt þeim. Sama gildir ef eigandi hefur orðið sér úti um dýr sem hann vissi eða mátti vita með tilliti til aðstæðna að haldið var sjúkdómi sem lög þessi taka til eða valdið því með ásetningi eða vanrækslu að dýr hans smitaðist.
Bætur greiðast ekki ef dýr, sem flutt hafa verið til landsins, hafa sýkst af sjúkdómi áður en sex mánuðir eru liðnir frá innflutningi þeirra.
Skylt er að viðhalda varnarlínum svo lengi að fullvíst þyki að búfjársjúkdómar, sem valda stórfelldu tjóni, geti ekki leynst í búfé öðrum megin línunnar þannig að samgangur milli svæðanna auki á sýkingarhættu fyrir búfé að mati
Því aðeins er landbúnaðarráðherra heimilt að leggja niður varnarlínur að fram hafi farið ítarlegt heilbrigðiseftirlit á búfé á þeim varnarsvæðum sem að línunni liggja og að fengnum meðmælum [Landbúnaðarstofnunar].
[Landbúnaðarstofnun] er heimilt að fyrirskipa á kostnað eigenda sérstakar merkingar á búfé þar sem slíkt er nauðsynlegt. [Þá getur Landbúnaðarstofnun bannað hvers konar litamerkingar á búfé á ákveðnum svæðum.]
Óheimilt er að flytja sauðfé til lífs yfir varnarlínur [nema þegar um er að ræða endurnýjun bústofns vegna niðurskurðar af völdum sjúkdóma og/eða vegna búháttabreytinga]. Sleppi sauðfé yfir varnarlínur skal því slátrað.
Komi upp alvarlegur smitsjúkdómur í dýrum á afmörkuðum svæðum er landbúnaðarráðherra heimilt, að fenginni tillögu [Landbúnaðarstofnunar], að skipa þriggja manna [smitsjúkdómanefnd] er verði [Landbúnaðarstofnun] til aðstoðar við framkvæmd hvers konar varnaraðgerða og við útrýmingu sjúkdómsins. [Smitsjúkdómanefnd] hefur ásamt [Landbúnaðarstofnun] forgöngu um framkvæmd niðurskurðar, endurnýjun bústofns, hreinsun búfjár af svæðinu og nauðsynlega sótthreinsun.