Nafn:

Sæunn og Halldór Lágafelli

Farsími:

8918091

Tölvupóstfang:

lagafelli@gmail.com

Afmælisdagur:

06.06.2001

Heimilisfang:

Lágafelli 861 Hvolsvöllur Iceland

Önnur vefsíða:

www.lagafelli.is

Um:

Landbúnaður, sala heimaafurða og íbúðarleiga / ferðaþjónusta

Uppáhalds manneskjur:

mamma og pabbi

Uppáhalds matur:

steikt lifur

Eftirminnilegast:

þegar við tókum við Lágafelli

12.12.2009 13:45

Jólin Jólin Jólin koma brátt!

Veiiii - það er fjör í bæ, mikið að gera, og allir kátir, fyrsti jólasveinninn kominn, jólakálfur fæddur, ærnar eru að blesma og Halldór og Fló eru búin að leita með hrútnum í 3 daga að ám sem hægt er að sæða, auk þess sem sumar hafa hreinlega fengið þjónustu hrútsins - ... En við erum að stelast til að nota hann Móra okkar frá Hólmahjáleigu, - en hann villtist hingað heim eins og venjulega þó svo hann sé í eigu Helga og Rósar - af því við gáfum þeim hann.  Rós okkar, við skilum honum til þín í vikunni, erum að verða búin að nota hann!!!
Folaldinu okkar vegnar vel, það er orðið rosalega kátt með það að kunna að fara inn og út, og er alls ekkert of spakt við okkur því við höfum alveg reynt að passa að vera ekkert að kássast í því aukalega, bara gefum í stíuna og setjum undir þau hálm og vötnum og hendum þeim inn og út - og þetta gengur svona ljómandi vel. 
Krakkarnir voru með forskólatónleika í síðustu viku í Hvolsskóla, og Bergrún spilaði á þeim. Valberg bauð ásamt miðstiginu, foreldrum krakkanna að koma í heimssókn og sjá föndurstarfið og fara í göngu að Sögusetrinu á myndlistarsýningu.
Ég fór á Tónleikana Hátíð í Bæ og sá Herdísi Rútsdóttur frá Skíðbakka syngja, ásamt fleirum og skemmti mér dásamlega vel - fékk svo mikinn hroll af því að vera þarna að ég var eins og hamflett gæs allan daginn á eftir - ... hahahaha
Það stefnir í mikin fluttning hrossa frá bænum 6.janúar - svo þeir sem ætla að taka sitt - láti vita í tíma, því að við erum að plana þennan dag í mikla smalamennsku! 15 hross á leið í burtu héðan.
Sjöfn og Gummi, ætlið þið ekki að taka eitthvað???
Skólinn er búinn hjá mér, tók próf á Föstudaginn í keppni við klukku - og vá - það var eins gott að ég var vel lesin - því ég hafði bara 6 mínútur þegar ég var búin að svara öllum spurningum - til að yfirfara svörin og það dugði varla til... en veiiii - núna get ég farið að slappa af og njóta mín! Skrítið, að þó að þetta nám sé ekki strembið þá er það samt þannig að það er alltaf nóg að gera, og vita - svo það er alveg víst að það má aldrei slá slöku við í lestri í þessari grein!
Langar á reiðnámsskeið í vetur, en löppin á mér er enn svo skrítin að ég veit ekki hvað ég á að gera, hugsa að það mundi styrkja mig helling að demba mér af stað en... - boy oh boy!
Ætla allavega að vinna í því að krakkarnir komist á bak og geti farið á reiðnámsskeið!
Vantar annars enn einhvern að ríða út hérna! - Frá FEB. svo ef þið heyrið af einhverri/einhverjum þá er ég meira en til í viðræður! Það eru engar frumtamningar í gangi, bara áframhald á því sem gert hefur verið og trimm!
Fló fer út eftir jól fram yfir áramót, til að hitta mömmu sína og sýna Halla sinn - hahahaha - ekki satt Fló og Halli??? Það eru skráðar 6 kýr í burð á þessum tíma, og 4 fyrsta kálf kvígur - svo hér verður sannarlega fjör!
En jæja, fleira er það ekki þessa vikuna - þó svo sjálfssagt sé eitthvað sem gleymst hefur!
Það kemur bara næst -
Vona bara að þið gangið hægt um gleðinnar dyr þessa dagana, svo það verði ekki upplausn hjá ykkur - það er ekkert gaman að lifa lífinu ef sálin er í ólagi!  Látið mig þekkja það!

Mér er annt um ykkur öll!!!
Kveðja Sæunn
clockhere
Flettingar í dag: 90
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 65
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 222347
Samtals gestir: 29370
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 21:07:59